Þjóðviljinn - 21.02.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 21.02.1985, Síða 7
Húsnæðismálin Hvað vill Alþýðubandalagið? Skattheimtu á banka, verslun, skipafélög og stóreignamenn til aö afla byggingarsjóöunum 1400 miljóna á ári næstuöárin. • Afborganir og vextir af húsnæðislánum miöist viö þá vísitölu sem lægst er á hverjum tíma. Hvað þýðir þetta? Ránskjaravísitalan afnumin. 1000 miljónir til viöbótar í nýbyggingar á ári hverju. 400 miljónir á ári til að létta skuldir húsbyggjenda. • Eiginfjárstaöa byggingasjóðanna styrkt um 7 miljarðaáöárum. Hverju myndi þetta breyta fyrir þig? 1000 íbúðir á ári fyrir ungt fólk með 75% lánum. 500 þúsund króna lán aö meðaltali til þeirra sem byggt hafa eftir 1980. 300 miljónir á ári til húsnæðissamvinnufélaga. • 300 miljónir á ári til viðbótar í Verkamannabústaði, þar af 100 miljónir í leiguíbúðir. Alþýðubandalagið hefur ilutt frumvarp um hús- næðismál í samræmi við þá stefnu sem flokkurinn mark- aði í samstarfsgrundvelli fyrir síðustu kosningar. Tillögum- ar miðast að því að á næstu 5 árum verði gerðar sérstakar ráðstafanir bæði vegna þeirra sem hafa eignast húsnæði á síðustu árum og hinna sem á næstu árum þurfa að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn. Ríkissjórnin hefur nú sett íslandsmet í kosningasvik- um gagnvart húsbyggjendum. í stað 80% láns eins og lofað var, fær 2ja til 4urra manna fjölskylda nú 29,1% lán í ný- byggingu og 11,5% lán ef keypt er gömul íbúð. Kaupránið og dráttur á af- greiðslu lána frá Húsnæðis- stofnun hefur valdið því að fólk getur ekki staðið í skilum eða tryggt sér nýtt húsnæði. Lögbirtingablaðið er orðið helsta málgagn ríkisstjórnar- innar. Eina úrræði ríkisstjórnar- innar í þessum vanda er að opna ráðgjafarþjónustu, sem greinilega er full þörf fyrir. Þar eiga þeir sem eru í van- skilum með meira en 150 þús- und krónur að fá lán að upp- hæð 50 til 100 þúsund krónur hver. Þetta fjármagn, 150-200 miljónir króna, á að taka af nýbyggingarlánum þessa árs. Alþýðubandalagið telur það siðleysi að afnema verð- bætur á laun en verðtryggja húsnæðislán með lánskjara- vísitölu sem æðir áfram um- fram kaupgjald. Flokkurinn gerir kröfu til þess að þessi „ránskjaravísitala“ verði af- n uminog afborganir og vextir miðist við kaupgjaldsvísitölu eða byggingarvísitölu, eftir því hvor er lægri á hverjum tíma. Itillögum Alþýðubandalags- ins er gert ráð fyrir beinum framlögum til byggingarsjóð- anna í stað dýrkeyptra lána, - framlögum frá þeim semí mak- að hafa krókinn í tíð þessarar ríkisstjórnar: bönkum, versl- un, skipafélögum og stór- eignamönnum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.