Þjóðviljinn - 21.02.1985, Síða 9
Litið við / Geirakot[
„Frekar þjóðhollusta
en búskapur“
Þegar Eyrarbakkaafleggjarinn
er ekinn niður frá Seifossi, blasir
fljótlega við nýlegt og reisulegt
býli á vinstri hönd. Það er Geir-
akot í Sandvíkurhreppi þar sem
hjónin Ólafur Kristjánsson og
María Hauksdóttir búa ásamt
þremur dætrum sínum. Einnig
búa á jörðinni fullorðnir foreldr-
ar Ólafs sem brugðu búi fyrir
rúmum áratug.
- Við byrjuðum búskap hérna
árið 1970, segir Ólafur þegar
hann hefur boðið okkur blaða-
mönnum í bæinn. Pabbi var þá
kominn upp undir áttrætt og var
þá með 13 kýr. Við byggðum nýtt
fjós og erum núna með 30 mjólk-
andi kýr.
5 dagar í frí
Er þetta ekki erflður bú-
skapur? spyrjum við hús-
freyjuna? Komist þið nokkurn
tímann í frí.
- í fyrra fórum við í 5 daga
austur á firði. Það er það lengsta
sem við höfum komist í burt frá
búinu í seinni tíð.
Hvernig gekk að koma upp
þessum byggingum og bústofni?
- Lánin voru óverðtryggð á
þessum tíma og við sluppum vel
miðað við það sem fólk stendur
frammi fyrir núna. Það er erfitt
að sjá hvernig dæmi á að geta
gengið upp hjá þeim sem byrjað
hafa búskap nú á síðustu árum.
Annars var ég að reikna það út
núna á dögunum, bætir Olafur
við, að miðað við 100 þús. lítra
innlegg á ári eins og frá þessu búi,
þá eiga menn yfirleitt útistand-
andi um 300 þús. krónur. Það
sem við leggjum t.d. inn í mjólk-
urbúið núna í febrúar fáum við
greitt að 90% þann 20. mars en
full skil koma ekki fyrr en í apríl á
næsta ári. Yfir sumarmánuðina
eru greidd út 70% af grundvallar-
verði en hitt bíður. Það er kann-
ski ekki víst að allir átti sig á
þessu. Þannig reiknast mér til að
frá sl. ári eigi ég ógreiddar um 300
þús. krónur.
Þið talið um erfiðleika hjá
ungu fólki að hefja búskap. Er að
endurnýjast mikið hérna í
sveitinni?
- Það er alltaf eitthvað. Sér-
staklega uppúr 1970, þá tók ný
kynslóð víða við.
Fylgdi því mikil tæknibylting á
bæjunum? Hvað t.d. hjá ykkur?
- Við tókum upp rörmjalta-
kerfi, og byggðum nýtt rimlaflór-
að fjós. En eftir því sem tæknin
eykst þá bæta menn bara meiru á
sig.
Nokkur sýnishorn
Þið eruð ekkert í sauðfjárbú-
skap?
- Það eru til nokkur sýnishom,
segir Ólafur og kímir. Nei, það
dæmi gengur ekki upp. Þetta er
Fjölskyldan í Geirakoti. Frá v. María Hauksdóttlr, Auðbjörg 5 ára, heimilishundurinn Sveppur, Kristján 3ja ára og Ólafur
Kristjánsson. Elsta dóttirin Sigurbjörg 13 ára var í skóla á Selfossi er okkur bar að garði. Mynd - eik.
miklu frekar þjóðhollusta en bú-
skapur að vera með rollur, auk
þess sem þetta hérað hentar ekki
vel fyrir sauðfé.
Það er stutt héðan á Sclfoss. Er
það kostur?
- Já vissulega, stutt að sækja
alla þjónustu. Það er samt ein-
kennilegt að þrátt fyrir nálægðina
við Selfoss hefur tekist hér í
Sandvíkurhreppi að halda vel í
horfinu. í Ölfusi hefur aftur á
móti hefðbundinn búskapur að
stórum hluta lagst niður. Menn
hafa farið út í loðdýrarækt, þöku-
sölu og hestamenn að sunnan
keypt upp sumar jarðimar.
