Þjóðviljinn - 21.02.1985, Síða 21
Kýpur
Sameining í sjónmáli?
Sjaldan hefur jafn lítið borið á milli oddvita Kýpur-Grikkja og Kýpur- Tyrkja
og í viðrœðum sem slitnaði uppúr í Nýju-Jórvík fyrir skömmu
TURKCYPRIO T/SKT OMRÁDE
Nicosia^v (
' • Famagusta
Larnaca
Libaraön
Medelhavet
Israel
Limassol
Egypten
Jordan
Kýpurmálið skaust aftur
fram á forsíður blaða fyrir
skömmu vegna þess að
oddvitar Kýpurgrikkja og Kýp-
urtyrkja komust furðunálægt
samkomulagi um að stofna
einskonar sambandsríki á
eynni og binda þar með enda á
þá algjöru tvískiptingu sem
eyjaskeggjar hafa búið við frá
1974 og hefur gert mikinn
hluta þeirra að flóttamönnum í
eigin landi. Og sem fyrr tengist
Kýpurmálið mjög hagsmunum
Nató sem hefur miklar áhyggj-
ur af því að Kýpurmálið og
tyrkneskt hernám norðurhluta
eyjarinnar geri Grikki enn
óþægari í Nató en þeir annars
væru.
maður Kýpurtyrkja, sem eru 120
þúsundir, leit svo á að litið væri
eftir annað en undirrita
samkomulagið sem bindandi
samning.
í samkomulagsátt
Málsaðilar höfðu rætt um
möguleika á að sameina Kýpur
aftur í eitt sambandsríki tveggja
sjálfstjórnarhéraða, ríki sem
stæði utan hernaðarbandalaga.
Báðir höfðu slegið af fyrri kröf-
um sínum. Kyprianú hafði til
dæmis fallist á það að Tyrkir
fengju 30% þingsæta í neðri deild
og helming sæta í efri deild sam-
bandsþingsins enda þótt þeir séu
ekki nema 18% af öllum íbúum.
Tyrkir áttu einnig að fá þrjá ráð-
herra af tíu í stjórn landsins.
Kýpurtyrkir höfðu að sínu leyti
horfíð frá kröfunni um að forseti
landsins væri til skiptis Grikki
eða Tyrki og létu sér nægja vara-
forsetaembættið. Þeir höfðu og
fallist á að láta af hendi hluta þess
landssvæðis sem þeir nú ráða í
skjóli tyrkneskra hersveita - og
myndu þeir fá 29% af landinu en
ráða nú 38%.
Um langan aldur höfðu aðilar
ekki komist svo langt í átt til
samkomulags og ekki er ólíklegt
að þeir muni síðar meir semja á
þessum nótum.
Hagsmunir Nató
Nató hefur að sjálfsögðu síst
áhuga á að sessunautar í því
bandalagi, Grikkir og Tyrkir,
haldi áfram að velta þeirri púð-
urtunnu sem Kýpur er á milli sín
fyrir botni Miðjarðarhafs. Og
Bandaríkjamenn óttast það sér-
staklega að stjórn Papandreú láti
Kýpurmálið verða sér tilefni til
að gera alvöru úr því að loka
CYPERN
Syricn
Sameinuðu þjóðirnar og fram-
kvæmdastjóri þeirra, Perez de
Cuellar, hafa komið allmikið við
sögu þeirrar samningaviðleitni
sem nú hefur strandað í bili að
minnsta kosti. Það kom á daginn
að málsaðilar skildu það hver sín-
um skilningi sem áunnist hafði í
samkomulagsátt. Spyrios Kypri-
Kýpur hefur verið skipt í tvo hluta allt frá árinu 1974 er tyrkneskar hersveitir náðu
svæði frá gríska hlutanum og er landamæranna gætt af gæslusveitum Sameinuðu
anú oddviti Kýpurgrikkja, sem
eru um hálf miljón, taldi að samið
hefði verið um grundvöll frekari
samninga. Rauf Denktash, tals-
Kýpur
Kýpur hefur margoft í sög-
unni verið vettvangur styr-
jalda, enda er lega landsins
mikilvæg fyrir þá sem ráða
vilja austurhluta Miðjarðar-
hafs - hvort sem þeir eru Forn-
grikkir, Rómverjar, Krossfarar
eða þá Nató. Hér steig ástar-
gyðjan Afródíta upp úr hafi að
því er sögur herma, en sönnu
nær væri að kenna eyjuna við
stríðsguðinn.
