Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 5
Umræður um vexti og verð-
tryggingu fjárskuldbindinga hafa
verið fyrirferðamiklar í fjölmiðl-
um undanfarnar vikur. Astæðan
er augljós. Vaxta- og vísitölufárið
brennur nú á launafólki, af nær
óbærilegum þunga, og veldur
vaxandi misskiptingu auðs og
hreinni eignaupptöku í þjóðfé-
laginu verði ekki að gert, og það
fljótt.
Eins og skiljanlegt er hafa
flestir sem um málið hafa fjallað
hugað að greiðslubyrði lána; velt
fyrir sér hve lengi menn eru að
vinna fyrir afborgunum og vöxt-
um í ár í samanburði við árið í
fyrra o.s.frv.. Augljóslega kom-
ast allir að þeirri niðurstöðu, að í
minnkandi kaupmætti, en fullri
verðtryggingu lána, verður
Iántakandinn því lengur að vinna
fyrir láni sínu sem kaupmáttarr-
ýrnunin er meiri. Á einföldu máli
sagt: Taki hundrað tíma að vinna
fyrir tilteknu láni í ár, þá þarf
e.t.v. að vinna 120 tíma fyrir
sama láni að ári.
Spurningunni um það, hvort
vísitalan sem notuð er til að mæla
verðtrygginguna er rétt eða röng,
hafa menn hins vegar ekki velt
fyrir sér að neinu ráði. Svo virðist
sem flestir líti á lánskjaravísitöl-
una sem heilagan sannleika sem
ekki sé ástæða til að véfengja.
Verður að telja með ólíkindum
að lærðir menn og leikir skuli
ekki spyrja um þetta atriði.
Á því leikur enginn vafi að
Iánskjaravísitalan er snarvitlaus
mælikvarði sem veldur stórfelldri
eignatilfærslu frá lántakanda til
lánveitanda hver sem hann er. í
annan stað veldur notkun láns-
kjaravísitölu á lán Húsnæðis-
stofnunar, í stað byggingarvísi-
tölu, stórfelldri skattlagningu til
sjóðanna, eins og nánar verður
rakið hér á eftir.
Faranleiki
lanskjara-
vísitölunnar
Lánskjaravísitala er samsett að
tveimur þriðju hlutum úr fram-
færsluvísitölu og einum þriðja úr
byggingarvísitölu. Þetta þýðir að
allar verðhækkanir hækka allar
verðtryggðar skuldir sjálfkrafa.
Tökum einfalt dæmi:
Brennivín og tókak hefur á síð-
ustu 11 mánuðum hækkað um ca.
54%. Samkvæmt upplýsingum
hagdeildar Alþýðusambandsins
veldur þessi hækkun á áfengi og
tóbaki ca. 1,2% hækkun á láns-
kjaravísitölu. Afleiðingin fyrir
lántakendur er þessi:
Húsnæðismálastjórnarlán að
upphæð kr. 600,000,- hækkað
um leið um 7.200,- kr.
Lán þess sem keypt hefur íbúð
fyrir tvær milljónir og fengið
60% verðsins að láni með verð-
tryggðum kjörum hækkar um
14,400,- kr., úr 1,200,000,- í
1,214,000,-.
Tveggja milljóna króna lán sem
kaupandi í verkamannabústað
hefur tekið hækkar um 24,000
krónur.
Setjum svo að Húsnæðismála-
stjórn hafi lánað fimmhundruð
fjölskyldum kr. 600,000,- hverri,
á sl. ári og 100 fjölskyldur í verka-
mannabústöðum hafi fengið að
láni kr. 2,000,000,- hver, þá veld-
ur brenni vínshækkunin ein því að
þessir sexhundruð húsbyggjend-
ur skulda Byggingarsjóðum ríkis-
ins og -verkamanna 6,000,000,-
krónum meira eftir hækkunina
Húsnœðismál
Vísitala fáránleikans
Hœkkun á brennivíni hœkkar allar skuldir húsbyggjenda um
mörg hundruð milljónir. Húsnœðismálastjórnarlánin eru
oftryggð fremur enverðtryggð. Húsbyggjendurmunugreiða
andvirði tveggja íbúðafyrir hverja eina semþeir fá að láni
en fyrir, og sambærilegar hækk-
anir koma að sjálfsögðu á allar
aðrar verðtryggðar skuldir.
