Þjóðviljinn - 19.02.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN
íbúð
Óska eftir 3ja herb. íbúð til leigu.
Uppl. í síma 54141, eftir kl. 14.
Júdóbúningur
Er júdóbúningurinn þinn orðinn of lít-
ill? Vantar júdóbúning, stærð 150-
160 CL. Sími 81388.
„Mátunargína“
Vill ekki einhver selja mér notaða
„kvenmátunargínu" (saumagínu),
helst i stærðinni 38 og 40? Það gleddi
mig mikið ef þú vildir hringja í mig í
síma 20615. Saumastelpa.
Fiskabúr
til sölu 45 I fiskabúr með öllum fylgi-
hlutum. Einnig fást á sama stað
gömul gólfteppi fyrir lítið. Uppl. í síma
13092.
Saumanámskeið
í kven- og barnafatnaði, hefst 20. fe-
brúar. Kvöldnámskeið. Upl. í síma
37677.
Sjónvarp
svart-hvítt sjónvarp til sölu. Selst
ódýrt. Sími 46897 í kvöld og næstu
kvöld.
Lada Sport árg. '78
til sölu, ekinn 97 þús. km. 5 gíra Fíat-
gírkassi, electrónísk kveikja. Góðir
demparar stillanlegir, dráttarkrókur.
Ný vetrar- og sumardekk, allt á felg-
um. Útvarp. Uppl. í síma 99-4651.
Lítil
ferðasaumavél
í góðu lagi óskast keypt. Jóna, sími
10672 á kvöldin.
íbúð óskast
Ung reglusöm kona með eitt barn
óskar eftir 2-3ja herbergja íbúð á við-
ráðanlegu verði. Helst í Hlíðunum
eða Álftamýrinni (barnið er á dag-
heimilinu Stakkaborg). Þarf á íbúð-
inni að halda í vor eða haust. Vinsam-
legast hafið samband við Auði í síma
686183.
Viltu læra tauþrykk?
Komdu þá á námskeið á
fimmtudagskvöldum. Námskeiðið
byrjar 21. feb. kl. 20-23.30 og stendur
í 6 vikur.
Uppl. í síma 81699 á daginn og
77393 á kvöldin og um helgar.
Til sölu
Myndarammar og málverkaprentanir
á góðu verði.
Myndabúðin,
Njálsgötu 44.
Opið frá 16-18.
Til sölu
tvískipt eldavél. Uppl. í síma 31197.
Til sölu
vel með farinn Fiat 128 árg. 1978.
Ekinn 57. þús. km. Verð 55.000,-
Uþpl. í síma 45942 eftir kl. 19.
Barnalopapeysur
Hef til sölu fallegar þarnalopapeysur
á 2-5 ára. Sanngjarnt verð. Uppl. í
síma 28283.
Tuskumottur
Tek að mér að vefa tuskumottur.
Breidd allt að 75 cm. Lengd eftir
pöntun. Uppl. gefur Berglind í síma
39536.
Til sölu
Hljómborð-skemmtari Technics SX-
K100. 13.000,- kr. Uppl. í síma 99-
1090.
Lopapeysur
Mig vantar nokkrar lopapeysur á
„heimaverði". Vinsamlega hringið í
síma 21428 e. kl. 18.
Safnarar
Ég á sunnudagsblað Þjóðviljans frá
árinu 1979 (allt árið) og fram í júnílok
1980. Viljir þú hirða bunkann, hringdu
þá í síma 651294 e. kl. 17.
Til sölu
Lítið notuð Atari-leikjatölva. Uþpl. í
síma 75990.
Bráövantar
að komast í ræstingar eftir kl. 18. Er
vön - hef bíl. Vinsamlegast hringið í
síma 35263.
Til sölu
skrifborð, skíðaskór ca. 38, klæða-
skápur og Singer saumavél, fótstigin.
Uppl. á Auglýsingardeild Þjóðviljans.
Ibúasamtök Þingholtanna
Fundur verður haldinn í Sóknarsaln-
um Freyjugötu 27, miðvikud. 20. feb.
kl. 20.30, stundvíslega. Leiðbeining-
ar við ræktun garða. Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Saumanámskeið
hefst laugard. 23. feb. ef næg þátt-
taka fæst. Nánari uppl. og innritun í
síma 46050 og 83069 e. kl. 17.
Óska eftir tölvu
með góðu ritvinnslukerfi til leigu fram
á vor. Kaup koma einnig til greina.
Uppl. í síma 78722 í kvöld og næstu
kvöld.
