Þjóðviljinn - 08.02.1985, Síða 6

Þjóðviljinn - 08.02.1985, Síða 6
ALÞÝÐUBANDAIAGID Alþýðubandalagið Garðabæ og Hafnarfirði - Þorrablót Árshátíö og þorrablót Alþýðubandalagsfélaganna í Garöabæ og Hafnarfiröi verður haldin í Garðaholti, nk laugardag 9. febrúar. Veislustjóri veröur Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi. Hljómsveitin Hrím flytur skemmtiatriði og spilar fyrir dansi. Þorsteinn og Hulda Runólfsdóttir skemmta. Miöapantanir í símum: 43956 (Guðmundur), 43809 (Hilmar) og 54065 (Páll). - Skemmtinefndin AB Akranes Opið hús veröur í Rein nk mánudag 11. febrúar kl 20.30. Umræöuefniö er Þjóðviljinn. - Stjórnin Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri Árshátíö Alþýöubandalagsins á Akureyri veröur haldin í Húsi aldraðra á Akureyri laugardaginn 23. febrúar næstkomandi. ★ Hátíðin hefst kl. 20.00 stundvíslega með borðhaldi. ★ Vönduð skemmtiskrá verður auglýst síðar í Þjóðviljanum og/eða Norðurlandi. ★ Að loknu borðhaldi verður stiginn dans við undirleik Sig- urðar Sigurðssonar og félaga. Væntanlegir þátttakendur í hátíðahöldum þessum eru vin- samlegast beðnir að láta skrá sig sem fyrst hjá Ragnheiði í síma 23397 eða Óttari í síma 21264. Kvennafylkingin auglýsir Konur! Mætum í morgunkaffi! Alltaf heitt á könnunni í Flokksmiðstöð AB aö Hverfisgötu 105 á laugardagsmorgnum frá kl. 11.00. Hittumst og spjöllum saman um það serh okkur liggur á hjarta. Miðstöð Kvennafylkingar AB Blaðburðarfólk ' L* 4* ress Ef þú ert morgunh Haföu þá samband við afgreiðslu I^oðviljans, sími 81333 Blaðbera vantar strax á: Öldugötu og Túngötu. Tilboð óskast í eftirtaldar eignir: Klapparstíg 26 Austurstræti 17 Laugaveg 146 (óbyggð lóð) Aðalstræti 12 (óbyggð lóð) Semja ber við Þorkel Valdimarsson og/eða Inga R. Jóhannsson, löggiltan endurskoðanda, Ármúla 40. Hlynur. . . Framhald á bls. 5 Sigurð Guðmundsson. Viðtöl eru við þá Jörund Kristinsson, skip- stjóra á Dísarfelli, Ingiberg Finn- boga Gunnlaugsson hjá Skipa- deildinni, Gunnstein Karlsson, forstöðumann Skjalasafns Sam- bandsins, og Pétur Kristjónsson um KPA-ráðið, en Pétur var for- maður þess til skamms tíma. Sagt er frá aðalfundi Nemendasam- bands Samvinnuskólans, heim- sókn í kaupfélagið á Stöðvarfirði, bikarmóti LÍS í innanhússknatt- spyrnu, Samvinnudögum á Akureyri, nýju félagsheimili starfsmannafélagsins á Djúpa- vogi og Jóhann Tr. Sigurðsson segir frá störfum S VS á Akureyri. Stefanía Ólafsdóttir „hefur orð- ið“ og ræðir um þýðingu sam- hjálpar og samvinnu til þess að sigrast á hverskonar erfiðleikum. Andlitsmyndir eru þarna af for- ystumönnum LÍS, gerðar af Kára Sigurðssyni á Húsavík og fylgir þeim ljóð í kaupbæti. Þættir eru um vísur og matargerð. Þetta er nú orðið allnokkuð og er þó æði margt ótalið af efni rits- ins. - mhg. Frá Hvammstanga Hvammstangi Afhending verkamannabústaða Fjórar íbúðir við Fífusund Frá Eyjólfi R. Eyjólfssyni, Hvammstanga: Þann 25. jan. sl. fór fram af- hending verkamannabústaða, sem byggðir hafa verið við Fíf- usund á Hvammstanga. Voru þetta 4 íbúðir af 6, sem unnið hefur verið við að undanförnu. Ekki er úr vegi, við þetta tæki- færi, að líta ögn til baka og rifja lítillega upp byggingasögu verka- mannabústaða hér á Hvamms- tanga. Árið 1981 lét stjórn Verkamannabústaða gera