Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 8
MENNING 8 SIÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 13. febrúar 1984 Einhverju sinni á mannamóti varð fsleifi leit að hatti sínum og heyrðist hann þá tauta: Einhversstaðar átti ég hatt ef að vel er leitað, en hvort það er lygi - ég segi það satt svei mér ef ég veit það. Um áflog tveggja sköllóttra manna orti Isleifur: Ekki skil ég atburð þann, en undur má það kalla, hafi þeir lent í hár saman sem hafa báðir skalla. ísleifur notaði oft nafnið Gunna í vísum sínum. Mun það hafa verið smáskrítin kona sem Guðrún hét og ísleifur kynntist í æsku. Einu sinni orti hann: Á dansi lifað Gunna gat, það getur ekki fjöldinn. Hún notaði vals í morgunmat en marsúrka á kvöldin. Eins og flestar vísur ísleifs bera með sér, er það fyrst og fremst glens og gaman sem er með í huga. Hann segir líka í einni vísu og á vel við að það verði sú síðasta að sinni: Ekki er ég skáld, þó yrki, en einatt ég fœst við að ríma, og fái ég fólk til að kíma, ég fengið hef skáldlaun og styrki. - S.dór Altaristafla, frá 1921. heppilegasta. Gegnum textann fær lesandinn skýra mynd af Muggi og vinnubrögðum hans. Skaphöfn, tilfinningar og sjálf- sprottin sköpunargáfa Iista- mannsins pússlast saman eftir því sem lengra er lesið og í bókarlok þarf ekki að velta vöngum yfir því hvers vegna Muggur var þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi, þótt lífshlaup hans yrði stutt og ævi- Stökur Bókin um Mugg VerkBjörnsTh. afturfáanlegt starf hans ekki mikið að vöxtum. Það er einn af kostum bókar- innar hve auðvelt er að geta sér til um það sem ósagt er. Björn lætur sér nægja að segja frá, en býður lesandanum að botna. Fyrir vikið fá menn tækifæri til að mynda sér eigin skoðanir á Muggi og ævi- starfi hans með hjálp þeirra upp- lýsinga sem bókin veitir. Það er m.ö.o. ekki verið að troða ákveð- inni skoðun upp á lesandann um stöðu Muggs eða gildi verka hans. Þrátt fyrir það geta menn gert sér í hugarlund hvað í Iistamann- inum bjó, hvar hæfileikar hans og takmörk lágu. Muggur virðist hafa verið gæddur gáfum skreyti- listamanns fremur en hins frjálsa skapandi málara. Hann leiddi að mestu leyti hjá sér listrænar hrær- ingar samtíðarinnar, en meðan hann lifði, starfaði og flæktist um Evrópu, voru flestar meginstefn- ur nútímalista í mótun. Svo virð- ist sem hann hafi haft lítinn áhuga á hinu nýja formbrölti kringum sig. Þrátt fyrir það gætti engra fordóma hjá honum gagnvart því. Hann fór sínar eigin leiðir undir áhrifum klassískrar im- pressionískrar listar, en brá engu að síður fyrir sig óhlutlægri tján- ingu þegar efniviðurinn krafðist þess. T.a.m. er „Flyðran“ frá 1921-22, gerð úr efnisbútum, fullkomlega í takti við listræna til- raunastarfsemi samtíðarinnar og minnir raunar á dadaískar til- raunir Max Ernst, Hans Arp og Kurt Schwitters frá öðrum og þriðja áratugnum. En Muggur virðist hafa gert sér litla grein fyrir sérstæðum hæfi- Den Store Kineser, frá 1916. leikum sínum í meðferð óhefð- bundins efnis. Hann dreymdi um að verða mikill málari, en fann sér enga haldbærari hvatningu en kirkjulega list síð-miðalda og því varð altaristafla hans, einnig frá árinu 192: ekki annað en daufur endurómur glæstrar flórentínskr- ar fortíðar. Hversu fögur sem hún er, þá þarf að fara nær fimm aldir aftur í tíma, til kristilegs húmanisma Fra Angelicos, svo finna megi þjóðfélag sem slík list hæfir. Þetta fullkomna tímaleysi sem einkehnir mest af verkum Muggs (Þó ekki öll eins og sjá má á snilldarteikningu hans „í skugga stríðsins“, frá 1916), bendir til þess að hann hafi fyrst og fremst litið á myndlist sem handverk eða skreytingu. Enda eru heilsteypt- ustu verk hans unnin eftir forsk- rift; s.s. ævintýrum eða þjóð- sögum. Þess vegna er það sorg- legt að Muggur skyldi fæðast í landi þar sem enginn fótur var lengur fyrir hefðbundnum list- iðnum og öll tengsl við glæsta handverksmenningu miðalda voru brostin. Skreytingar hans við sögu og ævintýri voru jafnvel einangruð fyrirbæri í landi sem eitt sitt átti sér handritalýsendur á