Þjóðviljinn - 19.02.1985, Blaðsíða 9
FRETTIR
Mengun frá fiskimjölsverksmiðjum er mörgum til ama og nú hafa þeir
Hjörleifur Guttormsson og Helgi Seljan alþingismenn flutt um það
tillögu á þingi að gert verði átak á þessu ári til að ráða þar bót á. Ljósm.
eik.
Alþingi
Tillaga um...
...skattaívilnun vegna œttleiðingar barna
Fiskimjölsverksmiðjur
PeningalykSnni
útrýmt
á 2 árum?
• Tillaga á alþingi um áœtlun íþessu skyni og
útvegun lánsfjár
• Ekki króna áfjárlögum ífyrsta skipti í5 ár!
eir Hjörleifur Guttormsson og
Helgi Seljan hafa flutt þings-
ályktunartillögu um að gert verði
átak á þessu ári til að ráða bót á
mengun frá fiskimjölsverksmið-
jum og útvega lánsfé til þeirra fra-
mkvæmda. Jafnframt verði gerð
áætiun um varanlegar úrbætur í
þessum efnum, þannig að lág-
markskröfum um mengunar-
varnir verði fullnægt innan
tveggja ára og fjármagn tryggt til
þeirra aðgerða.
í greinargerð kemur fram að á
fjárlögum 1985 er ekki að finna
eyri í þessu skyni, en á árunum
1981-1984 fengu níu fiskimjöls-
verksmiðjur styrki úr ríkissjóði,
sumar þrjú ár í röð. Flutnings-
menn telja þetta tilfinnanlega aft-
urför og þeim mun brýnna að út-
vega lánsfé til þessara fram-
kvæmda í ár.
„Peningalyktin“ er nokkuð
sem allir íbúar sjávarplássa kann-
ast við, en það er ekki aðeins
loftmengun sem stafar frá fiski-
_ mjölsverksmiðjunum, heldur
einnig sjávarmengun sem kemur
til við löndun og óheimila skolun
lesta í höfnum. Innra starfsum-
hverfi í þessum verksmiðjum er
heldur ekki til fyrirmyndar víðast
hvar.
Ástandið verður verst þar sem
firðir eru þröngir og segja flutn-
ingsmenn, sem báðir eru þing-
menn Austurlands, að það sé
víða með öllu óviðunandi, ekki
síst á Austfjörðum. í landinu eru
nú 45 fiskimjölsverksmiðjur og
árið 1980 bræddu 22 þeirra
loðnu. Aðeins fáar fiskimjöls-
verksmiðjur hafa fullt starfsleyfi,
eða 9 talsins en 5 til viðbótar hafa
sótt um leyfi og eru umsóknirnar
til athugunar hjá mengunarvörn-
um Hollustuverndarinnar.
í greinargerð með tillögunni er
minnt á að sams konar tillaga var
flutt á þremur þingum 1978-1979,
en hlaut ekki afgreiðslu.
Flutningsmenn telja engu að
síður að til umræðna þá megi
rekja viðleitni stjórnvalda á árun-
um 1980-1983 til að leita úrbóta í
þessum efnum. Á árinu 1980
skipaði Svavar Gestsson, þáver-
andi heilbrigðisráðherra nefnd til
að semja reglugerð til varnar
mengun frá fiskimjölsverksmiðj-
um og hafa niðurstöður hennar
verið leiðbeinandi þegar sótt hef-
ur verið um starfsleyfi síðan. Pá
skipaði Hjörleifur Guttormsson,
þáverandi iðnaðarráðherra,
starfshóp 1981 til að fjalla um að-
gerðir til að hraða mengunar-
vörnum og orkusparnaði í fiski-
mjölsverksmiðjum. í áliti nefnd-
arinnar voru tillögur varðandi
lánsfjármögnun og styrkveitingar
úr ríkissjóði og á fjárlögum 1981-
1984 var tryggt fjármagn til styrk-
veitinga í þesu skyni, sem fyrr
segir.
Telja flutningsmenn eðlilegt
að lánsfé verð á þessu ári ráðstaf-
að í gegnum Fiskveiðasjóð.
-ÁI
Vigfús B. Jónsson er fyrsti
flutningsmaður þingsályktunar-
tillögu um varnir gegn fisksjúk-
dómum í fiskeldisstöðvum og
vötnum. Aðrir flutningsmenn eru
Eyjólfur Konráð Jónsson, Davíð
Aðalsteinsson og Gunnar G.
