Þjóðviljinn - 08.02.1985, Side 8
GLÆTAN
Hljómsveitin Dá
Ung, bjartsýn á uppleið
Fyrir rúmri viku hélt hljómsveitin „Dá“ stórgóða tón-
leika í Safarí. Auk hljómsveitarinnar kom fram dansflokk-
ur úr Kramhúsinu sem flutti frumsamda dansa við tónlist
Dás og hét verkið „Allt sem andardrátt hetir“. Þar sem Dá
er tiltölulega ný hljómsveit þótti Glætunni tiivalið að heyra
hljóðið í meðlimum hljómsveitarinnar og fara spakyrði
þeirra hér á eftir.
Við erum sum alveg ný í bransanum en aðrir okkar eru
gamlar hljómsveitarkempur, sögðu þau Hlynur, Krist-
mundur, Heimir og Hanna Steina. Við erum alls ekki ný
hljómsveit, við höfðum verið að æfa saman í skúrnum
Stúdíó Nósánd í rúmt ár áður en við komum fyrst fram á
tónleikum í fyrravor. Svo vorum við með tónleika í Safarí
rétt fyrir jól en þeir drukknuðu í auglýsingaflóðinu fyrir
jólin. Safarí er reyndar eini staðurinn sem hefur reynt að
gera eitthvað fyrir lifandi tónlist og þeir eru mjög sann-
gjarnir þar. Við sjáum um alla framkvæmd í sambandi við
tónleikana, miðasölu, auglýsingar o.fl., fáum húsið
ókeypis og aðgangseyririnn rennur í okkar vasa. Þetta voru
bara þokkalegir tónleikar síðast, við komum slétt út. Fólk
hefur ekki tíma til að fara á tónleika. Það eru allir að vinna
og hafa lítinn áhuga á að fylgjast með hvað er að gerast.
Nei, það eru engir tónleikar á döfinni í bráð. Við erum
búin að fá inni í stúdíói og ætlum að taka upp „grunn“ og
værum alveg til í að gefa út plötu ef einhver þorir að taka þá
fjárhagslegu áhættu. Við eigum fullt af efni og auðvitað
væri best að geta komið þessu frá sér til að geta byrjað á
einhverju öðru. Þetta er allt frumsamið, stundum semjum
við lögin saman, stundum kemur einhver einn með bút og
hinir bæta við og stundum kemur einn okkar með alveg
tilbúið lag. Það er allur háttur hafður á þessu.
Ekki háfleygur boðskapur
Þau vilja ekki taka undir þá staðhæfingu að þau séu lík
hljómsveit og Kukl og segjast ekki vera inni á sömu línu. -
Það segja margir að við séum þung en við erum það alls
ekki en það þarf að pæla í tónlistinni, við erum ekki að spila
dinnermúsík, okkar tónlist þarf sinn aðlögunartíma, það er
ekki nóg að hlusta bara einu sinni. Við látum mata okkur
allt of mikið hér á klakanum, fólk er ekki tilbúið til að leita.
Auðvitað skiptir líka miklu máli hvar þú færð músíkina
inni, og hvar hún er spiluð. Róðurinn er mjög þungur á
móti og markaðurinn hér lítill. En við erum samt ekki að
klaga; ef við höfum ekki náð til fjöldans er það engum að
kenna nema okkur sjálfum. En við eigum okkur fasta
aðdáendahóp, segja þau og brosa breitt, það eru eiginkon-
ur og eiginmenn okkar.
Hvað textana varðar þá erum við með boðskap en ekki
endilega háfleygan boðskap heldur einfaldan, skýran og
góðan, við erum ekki með neitt væmið ástarhjal, erum
ekki að bjarga heiminum, en syngjum bara um venjuleg
mannleg samskipti. Ef fólk vill endilega klína einhverjum
stimpli á okkur þá má kalla tónlistina framsækið rokk.
Framtíðarplön? segja þau og verða undirleit í framan, jú
við stefnum að því að gefa út plötu og eftir það tökum við
algjöra nýjung. Við erum bjartsýnt ungt fólk á uppleið og
viljum bara koma því á framfæri að fólk gefi tónlistinni
sjens, ekki segja nei strax! aró
Björt mey og hrein...
Allt sem lifir og hrærist.
Framhald af bls. 7
hvorum við annan, mjóir með
fánaandlit í þröngum buxum, silf-
urjökkum og með hanska, en
lengra nær samlíkingin ekki.
Jackson er ímynd kynleysis með-
an Prinsinn þrengir upp á áhorf-
endur tvíræðni kynferðis síns. En
sú tvíræðni er bara til á sviði, í
einkalífinu umvefur hann sig með
fallegum dömum eins og Vanity,
Sheilu E. og Appolloníu. Appoll-
onía er nýjasta skotið og segir að
Prinsinn sé fyndinn, jarðbundinn
og gefandi. Prinsinn er mótsagn-
akennd persóna. Hann hefur á
sér yfirbragð úrkynjunar, en lifir
afskaplega heilbrigðu lífi. Hann
reykir ekki, drekkur mjög sjald-
an, notar engan vímugjafa og
borðar heilsufæðu. Hann býr í
dæmigerðu millistéttarhverfi og
ekur um á BMW og fjólublárri
Hondu. Hann er trúarlega sinn-
aður og allsendis ófeiminn við að
hræra saman trúarlegri og kyn-
ferðislegri hlið persónu sinnar en
það eykur bara á þann dularhjúp
sem hann vefur um sig. Allir þeir
sem vinna með Prinsinum eru
bundnir þagnareið og mega ekk-
ert láta uppi um hann.
Það er sagt að líkt og fyrirrenn-
arar Prinsins á tónlistarsviðinu
þeir Little Richard og Jimi Hend-
rix, ná áhrif Prinsins langt út yfir
eigin frambraut. Hann hefur
starfað með og stutt til dáða ýmsa
listamenn. En hvernig verður svo
Prinsinn árið 1999, mun trúarleg
sannfæring hans leiða hann inn á
prédikunarbraut eins og Little
Richard eða taka hans myrku öfl
völdin og brenna upp bjartan
loga snilldargáfunnar líkt og
gerðist með Jimi Hendrix? Það
skiptir kannski ekki öllu máli í
dag því Prinsinn er orðinn kon-
ungur.
Þýtt og endursagt aró
Hér er
Föstudagur 8. febrúar:
Ársel: Diskótek kl. 8 - 11.30
Bústaðir: Diskótek kl. 8 -12
Fellahellir: Diskótek kl. 8 - 12
Tónabær: Diskótek kl. 8 - 11
Þróttheimar: Diskótek kl. 8 -12
Traffic: Diskótek kl. 10 - 3
ATHUGIÐ! ATHUGID!
Látið Glætuna vita ef úr glæðist í menningar- og
skemmtanalífi unglinga. Allar ábendingar eru vel þegnar
og þið fáiö jafnframt ókeypis auglýsingu. Þið getið skrifað
Glætunni, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, eða hringt (8 13 33.
Laugardagur 9. febrúar:
Agnarögn: Diskótek kl. 9 - 1
Traffic: Duran Duran-hátíð kl. 10 - 3
og sunnudag 10 febrúar kl. 3 - 6
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. febrúar 1985