Þjóðviljinn - 02.02.1985, Síða 8

Þjóðviljinn - 02.02.1985, Síða 8
MENNING sem fram fer hér. Þá hafa mjög margir nemendur skólans farið í framhaldsnám og orðið nýtir hljómlistarmenn. Mikill hluti tómstunda barna og unglinga í bænum fer í tónlistariðkun og ég býst við að margir ísfirðingar flyttu héðan í burt ef skólinn væri eicki fyrir hendi. Þá má nefna það að kennarar og nemendur þeirra eru opinberir nemenda- tónleikar þrisvar á ári og þar koma líka allir fram, alveg frá byrjendum og upp í þá sem lengst eru komnir. - Að lokum, Sigríður. Nú tókst þú við skólastjórn hér í haust af föður þínum. Hvernig var sú tilfinning? - Ég er nú búin að kenna hér í Kennarar í kaffi miili samæfinga. F.v.: Sigríður J. Ragnar, Jónas Tómasson, Elín Jónsdóttir og Inga Ásta Hafstein. Ljósm.: GFr. skólans hafa unnið mikið fyrir kóra hér, spilað með þeim og stjórnað þeim og einnig leikið undir við ýmis önnur tækifæri. - Nú hefég verið hér við sam- æfingu. Eru þœr ekki dálítið sér- stakar fyrir þennan skóla? - Það má segja það, en auk 10 ár í góðri samvinnu við föður minn en það er ennþá meira að gera við skólastjórnina en ég hafði gert mér grein fyrir ef eitthvað er. Annars er þetta mjög gaman og hér eru góðir og skemmtilegir kennarar. -GFr Framhald af bls. 7 áður en við hurfum út í bylinn, eins og krakkarnir, drógum við Sigríði skólastjóra út í horn og spurðum hana dálítið út í skólann og framtíðarhorfur hans. Við spurðum um húsnæðisvand- ræðin. - Já, þessi skóli hefur þá sér- halda skólanum saman því að það er eina tækifærið sem kennarar og nemendur hafa til að koma saman og kynnast. - Stendur ekki bygging tón- listarskóla fyrir dyrum? - Jú, það er þegar búið að teikna skóla og á aðalfundi Tón- listarfélags ísafjarðar í haust, en það rekur skólann, var ákveðið safnast talsvert á 2. miljón króna í hann. Bæjarsjóður hefur einnig styrkt þetta fyrirtæki lítillega og við vonumst til að hann stórauki framiög sín þegar bygging hefst. Annars hefur styrktarsjóðurinn fengið mjög góðar undirtektir hér í bænum og við vonumst til að enn frekar safnist í hann og einnig að burtfluttir ísfirðingar leggi sitt af mörkum. Það er í raun og veru almenningur hér í bænum sem stendur á bak við bygginguna. Það er töluvert líf og heilmikil skemmtan í kringum þessa fjár- öflun. Sérstök nefnd hefur séð um kabaretta og svo höfum við verið með torgsölur, sem hafa notið mikilla vinsælda, og flóa- markaður er nú í Aðalstræti. - Hvernig verður þessi bygg- ing? - I henni eiga að vera 10-12 kennslustofur, salur sem rúmar upp undir 200 manns í sæti, bóka- safn, kennarastofa og fleira. Ragnar H. Ragnar í öndvegi. T.v. em tveir af kennurum skólans, þær Ágústa Þórólfsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir. Ljósm.: GFr. stöðu að eiga ekki húsnæði þótt hann sé orðinn jafn gamall og raun ber vitni. Við þurfum því að kenna víðs vegar um bæinn og það væri í rauninni alls ekki hægt nema vegna þess hve kennararnir eru elskulegir, þolnmóðir og um- burðarlyndir. Samæfingarnar að hefjast handa í vor. Við höfum fengið lóð skammt frá nýja sjúkrahúsinu og menntaskóla- num. - Hvernig er með fjáröflun? - Sérstök samtök um styrktar- sjóð fyrir skólabygginguna voru stofnuð haustið 1982 og hefur Margir flyttu í burt - Hvað eru margir nemendur í skólanum í veför? - Þeir eru um 140 eða svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár. Ég held að nemendur hafi flestir verið 200. - Hvaða gildi hefur svona skólifyrir bœjarlífið? - I fyrsta lagi er engin tón- menntakennsla í bænum nema sú Tónlist Vinnan fœðir af sér hugmyndir Fjölnir Stefánsson tónskáld segirfra sjálfum sér, verkum sínum og áliti á íslenskri tónlist, Verk effir hann verður flutt á Myrkum músíkdögum á sunnudag Myrkir músíkdagar eru hafnir. Þeir eru eins konar vaxtar- broddur í íslensku tónlistarlífi. Þá gefst mönnum kostur á aö hlýða á þaö nýjasta sem er að gerast í tónsmíðum, í flutningi bestu tónlistarmanna. Á hljómleikum í Bústaðakirkju á sunnudag verða t.d. flutt 5 ný- leg verk eftir jafnmarga höf- unda. Einn þeirra er Fjölnir Stefánsson. Hann hefurfeng- ist við tónsmíðar í meira en 30 ár en er jafnframt skólastjóri Tónlistarskólans í Kópavogi. Við gengum á fund hans til að forvitnastsvolítið um hann sjálfan, verk hans og álit. Hann var fyrst spurður að því hversu langt er síðan hann kom fram opinberlega sem tónskáld. - Ég er orðinn býsna gamall í hettunni. Fyrsta verkið sem flutt var eftir mig er Tríó fyrir blásturs- hljóðfæri og