Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Miðvikudagur 13. febrúar 1985 36. tölublað 50. órgangur DJÓÐVIUINN Fatlaðir Tiliaga Helga bar árangur! Framkvœmda- sjóðurinnfœr 10 miljónir í viðbót „Ég mun draga tillögu mína til baka, þar sem ráðhcrra hefur þegar orðið við henni og veitt framkvæmdasjóði fatlaðra auka- tjárveitingu, sem gerir sjóðs- stjórninni kleift að sinna brýn- ustu verkefnum scm nú eru í gangi“, sagði Helgi Seljan alþing- ismaður í gær. Á mánudag kynnti Helgi til- lögu um 20 miljón króna viðbótarframlag til sjóðsins, en framlag til hans nær ekki helm- ingi af lögboðinni upphæð. Kvað Helgi hreint vandræðaástand verða í þessum málaflokki ef sjóðsstjórnin hefði ekki nema 40 miljónir til ráðstöfunar. Albert Guðmundsson sagði þá strax að hann hefði áhuga fyrir þessari til- lögu Helga og hefur hún þegar borið árangur eins og að framan greinir. Helgi kvað þetta skref í rétta átt og því bæri vissulega að fagna. Jafnframt væri óhjákvæmilegt að standa við lögboðin framlög til sjóðsins á næsta ári og árum til að unnt yrði að hefjast handa um ný verkefni sem væru knýjandi um allt land. - ÁI Útflutningur Trjónu- kiabbinn gengurí Kanann Pétur Kjartansson Fiskafurðum: Búið að senda til Bandaríkjanna og Belgíu 300-400 kíló í róðri „Við erum ekki búin að fá á- kveðin svör frá þessum erlendu aðilum en við vitum að þeim lýst ágætlega á krabbann. Þetta er bara spurning um verðið“, sagði Pétur Kjartansson hjá Fiskafurð- um sem verið hefur að leita mark- aða fyrir trjónukrabba vestan hafs og austan. Pétur hefur sent lifandi krabba með flugi bæði til Bandaríkjanna og Belgíu og hefur krabbinn líkað vel. Ennþá er óvíst um söluverð en þau mál munu skýrast fljót- lega að sögn Péturs og þá um leið hvort mögulegt verður að flytja trjónukrabba héðan út í stórum stfl. Trjónukrabbi hefur verið veiddur í gildru um nokkurt skeið í tilraunaskyni við mynni Hval- fjarðar og hafa fengist um 300- 400 kg í róðri. _ j„ Strax uppúr tvö voru kennarar farnir að fjölmenna á þingpalla, en umræða um þeirra mál hófst ekki fyrr en uþpúr klukkan fjögur. Ljósm.: eik. Kennaradeilan ■% r ■ / ■■ Raoherra i vom Stjórnarandstaðan: Hörmuleg málsmeðferð ráðherra. Hvað segir Framsókn? Hörð hríð var gerð að mennta- málaráðherra á þingi í gær vegna stöðunnar í kennara- deilunni og þeirrar ákvörðunar að framlengja uppsagnarfrest kennara til 1. júní. Það var Gunn- ar G. Schram sem óskaði eftir umræðunum en þar sem ráð- herra þurfti að víkja af fundi fyrir klukkan 17 óskaði hann eftir að umræðunni yrði frestað. Margir eru á mælendaskrá og verður áfram haldið á fimmtudaginn eða á þriðjudag í næstu viku. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir spurði fjármálaráðherra hvort hann tæki undir þau rök embættismanna sinna að laun há- skólamanna á almennum vinn- umarkaði ættu að vera lægri vegna þess að háskólamenntaðar konur væru hlutfallslega fjöl- mennari í störfum hjá ríkinu. Hjörleifur Guttormsson sagði hörmulegt hvernig ráðherra hefði haldið á þessum málum. Allt sem kennarar nú hefðu væru tvær nefndir, - engin niðurstaða hefði fengist í þeim málum sem ráðherra