Schram.
Tillagan gerir ráð fyrir því að
varnir gegn fisksjúkdómum verði
stórelfdar og ráðið hæft starfsfólk
til að'fylgjast með fiskeldisstöðv-
um og aðstoða í baráttunni gegn
fisksjúkdómum bæði í þeim og í
veiðivötnum landsins.
Spariskírteinin
Auglýst fyrir
5 miljónir
Skrum eða sjálfsögð
þjónusta?
Auglýsingaherferð fjármála-
ráðuneytisins um sölu verð-
tryggðra spariskírteina ríkis-
sjóðs mun samkvæmt áætlun
kosta um 5 miljónir króna frá
ársbyrjun fram í aprílmánuð,
en þá mun herferðinni Ijúka.
Þessar upplýsingar komu fram
hjá Albert Guðmundssyni fjár-
málaráðherra á þriðjudag, þegar
hann svaraði fyrirspurn frá Guð-
rúnu Helgadóttur. Hann sagði að
ríkissjóður hefði talið sér skylt að
taka þátt i' auglýsingakapphlaupi
bankanna um sparifé lands-
manna. Mikiðværiíhúfi,þar sem
yfir 3 miljarðar væru innleysan-
legir á tímabilinu janúar til apríl
og 1,2 miljarður í september á
þessu ári. Hann benti á að á fjár-
lögum væri aðeins gert ráð fyrir
því að spariskírteini fyrir 650
ntiljónir yrðu innleyst en á móti
yrðu seld ný skírteini fyrir 450
miljónir króna. Það væri því
brýnt að ríkissjóður héldi sínum
hlut á lánsfjármarkaðinum, og
þessar 5 miljónir væru 0,017% af
því sem í húfi væri.
í september s.l. innleystu
menn spariskírteini fyrir 862 milj-
ónir króna en keyptu aðeins ný
fyrir 262 miljónir af ríkissjóði,
sem bauð þó góð kjör að sögn
Alberts. Menn hefðu verið sam-
mála um að ástæðan væri fyrst og
fremst léleg kynning og miklar
auglýsingar bankanna og í fram-
haldi af því var Auglýsingastofu
Gísla B. Björnssonar falið að
undirbúa kynningarherferð
vegna sölunnar 1985. Árangur-
inn væri nú að koma í ljós. í sept-
ember hefði aðeins náðst inn um
30% af áætluðum endurkaupum,
en í janúar væri hlutfallið komið
upp í 72%.
I fyrirspurninni óskaði Guðrún
upplýsinga um hversu mörgum
ársverkum BSRB manna í 15.
launaflokki þessi auglýsingaher-
ferð næmi og kvað Albert það
vera 14 ársverk. í húfi væru hins
vegar yfir 8000 ársv.erk! -ÁI
AFM4SU
Sigfinnur Karlsson sjötugur
19. febrúar 1985
Mér er sagt að vinur minn Sig-
finnur Karlsson sé sjötugur í dag.
Ótrúlegt en víst satt! Hver skyldi
nú trúa því sem sér Sigfinn eða
starfar með honum að hann eigi
þetta mörg ár að baki!
Ekki ætla ég að fara að rekja
störf Sigfinns enda á þetta ekki að
verða nein minningargrein en á
það vil ég þó minna, að Sigfinnur
hefur verið forystumaður verka-
lýðsfélaganna á Austurlandi um
áratugaskeið og eftir hann liggur
á því sviði geysilegt og heilla-
drjúgt starf.
Sigfinnur er með allra hæfustu
samningamönnum verkalýðs-
hreyfingarinnar. Fersaman glögg
dómgreind og yfirsýn yfir mál og
hann er mjög fljótur að gera sér
grein fyrir nýjum aðstæðum. Sig-
fínnur er einnig mjög hugkvæmur
við að finna leiðir til lausnar erf-
iðum vandamálum.
Sigfinnur hefur átt sæti í sam-
bandsstjóm Verkamannasam-
bands íslands frá upphafi (1964)
og í framkvæmdastjórn frá 1977.
Hefur hann unnið þar mjög gott
starf og samvinna okkar verið
með ágætum alla tíð.
Ég veit að Sigfinnur er ekkert
gefinn fyrir lofræður eða mikið
hól, enda skal allt slíkt látið vera.
