Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 1
ÞJÓÐMÁL
MENNING
Húsnœðislán
Skatdögð um miljónir
Húsbyggjendur semfá lánað andvirði íbúðar greiða að lokum tvœr.
Vitlaus vísitala hœkkar skuldir húsbyggjenda um gífurlegar upphœðir árlega.
Hœkkun á brennivíni og tóbaki hœkkar verðtryggingu húsbyggjenda
Fyrir andvirði hverrar íbúðar
sem húsbyggjendur fá að láni
munu þeir að lokum greiða and-
virði tveggja íbúða, verði lána-
kjörum ekki breytt og tekin upp
byggingarvísitala til viðmiðunar
við útreikning verðtryggingar í
stað lánskjaravísitölunnar, sem
nú er notuð.
En húsbyggjendur eru nú
skattlagðir um miljónir á ári
hverju vegna þess að Húsnæð-
ismálastjórnarlán og lán til
verkamannabústaða eru verð-
tryggð með lánskjaravísitölu en
ekki byggingarvísitölu. Þetta
kemur fram í grein Helga Guð-
mundssonar, fyrrverandi for-
manns stjórnar verkamannabú-
staða á Akureyri, sem er birt á
bls. 5 í Þjóðviljanum í dag.
Þar kemur einnig fram að frá 1.
júlí 1980 til sama tíma á þessu ári
verður hækkun lánskjaravísitöl-
unnar miklu meiri en hækkun
byggingarvísitölu. Þetta misgengi
vísitalnanna hefur þegar valdið
því að allar skuldir við Bygging-
arsjóð ríkisins og Byggingarsjóð
verkamanna hafa hækkað um
hundruð miljóna króna að raun-
gildi.
Að auki veldur meiri hækkun
lánskjaravísitölu en byggingar-
vísitölu því að íbúðir í verka-
mannabústöðunum verða miklu
^8$
SKÁKSAMBAND
.1, ÍSLANDS
\60
ARA
Skák
Helgi og Larsen
stálu senunni
Helgi Ólafsson og Bent Larsen
stálu senunni í fyrstu umfcrð af-
mælismóts Skáksambands ís-
lands sem fram fór á Loftlciða-
hótelinu í gærkveldi. Helgi náði
snemma rýmra tafli, en allt frá
byrjun tefldu báðir keppendur
djarfa sóknarskák og Ijóst að ckki
var stflað uppá jafntefli.
í miðtaflinu náði Helgi svo
mun betri stöðu, en þrátt fyrir
það neitaði Larsen að draga sig í
vörn og hélt ótrauður áfram að
sækja. Helgi gaf svo heldur eftir
undir lok setunnar, en þá voru
báðir komnir í nokkurt tímahrak,
en þegar skákin fór í bið, stóð
Helgi enn betur, með peði yfir.
- S.dór
Sjá bls. 14
dýrari en þær eiga að vera. Þessi
aukni dýrleiki svarar til þess, að
hverjir tuttugu kaupendur íbúða
greiði samtals sem svarar and-
virði einnar íbúðar í viðbót.
Lánskjaravísitalan, sem í fyrr-
nefndri grein er kölluð Vísitala
fáránleikans, hækkaði á síðasta
ári um 1,2 prósent vegna hækk-
unar á verði áfengis og tóbaks.
Þessi hækkun er mæld inní láns-
kjaravísitölunni og af þeim
sökum hækkuðu allar skuldir
landsmanna um mörghundruð
miljónir á síðasta ári sem af-
leiðing af hækkuðu verði á brenn-
ivíni og sígarettum!
-ÖS
Sjá bls. 5.
Bogfimi hefur verið stunduð innan íþróttafélags fatlaðra um langt skeið. Bogfiminefnd íþróttafólagsins mun gangast fyrir almennri kynningu á bogfimi um
næstu helgi. Þessi mynd var tekin á æfingu hjá bogfimideildinni á dögunum og það leynir sér ekki einbeitingarsvipurinn í andliti koi iunnar. Beint i miðju skal
örin fljúga. Mynd -eik.
Fjármálaráðuneytið
Brýtur jafnréttislög
Jafnréttisráð: mótmœlir greinargerð fjármálaráðuneytis fyrir Kjaradómi
vegna BHM- deilunnar. Fráleitt að nota kynferði sem rökfyrir lágum
launum Indriði H. Þorláksson: Viljum ekki hafa þetta til fyrirmyndar
Jafnréttisráð telur frálcitt að
nota kynferði sem rök fyrir
lágum launum enda ber sam-
kvæmt lögum um jafnrétti
kvenna og karla að greiða jöfn
laun fyrir jafn verðmæt og
sambærileg störf án tillits til kyn-
ferðis. Það er því brot á
jafnréttislögum ef kynferði er
látið hafa áhrif á laun, segir í ál-
yktun sem Jafnréttisráð hefur
sent frá sér.
Tilefnið er greinargerð fjár-
málaráðherra fyrir kjaradómi
vegna kjaradeilunnar við BHM,
en í greinargerðinni eru m.a. þau
rök notuð til að réttlæta lægri
laun háskólamenntaðra rtkis-
starfsmanna að konur séu hlut-
fallslega fleiri í þeim hópi, en í því
úrtaki sem notað var til saman-
burðar um kjör háskólamanna á
almennum vinnumarkaði í könn-
un Hagstofunnar. Eins og Þjóð-
viljinn skýrði frá í gær reiknast
fjármálaráðuneytinu til að fjöldi
ríkislaunaðra BHM kvenna rétt-
læti 6% lægri laun til þeirra en
gilda á almennum markaði.
Indriði H. Þorláksson deildar-
stjóri launadeildar fjármálaráðu-
neytisins sagði í gær að í greinar-
gerð ráðuneytisins væri einungis
verið að benda á staðreyndir sem
kæmu fram í könnun Hagstof
unnar. „Við erum ekki að leggja
fram kröfu um að þetta sé tekið
til fyrirmyndar, heldur að benda
á veilur í þessum samanburði",
sagði Indriði. -Ig.