Þjóðviljinn - 21.02.1985, Side 22
HEIMURINN
T Garðyrkja-
Æ Hafnarfjörður
Hafnarfjarðarbær óskar að ráða verkstjóra til að ann-
ast garðyrkju- og ræktunarstörf á vegum bæjarins. í
starfinu felst aðallega verkstjórn, umsjón með ræktun-
arverkefnum, vinnuskóla o.fl.. Á vetrum verður starfað
að hönnun og öðrum undirbúningi verka. Óskað er
eftir skrúðgarðyrkjumanni í starfið. Laun samkvæmt
kjarasamningum verkstjóra. Nánari upplýsingar veitir
bæjarverkfræðingur Strandgötu 6 á skrifstofutíma.
Umsóknum skal skilað á sama stað eigi síðar en 7.
mars nk..
Bæjarverkfræðingur.
SÖLUSKATTUR
Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuð 1985, hafi
hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern
byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin
20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars.
Fjármálaráðuneytið, 18. febrúar 1985.
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri
Staða yfirsjúkraþjálfara við endurhæfingadeild
sjúkrahússins er laus til umsóknar. Æskilegt er að
umsækjandi geti hafið störf 1. júní 1985. Upplýsingar
um starfið veitir Inger Eliasson, yfirsjúkraþjálfari í síma
96-22100. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf
sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins fyrir 15.
apríl 1985.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Atvinnurekendur
28 ára kona óskar eftir góðri framtíðarvinnu á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Margt kemur til greina, nema
verslunar- og/eðaframleiðslustörf. Upplýsingar í síma
28595 e.kl. 19 á kvöldin.
Aðalfundur
íþróttafélagsins Fylkis verður haldinn fimmtudaginn
28. febrúar nk. kl. 20.30 í félagsheimilinu við Fylkis-
veg.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. Stjórnin.
1X2 1X2 1X2
25. leikvika - ieikir 16. 02. 1985
Vinningsröð:
XXX-X12-212-2X2
1. VINNINGUR: 10 réttir, kr. 24.995.-
81 47319(4/9) 58470(4/9)
7295 57822(4/9) 63403(4/9)
8850 58450(4/9) 88136(6/9)
9388 58452(4/9) 94681(6/9)
95365(6/9)
56635(2/10,6/9)*
163083(3/10,1/9)
2. VINNINGUR: 9 réttir, kr. 1.089.-
145 9699 43899 58032 86246 94680 57461(2/9)♦
294 * 9725 44611 58324 87269+ 94984 57833(4/9)
835 12832 45162 58447 88096 95004 58581(2/9)
853 12954 45253 58448 88 361 95045 64758(2/9)♦
1037 13762 46068 58451 88371 95186+ 86796(2/9)+
3038 + 14083 47059+ 58453 88548+ 96775+ 88631(2/9)
3054 + 18610 47099+ 61465 88606 165676 95009(2/9)
4737 19299 49627 61576 88621 1171(3/9)+ 96815(2/9)♦
4783 19312 50031 63399+ 88848 37464(2/9)♦ 163082(2/9)
4881 35309 50408+ 63400+ 88905 38732(2/9)
5047 38078 52044+ 63629 89441 39860(2/9) Úr. 24. viku:
6195 40594+ 56737 63679+ 90419+ 40414(2/9)+ 90257
6397 41145 56752 64164 91800+ 44437(2/9)+ 90670
7063 42171 57826 64903 92352+ 48147(2/9)
7467 42203+ 57827 85030 92932 50874(2/9)
7887 42831+ 57828 86164+ 93322+ 55571(2/9)
Kærufrestur er til 11. mars 1985 kl. 12,00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar.
Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinn-
ingsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafn-
lausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýs-
ingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK
Margaret Joan Anstee, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ásamt aðstoðarmanni sínum á blaðamanna-
fundi nú í vikunni. (mynd: eik).
Próunarabstob
Léleg stjómun hefur
eyðilagt mörg góð mál
MargaretJoan Anstee stýrir stofnun sem bætirfyrir vanrækslusyndir
Sameinubu þjóbanna
Hér var stödd á dögunum
merkileg kona að nafni Marg-
aret Joan Anstee til viðræðna
við íslenska ráðamenn. Frú
Anstee er sú kona sem komist
hefur til einna mestra metorða
inna skrifstofubáknsins hjá
Sameinuðu þjóðunum. Hún
gegnir starfi aðstoðarfram-
kvæmdarstjóra og undir hana
heyrir deild sem fæst við
tæknisamvinnu og þróunar-
mál.
Erindi hennar hingað til lands
var að kynna sér aðstæður okkar
til að sinna þróunaraðstoð á sviði
jarðhita og vatnsaflsnýtingar.
Þar hafa íslendingar lagt fram
drjúgan skerf á undanförnum
áratugum og fór Anstee fögrum
orðum um það sem hún nefndi
brautryðjendastarf íslenskra vís-
indamanna. Nefndi hún þar eink-
um til starf Sveins S. Einarssonar
og fleiri jarðvísindamanna ís-
Ienskra í Mið-Ameríku.
