Þjóðviljinn - 02.02.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 02.02.1985, Side 13
1984 með gleraugum frá 1948 1984 (Bretland, 1984) Handrit og stjórn: Michail Radford eftir sögu George Orwell Kvikmyndun: Roger Deakins Leikendur: John Hurt, Richard Burt- on, Suzanna Hamilton, Cyril Cusack. Sýnd í Bíóhöllinni. INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR Auðvitað hlaut einhverjum að detta í hug að kvikmynda 1984 á því herrans ári 1984 - varla getur það talist frumleg hugmynd. Hitt er öllu umdeilanlegra hvursu til hefur tekist. Og verðum við þá að byrja á byrjuninni, sjálfri sögunni sem er undirstaða þessarar myndar. George Orwell skrifaði 1984 rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Einsog aðrir höfundar sem fjalla um framtíðina í hrollvekjum var hann í raun að fjalla um samtíð sína, eða réttara sagt þau fyrir- bæri í samtíðinni sem hann var hræddastur við að mundu leiða til einræðis og vondra tíma. Ég þarf væntanlega ekki að rekja efni sögunnar hér, svo þekkt sem hún er og víðlesin, eða hver man ekki eftir Stóra bróður, hugsanalög- reglunni, nýmáli og tvíhugsun? í ágætri grein í Tímariti Máls og menningar (3/1984) um Stað- leysur, góðar og illar, segir Árni Bergmann um sögu Orwells að hún „færi innan seilingar lesenda herfilegustu hugsanlegu afleið- ingar af mörgu því sem íbúar heimsins óttuðust mun meir að lokinni síðari heimsstyrjöld en eftir þá fyrri. Þeir höfðu fylgst með „hreinsunum“ í Moskvu, séð í fréttamyndum útrýmingar- búðir nasista og heyrt atómsp- rengjuna falla“. Síðar í greininni segir Árni m.a. um „eðlislæga galla framtíð- arhrollvekjunnar": „Höfundur- inn smíðar eitthvert kerfi sem ekki er til og hann nær einatt sterkum áhrifum með því að leiða vissar hneigðir í samtíð sinni út á ystu nöf. En svo þarf hann að láta fullgilda einstaklinga lifa í þessari framtíð og það er eins víst að það reynist honum ofviða. Hvernig bregst maðurinn við hinu abso- lúta eftirliti, hvernig hagar hann sér í heimi þar sem margbreyti- leikinn hefur verið þurkkaður út? Möguleikarnir eru satt að segja takmarkaðir og árangurinn eftir því, persónusköpunin einatt með einfaldara og dauflegra móti“. Þrátt fyrir þessa galla og þrátt fyrir þá staðreynd að heimurinn hefur (sem betur fer) þróast nokkuð á annan hátt en Orwell sá fyrir sér, lifir sagan 1984 og mun lifa sem áminning og hugvekja, og boðskapur hennar er enn þarf- ur, því einsog Orwell sagði getur alræði sigrað hvar sem er „ef menn ekki berjast gegn því“. En nú er sagan komin á kvik- mynd. Kvikmynd og skáldsaga eru einsog allir vita gjörólíkir miðlar og hlíta ekki sömu lögmál- um. Lesandi skáldsögu bætir ýmsu við frá eigin brjósti þegar hann les, hann er mun frjálsari en bíógesturinn sem er njörvaður niður í sæti sitt í tvo tíma og mataður á veruleika kvikmynd- arinnar, sem er miklum mun áþreifanlegri en veruleiki bókar- innar, og veitir nánast ekkert svigrúm fyrir spurningar eða efa- semdir. Tökum persónusköpunina sem dæmi. Það er hægur vandi, þegar maður les skáldsögu, að búa sér til mynd af persónunum, jafnvel þótt þær séu lítið annað en táknrænar beinagrindur frá höf- undarins hendi. í kvikmynd er það leikarinn sem býr til þessa mynd, en honum er mun meiri vandi á höndum en venjulegum skáldsögulesanda. Myndin sem hann býr til þarf að passa við mynd áhorfandans eða a.m.k. sannfæra hann um að svona og ekki öðruvísi sé persónan þegar hún