Þjóðviljinn - 02.02.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.02.1985, Blaðsíða 6
Sendum okkar innilegustu þakkir öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúö vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróöur, Aðalsteins Péturssonar læknis í Borgarnesi með minningargjöfum, blómum og skeytum, að ógleymdum þeim fjölda, sem vottuðu minningu hans virðingu með nær- veru sinni við jarðarför hans að Reykholti þann 19. janúar. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Karlsdóttir Þórdís Brynja Aðalsteinsdóttir Oddur H. Knútsson Guðríður Hlíf Aðalsteinsdóttir Ólafur Jennason Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir Halldóra Aðalsteinsdóttir Guðríður Kristjánsdóttir Pétur Sigurðsson Systkini og aðrir aðstandendur. Laus staða hjá Reykjavíkurborg Forstöðumaður: Staða forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Þrótt- heima er laus til umsóknar. Menntun á sviði æskulýðs- og félagsmála æskileg, jafnframt reynsla í stjórnunarstörfum. Laun skv. kjarasamningum. Upplýsingar veitir fram- kvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur Fríkirkjuvegi 11 í síma 21769. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 18. febr. 1985. Lóðaúthlutun Iðnaðar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. Eftirtaldar lóðir í Kópavogi eru lausar til umsóknar: A :Við Smiðjuveg: Iðnaðarlóð að Smiðjuvegi 2B. Umsóknarfrestur til 11. febr. n.k. B :í miðbæ Kópavogs: Hamraborg 10 og 10A. Hótel og veitingaþjónusta. Fannborg 4, 6, 8 og 10. Skrifstofur, þjónusta og félagslegt starf, e.t.v. nokk- ur verslun. Umsóknarfrestur til 25. febrúar n.k. Umsóknareyðublöð ásamt skipuiags- og byggingar- skilmálum fást á skrifstofu bæjarverkfræðings Kópa- vogs, Fannborg 2, virka daga milli kl. 9.30 og 15.00. Bæjarverkfræðingur Útboð - Jarðvinna Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir til- boði í 2. áfanga jarðvinnu fyrir verzlanahús í Kringlu- mýri í Reykjavík. Helstu magntölur eru eftirfarandi: a) Grafa og aka burt mold, samtals um 25.000 m3 b) Rippa eða sprengja fyrir undirstöðum, samtals um 5.000 m3 c) Fylla í grunn samtals um 5.000 m3 Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík frá og með þriðjudeginum 5. febrúar 1985, gegn 2000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf. Lækjargötu 4, Reykjavík fyrir kl. 11.00 föstudaginn 15. febrúar 1985, en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. HAGKAUP H.F., Lækjargötu 4, Reykjavík Starfsþjáifun fatlaðra Nýr hópur byrjar þjálfun á bókhalds- og tölvusviði föstudaginn 8. febrúar nk. í húsi Iðnskólans á Skóla- vörðuholti í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að starfsemin spanni þrjár annir. Starfsþjálfun þessi er ætluð fólki sem orðið hefur fyrir slysum eða áföllum af völdum sjúkdóma og getur því ekki stundað fyrri störf. Nánari upplýsingar veitir Hólmfríður Gísladóttir í síma 91-26722. ÍÞRÓIHR Frakklandsmótið Engin vandræði ísland vann ísrael 24-17 í Bourg eftir að hafa náð 11 markaforystu Frakkar-b í kvöld og Tékkar á morgun íslenska landsliðið í hand- knattleik átti ekki í minnstu vand- ræðum með að sigra Israelsmenn á Tournoi de France mótinu í Frakklandi í gærkvöldi. Leikið var í Bourg, í nágrenni Lyon, og ísland vann 24-17, án þess að tekið væri á af öllum tiltækum krafti. Upphafsmínútur leiksins voru jafnar, staðan 4-4 eftir rúmar 10 mínútur. Þá kom góður kafli hjá íslenska liðinu, það fékk ekki á sig mark í 14 mínútur og skoraði Alfreð Gíslason var atkvæðamikill í gærkvöldi og skoraði 5 mörk. sex á meðan. Staðan orðin 10-4 og stórsigur í uppsiglingu. Hvort lið skoraði síðan eitt fyrir hlé, staðan 11-5 í hálfleik. ísraelsmenn hófu seinni hálf- leik á marki úr vítakasti en ísland svaraði með fimm mörkum. Valdimar Grímsson gerði tvö þeirra, hans fyrstu landsliðs- mörk. Staðan 16-6 og síðan 18-7, en þá fóru íslensku strákarnir að slaka á og leyfa sér ýmislegt. Fjögur næstu mörk voru