Þjóðviljinn - 02.02.1985, Page 7

Þjóðviljinn - 02.02.1985, Page 7
Segja má aö tónlistarkennsla Ragnars H. Ragnará ísafiröi sé orðin hálfgerð goðsögn. Fjöldi frábærra tónlistar- manna hóf sín fyrstu spor undir leiðsögn hans og skólinn er að ýmsu leyti sér- stakur meðal íslenskratón- listarskóla. Einn kaldan sunnudagíjanúar bönkuðum við upp á hjá þeim hjónum Ragnari og Sigríði í Smiðjug- ötu, en heimili þeirra hefurfrá upphafi skólans verið miðstöð hans. Hvergi fá gestir jafn hjartanlegar móttökur og ein- mitt á þessu rausnarheimili og svo var nú. Við vorum drifin inn og boðið að vera viðstödd samæfingu sem stóð fyrir dyr- um og vera síðan (kaffi með kennurum skólans. Ragnar H. Ragnar hefur verið skólastjóri Tónlistarskólans á ísafirði frá stofnun hans árið 1948 en lét af skólastjórn í fyrra þegar dóttir hans, Sigríður, tók við henni. Ragnar hefur samt ekki látið deigan síga, þó að hann sé orðinn 86 ára gamall, og kennir enn af krafti. Og hugarflug hans og speki er enn á sínum stað. En hvað er samæfing? Það er fyrirbæri sem Ragnar innleiddi frá Ameríku en þar bjó hann um aldarfjórðungsskeið. Allir nem- endur skólans koma saman á Feðginin Sigríðurog Ragnar H. Ragnar. Hún tók við skólastjórn íhausten hann hafði verið skólastjóri frá upphafi 1948. Ljósm.: GFr. Tónlist Skólabygging hefstívor Veriðvið samœfingu ístofunni hjó Sigríði og Ragnari H. Ragnar í Smiðjugötu ó ísafirði og rœtt við Sigríði dóttur þeirra .sem tók við skólastjórn Tónlistarskóla ísafjarðar í haust nær hverjum sunnudegi inni í stofu á Smiðjugötunni og síðan spila allir, hvort sem þeir eru ný- byrjaðir eða lengra komnir. Þetta eru ekta stofuhljómleikar og klappað fyrir hverjum og einum. Þennan sunnudag áttu yngri krakkarnir að vera kl. 16.00 en eldri nemendur kl. 18.30. Yfir húsþökin Og svo hófst samæfingin sem Sigríður skólastjóri stjórnaði eins og herforingi. Krakkarnir sátu stilltir og prúðir enda verða þau að þegja þó að sumum reynist það erfitt á þessum aldri. Þeir yngstu léku pínulítil tónverk á hljóðfæri sín en aðrir voru stærri í sniðum. Sumir voru ögn óöruggir en aðrir léku af sannri yfirvegun. Ekki var hætt fyrr en búið var að flytja milli 30 og 40 verk. Þá sótti Sigríður skólastjóri allar úlpurn- ar í einni hrúgu og hver fann sitt og krakkarnir þutu út í bylinn. Kennarar skólans settust síðan við hlaðið kaffiborð óg ræddu heima og geima. Hinn aldni Ragnar H. Ragnar hugsar ekki á vestfirska vísu og ekki á landsvísu heldur á heimsvísu og er óspar á að láta í ljós skoðanir á framtíð heimsins og draga lærdóma af því sem liðið er. Umræðan náði því langt yfir húsþökin á ísafirði. Við gátum því miður ekki verið viðstödd seinni samæfinguna en Framhald á bls. 8 UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Laugardagur 2. febrúar 1985 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.