Þjóðviljinn - 21.02.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.02.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR y Suðurnes Astandið minnir á kreppuna Forystumenn verkalýðs og atvinnurekenda funda með þingmönnum kjördœmisins um það alvarlega ástand er ríkir í atvinnumálum á Suðurnesjum Mjög alvarlegt atvinnuástand hefur verið á Suðurnesjum undanfarna mánuði og þykir sýnt að vetrarvertíðin muni ekki bæta úr þar sem 3 togskip hafa verið seld burt frá svæðinu en þeim fylgir um 9000 þúsund tonna kvóti. Forystumenn verkalýðshreyf- ingar, vinnuveitenda og atvinnu- málanefnda á Suðurnesjum hafa tekið saman höndum vegna þessa alvarlega ástands í atvinnumál- um. Um síðustu helgi var haldinn almennur fundur í Keflavík þar sem staða mála var rædd en fund- inn sátu m.a. allir þingmenn Reykjaneskjördæmis. „Einasta von okkar er sú að þeir sem sem ráða ferðinn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er ekki bara fyrir okkur heldur um leið þjóðfélagið í heild. Menn verða að gera sér fulla grein fyrir því hversu hart er búið að ganga að undirstöðunni," sagði Guð- mundur Gestsson formaður At- vinnumálanefndar Suðurnesja í samtali við Þjóðviljann. Guðmundur sagði að eldri menn líktu ástandinu nú við krepputímann og þannig væri komið að best reknu fiskiðjufyr- irtækin sæju nú sitt óvænna og hyggðust loka. A fundinum á sunnudag var ma. ákveðið að undirbúnings- hópurinn sem hafði veg og vanda af fundinum efndi til sérstaks fundar um stöðu mála með þing- mönnum kjördæmisins. -lg- Landnám Námu nonænir kettir Ameríku? Það hefur lengi verið ríkjandi skoðun hjá mörgum, að landi okkar, Leifur heppni, hafi fyrstur manna fundið Ameríku. Nýrri stoð, og ekki óstyrkari,ihefur nú verið skotið undir það álit. Bygg- ist hún á rannsóknum á litarcrfð- um katta, sem dr. Stefán Aðai- steinsson hefur átt góðan hlut að. Við rannsókn á köttum í Bost- on kom sem sé í ljós, að þeir voru mjög ólíkir, breska kattastofnin- um, en á hinn bóginn svo líkir þeim norræna, að telja má mjög líklegt að þeir séu af sama upp- runa. Ferillinn væri þá þessi: Kettir bárust til Ameríku með leiðangri Leifs heppna. Töluvert slangur a.m.k. varð svo eftir er Leifur og aðrir norrænir menn ýmist féllu fyrir innbyggjum eða hröktust aftur til síns heima. Þeg- ar svo breskt landnám hófst í Ameríku var villikattastofninn orðinn það sterkur, að hann réði lögum og lofum í æxluninni og mótaði framtíðarstofninn með sínu eðli. Sterkar líkur benda þannig til þess, að þarna sé að finna hina fyrstu norrænu land- nema, sem tóku sér varanlega bólfestu í Ameríku. - mhg i Æ, þetta er hálf leiðinlegt land, félagar, en við verðum víst samt að hýrast hér vestan hafs úr því, sem komið er. Dr. Stefán Aðalsteinsson Nýtt landsstjórnarafl Skák Hort og Larsen með f jöltefli Stórmeistararnir Hort og Lar- sen munu tefla nokkur fjöltefli í næstu viku að afloknu afmælis- móti Skáksambandsins. Larsen ætlar að tefla við bankamenn á mánudaginn kem- ur og Hort ætlar að tefla þrjú fjöl- tefli. Hann verður í Sjómanna- skólanum í Reykjavík á mánu- dagskvöld. Á þriðjudagskvöld teflir hann í íþróttahúsinu í Hafn- arfirði í boði Sparisjóðsins og Skákfélags Hafnarfjarðar. Hefst taflið kl. 20 um kvöldið og er þátttakendafjöldi bundinn við 40 manns. Þátttaka tilkynnist í Spar- isjóðinn fyrir kl. 15 á mánudag. Á miðvikudagskvöldið mun Hort síðan taka þátt í fjöltefli annaðhvort í Keflavík eða í Vest- mannaeyjum. - Ig- Em samræður ádöfinni? Alþýðubandalagið leggur til að Kvennalistinn og AB rœði um nýtt landsstjórnarafl. Svarbréf send í gœr Hvorug túlkunin er rétt og því leggur Alþýðubandalagið til að haldinn verði sem fyrst fundur Kvennalista og Alþýðubanda- lagsins til þess að skýra nánar hvað átt er við í hinu upphaflega bréfi Alþýðubandalagsins, segir í bréfi frá forystumönnum Alþýðu- bandalagsins sem sent var Kvennalistanum í gær sem svar við svarbréfi Kvennalista við boði Alþýðubandalagsins um við- ræður um nýtt landsstjórnarafl. I svarbréfi sínu kvað Kvenna- listinn ekki fyllilega ljóst hvað væri átt við með „samstöðu um nýtt landsstjórnarafl" og setti fram tvenns konar túlkun á því: ný ríkisstjórn eða nýr stjórnmála- flokkur. Sagði í svari Kvennalista að ef hvorug túikunin ætti við, þá væri óskað eftir nánari skýring- um. Alþýðubandalagið sagði í sínu svari að hvorug túlkunin ætti viðræðna við BJ um nýjar leiðir þegar forystumönnum þess snúist við og fer fram á samræður um til að skapa Nýtt landsstjórnarafl hugur. - óg málið innan tveggja vikna. í svari Alþýðubandalagsins við höfnun Bandalags jafnaðar- manna á viðræðum um nýtt landsstjórnarafl segir m.a.: „Ál- þýðubandalagið telur að í þessari afstöðu komi fram skilnings- skortur á nauðsyn sameiginlegrar baráttu gegn ríkisstjórninni og þeim afleiðingum sem stefna hennar hefur fyrir afkomu og lífs- kjör launafólks í landinu. Að mati Alþýðubandalagsins felst einnig í henni vanmat forystu BJ á einlægum vilja félagshyggju- fólks, þar á meðal stuðnings- manna Bandalags jafnaðar- manna, til þess að stuðla að sam- stöðu meðal stjórnarandstöðu- flokkanna um skelegga baráttu gegn stjórninni". Þakkar AB BJ skýr svör og lýsir sig reiðubúið til Sanagerði Fyrsti fiskurinn síðan fyrir jól 20 konur af atvinnuleysisskrá í bili Amánudag hófst aftur vinna í frystihúsi Jóns Erlingssonar hf. í Sandgerði en síðast var unnið þar 21. desember sl. Rúmlega 20 konur sem verið hafa atvinnulausar síðan eru nú aftur komnar til vinnu. Togarinn Haukur GK-25 kom inn fyrir helgi með 50-60 tonn, sem nú er verið að vinna og fór hann aftur út áður en verkfall sjómanna skall á. Ef verkfallið dregst á langinn verða konurnar því aftur atvinnulausar áður en langt um líður. - ÁI Fimmtudagur 21. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.