Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Skíði Tvöfalt hjá Guðmundi Guðmundur Jóhannsson frá ísafirði sigraði tvöfalt, í svigi og stórsvigi, á fyrsta punktamóti vetrarins, Myllumótinu, sem haldið var í Bláfjöllum um helg- ina. Snædís Úlriksdóttir, Akur- eyri, sigraði í stórsvigi kvenna og Guðrún Kristjánsdóttir, Akur- eyri, í svigi kvenna. Fyrsta bikarmót unglinga í alpagreinum fór fram í Hlíðar- fjalli við Akureyri. Brynjar Bragason, Akureyri, sigraði bæði í svigi og stórsvigi drengja, Kristín Ólafsdóttir, Reykjavík, í svigi stúlkna og Kristín Jóhanns- dóttir, Akureyri, í stórsvigi stúlkna. V-Þýskaland Happel kyrr í Hamborg Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni ÞjóðviljansíV-Þýskalandi: Ernst Happcl þjálfari Ham- burger SV hefur skrifað undir nýjan samning við félagið, til tveggja ára. Þar með er ljóst að hann fer ekki til starfa í ítölsku knattspyrnunni eins og jafnvel stóð til, a.m.k. ekki fyrr en haust- ið 1987. Sund Gross með tvö met Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V-Þýskalandi: Michael Gross setti tvö heims- met í sundi um helgina. Hann er ekki vanur að taka þátt í iengri sundunum en hann sló til og bætti heimsmet Sovétmannsins Salnik- ovs í 800 m skriðsundi, synti á 7:38,35 mín.. Síðan bætti hann eigið heimsmet í 200 m flugsundi um 2/100 úr sekúndu, synti á 1:54,78 mín.. Lyftingar Meistaramót í Grindavík Kraftlyftingameistaramót ís- Iands undir 23 ára verður haldið í Festi, Grindavík, laugardaginn 23. febrúar, kl. 12. Vigtun verður kl. 10. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Óskars Sigur- pálssonar fyrir 17. febrúar í Orkubót, Grensásvegi 7, sími 91- 39488. ____________ Knnar Ormar á gulli Bandaríkjamenn ætla sér að nýta gróðann af Ólympíuleikun- um í Los Angeles sl. sumar alfarið í eigin þágu - þeir ætla ekki að skipta honum á milli þátttöku- þjóða eins og Alþjóða Olympíu- nefndin fór framá. „Með slíkri skiptingu er verið að kasta fjár- munum á glæ“, segja Kanar, sem ætla að verja fénu til aukinna samskipta við aðrar þjóðir. Það telst víst ekki sóun á þeim bæ. Guðmundur Guðmundsson átti mjög góða leik í gærkvöldi og hér hefur hann brotist framhjá Mrkonja í horninu og skorar eitt fjögurra marka sinna. E.ÓI. Frábœrt Leikur sóknarinnar Handbolti íheimsklassa þegar Júgóslavar sigruðu Islendinga 24-23 ígœrkvöldi. Sigurmark á síðustu sekúndu. Bogdan ánœgðurmeð alltnema úrslitin Ekki lágu Ólympíumeistararn- ir í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi - en það er erfitt að kvarta. Frábær leikur tveggja stórgóðra liða, jafnt á öllum tölum frá 3-3 til leiksloka - og, í lokin, stórkostlegt sigurmark frá skeggjaða snillingnum Vujovic eftir aukakast, 3 sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 24-23, og eins og Kristján Arason sagði eftir leikinn, var hægt að vera ánægð- ur með 59 mínútur og 55 sekúnd- ur - fyrir rothögginu í lokin var varla hægt annað en að klappa. Aftur fær íslenska liðið á sig úrslitamark á síðustu sekúndu. „Þetta var allt annað en gegn Tékkum. Vujovic er 1,97 m á hæð og með gífurlegan stökkkraft. Það voru enn 3 sekúndur eftir og möguleiki á sendingu áður en var skotið, það var ekkert við þessu að gera“, sagði Bogdan landsliðs- þjálfari. Júgóslavar voru komnir í 0-2 áður en menn höfðu komið sér fyrir, og áður en íslenska vömin hafði áttað sig á snerpu þeirra og útsjónarsemi. Síðan 1-3 en þá komu þrjú frábær íslensk mörk eftir pottþéttar fléttur, 4-3, og eftir það munaði aldrei meiru en einu marki á liðunum. Staðan 10- 11 í hálfleik fyrir Júgóslava og í fyrri hálfleiknum sýndu bæði lið allt sitt besta í sóknarleiknum. Með leikfléttunum var opnað hvað eftir annað fyrir íslensku skyttunum sem röðuðu inn mörk- um gegn hinum hávöxnu ands- tæðingum sínum. Júgóslavarnir sýndu líka snilli sína - það var ekkert grín að vera markvörður í þessum leik. Vörn íslenska liðs- ins mátti aldrei stíga