Þjóðviljinn - 21.02.1985, Qupperneq 5
Þórleif Guðmundsdóttir gröfustjóri: Sjómönnunum veitirsvo
sannarlega ekki afkauphœkkun
Það var líf og fjör í
Vestmannaeyjum um síðustu
helgi þegar ljósmyndari Þjóðvilj-
ans var þar á ferð. Loðnubátarn-
ir streymdu að með fullfermi og
landverkafólkið hafði ekki undan
við að flokka, frysta og bræða
þetta nýjasta siifur hafsins. Þegar
þessi orð koma á þrykk er hins
veg'ar allur annar gangur hjá fólki
og hjólin farin að hægja á sér.
Nú þegar verkfall sjómanna er
skollið á eiga sjómenn enn eftir
um 100.000 tonn af loðnukvótan-
um, og það sem verra er: dýrmæt-
asta hluta hans, sem er feit og
hrognafull loðna sem ætluð var til
frystingar.
Loðnuþrær eru hins vegar full-
ar víða um land, ekki síst í
Vestmannaeyjum þar sem ein
stærsta loðnubræðslan á landinu
er til staðar. Eitthvað er því úr að
vinna til bræðslu fram eftir vik-
unni en vari sjómannaverkfallið
lengur stöðvast hjó.l atvinnulífs-
ins í sjávarplássunum alveg.
Ljósmyndari Þjóðviljans gerði
sér ferð út í Eyjar skömmu áður
en loðnuhrotunni lauk og hér
birtist hluti mynda sem hann tók í
rispunni.
GuðmunduráGígjunniíVestmannaeyjahöfn.Siðastitúrgerði 12.000krónurí hásetahlut. Ljósm.: E.ÓI.
Milliliðimir mergsjúga okkur
Guðmundur Magnússon á Gígjunni: Margtþarfað
breytast efsamningar eiga að nást
„Milliðliðakerfið er að sliga
sjávarútveginn. Það er nefnilega
eins með þetta eins og djöfulinn:
Ef þú réttir fram litla fingur þá
missir þú alla höndina,“ sagði
Guðmundur Magnússon skip-
stjóri á Gígjunni
Vestmannaeyjum.
frá
„Að mínu mati þarf margt að
breytast til að viðunandi samn-
ingar náist. Kostnaðarhlutdeildin
verður að breytast, skiptapró-
sentan þarf að hækka, en hún er
nú aðeins 28% til háseta. Síðasti
túr gerði 12 þúsund í hásetahlut,
úr 750 tonnum. Auk þess þurfa
fæðispeningar að hækka töluvert,
einnig þurfa að koma til fata-
kaup, það er að segja þessir gallar
sem við notum eru rándýrir og
þeir duga yfirleitt ekki nema 1-2
túra.“
Þórleif gröfustjóri á botni einnar loðnuþróarinnar í Vestmannaeyjum. Ljósm.: E.ÓI.
Vona að þetta leysist sem fyrst
„Maður vonar bara að þetta
leysist sem allra fyrst og það er
alveg öruggt að það verður mikið
áfall fyrir okkur og raunar þjóð-
arbúið í heild ef samningar drag-
ast verulega á langinn,“ sagði
Þórleif Guðmundsdóttir gröfu-
stjóri er við hittum hana fyrir í
loðnubingnum.
Aðspurð kvaðst Þórleif vera
eini kvenmaðurinn sem gegndi
því starfi að stjórna gröfu. En ef
verkfallið leysist ekki fljótlega
hvað þá?
„Þótt bátarnir séu nú stopp er
talsverð vinna eftir í landi fyrir
okkur en þegar loðnan er búin,
fæ ég líklega eitthvað að gera inni
við. Maður vonar bara að útgerð-
armenn þráist ekki mikið við og ________________________________________________________
bjóði sjómönnunum gott kaup. Allar lestir fullar af loðnu og unnið sleitulaust við að ná verðmætunum á land.
Þeim veitir víst ekki af.“ Ljósm.: E.ÓI.
Loönu-
hrata í
Eyjum
UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON
Flmmtudagur 21. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5