Kýpur var bresk nýlenda en á
sjötta áratugnum áttu Bretar*í
höggi við skæruliða sem börðust
fyrir Enosis, sameiningu við
Grikkland. Það máttu Tyrkir
hinsvegar ekki heyra nefnt og
vildu þeir helst að landinu yrði
skipt.
Eyjan fékk sjálfstæði 1960 og
var þá sett stjórnarskrá sem átti»
að tryggja rétt beggja þjóða á
eynni. Forsetinn átti að vera
Grikki en varaforsetinn Tyrki, 15
af 50 þingmönnum áttu að vera
fulltrúar tyrkneska minnihlutans
og hann átti og að eiga þrjá ráð-
herra af tíu. í raun voru þeir
Kypiranú og Dehktash að koma
sér saman um margt úr gömlu
Samfelld
ófriðarsaga
stjórnarskránni í þeim viðræðum
sem frá segir annarsstaðar hér á
síðunni.
Bretar réðu miklu um þessa
stjórnarskrá - og komu því svo
fyrir í leiðinni að þeir fengju tvær
herstöðvar á eynni. Þær hafa þeir
enn.
En Tyrkjum þótti að þeir
mættu sín lítils í þessu kerfi og
hættu að mæta á þingi og á
stjórnarfundum í ársbyrjum 1964
en þá þegar höfðu brotist út al-
varleg átök milli þjóðarbrotanna.
Sameinuðu þjóðirnar sendu
friðargæslulið til eyjarinnar til að
skilja stríðandi aðila. Bardagar
blossuðu upp aftur 1967 og mun-
aði minnstu að til meiriháttar
styrjaldar kæmi.
Árið 1974 steyptu ofstækisfull-
ir Grikkir sem vildu sameinast
Grikklandi Makaríosi erkibisku-
pi og forseta landsins af stóli. En
hlutleysispólitík Makariosar var
h'tt að skapi þeim herforingjum
sem þá réðu í Aþenu. Uppúr
þessu valdaráni hófust átök milli
þjóðarbrotanna og Tyrkir sendu
her á vettvang og hernámu
norðurhluta landsins. Það var þá
að um þriðjungur landsmanna
varð flóttafólk í eigin landi.
áb - tók saman
nyðri hluta eyjarinnar á sitt vald. Hin svokallaða „græna lína“ aðskilur það
þjóðanna (merkt inn á kortið með strikalinu).
bandarískum herstöðvum á
Grikklandi.
Því er það haft fyrir satt að
Bandaríkjamenn hafi lagt mjög
að stjórn Tyrklands til að hún að
sínu leyti fái Denktash til að
semja við Kyprianú. Mögu-
leikarnir til þrýstings eru svo
sannarlega fyrir hendi: Tyrkland
borgar um 60% af útgjöldum
þessa Tyrkjalýðveldis sem Denk-
tash stofnaði á norðurhluta eyjar-
innar í hitteðfyrra. Og Banda-
ríkjamenn dæla að sínu leyti
miklu fé og vopnum í tyrkneska
herinn, sem er tiltölulega mjög
stór.
Óleystur vandi
Það eru einkum þrjú erfið mál
sem þeir Kyprianú og Denktash
áttu eftir að leysa.
í fyrsta lagi voru þeir ekki sam-
mála um það hvenær tyrkneska
herliðið í norðurhlutanum, um 24
þúsundir manna, verði á brott.
Grikkir vilja að þeir fari strax, en
Denktash vill að þeir séu áfram
um hríð sem trygging fyrir öryggi
Kýpurtyrkja.
I annan stað er spurt um það,
hvort landsmenn fái að setjast
þar að sem þeim sýnist - og þar
með hvort þeir sem flúðu
heimkynni sín 1974 geti flutt
heim til sín aftur og endurheimt
þær eigur sem þeir þá misstu. Hér
er spurt um hvorki meira né
minna en 190 þúsundir Kýpur-
grikkja og 60 þúsundir hinna
tyrknesku.
í þriðja lagi er spurt um það,
hvernig tryggja eigi framkvæmd
samkomulagsins um sameinað
Kýpur. Grikkir vilja að það sé á
vegum Sameinuðu þjóðanna. En
Denktash og hans menn vilja að
tiltekin ríki ábyrgist samkomu-
lagið og Tyrkland sé eitt þeirra.
áb tók saman.
:
Flmmtudagur 21. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21