Þjóðviljinn - 19.02.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.02.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Stjórnarandstaðan: Ránskjaravísitöluna burt Lágmarkskrafa að binda húsnœðislán við byggingarkostnað Vill félagsmálaráðherra lýsa því yfir hér og nú að húsnæð- islán sem nú eru bundin lánskjar- avísitölu verði flutt yfir á bygg- ingavísitöluna eða eiga skuldir húsbyggjenda að halda áfram að vaxa í hvert sinn sem tóbak og áfengi hækkar? spurði Svavar Gestsson m.a. í umræðum um húsnæðismálin á alþingi í gær. Skrif Þjóðviljans um ránskjar- avísitöluna og þá staðreynd að 50% hækkun á áfengi og tóbaki s.l. 11 mánuði hækkar skuldir húsbyggjandans um 7-27 þúsund krónur blönduðust mjög í um- ræðuna í neðri deild í gær. Það var Jón Baldvin Hannibalsson sem hóf hana og ítrekaði að Byggung væri aðeins að fara framá að ríkisstjórnin stæði við sínar eigin samþykktir og færi að lögum um útborganir lána. Hann fordæmdi ránskjaravísitöluna og sagði ríkisstjórnina hafa sett ís- landsmet í vanefndum varðandi húsnæðismálin. Steingrímur J. Sigfússon rifj- aði upp loforð Sjálfstæðisflokks- ins um 80% lán til þeirra sem byggja í fyrsta sinn og loforð Framsóknar um 80% lán til allra til 42ja ára. Ekkert stæði eftir annað en orðin tóm í þeim efn- um. Steingrímur minnti einnig á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september 1983 og þá staðr- eynd að þeir sem gerðu fokhelt í október til desember það ár, hefðu ekki enn fengið loka- greiðslu á sínum lánum. G-lánin hefðu staðið í stað talsvert á ann- að ár og 2-4 manna fjölskylda fengi nú 115 þúsund í lán ef hún skipti um íbúð og keypti gamalt. Þetta jafngilti 11.5% af verði staðalíbúðar. Svavar Gestsson sagði að ríkis- stjórnin hefði ekki aðeins svikið öll loforð í húsnæðismálum held- ur einnig skorið svo niður kaup fólksins í landinu að það gæti ekki staðið í skilum. Nú þegar allt væri að komast í þrot og Lögbirtinga- blaðið væri yfirfullt af tilkynning- um um nauðungarsölu, þá opn- aði ríkisstjórnin ráðgjafaþjón- ustu fyrir þá sem væru í van- skilum! Þangað mega menn náð- arsamlegast hringja tvo tíma á morgni hverjum til að fá tíma sama dag, sagði Svavar, og að Margaret Joan Anstee ásamt aðstoðarmanni sínum á blaðamannafundinum í gær. (Mynd: - eik.) Þróunaraðstoð íslendingar hafa unnið braubyðjendastörf Margaret Joan Anstee, aðstoðarfram- kvœmdastjóri SÞ, í heimsókn hér á landi til að leita eftir aðstoð við þróunarverkefni á sviði jarðhita og vatnsaflsnýtingar Hér á landi er nú stödd hæst setta konan sem starfar hjá Sameinuðu þjóðunum. Margaret Joan Anstee heitir hún, er bresk og ber titil aðstoðarfram- kvæmdastjóra. Hún veitir for- stöðu deild sem fer með tækni- samvinnu og þróunarmál og er- indi hennar hingað til lands er að semja við íslensk stjórnvöld um framlag okkar til þróunarverk- efna á sviði jarðhita og vatnsaflsnýtingar. Frú Anstee bar íslendingum vel söguna í þróunaraðstoð og sagði þá hafa unnið merkt brautryðjendastarf. íslenskir sér- fræðingar hafa verið víða við störf, bæði að skammtíma- og langtímaverkefnum. Hún minnt- ist sérstaklega á Svein S. Einars- son sem nú er nýhættur störfum eftir 15 ára dvöl, lengst af í Mið- Ameríku, á vegum SÞ. En maður kemur í manns stað og nú í apríl fer annar íslendingur, Valgarður Stefánsson, til starfa í höfu- ðstöðvum SÞ á sviði