Hvað er efst á baugi í landbún-
aðarpólitíkinni að ykkar mati?
- Andvaraleysi neytenda, svar-
ar Ólafur að bragði. Menn eru að
glopra niður neytendastyrk á
landbúnaðarvörur sem aftur
dregur úr neyslunni. Það ætti að
sjálfsögðu að vera baráttumál
verkalýðshreyfingarinnar að
tryggja fólki þessar nauðsynja-
vömr á lágu verði.
Og af því að þið voruð að sýna
fram á það í Þjóðviljanum á dög-
unum að nú vantaði um 1/4 af
mjólk í fernurnar vegna
kaupskerðingar þá er rétt að
benda á þá staðreynd að smásölu-
álagning á hvern líter er nú 2 kr.
Á vel reknu býli heldur bóndinn
eftir 6 kr. af hverjum líter þegar
dæmið er gert upp. Þetta þýðir
m.ö.o. að smásalinn sem seldi
alla mjólkurframleiðsluna mína á
sl. ári fékk fyrir það 230 þús. kr.
Það em heil árslaun.
Færri sætta sig
við kvótann
Nú búið þið við kvótakvcrfi í
framleiðslu. Hvað fáið þið að
senda frá ykkur mikið af mjólk á
ári?
- Okkar búmark er 722 ærgildi.
Þar af megum við framleiða 90%
af búmarki á fullu verði. Það þýð-
ir um 115 þús. 1. af mjólkáári. Ég
var einmitt að fá bakreikninginn
og hann er nokkurn veginn eins
og við áttum von á. Fórum aðeins
yfir markið.
Eruð þið sátt við þetta kerfi og
að þurfa að búa við það um ein-
hver ókomin ár?
- Ég á von á því að færri og
færri sætti sig við þennan lífsmáta
sem þessum búskaparháttum
fylgir, þ.e. mjólkurframleiðslu.
Ég á því ekki von á að hér verði
um eilífð offramleiðsla í landbún-
aði. Það hlýtur að fækka í
sveitunum.
Sérteiknað
íbúðarhús
Mig langar að minnast á þetta
skemmtilega hús ykkar. Það er
ekki víða í sveitum sem húsakost-
ur er jafnskemmtilegur og hér.
- Húsið er reist árið 1979, segir
María og lýsir fyrir okkur húsa-
kynnum. Við vorum þegar í upp-
hafi ákveðin í að leggja ákveðna
hluti til grundvallar. Við vildum
góðar bakdyr og stórt þvottahús,
rúmgott eldhús og fleiri svefnher-
bergi vegna sumarfólksins og
húsið átti að vera á tveimur hæð-
um. Hins vegar var lítið til þá af
teikningum sem hentaði hjá
byggingarstofnun landbúnaðar-
ins og við fengum því vin okkar
Pál Bjarnason sem var nýkominn
úr námi til að teikna húsið. Þetta
tókst allt mjög vel og við erum
mjög ánægð með árangurinn.
Hvernig er vinnudagurinn hjá
ykkur?
- Við förum á fætur kl. hálf átta
og erum í fjósinu fram undir há-
degi við að mjólka og gefa. Síðan
þurfum við að fara í fjósið aftur
kl. hálf sex og erum þar til hálf níu
um kvöldið.
Oft kalið
illa
Hvernig eru túnin?
- Það hefur aldrei legið klaki á í
vetur svo það ætti ekki að vera
hætta á kali. Það hefur oft kalið
illa hérna þegar þíðan hefur ekki
náð að klára.
Hvernig gekk með hey í fyrra?
- Mjög brösulega. Það bjar-
gaði að við byrjuðum gott um
Jónsmessuna á slættinum.
Og hvernig leggst þá sumarið í
ykkur eftir þennan góða vetur?
- Það þýðir ekki annað en að
vona það besta, segir María. - Ég
myndi segja að það væri
skynsamlegra að vona það
versta, bætir Ólafur við.
Við þökkum fýrir móttökur og
kaffið og röltum út í fjósið þar
sem kýmar bíða óþreyjufullar
eftir því að komast út í birtuna og
vorið. _ig.
Flmmtudagur 21. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9