Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 14
SKAK Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress Haföu þá samband við afgreiðslu Þjoðviíjans, sími 81333 Blaðbera vantar strax á: Öldugötu og Túngötu. Það bætir heilsu og hag að bera út Þjóðviífann DJÚÐVIUINN Betra blað Eiðfaxi er mánaðarbiað um hesta og hestamennsku Áskriftarsíminn er 685316 Blikkiðjan lönbúð 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verðtilboð SÍMI 46711 ÓDYRARI barnaföt bleyjur leikföng ,eW^ •s' .sY'P1 e' uj Dúlla Snorrabraut 14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 13. febrúar 1984 Skák Hann teflir of hratt sögðu menn í taugaspennu við aðfylgjast með skák Helga Ólafssonar og Bents Larsen en þeirstálu senunni á Loftleiðahótelinu ígœr Þegar Helgi Ólafsson fer að tefla svona hratt líst mér ekki á það, mér þykir Jjað boða vont, sagði Ingvar Asmundsson sá kunni skákmaður er hann var að skýra skák Helga Ólafssonar og Bents Larsen á skýringartöflu á Loftleiða hótelinu í gærkveldi, þar sem fyrsta umferð afmælis- móts Skáksambands Islands fór fram. Segja má að allra augu hafi fylgst með þessari mögnuðu viðureign, sem var hlaðin spennu frá byrjun til enda að skákin fór í bið, þar sem Helgi er með peði meira í endataflinu. Helgi stendur greinilega betur og ætti að vinna skákina, en það verður samt ekkert létt, sagði Margeir Pétursson skákmeistari þegar skákin fór í bið í gær. Margeir stýrir hvítu mönnun- um gegn Spassky og sömdu þeir friðsemdarjafntefli eftir 20 leiki. Sömuleiðis sömdu þeir Karl Þor- steins og Jóhann Hjartarson um jafntefli. Skák Danans unga Curts Hansen og sovéska stór- meistarans Yusupov fór í bið. Hvor um sig hefur hrók og fimm peð og lítur skákin afskaplega jafnteflislega út nema um eitthvert „tempó“ spursmál sé að ræða, sem venjulegur kaffistof- uskákmaður kemur ekki auga á. Skák þeirra Jóns L. Árnasonar og Hort var frestað vegna veikinda Jóns. Skák þeirra Guðmundar Sig- urjónssonar og Van der Wiel var lengi æsispennandi enda tefldu þeir mjög hvasst afbrigði og hrókuðu á sinnhvorn væng. Svo fór að Van de Wiel sigraði, Guð- mundur féll á tíma með tapaða stöðu. Lengi vel var mjög gaman að þessari skák og úrslitin tvísýn. Guðmundur tók all mikla áhættu, en sú áætlun hans stóðst ekki og hann tapaði skákinni. Frekar fáir áhorfendur voru á fyrstu umferð mótsins í gær, enda kannski ekki nema von þar sem landsleikur í handknattleik við Júgóslava fór fram í Reykjavík á sama tíma. Hitt sýndist manni a taflmennsku manna í gær að bú- ast megi við spennandi viður- eignum í næstu umferðum, þarna er ekki um neitt Monrad-kerfi að ræða og því teflt til sigurs í hverri skák. Biðskákir verða tefldar kl. 13 í dag á Loftleiðahótelinu en kl. 17 hefst svo önnur umferð. -TS.dór. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Bent Larsen Hollensk vörn 1. Rf3 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 4. 0-0 Bg7 5. d4 0-0 6. c4 d6 7. d5 c5 (Upp er komið Leningrad-afbrigðið í hollenskri vörn. Það er mjög vand- teflt afbrigði, kannski einna helst vegna þess að hvítu reitirnir á e6 og f7 verða oft mjög veikir. Nú þegar Petrosjan er allur er Larsen líklega eini stórmeistarinn í heimi sem hefur þetta afbrigði í vopnabúri sínu). 8. Rc3 Ra6 9. Hbl Bd7 10. b3 Hb8 11. Bb2 Rc7 12. a4 a6 13. a5 Rce8 14. Hal Rg4 15. Ha3 Ref6 16. Dal Dc7 17. e3 b5 18. axb6 Hxb6 19. Rd2 (Að sjálfsögðu ekki 19. Hxa6 vegna Hxb3 og svartur stæði beturj). 19. - Bc8 20. Dbl Re5 21. Dc2 g5?! (Larsen leiðist þófið og gerist fulfj- darfur. Staðan opnast nú hvítum í hag). 22. f4! gxf4 23. exf4 Rf7 24. Hel He8 25. Hal Hb8 26. He2 h5 27. Rf3 Db6 28. Ha3 e5 29. dxe6 Hxe6 30. Rg5! Hxe2 31. Dxe2 dd8 32. Rd5 Rxg5 33. fxg5 Rg4 34. Re7+ K18 35. Bxg7+ Kxg7 36. Rxc8 (Sterkara var 36. Rc6 því ef 36. - Dxg5 þá 37. Rxb8 Dcl+ 38. Bfl Dxa3 39. De7+ og biskupinn á c8 fellur). 36. - Hxc8 37. Hxa6 Dxg5 38. Hxd6 h4 39. gxh4 Dxh4 40. h3 Rf6 (í þessari stöðu lék Helgi biðleik. Áhorfendur á Loftleiðahótelinu voru sammála um að hafi Helgi ieikið 41. De6 í biðleik þá sé hvíta staðan unn- in. Þú, lesandi góður, getur sjálfur gengið úr skugga um það). Úrslit í 1. umferð Úrslit 1. umferðar afmælis- móts Skáksambands Islands á Hótei Loftleiðum í gærkveldi urðu þessi: Guðmundur Sigurjónss. - Van der Wiel 0:1 Karl Þorsteins - Jóhann Hjartars. Vi:lh Helgi Ólafsson - Bent Larsen Bið C. Hansen - Yusupov Bið Margeir Pétursson - Spassky Vv.Vi Skák Jóns L. og Hort var frestað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.