jarðhitanýt- ingar. Anstee er hingað komin til að kynna sér hvert gæti verið hugs- anlegt framlag íslendinga í fram- tíðinni á sviði jarðhita- og ekki síður vatnsaflsnýtingar. Hún kvaðst vilja gera fastan samning um slíka þróunaraðstoð en fram til þessa hefur hún verið með þeim hætti að íslendingar hafa sent menn þegar leitað hefur ver- ið eftir því og hæfir menn hafa verð tiltækir. - ÞH hvaða gagni kemur slíkt fólki úti á landi? Þá benti hann á að „skortur á vanskilum" yrði til þess að fólk fengi enga úrlausn. Ef fólk skuldar ekki yfir 150 þús- und og væri með það allt í van- skilum fengi það enga aðstoð. Þeim sem hefði tekist að halda vanskilunum t.d. í 70 þúsund krónum, væri vísað frá. „Og hvernig á svo að fjármagna van- skilalánin?“ spurði Svavar. „Með því að taka 150-200 miljónir af nýbyggingalánum." Þá minnti Svavar á heilræði sem forsætis- ráðherra hefur gefið þessu fólki, - menn ættu bara að selja, þeir hefðu reist sér hurðarás um öxl. „Þetta er huggulegt heilræði fyrir þá sem búa t.d. í Hnífsdal eða annars staðar úti á landi þar sem ekki er hægt að selja húsnæði‘% sagði Svavar. Hann spurði að lokum hversu langt ríkisstjórnin ætlaði sér að draga þennan svikaslóða á eftir sér. Ríkisstjórnarflokkarnir vildu ekki afla tekna til byggingarsjóð- anna, það eina sem þeir gerðu væri að slá lán á lán ofan, m.a.s. erlend lán, upp á 250 miljónir króna, en skammtímalán til húsnæðisstofnunar í fyrra námu 800 miljónum og bera þau 4-8% vexti auk verðtryggingar. - ÁI Norðmenn Stóraukin sala á saltfiski Seldu nýlega 10.000 tonn fiskjar til Portúgal fyrir 95 kr. kílóið Nýlega gerði sölusamlag norsku saltfískverkunarstöðvanna „Unidos“ sölusamning við saltisk- einkasöluna í Portúgal um sölu á 10.000 tonnum af fullverkuðum þurrum saltfíski. Heildarsölu- verðið er n.kr. 214 miljónir eða n.kr. 21.40 fyrir hvert kfló. Sam- kvæmt skráðu gengi nú er þetta í íslenskum krónum 95.23 fyrir hvert kfló. Fyrsta sendingin af þessari rnikíu sölu fer frá Noregi í byrjun mars. Sala á fullverkuðum norsk- um saltfiski hefur gengið greið- lega að undanförnu og liggur nú lítið af fiski í geymslum þurrk- stöðvanna. Árið 1983 seldu Norðmenn tæp 6000 tonn af saltfiski til Port- úgals, en á sl. ári fór þessi sala í 13.361 tonn og 940 kg. í því magni voru 1202 tonn af löngu og 449 af keilu. Ekki er vitað urn samsetningu sendingarinnar sem nú var verið að selja. Heildarsala á fullverkuðum saltfiski frá Noregi tvö síðustu árin er þessi: árið 1983 44.771 tonn og 250 kg. Árið 1984 62.727 tonn og 881 kg. Þetta er 40.1% söluaukning á milli ára. Þessi tvö árin var seldur saltfiskur til 23ja landa. - J.J.E. Kúld COROLLA1300 Ný Corolla - ný viðmiðun. Hin nýja Corolla 1300 er hönnuð til að vera fremst meðal jafningja og gæðaflokki ofar en verðið segir til um. Léttbyggð og sparneytin 1,3lítra, 12ventla vélin er kraftmikil, enda nýjasta framlag Toyota til betrumbóta — sumir segja byltingar — á bíl vélum. Aksturseiginleikar gerast vart betri. Framhjóladrif og 1. flokks fjöðrunar-og stýris búnaður skapa mikinn stöðugleika og rásfestu. Farjaega-og farangursrýmið stenst allan samanburð hvað varðar nýtingu, þægindi og hagkvæmni. Þú getur treyst ToyotaCorolla-taví ánægðum eigendum fjölgar stöðugt um allan heim. TOYOTA Nybylavegiö 200 Kópavogi S 91-44144 Þriðjudagur 19. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.