Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Einkaskólar frjálshyggjunnar Helsti guöspjallamaður frjálshyggjunnar, Milton Friedman, var á íslandi um mitt síöasta ár og hélt sem fyrr fram því fagnaðarerindi aö draga bæri úr ríkisafskiptum á öllum sviöum. í frægum sjónvarpsþætti lét hann meðal annars uppi þá skoðun aö skólakerfið bæri einfaldlega að taka úr höndum ríkisins og láta einkafram- takinu í té. Flestir hlógu að þessu einsog svo mörgum öðrum firrum frjálshyggjunnar, nokkrir leyfðu sér þann munað að hneykslast en Frie- dman fló úr landi og málið gleymdist. Nú er hins vegar komið á daginn að hug- myndir Miltons Friedman um skóla einkafram- taksins í stað ríkisskóla hurfu ekki með honum á burt, heldur urðu að flugu í höfði þeirra sem mestu ráða í menntamálum íslensku þjóðarinn- ar. í sölum menntamálaráðuneytisins eiga þær dyggan málsvara. Inga Jóna Þóröardóttir, aðstoðarráðherra menntamála, hefur lýst því yfir á opnum fundi að meðal þeirra „nýju“ hug- mynda, sem ráðuneyti Ragnhildar Helgadóttur bræðir nú með sér til lausnar á því ófremdarást- andi sem láglaunastefna ríkisstjórnarinnar hef- ur valdið í skólamálum þjóðarinnar, sé að koma á fót einkaskólum í stað ríkisskólanna! Samkvæmt þeim hugmyndum sem aðstoð- arráðherrann reifaði á opnum fundi um helgina virðast frjálshyggjupostularnir í menntamálaráðuneytinu vera að velta fyrir sér grundvallarbreytingu á íslenska skólakerfinu. Hinar nýju hugmyndir Ingu Jónu og þá væntan- lega yfirboðara hennar, Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra, gera ráð fyrir, að ríkið greiði ákveðið lágmarksframlag til að kosta skólagöngu sérhvers skólabarns. Afganginn eiga svo foreldrar að reiða fram, allt eftir því hversu miklar kröfur þau gera til menntunar barna sinna. Hvað þýðir þetta í reynd? Einfaldlega það, að séu foreldrarnir ríkir, þá íá börnin góða menntun. Séu foreldrarnir illa stæðir, þá fá börnin slæma menntun. Markaðslögmálin loks- ins komin í öndvegi. Draumur frjálshyggjunnar orðinn að veruleika. En um leið verður líka molaður einn af traustustu hornsteinum velferðarkerfisins sem félagshyggjufólk í öllum stjórnmálaflokkum hef- ur byggt upp í áratugi. Draumurinn um sömu menntun fyrir öll börn án tillits til efnahags for- eldra mun liggja eftir í sárum. Jafnrétti til náms verður að innantómum orðum. Þess vegna er nauðsynlegt að hver og einn - foreldrar og skólafólk - leggist á eitt um að koma í veg fyrir að hinir villimannslegu misréttisdraumar hinna nýju valdhafa í menntamálaráðuneytinu verði að veruleika. Góð undirstöðumenntun má ekki verða að forréttindum hinna ríku! Skoðanafrelsi Morgunblaðið hefur alla jafna freistað þess að bregða upp af sjálfu sér ímynd hins víðsýna og frjálslynda blaðs. Upp á síðkastið hefur hins vegar fallið á þá mynd og því miður sýnist sem þar sé í rauninni enn jafn lágt til lofts og þröngt til veggja og á þeim tímum þegar stjórnendur blaðsins töldu sig hafa einkarétt á skoðunum íslensku þjóðarinnar. Þessa sjást einkar glögg dæmi í viðbrögðum blaðsins við þeim skrifum íslenskra klerka um friðar- og öryggismál, sem ekki falla að skoðun- um Morgunblaðsins. í því sambandi nægir að minna á hvernig blaðið brást við skrifum séra Gunnars Kristjánssonar og nú síðast séra Jak- obs Hjálmarssonar frá ísafirði. Þegar séra Jak- ob leyfir sér að andæfa byggingu ratsjárstöðva, þá er því svarað með breiðsíðu frá helsta stjórnmálaskýranda blaðsins, sem ásakar séra Jakob meðal annars um að „ala á tortryggni"! Skyldi þetta á máli Morgunblaðsins vera dæmi um sérstaka víðsýni eða felst í slíkum árásum einhver sérstök hvatning til skoðana- skipta? -ÖS KLIPPT OG SKORHD Svona má ekki Það hefur verið haft eftir Jóni Baldvin, formanni Alþýðuflokk- sins, að ef hann fengi að ráða mundi hann víkja Jóhannesi Nor- dal úr stóli seðlabankastjóra. Þetta þótti Morgunblaðsmönn- um vond kenning. Þeir skrifuðu leiðarastúf um málið og ávítuðu Jón Baldvin föðurlega undir yfir- skriftinni „Svona tala ekki flokksformenn". Formaðurinn svarar fyrir sig í gein í Morgunblaðinu í gær og segir m.a. á þessa leið: „í þessari nafnlausu rit- stjórnargrein gerist ritstjóri Morgunblaðsins sjálfskipaður siðameistari íslenskri stjórnmála- umræðu. Hann telur sig þess um- kominn að úrskurða, hvað kjörum (ekki sjálfskipuðum) for- mönnum stjórnamálaflokka leyfist að segja opinberlega