Þjóðviljinn - 02.02.1985, Side 9
MENNING
Holldór B. Runólfsson:
Að víkko út
menningorboráttuno
Fyrir hálfum mánuði eða svo,
birtist eftir mig grein í Þjóðviljan-
um undir heitinu „Bækur eða
bókmenntir. Hvert verður fram-
haldið?“. Þar var ég að mælast til
þess að bókmenntaumfjöllun
yrði stórlega aukin í fjölmiðlum,
sem og á öðrum vettvangi. Síst
var það ætlun mín með grein
þessari að troða bókmenntafræð-
ingum um tær, eða trana mér inn
á þeirra sérsvið. Til þess hef ég
hvorki getu né lyst, enda met ég
störf þeirra meir en svo að ég
haldi að leikmannsþekking mín
fái bætt þar um betur.
Hins vegar hef ég orðið þess
áskynja að almennri þekkingu á
sögu og þróun bókmennta er
mjög ábótavant, ekki síst í
skólum landsins. T.d. hefur það
oft valdið mér vandræðum í starfi
mínu sem kennara, að geta ekki
brugðið bókmenntum fyrir mig
þar sem það á við, til skýringa
dæmum úr listasögunni. Slíkar
tilraunir, til samanburðar tveggja
listgreina, hafa oft verið dæmdar
til að mistakast vegna of al-
mennrar vanþekkingar nem-
enda.
Svíagaldurinn
Það veldur mér kvíða að horfa
upp á fólk, sem eytt hefur stórum
hluta ævinnar á skólabekk, gata á
helstu bókmenntastefnum okkar
tíma. Þá á ég ekki einungis við 20.
öldina, heldur einnig bróðurpart
þeirrar nítjándu. Ég hef því oft
spurt sjálfan mig, hver yrðu örlög
myndlistar hér á landi, úr því
svona er komið fyrir þekkingu á
bókmenntum. Eða hvernig
skyldi kunnáttu óskólagenginna
vera háttað?
En e.t.v. eru þetta óþarfar
áhyggjur. A.m.k. er eina svarið
sem ég hef fengið við grein minni
ekki til þess fallið að örva um-
ræður um þessi mál í fjölmiðlum.
Þetta svar var frá Nirði P. Njarð-
vík og birtist í menningardálki
Þjóðviljans, miðvikudaginn 23.
janúar. Þar gerðist það sem ég
óttaðist mest, að ákalli mínu til
bókmenntafræðinga var snúið
upp í pex um alls óskylda hluti.
Njörður kaus nefnilega að taka
úr grein minni nokkur atriði og
nota þau samhengislaust, annarri
umræðu til framdráttar. Sú um-
ræða er einhver sú lágkúrulegasta
sem skollið hefur yfir íslenskan
menningarheim og var eitt sinn
nefnd „Svíagaldurinn“, en heitir
nú „Norðurlandahatrið".
Það veit hver heilvita maður að
umræðan um Svígaldurinn kom
menningu ekkert við, heldur
byggðist hún á dylgjum og þvætt-
ingi úr einu horni Dagblaðsins,
kenndu við Svarthöfða nokkurn.
Þessi Svarthöfði var haldinn ó-
stöðvandi ritræpu og uppáhald-
sefni hans var einmitt Norræna
húsið og Njörður P. Njarðvík.
Seinna var mér sagt að bak við
þessa pistla hefði staðið rithöf-
undur sem taldi sig eiga Norður-
löndunum grátt að gjalda. Þau
vildu nefnilega ekki veita honum
bókmenntaverðlaun af einu eða
neinu tagi. Ég sel það ekki dýrar
en ég keypti. Eitt er víst að pistlar
þessir voru ekki á neinu Nóbels-
höfundaplani.