hefur klæðst holdi og blóði. Nú er svosem ekkert uppá leika- rana að klaga í 1984. John Hurt og Richard Burton leika auðvitað eins og englar, þannig séð. En persónurnar eru einhliða tákn- myndir frá Orwells hendi og við því eiginlega ekkert hægt að gera. Hitt er þó öllu verra, að þrúg- andi andrúmsloftið í myndinni verður fyrr en varir að þrúgandi andrúmslofti í salnum og þaðan er stutt í hreinræktuð leiðindi. Nú má enginn halda að ég sé að biðja um gamanmynd. En ég er sannfærð um að það sem er leiðinlegt hefur engin áhrif. Og mér fannst leiðinlegt að sitja undir 1984 í bíó. Ástæðan kann að vera sú, að einmitt þessi framtíðarhrollvekja vekur okkur ekki þann hroll sem skyldi vegna þess að það sem menn óttuðust 1948 hefur vikið fyrir öðru, framtíðarsýn okkar núna er önnur, ótti okkar er ann- ar. Vegna þess hve veruleiki kvikmyndarinnar er áþreifan- legur getum við sagt sem svo: 1984 er komið og liðið og það var ekki svona, það var öðruvísi. Kvikmyndin virkar ekki á sama hátt og bókin. Hún er of seint á ferðinni. Hefði þessi kvikmynd verið sýnd rétt eftir að bókin kom út er enginn vafi á því að hún hefði ver sannkölluð hrollvekja. En til þess að vekja slík áhrif núna hefði hún þurft að taka fyrir það sem við erum hrædd við í dag, þá framtíðarsýn sem grúfir yfirokkurað 1984 liðnu. Hugsan- legt hefði verið að gera mynd um 1984 einsog það var, en ekki eins- og Orwell hélt að það yrði. Þá hefðum við fengið öðruvísi mynd, og hún hefði getað vakið hroll svo um munaði. Þetta er náttúrlega fánýtt hjal, því mynd- in er til, búin og gerð og verður ekki aftur tekin og nær að skrifa um það sem er en það sem „ætti að vera“. Kannski höfðar þessi mynd allt öðruvísi til þeirra sem búa við harðstjórn - ég mundi líklega banna hana í Chile ef ég væri Pin- ochet, og í Paraguay ef ég væri Stroessner. Annarsstaðar held ég að hún hljóti að þykja næsta fjar- læg og áhrifalítil. Vilji menn fá virkilegan framtíðarhroll er væn- legra að horfa á myndir Tarkof- skís, t.d. „Stalker“ og „Solaris“. Lífið er saltfiskur - * Á Mölunum í Hafnarfirði. Líkur eru á að þar hafi saltfiskverkun fyrst hafist á íslandi. Sýnd ókeypis í Nýja bíói í dag Hin nýja kvikmynd Sölusam- bands íslenskra fiskfram- leiðenda, Lífið er saltfiskur, verður sýnd í Nýja bíói í dag, iaugardag, kl. 14.30. Áhuga- menn um atvinnusögu lands- ins og velunnarar saltfiksins eru velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Sýndir verða 1. og 3. hluti kvik- myndarinnar. 1. hlutinn, sem er 50 mínútur að lengd, sýnir þver- skurð saltfiskmálanna í víðasta jskilningi á 50. starfsári SÍF árið 1982, en á því ári var öll kvik- myndin tekin. Þriðji hlutinn fjall- ar um þróunina frá heimsstyrj- öldinni fyrri til okkar dags. Nefn- ist þessi hluti myndarinnar Bar- áttan um markaðina og er um 60 mínútur að lengd. Kvikmyndastjórn og handrits- gerð var í höndum Erlends Sveinssonar, sem einnig sá um klippingu og gagnasöfnun. Kvik- myndatöku annaðist Sigurður Sverrir Pálsson ásamt Þórami Guðnasyni. Frumsamin tónlist er eftir Jón Þórarinsson. Þulir í myndinni eru þeir Hjalti Rögnvaldsson og Vilhelm G. Kristinsson. Lifandi myndir h/f framleiddu myndina fyrir Sölu- samband fsl. fiskframleiðenda. Annar hluti myndarinnar, sem ber undirtitilinn Frá örbirgð til bjargálna og mun fjalla um saltfisktímabilið fram til 1918, er ófullgerður. Laugardagur 2. febrúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.