Þjóðviljinn - 08.02.1985, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 08.02.1985, Qupperneq 13
______________VÐHORF___________ Ógnarjafn vægið eftir Bjarna Hannesson frá Undirfelli Ein af þeim kenningum sem vígbúnaðarsinnar halda stíft að almenningi, er sú að svokallað „ógnarjafnvægi“ tryggi frið. Þetta er firra þegar grannt er skoðað og þróunin metin út frá hnattrænum aðstæðum, hefur ó- friðurinn einungis flust á önnur svæði. Vígvæðingin eins og hún hefir verið framkvæmd síðan um 1960 er algerlega fyrir utan alla hernaðarlega „nauðsyn“ og skynsamlegt mat á hernaði, bendi á graf 1. til hliðsjónar, þá þegar bjó USA yfir eyðingar- mætti er veldur þeim afleiðingum sem sýndar eru á grafi 2. töluröð 4. Slíkar afleiðingar þýða í raun endalok á lífi hér á norðurhveli og um 1965 er USA komin með vopnabúnað sem gereytt getur öllu lífi hér á hnettinum þó að USSR gæti ekki sprengt eina ein- ustu kjarnorkusprengju til endurgjalds sem er vart fræði- legur möguleiki. Graf 2 töluröð 1. Tel ég því að það verði að meta þessa „kenningu" og framkvæmd hennar sem algerlega ónothæfa og af henni hafi aldrei verið neitt gagn. Síðustu leifar röksemda fyrir ágæti þessarar kenningar eru viðhafðar af vígvæðingar- sinnum í USA og Evrópu telja þeir að kenningin hafi tryggt frið á því svæði í 40 ár. En aðrar ástæður munu vera þar mikilvægari þ.e. þjóðir á þessu svæði voru búnar að heyja 2 stórstyrjaldir sín á milli og hafa að líkum fengið nóg af þeim hörmungum og sú reynsla dugi þeim til að hætta ekki á styrjöld sín á milli um tíma að minnsta kosti, einnig ber að meta hinn raunverulega „frið“ og hugsan- lega ófriðarhættu. Blekkingar og lygi 1. Friður hefur ekki verið haldinn af þessum þjóðum við aðrar þjóðir utan svæðisins, ber að minna á stríð Frakka í Indó Kína og Alsír, Breta og Frakka vegna Suez-skurðarins, Breta vegna Malvinas-eyja (Falklands) Portúgala vegna Mosambik og Angola og Spánverja í Spönsku Sahara, Tyrkland er einnig að hluta titlað á Evrópusvæðið og má minna á innrás þeirra á Kýp- ur. Vegna þessa ófriðar og beinna afleiðinga af honum, hafa fallið milli 3 og 5 miljónir manna og þegar áður greindar þjóðir voru orðnar þreyttar og fjárvana vegna ófriðar, tók USA við „hlutverkinu" og eru að líkum að lenda í sömu stöðu og forverar þeirra. Evrópsku vígvæðingar- sinnarnir hafa notað Rússa sem nokkurskonar „grýlu“ til réttlæt- ingar fyrir auknum vígbúnaði og ber því að meta hver hún var og er í raun. 2. Ekkert er óeðlilegt eftir dýrkeypta reynslu af fyrri og síðari heimsstyrjöldinni að USSR hafi viljað stuðla að því að stjórn- ir þeim hliðhollar ríktu í nágrann- aríkjum á vesturlandamærunum og þó að stjórnarhættir hafi verið umdeildir samkv. vestrænu mati í áður greindum ríkjum þá var ekki „úr háum söðli að detta“ miðað við fyrri stjórnir, þær voru víðast lénskar og/eða fasískar og benda má á þær staðreyndir að „pólitísk hagsmunavarsla" USSR/WTO samsteypunnar að því er varðar mannfall vegna pó- litískra ástæðna innan og utan beinna landamæra er talsvert innan við 1/10 miðað við sam- svarandi „hagsmunavörslu“ „Vígvceðingin einsog hún hefur verið framkvœmd síðan uml960 er algerlegafyrir utan alla hernaðarlega „nauðsyn(ÍU USA/NATO samsteypunnar. 