Svarthöfði og
þorskhöfði
í öll þau ár sem Svarthöfði kitl-
aði heilasellur hinna ýmsu kjána
með Svíagaldursrausinu, minnist
ég ekki að honum hafi verið svar-
að, hvorki af Nirði né öðrum sem
urðu fyrir barðinu á móðursjúku
víli hans. Eflaust hafa þeir talið
fyrir neðan virðingu sína að ansa
þessu bulli og lái ég þeim það
ekki. En einhver skjálfti virðist
samt hafa gripið þá, e.t.v. vegna
þess að Svarthöfða tókst að snúa
nokkrum andlegum leppalúðum
á sveif með sér.
Dæmi þess heyrði ég í útvarpi
fyrir einu eða tveimur árum. Þar
lýsti maður nokkur yfir því að
Svíar hefðu aldrei gert neitt fyrir
íslenska menningu vegna þess að
þeir fyrirlitu hana í aðra röndina
en óttuðust í hina. Þetta aumingj-
ans mannkerti hafði auðvitað
Svarviðgrein
NjarðarP.
Njarðvík
ekki hugmynd um þann frama
sem beið tveggja íslenskra kvik-
myndagerðarmanna fyrir til-
stuðlan Svía. Hins vegar hefði
hann átt að vita að nær þrjátíu
árum fyrr þáði einn rithöfunda
okkar mestu sæmd sem nokkru
skáldi getur hlotnast, úr hendi
konungs þessara sömu Svía.
En vanþekking sú sem birtist í
fullyrðingum þessa ólánstappa,
endurspeglar nákvæmlega það
ástand sem ég lýsti í byrjun grein-
ar minnar og veldur mér hvað
mestu angri. Ætli Njörður nú að
taka mark á svona mönnum, eftir
að hafa staðið æðrulaus af sér
hverja orrahríð Svarthöfða á fæt-
ur annarri, þá er mér illa brugðið.
Enn verra er ef hann hyggst
spyrða mig við þetta gæfulausa
aulagengi.
En lítum nú á það sem Njörður
ber mér á brýn og telur svo glæp-
samlegt að ekki dugi minna en
greinar mínar verði ritskoðaðar
og blaðið biðji lesendur afsök-
unar á birtingu slíks óhroða.
Lítt þekktir,
vel þekktir
Njörður telur mig ýkja stórlega
tíma þann sem hann eyddi í viðtöl
við þrjá norræna rithöfunda.
Vissulega kann það að vera rétt
hjá honum, en ekki getur Njörð-
ur ætlast til að ég sitji við útvarpið
með skeiðklukku til að mæla
lengd þátta hans. En skömmu
fyrr hafði hann stjórnað röð
kynningarþátta í tilefni af nor-
rænu bókmenntaári og voru þeir
þættir einnig byggðir á viðtölum
við ýmsa norræna höfunda.
E.t.v. hefur mér verið farið að
finnast nóg komið af svo góðu,
einkum meðan önnur
menningarsvæði jarðarkúlunnar
eru gjörsamlega látin liggja milli
hluta. Hitt vil ég ítreka, að sem
slíkir eru þættir Njarðar góðra
gjalda verðir, enda fór ég engum
niðrandi orðum um þá í grein
minni. Ég sagði einungis að einir
og sér nægðu þeir ekki til að auka
skilning hlustenda á bók-
menntum. Gagnrýni mín beindist
því fyrst og fremst að útvarpinu
og slælegri framgöngu þess til
styrktar bókmenntum, en ekki að
Nirði og þáttum hans.
Það sem eftir er svars hans þyk-
ir mér heldur þunnt, eins og þeg-
ar hann snuprar mig fyrir að kalla
höfundana þrjá „lítt þekkta“.
Njörður veit ofur vel að frægð er
afstætt hugtak. Jafnvel þótt hér
hafi verið flutt stykki eftir Clas
Anderson, er ekki þar með sagt
að hann sé „vel þekktur“. Það
þarf meira til, enda hef ég
sannreynt oftar en einu sinni að
innan leikhúsanna sjálfra eru
höfundar ekki endilega vel
þekktir þótt verið sé að færa upp
verk eftir þá. Hvað Tunström
varðar, þá var hann nánast óþek-
ktur hér á landi áður en afbragðs-
þýðing Þórarins Eldjáms á
Jólaóratóríunni leit dagsins ljós
skömmu fyrir jól. Á landi þar
sem fólk veit varla hvað módem-
ismi er, þá efa ég að því sé kunn-
ugra um norska grein hans en
stofninn og ræturnar sjálfar.