ísraelsk, staðan 18-11, og munurinn til Júdó Karl, Halldór, Ómar Magnús og Kolbeinn Á laugardaginn var fór fram fyrri hluti afmælismóts Júdós- ambands Islands í íþróttahúsi KHÍ. Keppt var í 5 þyngdarflokk- um karla og urðu úrslit þessi: - 65 kg flokkur: 1. Karl Erlingsson, Armanni 2. Davíð Gunnarsson, Ármanni 3. Magnús Kristinsson, Ármanni. - 71 kg flokkur: 1. Halldór Guðbjörnsson. JR 2. Níeis Hermannsson, Armanni 3. Halldór Hafsteinsson, Ármanni - 78 kg flokkur: 1. Omar Sigurðsson, UMFK 2. Rögnvaldur Guðmundss., Gerplu - 86 kg flokkur: 1. Magnús Hauksson, UMFK 2. Arnar Marteinsson, Ármanni 3. Páll M. Jónss., Ármanni + 95 kg flokkur: 1. Kolbeinn Gíslason, Ármanni 2. Hákon örn Halldórsson, JR 3. Kristján I. Kristjánss., Ármanni Síðari hluti mótsins fer fram á sama stað í dag og hefst kl. 15. Keppt verður í opnum flokkum karla og kvenna og þyngdarflokk- um unglinga, yngri en 21 árs. Fjáröflun leiksloka hélst 6-8 mörk - loka- tölur 24-17 eins og áður sagði. Góð úrslit - við höfum oft átt í vandræðum með ísraelsmenn og núna eru þeir að nálgast toppæf- ingu þar sem þeir taka þátt í B- keppninni eftir mánuð. Lykilmenn eins og Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathie- sen voru hvíldir nánast allan seinni hálfleikinn. Kristján varð þó markahæstur, gerði 6 mörk í fyrri hálfleiknum. Mikilvægt fyrir liðið að geta slíkt, það er aðeins skipað 13 mönnum, þar af þrem- ur markvörðum, og álagið því mikið að leika fimm leiki á fimm dögum. Mörk Islands: Kristján Arason 6 (2v), Al- freð Gíslason 5 (1 v), Þorbergur Aðal- steinsson 5, Sigurður Gunnarsson 3, Vald- imar Grímsson 2, Geir Sveinsson 1, Þor- gils Óttar Mathiesen 1 og Jakob Sigurðs- son 1. í kvöld mætir íslenska liðið b- liði Frakka. Sá leikur á að vinn- ast, en hafa ber þó hugfast að Frakkarnir eru á heimavelli og allt getur skeð við slíkar aðstæð- ur. Lokaleikurinn er síðan gegn hinu sterka liði Tékka á sunnu- daginn. ísland verður að sigra í báðum þessum leikjum til að eiga sigurmöguleika á mótinu. - VS. Handbolti Þór vann Ármann! Þór Akureyri fékk dýrmæt stig K fallbaráttu 2. deildar í gærkvöldi með því að sigra Ármann 22-21 í hörkuspennandi leik í íþróttahöll- inni á Akureyri. Þór leiddi 12-11 í hléi, Ármann náði þriggja marka forystu í seinni hálfleik en Þórsar- ar voru sterkari á endasprettin- um. Þór er þó áfram á botninum, hefur 5 stig, en Fylkir er með 6, Grótta 7 og Ármann 8 stig. Ár- menningar mæta KAI dag kl. 14. Völsungar Birgir heim Afreksmanna- sjóður HSÍ Stjórn HSÍ hefur stofnað sér- stakan afreksmannasjóð til að styrkja þátttöku landsliðsfólks í handknattleik í æflngum, keppn- isferðum og landsleikjum. Leitað verður eftir stuðningi einstaklinga og fyrirtækja með fjárframlög í þennan sjóð. Er þetta ein af fjáröflunarleiðum sambandsins til að auðvelda landsliðsmönnum og þjálfara þess að undirbúa landsliðið sem best fyrir þátttöku í A-keppninni í Sviss 1986. Þeir sem vilja taka þátt í undir- búningi landsliðsins fyrir keppn- ina með fjárframlagi í afreks- mannasjóðinn eru vinsamlegast beðnir um að koma framlagi sínu til skila á skrifstofu HSÍ. Áhafnir skipa og starfsmenn fyrirtækja geta einnig lagt framlag sitt inná nýstofnaðan póstgíróreikning af- reksmannasjóðsHSÍ, nr. 677760. Birgir Skúlason, varnarmað- urinn sterki sem lék með íslands- og bikarmeisturum ÍA sl. sumar, er á leið heim til Húsavíkur á ný og leikur væntanlega með Völs- ungi i 2. deildarkeppninni í knatt- spyrnu næsta sumar. Birgir náði að leika einn leik með aðalliði ÍA í 1. deild og kemur heim reynslunni ríkari. Ómar Rafnsson landsliðsbak- vörður kemur örugglega til Völsungs þrátt fyrir sögusagnir um annað. Hann mun leika með Völsungi í Bautamótinu á Akur- eyri í innanhússknattspyrnu ásamt Skagamönnunum Jón Leó Ríkharðssyni og Sigurði Hall- dórssyni, sem eins og kunnugt er leika báðir með Völsungi næsta sumar. Sigurður þjáifar liðið. - ab/Húsavík. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.