III
ÍV ÚTBOÐ
Tilboð óskast í dreifispenna fyrir Rafmagnsveitur
Reykjavíkur.
Útboðsgöng eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 26. mars n.k. kl. 11.00 f. h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
**■
•*< ++* * —
UTBOÐ
Tilboð óskast í að smíða og setja upp girðingar og
leiktæki við leikskóla og skóladagheimili við Hálsasel
fyrir byggingardeild.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík, gegn kr. 4000,- skilatryggingu. Tilboðin
verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. mars n.k.
kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800
Leggjum ekki af stað í feröalag í lélegum bíl eöa ílla útbúnum.
Nýsmurður bíll meöhreinniolíuog yfirfarinn t.d. á smurstöö er lík-
legur til þess aö komast heill á leiöarenda.
yUMFERÐAR
RÁÐ
VJÐHORF
ASMUNDUR
gagn. Ég vil hins vegar gera þá
kröfu til málgagns míns flokks að
það geri ekki óhróðurinn að sinni
skoðun og ég ráðlegg þeim sem
hugsa fyrir höfundinn að íhuga
hvort hér sé unnið af skynsemi.
Innra starf
verkalýðs-
hreyfingarinnar
Við sem störfum innan verka-
lýðshreyfingarinnar gerum okkur
fulla grein fyrir því, að margt þarf
að bæta í innra starfi hreyfingar-
innar. Alltof fáir félagsmenn eru
virkir í því starfi, stefnumótun
samtakanna er fjarri því að vera
nógu markviss og stefnu hennar
er alltof illa komið til skila. Ég
held jafnvel að við gerum okkur
betri grein fyrir því hve alvarlegt
mál þetta er fyrir hreyfinguna en
þeir sem gagnrýna hana með
mestum hávaða. En jafnframt er
okkur ljóst að vandinn er hvorki
einfaldur né auðleystur.
Tarsan og
James Bond
eða raunveruleiki
hins daglega lífs
Hvort sem við lítum til Tarsan-
eða James Bond-myndanna er
hetjan maður hinna snöggu
átaka. Þar vinnast mál ekki með
góðuni undirbúningi og þolin-
mæðisvinnu, heldur höggum,
slögum og skotum. Þeir virðast
margir sem gera sér ekki grein
fyrir því að raunveruleiki hins
daglega lífs er æði frábrugðinn
heimi kvikmyndanna. Sumir
virðast trúa því að allur vandinn
leysist ef James Bond verði falið
málið. Hann muni án tafar ryðja
höfuðpaurnum, hinum vonda
verkalýðsforingja, úr vegi og hin-
ir almennu félagsmenn munu á
augabragði fylkja sér til starfa og
virk og öflug félög tryggja kjör og
auka þjóðfélagsleg ítök verka-
lýðshreyfingarinnar. f Tarsan-
myndinni er lausnin hliðstæð, þar
sem Tarsan lætur sig falla niður
úr trénu á makka ljónsins og
stingur rýtingi sínum í hjarta þess
- ljónið grimma dautt og fólkinu
borgið.
Hresst og duglegt fólk er
nauðsynlegt í torustusveit ekki
síður í verkalýðsfélögunum en
annars staðar. I mörgum félögum
má án efa finna betri formenn en
þá sem þar sitja, en það er að
mínu viti ekki meginvandinn. í
Tarsanmyndinni er ljónið ekki
drepið af hópi í samstarfi, heldur
hetjunni. Starfið í verkalýðs-
hreyfingunni er hins vegar þrot-
laust hópstarf, þar sem ná þarf til
allra og virkja þarf alla. Daglegt
starf innan verkalýðshreyfingar-
innar verður seint eins spennandi
og hetjuhlutverk Tarsan- og Jam-
es Bond-myndanna. Hin daglegu
úrlausnarefni reyna á þolinmæð-
ina, samvinnuna og vinnuþrekið,
en vekja hvorki aðdáun né sigur-
gleði og hetjutilfinningu. Sá sem
vill vera virkur innan verkalýðs-
hreyfingarinnar verður að setja
sig inn í flókin mál og gefa sér
samfelldan tíma til þess að fylgja
þeim eftir. Þeir sem taka að sér
forustuhlutverk í félögum eða á
vinnustað axla ábyrgð og verða
oft að finna lausn á viðkvæmum
deilumálum. Starfið hlýtur að
kalla á gagnrýni og álagið sem
starfinu fylgir leggst ekki bara á
þann sem tekur beinan þátt í
starfinu, heldur á fjölskyidu
hanns alla. Það er ekki alltaf
auðvelt að tæla fólk til slíkra
verka, og það er ekki auðvelt að
virkja í daglegu starfi það félags-
fólk sem mætir þungum skyldum
heimilis og fjölskyldu eftir langan
vinnudag. Þetta er hins vegar það
verkefni, sem verkalýðshreyfing-
in verður að leysa, ef hún á að
vera sterk og ná árangri í framtíð-
inni. Upplýsinga- og fræðslustarf
verkalýðshreyfingarinnar hefur
verið eflt til muna á síðustu árum
og forystumenn reyna í vaxandi
mæli að ná til félagsmanna sinna
úti á vinnustöðunum. En verk-
efnið er erfitt og torleyst og það
er að mfnu viti nauðsynlegt að ná
sem víðtækastri samstöðu um
virkt starf í stað þess að skemmta
skrattanum með niðurrifsrógi.
