Þjóðviljinn - 19.02.1985, Blaðsíða 13
Bandaríkin:
Bændum
verður
fækkað
Markaðslögmálin fá aukið vœgi.
Gróin bœndasamfélög að hruni komin
Reagan Bandaríkjaforseti
var hinn bjartsýnasti á dögun-
um þegar hann „lýsti ásig-
komulagi þjóöarinnar" - allt
var á uppleið og tími til þess
kominn að byrja nýja ameríska
byltingu. Bandarískir bændur
eru í þeim stóra hópi sem
metur ástandið á allt annan
hátt- þeir segja að nú sé meira
að þeim þjarmað en allar götur
frá því í kreppunni miklu um
1930. Má búast við að þeir
verði gjaldþrota þúsundum
saman á næstunni.
Sá vandi sem steðjar að bænd-
um er snúinn saman úr fjórum
þáttum: háum vöxtum, lágu verði
á landbúnaðarafurðum, minnk-
andi möguleikum á útflutningi og
lækkandi verði á ræktarlandi.
Þetta gerist allt um leið og stjórn
Reagans hefur ákveðið að draga
úr opinberum stuðningi og fyrir-
greiðslum við bændur og vísar þá
til mikils halla á fjárlögum.
Markaðslögmálin eiga að hressa
við landbúnaðinn - og eins víst að
sú lækning verði að minnsta kosti
tíunda hverju býli að bana.
Kreppu-
ríkin
Einna verst er ástandið í
nokkrum miðvesturríkjum,
Iowa, Nebraska, Kansas, Okla-
homa og Colorado. í Iowa eru
tæplega 30% bænda svo skuldug-
ir nú þegar, að mjög vafasamt er
að þeir lifi af. Bankar ríkisins eru
einnig mjög hætt komnir vegna
vanskila bænda. Tom Harkin
öldungardeildarþingmaður fyrir
Iowa segir að ríki þetta sé að
deyja. \ kreppunni miklu mis-
stum við 7,8 % af landbúnað-
inum, nú höfum við lagt niður um
10 % af honum á aðeins einu ári,
segir hann.
Kornbændur verða verst úti og
lánastofnanir sem þeir skipta við.
Gjaldþrotum fjölgar hratt og heil
samfélög brotna niður. Sjónvarp-
ið sýnir nauðungaruppboð þar
sem landbúnaðarvélar eru seldar
á spottprísum vegna þess að eng-
inn vill kaupa. Sjálfsmorðum,
hjónaskilnuðum og dæmum um
illa meðferð á börnum hefur
mjög fjölgað í þeim héruðum sem
verst verða úti.
Við þessar aðstæður hafa
bændur og bankar leitað til
stjórnvalda um aðstoð. Fyrir
kosningar lofaði Reagan „krepp-
upakka“ bændum - í honum voru
fyrirheit um ríkistryggingar á lán-
um upp á 650 miljónir dollara.
Og aðalbankar ætluðu að sjá í
gegnum fingur við útibú og bænd-
ur þótt afborganir drægjust
lengur en til stóð.
UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN Þrí
En slík aðstoð ku duga alltof
skammt segja bændur og vera og
þröngum skilmálum háð. Auk
þess eiga bændur von á að á næstu
fimm árum verði niðurgreiðslur á
landbúnaðarafurðum skornar
verulega niður. Því sem fyrr
segir: stjórnin vill að markaðs-
Iögmál ráði. Fjármálastjóri Re-
agans, David Stockman, hefur
reynt að fá þingmenn frá krepp-
uríkjunum til að gera einskonar
samkomulag við stjórnvöld þess
efnis, að þeir hjálpi til við að
leggja niður niðurgreiðslur í
áföngum. Gegn því að stjórnin
veiti bændum kreppufyrir-
greiðslu núna strax. Þingmenn
neituðu, enda þurfa ýmsir þeirra í
kosningar áður en langt um líður.
Bændum
sjálfum
kennt um
Stockman hefur kennt bænd-
um sjálfum um það hvernig kom-
ið er. Hann hefur í ræðu nýverið
sagt á þá leið, að það sé út í hött
að skattgreiðendur standi undir
fjárfestingum, sem fullorðnir
menn réðust í þegar þeir keyptu
land á uppgangsárum í þeirri von
að verða ríkir. Eða þegar þeir
keyptu vélar og búnað á grund-
velli arðsemisreikninga sem þeir
trúðu á.