En þakkir skulu honum að lokum
færðar fyrir órofa vináttu og
mætti ég svo óska honum enn
lengri lífdaga og að verkalýðs-
hreyfingunni megi auðnast að
njóta krafta hans um mörg ár.
Við hjónin fæmm Sigfinni og
hans ágætu konu bestu árnaðar-
óskir.
Þórir Daníelsson
Þegar Sigfinnur Karlsson nú
stendur á sjötugu getur hann
horft yfir langan og annasaman
starfsdag. Hann hefur verið stoð
og stytta í verkalýðsmálum á
Norðfirði í marga áratugi og
aldrei dregið af sér á þeim vett-
vangi. Þegar ég fluttist til Nes-
kaupstaðar fyrir röskum 20 árum
var alveg ljóst að Sigfinnur var þá
fremsti áhrifamaður sósíalista í
Verkalýðsfélagi Norðfirðinga og
hafði verð það um langt skeið.
Verkalýðsfélagið var raunar skóli
flestra áhrifamanna sósíalista í
Neskaupstað, þar á meðal þre-
menninganna Bjarna, Lúðvíks
og Jóhannesar á ámnum milli
1930-40. Sigfinnurvarfáum ámm
yngri en þeir, en tók virkan þátt í
störfum verkalýðsfélagsins frá
miðjum fjórða áratugnum. Það
varð síðan hans hlutverk að rækta
þann vettvang og taka þar að sér
eitt trúnaðarstarfið af öðm, fyrst
sem starfsmaður félagsins að
hluta til frá 1945, síðan í stjórn
þess og formaður um langt árabil.
Það trúnaðarstarf rækir hann enn
í dag. Verkalýðsfélagið og sú bar-
átta sem það hefur háð og sú
þjónusta sem það hefur veitt fé-
lagsmönnum í vaxandi mæli hin
síðari ári hefur hvílt á herðum
Sigfinns meira en nokkurs annars
einstaklings.
Jafnframt hefur hann verið for-
ystumaður í austfirskri verka-
lýðshreyfingu, átti sæti í fyrstu
stjórn Álþýðusambands Austur-
lands sem stofnað var í janúar
1943 og verið forseti þess óslitið
frá árinu 1961 að telja. Sem slíkur
hefur hann komið á víðari völl í
íslenskri verkalýðshreyfingu og
þurft að rækta tengsl við marga
aðila.
Það er ekki alltaf vinsælt hlut-
verk að vera oddviti í samtökum
alþýðu og margir telja víst að for-
ystumenn slitni fyrr en varir úr
tengslum við umbjóðendur sína.
Það hefur þó ekki hent Sigfinn öll
þessi ár, þótt sumum er utan við
standa þyki hann brokkgengur á
köflum. Þessu valda hæfileikar
hans og manngæska, einstök alúð
og greiðvikni við alla þá er til
hans leita og mikil reynsla og
þekking á verkalýðsmálum.
Þótt Sigfinnur hafi verið
flokksbundinn sósíalisti lengst af
og í mörgum trúnaðarstörfum
fyrir Sósíalistaflokkinn og síðar
Álþýðubandalagið, hefur hann
gætt þess að greina á milli fag-
legrar baráttu og hagsmuna um-
bjóðenda sinna annars vegar og
flokkshollustunnar hins vegar.
Slíkt held ég að sé raunar lykill-
inn að því að valda verkefni í al-
mannahreyfingu, sem þarf að
taka á málum fólks og gæta
hagsmuna þess óháð flokknum.
Eg hef kynnst Sigfinni bæði
sem starfsmaður í röðum sósíal-
ista og sem kunningi eftir að ég
fluttist til Norðfjarðar. Hann býr
yfir mikilli atorku og sérstæðum
eiginleikum, sem i senn laða fólk
að honum en fá menn jafnframt
til að sjá í gegnum fingur, þótt
hnútur fljúgi á milli. í Sigfinni er
einhver frumkraftur, sem minnir
mig á alþýðlegar en stórbrotnar
persónur úr bókmenntum, -
maður sem er kjörinn til að
þreyja þorrann og góuna við ysta
haf. í konu sinni Völu hefur hann
átt traustan förunaut sem hjálpað
hefur yfir öldudali í ólgusjó lífs-
ins, en einnig veitt því lit og líf.
Þeim hjónum og börnum
þeirra sendi ég heillaóskir á þess-
um hátíðisdegi.
Hjörleifur Guttormsson
Þriðjudagur 19. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13