könn- un á byggingaþörfinni. Á grund- velli þeirrar könnunar var ákveð- ið að byggja 4 íbúðir við Hvammstangabraut og 5 við Fíf- usund. Húsið við Hvamms- tangabraut var afhent kaupend- um í nóv. 1982. Teikningar af raðhúsunum við Fífusund voru samþykktar í ársbyrjun 1983. Vegna aðstæðna á lóðinni var ákveðið að byggj a 6 íbúðir í stað 5 eins og upphaflega var fyrirhug- að. Útboð fór fram í júlí 1983, og varð niðurstaðan sú, að samið var við Sameinaða verktaka hf. Samningsverð var 8.566.000 kr. Framkvæmdir hófust í ágúst 1983 og um áramót voru húsin upp- steypt. Vegna fjárskorts hjá Byggingasjóði verkamanna voru gerðir tveir verksamningar við verktakann um tvo verkáfanga. Vegna fjárhagserfðileika Bygg- ingasjóðs hefur stundum orðið nokkur dráttur á greiðslum. Um seinni verkáíanga var sam- ið í mars 1984 og þá gert ráð fyrir afhendingu 4 íbúða 1. okt. 1984 og 2ja íbúða í maí 1985. Breyting var gerð á þessum samningi í júní 1984 þannig að afhendingu um- ræddra fjögurra íbúða var frestað til 1. des. 1984. Síðan var afhend- ingunni enn frestað, að ósk verk- taka, til 25. jan. sl. íbúðirnar voru teiknaðar hjá Tæknideild Húsnæðismálastofn- unar ríkisins og var arkitekt Sig- urbergur Árnason. Þær eru af tveimur stærðum. Þær minni eru 3ja herbergja, 84 ferm, nettó, 94,6 ferm. brúttó en þær stærri fjögurra herbergja plús geymsla, 99 ferm. nettó, 112,7 ferm. brúttó. Rými er fyrir bflgeymslu á lóð. Byggingarstjóri verktakans hefur verið Einar Jónsson, húsa- smíðameistari. Byggingaeftirlit hefur Olafur Jónsson tæknifræð- ingur annast en fjárhagsleg um- sjón hefur verið í höndum Þórðar Skúlasonar sveitarstjóra. Fjármögnun íbúðanna er þannig háttað að kaupendur greiða 10% en Byggingasjóður verkamanna 90%. Oafturkræft framlag Hvammstangahrepps til Byggingarsjóðsins er 9%, af framkvæmdakostnaði. Ekki liggur fyrir endanlegt verð íbúð- anna en bókfært kostnaðarverð þeirra allra nú um áramótin var 9,7 milj. Áætlað verð hverrar íbúðar af minni gerðinni er kr. 2,4 milj. en stærri 2,8 milj. Á grundvelli könnunarinnar frá 1981, þar sem fram kom að íbúðaþörfin er meiri en leyfi fékkst fyrir að byggja í þeim áfanga, sem nú er senn að ljúka, var áformað að sækja um bygg- ingarleyfi fyrir fleiri íbúðum á ár- inu 1986. Er og á því fyllsta nauð- syn vegna íbúafjölgunar og þar af leiðandi húsnæðisskorts. Svar hefur enn ekki borist og því mið- ur litlar líkur á að leyfi fáist. - ere/mhg Kjötiðnaðarstöð KEA Aldrei framleitt jafh mikið hangikjöt Magáll, svínakjöt og lifrarkœfa runnu út Menn eru lystugir á hangikjöt- ið. Síðustu tvo mánuði fyrir jól framleiddi Kjötiðnaðarstöð KEA tæp 70 tonn af þeirri ágætu fæðu, að sögn Óla Valdimarssonar for- stöðumanns fyrirtækisins. Hefur framleiðslan aldrei verið svo mikil á jafn skömmum tíma. í desember voru framleidd 40 tonn, sem er met í sögu fyrirtæk- isins. Mest af hangikjötinu fór á Reykjavíkurmarkað. Magállinn og svínakjötið runnu einnig út og gekk hvoru- tveggja nánst til þurrðar. Þá má nefna lifrarkæfuna, sem mjög mikið seldist af. Hefur hún jafn- an verið mjög vinsæl, enda nær- ingargildi hennar mikið. Hefst naumast undan að framleiða hana og liggur stundum við að ekki fáist nóg lifur. - mhg 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.