Upphlaup eru
auðveldur leikur
Upphlaup eru auðveldur
leikur og ég efast ekki um að á
íslenskum atkvæðamarkaði verð-
ur alltaf eitthvert rúm fyrir flokk
sem veður fram með upphrópun-
um í þjónustu dægurmála. Ég
treysti því hins vegar að dóm-
greind íslenskra kjósenda tak-
marki fylgi slíkra flokka við fáein
prósent. Ég er því sannfærður um
það að flokkur sem ætlar sér að
ná fylgi til frambúðar gerir það
best með markvissri stefnumótun
og samræmdri framkvæmd og án
þess mun hann, hvað sem fylginu
líður, naumast setja mark á þjóð-
félagsþróunina.
Að velja sér
samfylgd
Það er hugsanlegt að ýmsum
innan Alþýðubandalagsins þyki
óþægilegt að hafa á vegferð sinni
' samfylgd af okkur sem störfum
fyrir íslenska verkalýðshreyf-
ingu. Það er hugsanlegt að þeir
telji að þeir sem starfa fyrir
verkalýðshreyfinguna geri það af
þeirri hvöt einni að þeir sækist
eftir ljúfu lifibrauði. Það er hugs-
anlegt að þeir hinir sömu líti
verkalýðsmálin almennt þeim
augum að verði forusta verka-
lýðsfélaganna viðskila við sitt
fólk sé það ekki alvarlegt mál,
heldur aðeins stormur í vatnsg-
lasi, örlítið rót í einni skúffu í
stórum flokki. Þeir, sem svo
hugsa, eru aftur á móti ekki lík-
legir til þess að leggja raunhæft
mat á það sem gerist í hreyfing-
unni og skilningsskortur þeirra
teymir þá út í alvarlegra sund-
rungarstarf en þeir sjálfir skilja.
Að sundra hópnum
eða styrkja samstarf
Eftir það sem á undan er
gengið og þær yfirlýsingar sem
gefnar hafa verið um nauðsyn
samstarfs og samstöðu kemur
Innsýnargreinin mér í opna
skjöldu. Á þeim tímum sem
frjálshyggjan veður yfir íslenskt
þjóðfélag er það hættuleg þröng-
sýni að sjá hvergi óvin nema í
eigin röðum. Það er brýnt að snú-
ast gegn þeim vágesti sem nú
stefnir að því að rífa niður þá fé-
lagslegu uppbyggingu sem verka-
lýðshreyfingin og önnur félagsleg
öfl hafa knúið fram í íslensku
þjóðfélagi. Ég hvet allt Alþýðu-
bandalagsfólk til þess að íhuga
hvort sé félagslegum viðhorfum
frekar til framdráttar að sundra
hópnum og ráðast eilíft að sínum
félögum eða styrkja samstarfið
og efla sameiginlega baráttu gegn
afturhaldinu í þessu landi.
ARNI
sér að sprengja í loft upp hinar
ólöglegu útvarpsstöðvar í haust.
Þetta segi ég af því að stöðvar
þessar fluttu stöðugt fregnir sem
miðuðu að því að ófrægja
launþegasamtök í landinu. Hitt
er að mínu mati ógerningur að
sýkna þann sem setur upp út-
varpsstöð til að græða á henni og
róa gegn alþýðuhreyfingum með
því að skírskota til neyðarréttar.
Ég er líka hræddur um að þeir
menn misskilji hlutverk sitt, sem
er treyst fyrir opinberum störfum
og nota valdið til að vinna gegn
ríkinu og ræna kaupi og rétti al-
mennings með „efnahagsaðferð-
um“. Þegarfólkið ílandinu horfir
framan í svo siðlausa valdhafa,
getur það neyðst til að grípa til
neyðarréttar til að taka af þeim
uniboðið.