Það sem Anstee vildi helst ná
fram hér á landi var að koma föst-
um samningum um að íslending-
ar sendi vísindamenn út um heim
og taki við tæknimönnum frá þró-
unarlöndunum til þjálfunar hér á
landi. Það síðarnefnda á sér þeg-
ar stað að vissu marki þar sem er
Jarðhitaskóli SÞ sem starfrækir
deild hér á landi. En sú stofnun
heyrir ekki undir deild Anstee.
Vasast
í ýmsu
Deild sú sem Anstee veitir
forstöðu hefur verið við lýði í
nokkra áratugi, eða allt frá stofn-
un SÞ fyrir 40 árum. Hluverk
hennar hefur þó verið nokkuð á
reiki, hún hefur vasast í ýmsu.
„Við tökum við ýmsu sem aðrar
stofnanir SÞ sinna ekki“. sagði
Anstee. „Það má segja að við
höfum verið í því að bæta fyrir
vanrækslusyndirsamtakanna. En
meginviðfangsefni okkar hefur
verið að styrkja innviði þeirra
þjóðfélaga sem við störfum í,
leggja grunninn að því að þar geti
framþróun átti sér stað. Við höf-
um aðstoðað stjórnir ýmissa
landa við að bæta stjórnun, gera
mannfjöldaspár o.þ.h.. Eitt
stærsta verkefni deildarinnar
undanfarin ár var að skipuleggja
manntal í Kína. Einnig höfum við
haft afskipti af félagsmálum og
landbúnaði.
Þróunin hefur orðið sú að
orku- og auðlindamál taka mest-
an hluta af okkar og peningum. Á
þessu fjárhagsári ráðum við yfir
liðlega 110 miljónum dollara og
af því fara um 40% til þessara
máiaflokka.
Á sviði orkumála einbeitum
við okkur að því að aðstoða ríki
sem ekki ráða yfir olíulindum við
að nýta aðra orkugjafa og þar er
jarðhitinn veigamestur. Við höf-
um ákveðið að verja 28 miljónum
dollara til þess að auka jarðhita-
nýtingu næstu þrjú árin.
Þegar þetta starf hófst fyrir
hartnær tuttugu árum voru ís-
lendingar ein af fáum þjóðum
Sveinn S. Einarsson er nýhættur
eftir 15 ára þróunarstörf að jarð-
hitavirkjunum I Mið-Ameríku.
sem réðu yfir umtalsverðri þekk-
ingu á nýtingu jarðhita. Þeir voru
brautryðjendur og Sameinuðu
þjóðirnar komu þekkingu þeirra
áleiðis til þeirra sem þurftu á
henni að halda. Það sem við vilj-
um fá hjá íslendingum er að þeir
sendi tæknimenn til þróunarland-
anna til að sinna þar skammtíma-
verkefnum og þjálfun innlendra
tæknimanna. Einnig viljum við
geta sent hingað tæknimenn í
þjálfun. Reynslan sýnir okkur að
útkoman verður best ef blandað
er saman á réttan hátt kennslu á
heimaslóðum og námsferðum.
Með því móti nýtist þekkingin
best og minnst hætta er á að þeir
sem þjálfun hljóta fjarlægist þann
veruleika sem ríkir í heima-
landinu."
Fjöður
í hatt
Á blaðamannafundi þar sem
Anstee sagði það sem hér er eftir
henni haft var hún spurð hver^
væru helstu vandamálin sem
deild hennari ætti við að eiga,
þ.e. að frátöldum eilífðarvandan-
um: peningum.
„Ég hef nú lært það á löngum
ferli mínum að það er hættulegt
að alhæfa. Vandamálin eru mjög
misjöfn eftir löndum. Þó get ég
sagt að mjög víða hefur léleg
stjórnun eyðilagt mörg góð mál.
Því hefur ekki verið sinnt nóg að
aðstoða þróunarlönd við að
koma á góðri stjórnun. Þetta er
skiljanlegt því stjórnun er mjög
erfitt og viðkvæmt svið og aðstoð
þar skilar ekki eins áþreifan-
legum árangri og margt annað,
td. hráefnaleit eða virkjanagerð.
En mér hefur sýnst að augu
manna séu að opnast fyrir þess-
um vanda.
Annar vandi er að fá sérhæft
fólk til starfa í þróunarlöndun-
um. Oft kemur það fyrir að við
höfum peningana en ekki þekk-
inguna til að vinna ákveðin verk.
Þetta á sér m.a. þá skýringu að
fólk vill síður rjúfa feril sinn í
heimalandinu með því að dvelja í
einhverju fjarlægu landi kannski í
nokkur ár. Að þessu leyti finnst
mér að til þurfi að koma hugar-
farsbreyting. Við þurfum að
koma því þannig fyrir að þróun-
arstarf verði fjöður í hatt vísinda-
manna, að það ýti frekar undir
framavonir þeirra en dragi úr
þeim að taka þátt í þróunar-
starfi", sagði Margaret Joan An-
stee.
-ÞH
22 SÍOA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 21. febrúar 1985