3. Reynt er að halda þeirri kenningu að fólki að USSR/ WTO samsteypan hafi áhuga á að leggja alla V-Evrópu undir sitt áhrifasvæði og tel ég það fjarri öllu lagi og leyfi mér að benda á eftirfarandi efnislegar stað- reyndir. Hernámskenningin a. Fólksfjöldi miðað við nátt- úrauðævi. Fjöldi íbúa í V-Evrópu er mikill, um 120 íbúar pr. fer- kílómeter er keimlíkur á A- Evrópu-svæðinu utan USSR en þar er íbúafjöldi um 12-20 pr. ferkílómeter. Nýtilegt land til einhvers konar framleiðslu er 0,33 hektarar pr. íbúa í V-Evrópu en í USSR 0,94 hekt. Þetta sann- ar að ekki þarf USSR/WTO að sækjast eftir náttúruauðæfum á V-Evrópu-svæðinu, því sömu hlutföll eru lík er varðar nýtanleg jarðefni og málma ásamt fram- leiðslu á orku. b. Hlutföll í mannfjölda er ná- lægt 300 miljónir í V-Evrópu, 110 í A-Evrópu og 260 í USSR. Þetta eitt sannar að óhugsandi er að áhugi geti skapast hjá USSR/WTO á hernámi V- Evrópu, því að hernám á þjóðum sem eru fjölmennari en innan heimaríkisins, er vafasöm aðgerð og benda má á hernám ísraels á suðurhluta Líbanons, það hefur valdið óbætanlegu tjóni á fjárhag og málstað þess ríkis og er í raun óbeint fjármagnað og baktryggt af USA með stórlánum, óaftur- kræfum fjárframlögum og hern- aðaraðstoð. Einnig má benda á stærra dæmi er USA fór í Víet- nam stríðið, það kostaði þá allt að 477 miljarða dollara og líf um 50.000 hermanna og nutu samt meiri aðstoðar innlendra afla en USSR myndi njóta í V-Evrópu og töpuðu þeir þó því stríði. Einnig töpuðu þeir í reynd „heiðri“ USA vegna svívirðilegra baráttuaðferða. Niðurstaða er sú að vegna fyrr og síðar greindra ástæðna s.s. náttúruauðævi og landrými er meira pr. íbúa hjá USSR/WTO en í V-Evrópu ásamt pólitískum og hernaðar- legum styrkleika og „innri styrk“ ríkjasamsteypunnar þá sé ná- kvæmlega engin ástæða til að ótt- ast hernám. Pólitískur áróður í kenningum vígvæðingarsinna gengur mjög út á það að USSR sé heimsvaldasinnað ríki og ber því að meta það. Fyrsta, hefur USSR/WTO beitt herjum sínum fjarri eigin landamærum eða til sóknar langt út fyrir landamæri ríkjanna? Ekki eru dæmi um slíkt fyrir utan það er nasisminn var brotinn I á bak aftur og benda má á Austurríki og N-fran sem dæmi : um að USSR hafi látið af hendi landsvæði er voru háð þeim og/ eða þeir höfðu áhrif á um mis- langan tíma og ekki hafa þeir komið sér upp einhverri Monroe- kenningu til að réttlæta hernað- arleg og pólitísk afskipti fjarri eigin landamærum eins og USA. Annað, stjórnkerfi USSR myndi ekki þola að inn á það svæði kæmi 300 miljónir manna með ólíkar lífsskoðanir og lifnaðarhætti, það er augljóst mál fyrir þá sem skilja þróunarferla í stjórnmálum. Þriðja, benda má á dæmi þegar þjóð ætlar sér að reyna að ná yfir- ráðum yfir miklu stærra svæði og mannfjölda en heimaríkið ræður við, þ.e. Japan, sú tilraun mis- tókst með öllu en þegar þeir beittu hæfni og orku þjóðarinnar á viðskiptasviðinu tókst þeim í raun það sama og jafnvel betur að ná áhrifum utan sinna landa- mæra en með hernaðaraðgerðum og ólíkt er það nú gæfulegri að- ferð. Finnlandisering? Hógværari hluti vígvæðingar- sinna gera sér grein fyrir að her- námskenningin er ekki raunhæf, en til að finna einhverja réttlæt- ingu fyrir auknum vígbúnaði tala þeir og rita í fyrirlitningartón um það er þeir kalla „finnlandi- seringu" og telja það víst snjallt skammaryrði. Ófróðir