Margir sem reka fyrirtæki í
borgum eru sammaála Stock-
man. Þeir segja að bændur hafi
grætt vel á uppgangstímum á síð-
asta áratug. Af þeim sökum tóku
þeir hávaxtalán til nýrra fjárfest-
inga í þeirri von að verð á land-
búnaðarafurðum héldi áfram að
hækka - en því var m.a. haldið
uppi með styrkjum.
Vítahringur
Þetta ástand stóð fram til 1981.
Þá snerist þróunin við. Dollarinn
fór hækkandi og þar með rýrnuðu
möguleikar á útflutningi land-
búnaðarafurða. Heimamarkað-
urinn yfirfylltist og verðlag lækk-
aði og bændur báru mikla minna
úr býtum en þeir höfðu gert ráð
fyrir. Tekjumissirinn varð svo til
þess að bændur tóku fleiri lán -
og sú eftirspurn eftir peningum
átti sinn þátt í að halda uppi vöxt-
um. Vítahringurinn hélt áfram.
Samanlagðar skuldir bænda
eru nú um 220 miljarðir dollara.
Greiðslubyrðin hefur farið vax-
andi meðan verð á landbúnaðar-
afurðum hefur fallið um þriðj-
ung. Og þeir bændur standa nú
best að vígi sem ekki lögðu í mikl-
ar fjárfestingar á síðastliðnum
áratug.
ÁB tók saman.
udagur 19. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Reagan og skuldahali ríkissjóðs: Bændur eru meðal þeirra sem hann segist ekki hata efni á að hjálpa.
Bandaríkjamenn
éta meiri fisk
Matarvenjur í landinu eru að breytast
góðum árangrj og þær afurðir.
seljast vel m.a. út á auglýsingar
um að þar fari fæða, sem hvergi
hafi orðið fyrir mengun.
Tískan
Auk þess kernur blessað
snobbið til: Bandaríkjamenn sem
hafa lagt lönd undir fót koma
með fregnir af furðulegum og
gómsætum réttum úr fiski, sem
verða til að breyta nokkuð tí-
skunni í veitingahúsum. Þessi
tíska smitar síðan út frá sér - þeir
sem voru til með að panta sér fisk
í veitingahúsum en vildu ekki
matreiða hann heima hjá sér
vegna þess hve erfitt það væri eða
óyndislegt, hafa nú lagt þá for-
dóma af.
Svo rammt kveður að þessari
breytingu að jafnvel gróin
steikarhús selja 5-15 % meira af
fiskréttum en áður.
Hins er svo að gæta, að það eru
ekki frosin fiskflök sem auka
eftirspurnina heldur nýr fiskur
annarsvegar og svo hálftilbúnir
fiskréttir.
Verð á mat þeim sem upp úr
sjó kemur hefur farið hækkandi
og það þykir engin frágangssök
lengur að fiskur og kjöt séu á
svipuðu verði. Verðhækkunin er
mjög misjöfn eftir tegundum - og
þar með fjölgar dæmum um að
lævísir veitingamenn skíri
eitthvað ómerkilegt hráefni göfu-
gu nafni. Reyndar hafa nafngiftir
ótrúlega mikið að segja á banda-
rískum markaði. Og því er fiskur
sem í gær var kenndur við hund í
dag kallaður „gráfiskur" eða
„laxhákarl“ rétt eins og við
köllum ufsa sjólax þegar svo ber
undir.
Flestir þeirra sem versla
með fisk í Bandaríkjunum hafa
þá sögu að segja, að lands-
menn hafi stóráukið fisk-
neyslu sína á síðustu árum. Og
það er ekki lengur spurt eftir
algengum fisktegundum -
margir „undarlegir“ fiskar og
sækvikindi sem fáir vildu líta
við áður, njóta nú mikillar eftir-
spurnar.
Heilsurækt
Áður fyrr var sú afstaða algeng
meðal Ameríkana að fiskur væri
heldur óvirðuleg fæða, fátæk-
lingafóður. Það var partur af
sæmilegri stöðu í þjóðfélaginu að
éta kjöt og helst sem mest. Nú
hefur þetta breyst af ýmsum
ástæðum. Kannski skiptir það
mestu, að Bandaríkjamenn eru
mjög uppteknir af því að éta sér
ekki til óbóta, og fiskur telst vera
sæmilega greiðfær leið frá feitu
kjöti. I annan stað hefur það
gerst með batnandi samgöngum
og kælibúnaði að fjölbreyttara og
betra úrval af fiski er fáanlegt um
allt land og ekki aðeins í
strandhéruðum eins og áður vildi
brenna við. Ýmsar tegundir fisks
og skelfisks eru nú ræktaðar með