Þjóðviljinn - 19.02.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.02.1985, Blaðsíða 14
HJÚKRUNAR- FRÆÐINGAR Fjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri óskar aö ráöa í eftir- taldar stööur hjúkrunarfræðinga: 1. Hjúkrunarframkvæmdastjóra. Staöan er laus 1. maí 1985. Umsóknarfrestur er til 15. mars 1985. 2. Hjúkrunarfræðinga á flestar deildir sjúkrahússins strax og til sumarafleysinga. 3. Hjúkrunarfræöinga á fastar næturvaktir. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Ragnheiður Arnadóttir, sími 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ífi ÚTBOÐ Tilboð óskast í endanlegan frágang á malbiks- og malarsvæöum, hellulögn, gras- og gróðursvæðum, gerö 45 cm hárrar girðingar, hárrar netgiröingar, gröft vegna uppsetningar leiktækja og girðinga og lagningu kantsteins við leikskóla og skóladagheimiliö Hálsakot fyrir byggingardeild. Utboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn 4000 kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama staö þriðjudaginn 12. mars n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Orlofshús HÍK Orlofssjóður Bandalags háskólamanna minnirfélags- menn sína á, aö frestur til aö sækja um orlofsdvöl í orlofshúsunum á Brekku eöa í íbúðinni á Akureyri um páskana rennur út 1. mars. Frestur til að sækja um orlofsdvöl í sumar rennur út 1. maí. Frestur til aö sækja um orlofsdvöl í húsum Hins ís- lenska kennarafélags er sá sami. Orlofshúsin og íbúðin á Akureyri eru einnig leigð út nú í vetur um helgar eða til lengri tíma. Skrifstofur BHM og HÍK eru í Lágmúla 7. Símar hjá BHM eru 82090 og 82112 og hjá HÍK 31117. Bandalag háskólamanna Hið íslenska kennarafélag ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfar- andi: RARIK-85002: 19 kV Aflrofaskápar. Opnunardagur: Miövikudagur 10. apríl 1985, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitu ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað aö viðstöddum þeim bjóöendum er þess óska. Útboðsgögn veröa seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 19. febrúar 1985 og kosta kr. 300.- hvert eintak. Reykjavík 15. febrúar 1985 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirfarandi fyrir malbikunarstöð Reykjavíkurborgar: a) 11800-15300 tonn af asfalti og flutningi á því. b) 130-200 tonn af bindiefni fyrir asfalt (asfalt- emulsion). Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 20. mars n.k. kl. 1.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 HEIMURINN Afvopnunarmál Refurinn á að gæta hænsnanna Helsti samningamaður Bandaríkjanna um afvopnun í Genf verður maður sem telur að Reagan sé ekki Nýlega útnefndi Reagan bandaríkjaforseti Max N. Kam- pelman sem aðalsamninga- mann Bandaríkjanna í væntan- legum viðræðum við Sovét- menn um afvopnun. Viðræð- urnar munu hefjast í Genf í Sviss 12. mars n.k. Kampel- man er ekki bara þekktur fyrir stuðning sinn við geimvopna- áætlun Reagans heldur einnig fyrir harða gagnrýni á forset- ann. Kampelman finnst að Re- agan og stjórn hans fari sér of hægt í vígbúnaðarkapphlaup- inu. í bandarískri umræðu að und- anförnu hefur verið lögð áhersla á að Kapmelman sé demókrati og að Carter fyrrverandi forseti hafi útnefnt hann sem formann bandarísku sendinefndarinnar sem tók þátt í ráðstefnu um ör- yggismál Evrópu sem haldin var í Madrid. Þegar Reagan tók við lét hann Kampelman halda áfram formennsku. Framlag Kampelmans á ráð- stefnunni einkenndust mjög af harðri gagnrýni á leiðtoga So- vétríkjanna, hann sagði um þá að þeir yrðu að skilja að ekki þýddi að bæta sambúð austurs og vest- urs „svo lengi sem þið brjótið all- ar siðferðisreglur og hagið ykkur ekki eins og okkur finnst eðli- legt.