og hvað ekki. Mér sýnist ritstjórinn vera að bregða sér í föt af kol- legum sínum á ritstjórastóli Pröv- du. Hann vill vera hinn opinberi ritskoðari eða „Sensor“ að austan tj aldshæt ti. “ Það er óneitanlega dálítið spaugilegt að sjá Jón Baldvin þurfa að lýsa sjálfumglaðri rit- skoðunaráráttu Morgunblaðs- manna með nákvæmlega sama hætti og við höfum oft og einatt gert hér á Þjóðviljanum-samlík- ingin við Prödvu þá ekki undan- skilin. Hvimleitt Og það er ekki nema satt og rétt, að út um allt þjóðfélagið er fullt af fólki og félögum sem eru löngu hundleið orðin á dólgshætti Morgunblaðsmanna, sem hafa öllum stundum hugann við að þeir séu „rúblu dýrari" en aðrir menn, svo vitnað sé til máltækis að austan. Morgunblaðsmenn vilja ráða því hvernig krataforingi talar um virðulega embættismenn. Þeir vilja ráða því hvernig og hvort íslenskir stjórnamálamenn taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. Þeir standa með strangan áminningar- svip yfir biskupi og kierkum og vilja passa upp á að þeir ani ekki út í friðarmál eða annað stór- hættulegt. Þeir setja með þjósti ofan í við forseta og forsætisráð- herra hinummegin á hnettinum fyrir að þeir nálgast afvopnun- armál með öðrum hætti en Reag- an og Björn Bjarnason. Að ó- gleymdum þeim daglega terror sem haldið er uppi gegn frétta- mönnum íslenskra ríkisfjölmiðla, sem hafa stundum leyft að spyrja menn frétta sem Morgunblaðið vill ekki tala við og leggja fyrir þá spurningar sem Moggamenn mundu hafa öðruvísi. Og nú er semsagt komið að for- manni Alþýðuflokksins að reiðast þessari hvimleiðu sensor- áráttu Morgunblaðsmanna og veri hann velkominn í hópinn. En það er rétt að minna Jón Baldvin áþað, að það er meiraenað segja það að „flytja embættismanninn Jóhannes Nordal til í kerfinu“ eins og hann kemst að orði og átakameira dagsverk en að „hreinsa“ burt konuna sem gegn- di starfi framkvæmdastjóra Al- þýðuflokksins. Markaðshyggja inn í skólana Inga Jóna Þórðardóttir aðstoð- armenntamálaráðherra hefur reifað markaðshugmyndir sínar um skólamál. Hún hefur meðal annars áhuga á því að fjölga ein- kaskólum og hún vill gjarna taka upp afkastagreiðslur til kennara einskonar: þeim mun fleiri ne- mendur sem þeir taka í bekki þeim mun meira kaup fá þeir. Þetta er allt mjög skrýtið. Tökum til dæmis hugmyndina um bónusfyrirkomulag á kennsl- unni, sem sögð er komin frá Bessý Jóhannsdóttur. í frétt í gær er það haft hér í þjóðviljanum eftir aðstoðarráðherra, að vel mætti hugsa sér að setja skástu nemendur saman í bekkjardeild og hafa þá fleiri í hverjum bekk en í bekkjum þeirra getuminni og mun þetta að sönnu ekki vera neitt nýmæli. Hitt er svo mark- aðshyggjunýmæli að fyrir að kenna með þessu móti fleiri og „auðveldari“ nemendum eigi kennarar að fá meira kaup: „Þannig gætu kennarar getu- meiri nemenda drýgt tekjur sínar með fjölmennari bekkjar- deildum“. Þýðir þetta ekki um leið, að þeir sem kenna eiga „erfiðari" nemendum, sem þar með eru færri í deild, eigi að fá minna kaup en þeir, sem sitja með nokkrum hætti sólarmegin í skólakerfinu með helstu erfið- leikana vinsaða úr ? Spyr sá sem ekki veit. Sumir jafnari en aðrir Hugmyndin um einkaskólana er líka furðu lævísleg. Hún felst í því, að einkaskólar fái sömu greiðslu á nemanda hvern og það kostar að kenna hverjum og ein- um í ríkisskóla. Síðan geta efnað- ir foreldrar keypt börnum sínum umframkennslu, aukna þjón- ustu, dýrari kennara osfrv. Hver og einn veit það ósköp vel, að börn og unglingar koma til þátttöku í samfélaginu á mis- jöfnum forsendum. Það er til dæmis ljóst, að þau eiga misjafn- iega auðvelt með að stunda nám m.a. eftir því hvernig aðstæður eru á heimili. Hingað til hefur það þótt sjálfsagt, að reyna að gera stöðu nemanda sem jafnasta undir því gamla og góða leiðarljósi, að hver og einn þurfi að komast til þroska. Frjáls- hyggjuliðið virðist nú búa sig í þann stakk að snúa þessu dæmi við á orvellskan hátt. Eða einsog segja mætti: Öll börn eru jafnrétthá til skólagöngu. En börn hinna ríku eru jafnari en hin. ÁB. DIÓÐVmiNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar ólason, Einar Karlsson. Utlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjórí: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, rítstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i iausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.