Þjóðviljinn - 27.02.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 27.02.1985, Síða 2
FRETTIR Kísilgúrnám: Leyfið stenst ekki „Við teljum að Náttúruvernd- arráði beri meira hlutverk en það eitt að vera umsagnaraðili um námaleyfi í Mývatni. 3. grein verndunarlaganna frá 1974 kveð- ur mjög skýrt á um hlutverk Nátt- úruverndarráðs varðandi breyt- ingar á þessu svæði og við teljum okkur skylt að framfylgja þeim lögum“, sagði Eyþór Einarsson formaður ráðsins á fréttamanna- fundi s.l. þriðjudag. Á fundinum geröu Eyþór Ein- arsson, Elín Pálmadóttir, vara- formaður ráðsins, og dr. Jón Gunnar Ottósson, varaformaður Rannsóknastöðvarinnar við Mý- vatn, grein fyrir þeim ágreiningi sem risinn er milli Náttúruvernd- arráðs og iðnaðarráðherra vegna námaleyfis til Kísiliðjunnar. Náttúruverndarráð telur að leyfi ráðherra standist ekki samkvæmt verndunarlögunum og vísar m.a. til greinargerðar Gauks Jörunds- sonar prófessors, þar sem sérstök lög um verndun svæðisins eru tal- in taka af öll tvímæli um vald Náttúruverndarráðs á svæðinu. Bentu ráðsmenn á að engin und- anþága er í lögunum varðandi Kísiliðjuna, eins og t.d. varðandi búskap og byggingar á skipu- lögðum svæðum, en þegar lögin voru sett hafði Kísiliðjan starfað í 10 ár. Náttúruverndarráð hefur nú leitað aðstoðar menntamála- ráðuneytisins til að fá fram breytingar á námaleyfinu. En hvað er það sem Náttúru- verndarráð gerir athugasemdir við í leyfinu? Fyrst og fremst lengd leyfistímans, og það að kís- ilgúrnáminu eru engin takmörk sett fram til 2001. Einnig telur ráðið að endurskoðunarákvæð varðandi lífríkið séu of veik o; reyndar opin til hártogunar. „Það er ekki forsvaranlegt að setja engin takmörk á það hvar og hversu mikinn kísilgúr má taka af botni Mývatns", sagði Jón Gunnar Ottósson m.a.. „Miðað við núverandi vitn- eskju teljum við aðeins óhæf'. að dæla á ákveðnum svæðum á Ytri- flóa, sem ekki munu endast lengur en í 7 ár. Tillaga ráðsins um leyfi til 1991 miðast við að nauðsynlegum rannsóknum verði lokið 1988 og þá gefist tími til endurmats". „Þó núverandi iðnaðarráð- herra túlki þetta opna leyfi sem bann við efnistöku úr Syðriflóa, þá er enginn stafur fyrir þeirri túlkun í leyfinu sjálfu", sagði Eyþór Einarsson. „Hver veit hvernig síðari tíma ráðherrar kunna að túlka þetta.“ Varðandi endurskoðunará- kvæðin bentu ráðsmenn á að þar væri aðeins fjallað um skaðsemi á lífríkið við Mývatn, ekki í vatninu sjálfu eða á því. „Þetta er opið til hártogunar", sagði Eyþór, „og mjög óeðlilegt að skaðsemi verði að sannast áður en kemur til afturköllunar á leyfinu. Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofaní“. Á fundinum lögðu ráðsmenn áherslu á að Náttúruverndarráð hefði ekki krafist lokunar Kísil- iðjunnar. „Kísilgúrinn á botni Mývatns endist ekki til eilífðar“, og þar með mun Kísiliðjan ekki starfa til eilífiðar, sagði Eyþór Einarsson. „Við vitum ekki nóg um það ennþá hversu langt má ganga varðandi lífríkið en höfum ýmsra vísbendingar um að nauðsynlegt sé að fara varlega“. Dr. Jón Gunnar Ottósson, varaformaöur Rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, skýrir kort af botni Vtriflóa. Innan þríhyrn ingsins telur Náttúruverndarráð óhaétt að taka kísilgúr næstu 7 árin. Frekari vinnsla verði að ákvarðast af niðurstööum rannsókna sem Ijúki 1988. Háskólatónleikar Mozart í Noiræna Háskólatónleikar eru að vanda í dag, miðvikudag. Þessir tón- leikar eru haldnir í Norræna hús- / inu í hádeginu hvern miðvikudag, hefjast kl. 12.30 og standa í uþb. hálftíma. Hugmyndin með þess- um tónleikum er sú að fólk geti sleppt hádegisverðinum einn dag í viku og notið tónlistar í staðinn. Að þessu sinni verður fluttur kvintett fyrir óbó og strengjasveit í c-moll, K. 406, eftir Wolfgang j Amadeus Mozart. Flytjendur eru Ðaði