“ Kampelman sagði eitt sinn þegar hann var að ræða um áhyggjur V-Evrópubúa vegna versnandi sambúðar austurs og vesturs. „Ég veit að ekki er hægt að losna við Sovétríkin af landak- ortinu, þess vegna verðum við að mæta þeim við samningaborðið með þolinmæði, sjálfsöryggi og af festu.“ Starf: Afvopnunarmál Ahugi: Vígbúnaður Kampelman sem nú tekur við sem aðalsamningamaður Reag- ans í afvopnunarmálum, hefur harður í horn lengi haft áhuga á utanríkis- og varnarmálum. Kampelman var einn af stofnendum Committee on the Present Danger (Nefnd um núverandi hættur). Samtök þessi hafa verið ásökuð með réttu um að hafa komið í veg fyrir að slökunarstefna Carters næði fram að ganga. Samtökin sáu dagsins ljós sama dag og Carter var settur í embætti forseta. Ekki leið á löngu þar til þau voru orðin stefnumarkandi í gagnrýninni á stefnu forsetans í utanríkis- og varnarmálum. Með baktjaldamakki ógnvekj- andi skilgreiningum og fullyrð- ingum, tókst samtökunum að koma í veg fyrir að SALT II samkomulagið milli stórveldanna um afvopnunarmál fengi stuðn- ing fulltrúadeildar bandaríkja- þings, áður en það væri undirrit- að. Samtökin hafa alið á hræðslu hjá almenningi um væntanlega árása að austan, og má furðu sæta hvað miklum árangri samtökin hafa náð í að telja voldugustu þjóð veraldar trú um að hún sé í raun og veru hjálparlaus og veik fyrir árás. Næst bestir Eftir árangurslausa fundasetu í Madrid sneri Kampelman aftur heim 1983 og gerðist á nýjan leik virkur í störfum samtakanna. í sínu nýja hlutverki stóð hann fyrir miklum árásum á stefnu Re- agans í varnarmálum, ásökuðu samtökin Reagan og stjórn hans fyrir að fara sér of hægt í þeim efnum. f nýlegri skýrslu sem sam- tökin sendu frá sér er því haldið fram að smíði kafbáta sem geti borið kjarnorkuvopn gangi of seint. Framleiða verði miklu fleiri stýriflaugar og sprengju- flugvélar sem geti borið kjarn- orkuvopn. í skýrslu þessari sem ber nafnið „Geta Bandaríkja- menn náð upp forskotinu“ er því haldið fram að þeir séu næst best- að taka ir á eftir Sovétmönnum í vígbún- aði. Niðurstaða skýrslu samtak- anna er að ef Bandríkjamenn ætli sér að eyða forskoti Sovétmanna verði þeir að eyða enn meira til vígbúnaðar en Reagan og stjórn hans ætla sér. Samtökin leggja ríka áherslu á uppbyggingu árás- argetu með kjarnorkuvopnum, og einnig verði að auka árásarg- etu hefðbundinna herja. Samtök- in halda því fram að staðsetning nýrra stýriflauga og Pershing II í Vestur-Evrópu sé alltof „hóg- vært“ svar við yfirburðum Sovét- manna. Nokkrum dögum eftir útnefn- ingu Kampelmans starf aðal- samningamanns í viðræðunum við Sovétmenn, birtist grein í New York Times sem kom hon- um í nokkurn vanda. Grein þessa skrifaði hann ásamt Brzezinsky fyrrum öryggisráðgjafa Carters og eðlisfræðingnum Robert Jast- rown. í grein þessari lýsa höfund- arnir yfir stuðningi við geimvopn- > aáætlun Reagans og benda á hana sem eina raunhæfa kostinn í varnarmálum Bandaríkjanna. Eins og mönnum er í fersku minni settu Sovétmenn það sem skilyrði að geimvopn yrðu rædd á fundunum í Genf- með það fyrir augum að koma í veg fyrir kapph- laup á því sviði. Kampelman reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að hann væri nefndur sem einn af höfundum greinar- innar en það tókst ekki. Paul Nitze mun einnig fylgjast með viðræðunum í Genf sem ráð- gjafi Schulz utanríkisráðherra. En hann hefur reyndar verið kall- aður guðfaðir þeirra samtaka sem fyrr voru nefnd og Kam- pelman hefur verið í forsvari fyrir. Pegar slíkir menn eru settir til að semja um afvopnun er það rétt eins og að biðja refinn að gæta hænsnanna. SG ( byggt á Ny Tid) 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.