Með öðrum orðum:
Hækkun á brennivíni og tóbaki
á síðustu 11 mánuðum hefur
hækkað höfuðstól allra verð-
tryggðra skulda í landinu um
mörg hundruð milljónir. Vand-
séð er hvaða einkunn á að gefa
vísitölu sem mælir verðmæti lána
og skulda á þennan hátt, en
naumast verður ofmælt þó sagt sé
að hún sé snarvitlaus. Ekki síst
vegna þess að þetta er ekki eina
dæmið um fáránleikann í
lánskjaravísitölunni. Á undan-
förnum árum hafa niðurgreiðslur
á landbúnaðarvörum verið stór-
lega minnkaðar. Þetta hefur að
sjálfsögðu valdið því að menn
hafa greitt meira fyrir kjöt, mjólk
o.þ.h. en jafnframt hefur þetta
hækkað allar verðtryggðar
skuldir í landinu um hundruð
milljóna.
Þessi vísitala fáránleikans, sem
mælir skuldir og lán með svo frá-
leitum hætti og hér hefur verið
rakið, bætist svo við þá kjara-
skerðingu sem allir þekkja, og
orðið hefur á síðustu misserum.
Húsnæðismálastjórn lánar
húsbyggjendum og kaupendum
íbúða, eftir nánar ákveðnum
reglum. Lán þessi eru með öðr-
um orðum veitt til að byggja eða
kaupa húsnæði (nokkuð er veitt
af lánum til endurbóta og við-
bygginga). Með verðtryggingu er
ætlast til að lántaki skili lán-
veitanda sama verðmæti til baka
og hann fékk að láni, auk eðli-
legrar þóknunar í formi vaxta.
Húsnæðismálastjórnarlánin eru
hins vegar verðtryggð með láns-
kjaravísitölu í stað byggingarvísi-
tölu.
Skattar
húsbyggjenda í
Byggingarsjóð
ríkisins
Vegna þess að lánskjaravísi-
talan hefur hækkað miklu meira
en byggingarvísitalan hefur raun-
virði skuldanna hækkað á undan-
förnum fimm árum um mörg
hundruð milljónir króna. Verði
misgengi vísitalnanna áfram það
sama og nú er þá munu húsbyggj-
endur að lokum hafa skilað bygg-
ingarsjóðnum andvirði tveggja
íbúða fyrir hverja eina sem þeir
hafa fengið að láni.
Ástæða er til að ætla að lán
þeirra húsbyggjenda sem tóku
húsnæðismálastjórnarlán á árinu
1980 hafi af þessum sökum þegar
hækkað umfram eðlilega verð-
tryggingu um eitt til tvöhundruð
milljónir króna og lán tekin síðar
hlutfallslega meira.
Skattar kaupenda
í verkamanna-
bústöðum í
Byggingarsjóð
verkamanna
Á undanförnum árum hafa
verið byggðar nokkur hundruð
íbúðir í verkamannabústöðum
vítt og breitt um landið. Meðan á
byggingu stendur veitir Bygging-
arsjóður verkamanna svokallað
framkvæmdalán. Lán þetta sem
að jafnaði er greitt út eftir því
sem framkvæmdum miðar er vís-
itölutryggt með lánskjaravísitölu
en vaxtalaust. Þegar fram-
kvæmdum er lokið er byggingar-
kostnaður gerður upp og gengið
frá kaupverði íbúðarinnar til hins
nýja eiganda. Þetta verð er fund-
ið á eftirfarandi hátt:
Lagður er saman allur útlagður
kostnaður á byggingartímanum
hverju nafni sem nefnist.
Reiknaðar eru verðbætur á
hinn útlagða kostnað og notuð til
þess lánskjaravísitala.
Setjum svo að íbúðin kosti
2,100,000,- kr., þar af séútlagður
kostnaður kr. 1,260,000,- en um-
ræddar verðbætur kr. 840,000,-
Hafi þessi íbúð verið byggð á
tímabilinu 1. júlí 1982 til 1. júlí
1984 veldur lánskjaravísitalan því
að íbúöin er a.m.k. 100,000,-
krónum dýrari en hún á að vera
vegna þess að notuð hefur verið
röng vísitala til að verðbæta fram-
kvæmdalánið á byggingartíman-
um.
Með öðrum orðum:
Kaupendur 20 íbúða skipta á
milli sín að greiða andvirði einnar
íbúðar í viðbót. En auk þess taka
þeir lán sem nú er oftryggt um
10% á ári.
Oftrygging
en ekki
verðtrygging
Eins og að framan hefur verið
rakið hníga flest rök að því að
lánskjaravísitala sé ónothæfur
mælikvarði á skuldir og lán til
húsbyggjenda og/eða kaupenda.
Eini skynsamlegi mælikvarðinn í
því efni er byggingarvísitala. Auk
þess sýnist ljóst að hún er einnig
ónothæf í flestum öðrum tilvikum
eins og hún er samansett, eða er
eitthvert vit í því að hækkun á
brennivíni hækkar skuldir lands-
manna um mörg hundruð
milljónir?
Helgi Guðmundsson.
1
L
Miðvikudagur 13. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5