eru þeir vesalingar um sögu Evrópu- þjóða, mennt og manngildi, þrautseigju, skynsemi og hug- rekki við erfiðar aðstæður, enda eiga þeir hinir sömu ekkert til af slíkum eiginleikum. Ef fyrr- greindur „skali“ er notaður á Evrópuþjóðir og reyndar að mínu mati hvaða viðmið sem hægt er að setja á manngildi þjóða, þá koma Finnar út úr þró- unarsögu 20. aldarinnar með besta árangri í því er varðar skynsamlegar lausnir á innri og ytri erfiðleikum þjóðar og að mínu mati langt fyrir ofan allar Evrópuþjóðir. Rökstyðja ætla ég þessa fullyrð- ingu með eftirgreindu. 1917 fá þeir sjálfstæði, en vegna pólit- ískra og efnahagslegra ands- tæðna innanlands verður borgar- astyrjöld strax á fyrsta ári sjálfs- tæðisins og sigra hvítliðar í henni með þýskri aðstoð. I þessari styrjöld varð talsvert mannfall en þó náðust furðu fljótt sættir að því marki að hægt var að sinna þjóðfélagsuppbyggingu á eðli- legan hátt. Um 1930 lenda Finnar í því að fá fasista-óværuna (Lappo-hreyfingin) sem baráttu- afl inn í þjóðlífið, en tókst að vinna bug á henni án verulegra erfiðleika. Fyrrverandi hvítliðaf- oringi P.E. Svinhufund náði þó forsetakjöri 1931 og urðu Finnar eftir það talsvert háðir Hitlers- Þýskalandi mun það að líkum hafa valdið því að er USSR vildi styrkja stöðu Leningrad þá náð- ust samningar ekki. Ósk og/eða krafa USSR við Finna var að fá 2700 ferkílómetra landsvæði næst Leningrad ásamt aðstöðu á Hangö við mynni Finnska flóans og ætluðu þeir ef samningar tækj- ust að láta 5400 ferkílómetra norðan Ladogavatns og greiða fyrir mannvirki á því svæði er þeir fengju við Leningrad. Er samningur náðist ekki varð stríð milli USSR og Finna með talsverðu mannfalli og síðan var gert vopnahlé og samið um all- mikið afsal á landi. 1941 brjótast aftur út átök milli Finna og Þjóð- verja við USSR og endar það með að Finnar verða að ganga að allmiklu endanlegu landsafsali og greiða stríðsskaðabætur og urðu þeir víst eina Evrópuþjóðin sem greidi þær að fullu. Þrátt fyrir þetta verður sambúð þjóðanna tiltölulega fljótt á þann veg að báðum verður til hagsbóta. Og vissulega mættu flestar þjóðir vera fegnar ef að þær hefðu tærn- ar þar sem Finnar hafa hælana, því þeir eru þjóð sem kann að berjast þegar það þarf og það sem er jafngilt og jafnvel meira um vert: við að ná sáttum innan lands sem utan við erfiðar aðstæður og lifa allgóðu mannlífi eftir sem áð- ur. Ritað 26/12 1984. Bjarni Hanneson frá Undirfelli er verktaki í Reykjavík. 1. m búsundir Kjarnorkusprengna. 50 55 60 65 70 75 80 85 90 95 x o _J 1 1 1 L 100 —I 1 1 200 Fjöldi 300 daga eltlr strió 4. RIKISSKULDIR U.S.8.FY.1985 2300t Graf 1. sýnir fjölda kjarnorkuvopna í vopnabúrum USA og USSR og sýnir fjölda vopna. Heimildir eru frá USA, SIPRI, IISS, Huvudstatsbladet (Finnland) og Svenska Dagbladet (Svíþjóð). Graf 2. 1 - 4 sýnir mismunandi forsendur í vali skotmarka. Graf 3. sýnir hitafall (svokallaðan kjarnorkuvetur) er verður ef hluti af núverandi birgðum er sprengdur. Það sýnir t.d. mismuninn á hitafalli á ýmsum stöðum á hnettinum, t.d. verður um +50° C nyrst í Skandinavíu, -e-40° C á Persaflóasvæðinu, +5 til -M5 stig víðast í Afríku, +5 til h-15° í Indónesíu, +22° í Mið-Ameríku og +30 til +40° í USA og Kanada. Föstudagur 8. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.