það var í svokölluð- um Listvinasal árið 1951. Þá var ég tvítugur. Það var því ekki seinna vænna að ég skrifaði sext- ett en verkið sem flutt verður eftir mig á sunnudaginn er ein- mitt sextett fyrir blásturshljóð- færi sem saminn var árið 1984. Sumrin eru minn tími - Geturðu sagt mér nánar frá honum? - Skólanefnd Tónlistarskólans í Kópavogi ákvað að minnast 20 ára afmælis skólans og bað mig að semja tónverk af því tilefni. Það var svo skrifað sumarið 1983 því að sumrin eru minn tími. Mér finnst erfitt að semja með annarri vinnu. Maður þarf að sofna frá verkinu, vakna til þess og velta sér upp úr því. Verkið var svo frumflutt á afmælistónleikum í Kópavogskirkju sl. vor og flytj- endur voru kennarar skólans. Sama fólk mun flytja verkið nú að því undanskildu að Hlíf Sig- urjónsdóttir fiðluleikari kemur inn í hópinn í stað Þórhalls Birgis- sonar sem því miður getur ekki verið með. Þetta eru allt frábærir tónlistarmenn. - Hvað segirðu mér um náms- feril þinn? - Ég lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 1954 en kennari minn í tónsmíð- um var Jón Þórarinsson. Síðan lá leiðin til London og þar var ég við nám hjá ungversku tónskáldi sem var mjög eftirsótt, hét Matthias Seiber. Eg var mjög heppinn að komast til hans. - Hvernig stóð á þeirri heppni? - Ég sýndi honum verk eftir mig og svo var Þorsteinn Hannes- son óperusöngvari mér mjög innan handar. Hann var þá þekkt nafn í London. Seiber var dýr- legur maður og ekki var minnst um vert þær umræður sem fóru fram í tímum um það sem þá var að gerast í tónlistarlífi London. - Og svo hefur leiðin legið heim? -Já, égkom heim 1958ogfékk þá starf við Tónlistarskólann í Reykjavík og kenndi þar í 10 ár. Síðan 1968 hef ég svo verið skóla- stjóri hér í Kópavogi. Sveiflan er í gangi núna - Hvernig líst þér á þróun ís- lenskrar tónlistar? - Mér líst gífurlega vel á hana. Það er sérstaklega ánægjulegt hversu mörg ung tónskáld eru að koma fram núna. Sveiflan sem maður var lengi búinn að bíða eftir er einmitt í gangi núna. Slík sveifla var iíka þegar ég var að útskrifast árið 1954. Þá voru að koma fram menn eins og Jón Nordal, Leifur Þórarinsson og Jón Ásgeirsson og einnig fjöldi hljóðfæraleikara. Það var í raun- inni furðulegt að þetta skyldi ger- ast þá því að ekki voru aðstæður uppörvandi. Þá var Tónlistar- skólinn til húsa í Þrúðvangi við Laufásveg og aðbúnaður allur erfiður og framtíðarhorfur eigin- lega engar fyrir upprennandi tón- listarmenn. Þetta er allt miklu eðlilegra núna. Tónlistarkennar- ar geta alltaf komið sér fyrir og gróska í konsertum er einstök. Þetta eru eins og tveir ólíkir tímar að því er ytri aðstæður varðar. En þeir sem komu fram á 6. áratugn- um eiga snaran þátt í þessari þró- un. - Eiga ekki tónlistarskólarnir mikinn þátt í þess'ari þróun? - Auðvitað. Hin nýja tónfræði- deild Tónlistarskólans er líka að skila árangri. Þegar ég var í skóla naut ég góðs af því að Jón Þórar- insson var nýkominn frá námi í Ameríku og miðlaði reynslu sinni þaðan. - Hvaða erlendir straumar finnast þér helst leika um íslenskt tónlistarlíf núna? - Þeir sem hafa farið til náms erlendis hafa leitað fyrir sér ákaf- lega víða þannig að í hnotskurn eru það alþjóðlegir straumar sem leika um íslenskar tónsmíðar nú en þær eru jafn íslenskar fyrir því að þetta eru íslenskir höfundar. Það er líka komið fram mikið af flytjendum sem eru áhugasamir um að flytja íslensk verk. Það er ómetanlegt. Vinnan og tónlistin - Hefur þín eigin tónlist breyst eitthvað á síðari árum? - Það er nú kannski erfitt fyrir mig að segja til um það. Mér finnst hún hljóta að vera auðveld að hlusta á, því að ég leitast við að hafa form verksins skýrt og að því leyti hljóta menn að fylgja at- burðarásinni. Síðustu tvö verk mín eru Kóplon, skrifað 1979, og svo fyrrnefndur Sextett. Ég hugsa að þau séu talsvert ólík þeim verkum sem ég hef áður gert en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. - Ertu að lýsa einhverju í verk- um þínum? - Nei, vinnan fæðir af sér hug- myndir og þær leiða svo aftur af sér aðrar hugmyndir. Það eru einu áhrifin sem ég verð fyrir. -Aðlokum, Fjölnir. Hvaðseg- irðu mér um Tónlistarskólann í Kópavogi? - í honum eru um 430 nemend- ur og 32 kennarar. Þetta er það stór skóli að maður gerir ekki annað á meðan hann starfar. Nemendum sem hafa útskrifast héðan hefur vegnað vel á lista- brautinni bæði í framhaldsnámi erlendis og hér heima við tónlist- arstörf. - GFr. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.