hefði ætlað að liðka myndu fyrir samningum. Hann spurði hverjir það væru innan ríkisstjórnarinnar sem væru í stríði við kennara og óskaði eftir því að Framsóknarmenn gerðu grein fyrir afstöðu sinni. Kristín Kvaran taldi óeðli- legan drátt hafa orðið á tilkynn- ingu um framlengingu uppsagn- arfrests og taldi hún rétt stjórnvalda í því efni löngu fyrir bí. Hún spurði hvernig fara myndi með skaðabótaskyldu kennara, sem þegar hafa ráðið sig annars staðar 1. mars, gagnvart nýjum atvinnurekanda, nú þegar þeir væru skikkaðir til að vinna áfram. - ÁI Sjá bls. 2 Sjómannasamningar Orlítil hreyfing Stuttur fundur í gœr. Annar boðaður í dag að var stuttur fundur í dag, en það tókst samt að ná samkomulagi um stofnun undir- ncfndar og undirbúið að stöfna aðra og er það eina hreyflngin sem orðið hefur í þessum sanm- ingaviðræðum, sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttascmjari í samtali við Þjóðviljann í gær, að- spurður um gang sjómannasamn- inganna. Guðlaugur sagði að í dag hefði verið boðað til fundar kl. 15 og sagðist hann eiga von á því að samningalota hæfist nú fyrir al- vöru, enda styttist óðum í boðað verkfall. Hann var spurður hvort ríkisstjórnin væri komin eitthvað í málið og sagði hann að deiluað- ilar hefðu rætt við einstaka ráð- herra, en sér vitanlega væri ríkis- stjórnin sem slík ekki farin að skipta sér af þessari deilu, en nokkur atriði í deilunni snerta ríkisstjórnina beint. Tæknilega séð væri hægt að ljúka deilunni fyrir sunnudags- kvöld en þá yrði líka að vinna hratt og vel, sagði sáttasemjari að lokum. - S.dór Auglýsingar Mogginn fær mest 1é HP og Alþýðublaðið fá minnst Ef marka má tölur um auglýs- ingakostnað fjármálaráðu- ncytisins telja menn Morgunblað- ið mun sterkari auglýsingavett- vang en sjónvarpið! Moggi hefur þegar fengið 587 þúsund krónur fyrir auglýsingar um verðtryggð spariskírteini, meðan sjónvarpið hefur „aðeins“ fengið 429 þús- und. Þessar upplýsingar komu fram hjá fjármálaráðherra í gær í til- efni fyrirspurnar frá Guðrúnu Helgadóttur. Auglýsingaáætlun ráðuneytisins fram í apríl hljóðar upp á 5 miljónir króna, en búið er að auglýsa fyrir ríflega 1,6 milj- ónir. Það skiptist þannig að auk Morgunblaðsins og sjónvarpsins hefur DV fengið 284 þúsund, NT og Þjóðviljinn 43 þúsund, HP og Alþýðublaðið 29 þúsund, Rás-1 90 þúsund og Rás-2 130 þúsund. - Á1 Vertíð Mokveiði á loðnu 20 þúsund lestir þrjá sólarhringa í röð Loðna á öllu svœðinu frá Reyðarfirði og vesturfyrir Hornafjörð „Ég held ég muni varla eftir annarri eins veiði og nú síðustu dagana. Þeir hafa veitt 20 þúsund lestir á sólarhring þrjá sólar- hringa í röð, sem er með ólíkind- um“, sagði Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd í gær. Andrés sagði að nú væru eftir tæpar 200 þúsund lestir af loðnu- kvótanum. Mikil loðna er í sjón- um, allt frá Reyðarfirði og vestur fyrir Hornafjörð, en þar er nú aðal gangan. „Þótt hrogn séu komin í loðn- una eru þau enn ekki orðin vinnsluhæf, en þetta breytist fljótt úr því þessi árstími er kom- inn og munar um hverja vikuna úr þessu“, sagði Andrés. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.