Það er neínilega svo með
fræðimenn og fagþekkingu
þeirra, að oft finnst þeim sem
þorri manna hljóti að kunna ein-
hver skil á því sem þeir em að fást
við. En því fer fjarri og dæmin
sýna að nú fyrst hefur íslending-
um opnast leið að Dostojevskí,
Cervantes, Kafka og Malraux,
svo einhverjir séu nefndir af þeim
aragrúa heimsþekktra rithöfunda
fyrr og síðar, sem hingað til hafa
verið löndum okkar Njarðar nær
lokuð bók.
Restinni nenni ég varla að
svara, nema hvað ég vil benda
Nirði á þá rökleysu sem felst í
samanburði hans á norrænni
menningu og engilsaxneskri
tískumenningu. Ekki veit ég bet-
ur en Svíar sjálfir abbist daglangt
upp á útvarpshlustendur með
enskubreimi og hafi í þeirri kúnst
náð lengra en Engilsaxarnir sjálf-
ir. Þurfum við Njörður að rjúka
sérstaklega til varnar þjóðum
sem eru svo slyngar, að þeim
munar ekki um að skáka Eng-
lendingum og Ameríkönum á
þeirra eigin menningarlega ví-
gvelli?
Svo er það þetta með „stór-
þjóðaglýjuna“. Geta Norður-
löndin þó fámenn séu kallast
smáþjóðir, þegar kjör þegnanna
eru betri en flestra annarra? At-
hugaðu Njörður, að landfræði-
lega eru þrjú Norðurlandanna
meðal stærstu og ríkustu landa
Evrópu. Olíuvinnsla, skipastóll,
verktækni og margt fleira gera
Norðurlöndin að stjórþjóðum.
Þetta eru lönd sem hafa alið skrí-
benta á borð við Kierkegaard,
Brandes, Ibsen og Strindberg;.
menn sem hafa haft afgerandi
áhrif á heimspeki og bókmenntir.
Skjól fyrir
alla menningu
En hvað liggur að baki þessum
skrifum Njarðar, þegar öllu er á
botninn hvolft? Jú, hann er að
reyna að telja okkur trú um að
hér á landi eigi norræn menning
frekar undir högg að sækja en
önnur menning. Þetta er rangt,
því öll menning á hér jafn erfitt
uppdráttar, hvaða nafni sem hún
nefnist. Sést það best á dræmri
sölu góðra bóka; lélegu úrvali
mynda í kvikmyndahúsum; förs-
um og söngleikjum á fjölum
leikhúsanna og öllum þeim ara-
grúa lesendabréfa sem flæðir yfir
dagblöðin með skætingi, í hvert
sinn sem eitthvað vandað og ný-
stárlegt sést á sjónvarpsskermin-
um.
Hvernig væri að víkka skjald-
borgina sem Njörður vill slá um
menningu Norðurlanda og veita
allri heimsmenningunni skjól
undan árásum afsiðunarinnar?
Mundi það ekki tákna hið sama
og snúa vörn í sókn, menning-
unni í heild til framdráttar?
HBR
Vegna innlausnar spariskirteina ríkissjóÓs bic k—
VERÐTRVGGÐA
r^ff/Z
L_I LJ z
vaxtareiknin
Allir afgreiðslustaðir Samvinnubankans annast innlausn
spariskírteina ríkissjóðs og bjóða sparifjáreigendum
verðtryggðan Hávaxtareikning með vöxtum.
Hávaxtareikningur er alltaf laus og óbundinn.
Kynntu þér Hávaxtareikninginn.
Betri kjör bjóðast varla
Samvinnubankínn