skrefi of langt, þá voru Júkkarnir búnir að stinga sér innum bakdyrnar og skora. Fyrstu 10 mínútur seinni hálf- leiks voru hrein sýning. ísland nýtti sex fyrstu sóknir sínar og Júgóslavar fjórar sínar fyrstu og fsland því yfir, 16-15. Aftur náð- ist forysta, 17-16 og 18-17, en þá gerðu Júkkar tvö og það sem eftir var leiddu þeir með einu eða engu. Þeir klúðruðu langdreginni sókn þegar 1,45 mín. var eftir en léku síðan vörnina frábærlega, komu íslenska liðinu í vandræði og skot Sigurðar Gunnarssonar 55 sek. fyrir leikslok var auðveld- lega varið af Basic. Spennan var gífurleg lokamínútuna, Júgósla- var með boltann, og svo kom aukakastið... „Eg er ánægður með allt nema úrslitin“, sagði Bogdan í samtali við Þjóðviljann. „Þetta gekk mjög vel en það er alltaf erfitt að leika við Júgóslava, þeir eru alltaf jafn góðir. Náum við sama ,rstandard“ í Eyjum og á fimmtudagskvöldið? Það verður mjög erfitt en ég ætla í þeim leikjum að gefa fleirum tækifæri. í kvöld var númer eitt að ná sigri, leikurinn þróaðist þannig að ég varð að keyra hann mest allan á sömu mönnunum", sagði Bog- dan. Sóknarleikur íslenska liðsins riðlaðist um miðjan seinni hálf- leik þegar „klippt“ var á Kristján hægra megin. „Það er erfitt að spila þegar maður er klipptur svona. Ég fékk þá aldrci boltann á ferð og sóknin hikstaði. En við áttum góðan leik og handbolta- lega séð var þetta mjög gott“, sagði Kristján. Það var gaman að sjá hve sókn- arleikurinn var annars árang- ursríkur. Þegar klippt var á skytt- urnar voru önnur ráð í pokahorn- inu og Guðmundur Guðmunds- son og Bjarni Guðmundsson voru þá sérstaklega skæðir í horn- unum - galopnuðu júgóslavn- esku vörnina oft glæsilega. „Þetta er allt saman taktík, hrein taktík, og hún gekk vel. Það var grátlegt að tapa þessu eftir góðan leik í 60 mínútur á smá óheppni í lokin. Ekkert annað en jafntefii hefði verið sanngjarnt en við getum vel unnið þá í þessum tveimur leikjum sem eftir eru ef við náum góðum leik“, sagði Bjarni. Að tína einstaka menn útúr er kannski ekki sanngjarnt. Liðs- heild íslenska liðsins er orðin ótrúlega sterk, allir vinna fyrir alla og Bogdan hefur svo sannar- lega unnið fyrir kaupinu sínu. Sigurður Gunnarsson, Atli Hilm- arsson og Guðmundur Guð- mundsson blómstruðu best og stigu varla feilspor. Þetta var leikur sóknarinnar hjá báðum liðum, lítið um tilþrif í vörn og marki. Basic varði þó þokkalega og Brynjar Kvaran tók mikla rispu þegar hann kom í íslenska markið 10 mínútum fyrir leiks- lok. Júgóslavneska liðið er eitt það albesta sem hingað hefur komið og engin skömm að tapa fyrir því. Mörk islands: Kristján Arason 6(3v), Atli Hilmarsson 5, Guðmundur Guð- mundsson 4, Sigurður Gunnarsson 3, Bjarni Guömundsson 3 og Þorbjörn Jens- son 2. Mörk Jugóslavíu: Vujovic 6, Cvetkovic 5, Isakovic 5(1 v), Vukovic 4, Elezcvic 2, Mrkonja 1 og Kuzmanovski 1. Danirnir Palle Thomasen (eina ferðina enn!) og Leif Eliasen dæmdu og voru lélegustu menn vallarins. Það má fara að reyna eitthvað nýtt. Þjóðirnar mætast að nýju í Vestmannaeyjum kl. 19.30 í kvöld. Ef ekki verður gott útlit um flug á hádegi verður leikurinn færður yfir í Digranes í Kópa- vogi. _VS England Arsenal burstað Liverpool gekk gjörsamlega frá Arsenal í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Þetta átti að vera sjónvarpsleikurinn okkar á laugardaginn. Arsenal átti aldrei minnstu möguleika og var heppið að sleppa 3-0 tap. Það voru Ian Rush, Phil Neal og Ronnie Whelan sem skoruðu mörk meistaranna. Rush leyfði sér þann munað að brenna af vítaspyrnu og Liverpool átti tvö stangarskot. Liverpool er þá í sjöunda sæti 1. deildarinnar með 42 stig, þremur stigum á eftir Manchester United sem er í þriðja sætinu. Meistararnir efu greinilega komnir á skrið og verða með þessu áframhaldi í baráttunni um efstu sætin, þrátt fyrir allt. - VS Miðvikudagur 13. febrúar 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.