Kolbeinsson, óbó, Júlíana Kjartansdóttir, fiðla, Helga Þór- arinsdóttir, víóla, Sesselja Har- aldsdóttir, víóla, og Carmel Rus- sill, selló. - ÞH Verkalýðsmálaráð AB Fræðslu- fundur I kvöld miðvikudagskvöld kl. 20.30, er fyrsti fræðslufundur Verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins, sem boðað hefur fundaherferð á næstunni um verkalýðsmál. Á fundinum í kvöld munu þau Gylfi Páll Hersir og Sigurlaug Gunnlaugsdóttir ræða um vinnu- verndarmál, öryggi og hollustu- hætti á vinnustöðum. Þau munu kynna niðurstöður nýlegrar könnunar á aðbúnaði og heilsu- fari fiskverkunarfólks og verka- fólks í fata- og vefjariðnaði. 2 SfÐA - ÞJÖÐVIUINN Styrktarfélag vangefinna Húsin í Víðihlíð verða heimili 22. febrúar tók Styrktarfé- lag vangeflnna formlega í notkun sambýli og skamm- tímaheimili í Víðihlíð 9-11 og nýtt húsnæði fyrir vinnustof- una Ás að Brautarholti 6. Fyrsta skóflustungan var tekin 23. mars 1983 í tengslum við 25 ára afmæli Styrktarfé- lags vangefinna. Heildar- kostnaður við bygginguna er í dag 11,5 miljónir. Borgin af- henti félaginu 1,5 miljónir og gaf eftir gatnagerðargjöld, um 500 þúsund. Framkvæmda- sjóður fatlaðra lagði fram 4 miljónir en Styrktarfélag van- gefinna kostaði framkvæmd að öðru leyti. Tvö húsanna eru nú fullfrágengin og stefnt að því að ljúka hinum tveimur á þessu ári. Vinnustofan Ás sem áður var rekin í bráða- Við formlega opnun glæsilegu heimilanna að Víöihlíð. Frá vinstri: Tómas Sturlaugsson framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna, Davíð Kr. Jensson varaformaður félagsins, Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, Sólveig Theódórsdóttir forstöðumaöur heimil- anna, Magnús Kristinsson formaður Styrktarfélags vangefinna og Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. birgðahúsnæði þjálfunar- heimilisins Lækjaráss er nú flutt í Brautarholt 6. Festi fé- iagið kaup á húsnæðinu í júní sl. og er kostnaður við kaupin rúmar 5 miljónir. Starfsemi vinnustofunnar hófst 12. dés- ember sl. Forstöðumaður nýju heimilanna er Sólveig Theódórsdóttir þroskaþjálfi en Hafliði Hjartarson er fram- kvæmdastjóri Áss. - aró Það er dýrt drottins orðið. Guömundur Haglín látinn Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur er látinn. Guðmund- ur var mikilvirkur rithöfundur og liggur eftir hann mikill fjöldi skáldsagna og ritverka, þar sem gjarnan gætir áhrifa frá heimasl- óðum hans á Vestfjörðum. Guðmundur var ættaður frá Lokinhömrum í Arnarfirði og var 86 ára er hann lést. Hann gegndi trúnaðarstörfum í samtökum rit- höfunda og tók einnig virkan þátt í störfum Alþýðuflokksins. Guð- mundur var heiðursfélagi Al- þýðusambands Vestfjarða, Fé- lags íslenskra rithöfunda og Rit- höfundasambands fslands. Eftir- lifandi kona Guðmundar er Unn- ur Aradóttir Hagalín. Kennarar í áttina Á samningafundi í gær lýsti samninganefnd ríkisins því enn yfir að hún hafnaði kaupkröfum HÍK. Hinsvegar kvaðst hún að sögn Indriða Þorlákssonar „tilbú- in að taka sérstakt tillit til sér- stöðu kennara“. Enn er óljóst hvort munnlegar viljayfirlýsingar samningamanna rikisins duga kennurum til að draga uppsagnir sínar til baka. Þegar aðilar hittast aftur á morgun verða samninganefndar- menn ríkisins að sögn Kristjáns Thorlaciusar formanns HÍK beðnir um að „tala skýrar“ og helst í tölum. Stjórn HIK hefur ákveðið að boða alla þá kennara sem sagt hafa upp til fundar ann- að kvöld og verður þar tekin ákvörðun um hvort kennarar hætta störfum á föstudag. Kristján kvaðst túlka yfirlýs- ingar ríkismanna þannig að þeir ætluðu að semja betur við kenn- ara en aðra hópa innan BHM. — Þetta er auðvitað í áttina, sagði formaður HÍK, „jákvætt frekar en neikvætt. Hvort menn sætta sig við þessa véfrétt, það á eftir að koma í ljós“. m

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.