Skila þeir
fengnum?
Ruglingurinn með neyðarrétt-
arhugtakið kom til sögunnar þeg-
ar eigendur DV fóru að kunna
því illa að græða ekki lengur á
blaði sínu í prentaraverkfallinu.
DV-menn urðu þess áskynja að
Ríkisútvarpið var hætt að hafa
tekjur af útvarpsauglýsingum.
En Ríkisútvarpið er sem kunnugt
er eini aðilinn í landinu sem lög
leyfa að hafi slíkar tekjur. DV
setti þá eigin útvarpsstöð á lagg-
irnar sem var í alla staði vond, en
mokaði engu að síður inn auglýs-
ingatekjuni. Og mér skilst að
tónlistin sem stöðin sendi út hafi
verið tekin ófrjálsri hendi.
Ég lít svo á að úr því að lögin
leyfa ekki öðrum en Ríkisútvarp-
inu að hafa tekjur af útvarps-
auglýsingum, þá séu auglýsinga-
tekjur ræningjastöðvanna lögum
samkvæmt eign þess. Mér skilst
að þessum illa fengnu milljónum
hafi ekki verið skilað til Ríkisút-
varpsins ennþá, en vonandi verð-
ur stutt að bíða þess. Hin nýja
yfirstjórn útvarpsins hlýtur að
vilja sanna atorkusemi sína með
því að innheimta þetta fé. í
leiðinni verður rétthöfum tónlist-
ar vonandi bættur miskinn.
Spurningin er þessi: Er hægt að
vefengja þá fullyrðingu að þeir
DV-menn hafi slegið eign sinni á
tekjustofna Ríkisútvarpsins? Ég
efast um það. Þá hlýtur næsta
spurning að vera: Er öðrum
heimilt að fara að dæmi þeirra?
Má hver sem er leggja einkaskatt
sinn á tekjustofna hins opinbera
með þessum hætti? Eða njóta
DV-menn þeirra réttinda einir?
Hlutur DV-manna í út-
varpsmálinu var mjög hneykslan-
legur. Þegar rætt er um að þeir
hafi seilst í almannasjóði og brot-
ið útvarpslög ræða þeir fjálglega
um að lögin séu úrelt og þeim
þurfi að breyta. En nú er þjóðin
svo heppin að hafa sérstaka lög-
gjafarsamkomu sem annast lög-
gjöf í landinu, svo ritstjórar og
eigendur DV þurfa ekkert að
hjálpa upp á það með „frjálsu
framtaki“ sínu fremur en annað
fólk úti í bæ.
Ef þessi væri neyðarréttur DV-
manna, hversu miklu meiri væri
þá ekki neyðarréttur kennar-
anna? Það voru brotin lög á
þeim. Engin lög voru brotin á
DV-mönnum.
Ræðuhöld
ritstjórans
Útvarpsmálið tók á sig býsna
fjarstæðukennda mynd þegar
Éllert B. Schram, ritstjóri og
stundum alþingismaður, gerði
eins konar herútboð til að koma í
veg fyrir að útvarpsstöðinni í
Síðumúla yrði lokað. Ég skildi tal
hans svo að hann væri að biðja
Heimdellinga að koma á staðinn
til að lemja lögreglumenn við
skyldustörf. Þó kastaði fyrir tólf-
unum þegar Ellert fór að skjalla
sjálfan sig fyrir þetta hæpna fjöl-
miðlaævintýri. Ellert hélt greini-
lega að hann væri einhvers konar
frelishetja, og veit enginn hvaðan
hann fékk þá flugu í kollinn.
Inntakið í „neyðarrétlarkenn-
ingu“ frjálshyggjumanna er ein-
falt. í henni felst aðeins það að
auðmenn skuli ráðskast með al-
menning að vild sinni. Þeir róa á
móti hinu opinbera hvenær sem
það gefur eitthvað í aðra hönd.
Svo skíra þeir yfirganginn „frelsi“
og „neyðarrétt".
En ef einhver hefur siðferðis-
legan rétt til að beita neyðarrétti,
þá eru það alþýðusamtök lands-
ins þegar þau neyðast til að verja
kjör sín og sjálfsögð réttindi af
fyllstu einurð. Það er þar sem
neyðarréttur getur gilt. Og ef
ekki þar, þá hvergi.
Dr. Arni Sigurjónsson er bók-
menntafræðingur.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. febrúar 1985