heimsmælikvarða. Þetta er meðal þess sem lesa má úr texta og myndefni bókar- innar um Mugg, þótt ekki sé það sagt með berum orðum. En það er margt fleira sem athyglisvert má telja, enda verða efni bókar- innar engin skil gerð í svo stuttri grein. Hana verða menn að lesa, enda er um fagra og vel gerða bók að ræða. ísleifur Gíslason frá Sauðár- króki er kunnur hagyrðingur og þó sérstaklega fyrir eina vísu, sem næstum allir íslend- ingar kunna eða kannast við: j,Detta úr lofti dropar stórir". IsleifurGíslason varfæddur 1873 í Ráðagerði í Leiru á Reykjanesi. Hann tókgagn- fræðapróf frá Flensborgar- skóla 1896 og stundaði síðan kennslu um skeið á vetrum en réri til fiskjar frá Austfjörðum á sumrin. Um tíma átti hann svo heima á Stöðvarfirði, en flutt- ist til Sauðárkróks árið 1903 og átti þar heima síðan. Hann andaðist árið 1960. Lengst af var hann kaupmaður á Sauðárkróki og frægt er að næstum allar auglýsingar hans um vöru og vöruúrval voru í bundnu máli. Og ekki baravöruauglýsingar. Eitt sinnfann Ísleifurtómanolíu- brúsa, en hann seldi steinolíu íverslunsinni. Hann auglýsti fundinn þannig: Olíudunkur einn er fundinn úti lá hann. Komið nú og hirðið hundinn hver sem á hann. Bílavísur orti ísleifur margar, ein af þeim er þessi vísa: Enginn veður yfir Níl án þess vökni kálfi, og ekki er hœgt að yrkja í bíl, allt er á reiðiskjálfi. Freistingu, kallar ísleifur næstu vísu og Felix sá sem nefnd- ur er í vísunni var forvígismaður Stórstúku íslands: Vont er að hafa vald á þér whiskyflöskutappi. Ef einhver ljóður er á, er það e.t.v. smæð nokkurra myndanna, einkum litmyndanna sem njóta sín illa vegna þess að tækni Muggs við gerð þeirra kemst ekki nægilega vel til skila. T.d. bitnar þessi frímerkjastærð á tveim undurfögrum dúkristum frá 1916, „Den Store Kineser" og „Einmæli". Þetta eru einhver eftirtektarverðustu verk Muggs og hefði að ósekju mátt prenta aðra hvora myndina ferfalt stærri. Þá hefðu fínleg vinnu- brögðin og efnisvalið sést mun betur. En mál er að víkja að því sem mestu skiptir og er þá átt við text- ann. Bók Björns er vel skrifuð og var það raunar einnig fyrir aldar- fjórðungi. Verkið er fremur ævi- saga með listfræðilegu ívafi en smásmugulegt rannsóknarverk. Það er sérlega læsilegt og lipur- lega skrifað, enda býr Björn yfir hæfileikum rithöfundar jafnt sem fræðimanns og sýnir sig best í hinni ríkulegu máltilfinningu og myndauðugu frásögn. Ævi Muggs verður ekki aðskilin með góðu móti frá list hans og þess vegna er lausn höfundarins sú Þannig orti ísleifur um fram- burð Fljótamanna: Gengid skídum eg hef á alla leid úr Fljótum. Nordanhrídin grimm og grá gnaudadi vída um mig þá. Þennan fyrripart sendi ísleifur Ólínu Jónsdóttur skáldkonu á Sauðárkróki: Aldrei sá ég œttarmót með eyrarós og hrafni. Og hún svaraði: Allt mun þó af einni rót í alheims gripasafni. að nýju og hefur það tekist með afbrigðum vel. Prentun þeirra er skýr og litir óvenjusannir. Það ætti því enginn að vera svikinn af þessari nýju útgáfu, síst þeir sem þó eiga Helgafellsútgáfuna frá 1960. SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Muggur Björn Th. Björnsson Listasafn ASÍ og Lögberg, Reykjavík, 1984. Seint á síðasta ári kom út bók BjörnsTh. Björnssonarum Guð- mund Thorsteinsson, „Mugg“. Texti bókarinnar, en hún er um 140 síður, er nær óbreyttur frá frumútgáfu, en bókin um Mugg kom fyrst út hjá Helgafelli, haustið 1960. Hin nýja útgáfa ASI og Lögbergs er tímabær því bókin var fyrir löngu uppseld. Auk þess hafa myndirnar sem prýða þessa útgáfu verið teknar Fast að sækir fýsnaher. Felix stattu nœrri mér. Halldór Halldórsson skósmið- ur þ Sauðárkróki átti það til að loka verkstæðinu og fara á fyllirí oftast í nokkra daga. Um hann orti ísleifur: Fœr sér bjór og faðmar víf frægðarsljór en spakur. Nú er þjór og nautnalíf. Nú er Dóri rakur. Kona sem kölluð var Stína steig á vigt ísleifs og spurði síðan hvað hún væri þung. ísieifur svar- aði: Attatíu kíló kona á kjötvog mína. Hefurðu áður orðið svona ólétt Stína? HALLDÓR B. RUNÓLFSSOf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.