Þjóðviljinn - 27.02.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 27.02.1985, Side 4
LEIÐARI Ríkisstjóm lokar skólum Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur ekki sést fyrir þegar hún ákvaö aö keyra niöur kaupiö í landinu. Hvað eftir annaö stendur hún ráðþrota frammi fyrir kaupkröfum launafólks og veit ekkert hvernig á að snúa af braut hinna lágu launa. Hún hefur meira að segja ekki áhuga á aö snúa af þeirri óheillabraut. Þess vegna verö- ur hún líka að þola hvern ósigurinn á fætur öðrum, þess vegna hefur hún líka misst tiltrú almennings í landinu. Nú hefur ríkisstjórnin mánuöum saman staö- iö frammi fyrir þeirri staðreynd, aö hundruð kennara í framhaldsskólum leggja niður vinnu 1. mars ef ríkisstjórnin aöhefst ekkert í launa- málum þeirra. Allan þann tíma hefur ríkisstjórn- in öll verið aögeröarlaus í málinu. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráöherra hefur hyllst til þess aö senda aðstoðarkokka sína í umræöu á opinberum vettvangi til aö verja þessa nýju menntamálastefnu, - en þegar best lætur vísar hún á Albert Guðmundsson fjármálaráöherra. Auðvitaö er ríkisstjórnin öll ábyrg vegna þessa máls - og hún verður öll aö gjalda fyrir þá stefnu þegar þar aö kemur. Nú dregur óöum aö því aö kennararnir gangi út úr skólunum, - en engin merki sjást um aö ríkisstjórnin sé aö átta sig á því hvaö er aö gerast. Fullyrða má, aö kennararnir njóta víötæks stuðnings útí þjóöfélaginu. Sl. laugardag komu forystumenn nemendafélaga menntaskólanna saman og ákváðu að hrinda af stað undirskrifta- söfnun. í undirrituöu skjali nemendanna í mennta- og fjölbrautaskólunum kemur fram full- ur stuöningur viö kröfur kennaranna og því lýst yfir aö nemendur muni ekki mæta í tíma hjá þeim sem hugsanlega myndu ganga í störf þeirra sem sagt hafa upp. Þaö er athyglisvert, aö í þeim tveim kjaradeil- um sem hæst ber um þessar mundir, hjá sjó- mönnum og kennurum, eru kaupkröfurnar mjög svipaðar eöa uppá um 35 þúsund króna mán- aðarlaun. Þaö er nefnilega um þaö aö ræöa aö launafólk vill fá nægilega há laun til að geta lifaö af þeim. Þetta veröur stjórnvöldum aö skiljast. Nemendur menntaskóla og fjölbrautaskóla sjá nú fram á aö skólahald leggist aö meira og minna leyti niöur, mjakist ríkisstjórnin ekkert í átinnatil kennara. Foreldrar hafa miklar áhyggj- ur af framhaldi þessa máls. (kjölfar umræöunn- ar um menntamál hafa komið fram kolsvartar hugmyndir um markaðsetningu skólamálanna úr flokki menntamálaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur. Nemendur fordæma ríkisstjórnina og krefjast þess aö gengið veröi aö kröfum kennara, þaö gera einnig flestir foreldrar, þaö gerir nánast þjóöin ÖII. En ríkisstjórnin sem lokar skólunum í eigin landi á ekki nema eitt skiliö. Hún veröur aö fara frá. Astir Davíðs Oddssonar Besti vinur Þorsteins Pálssonar frá blautu barnsbeini að eigin sögn, Davíð Oddsson borg- arstjóri í Reykjavík, hefur lýst því yfir aö hann hefði ekki setiö utan ríkisstjórnar heföi hann veriö í sporum Þorsteins. Davíö er eins og allir aörir en ráðherrarnir í ríkisstjórninni þeirrar skoöunar, að ríkisstjórnin sé búin að vera. Með yfirlýsingum sínum hefur borgarstjórinn í Reykjavík still sér til hliðar viö ráðherraklíkuna í Sjálfstæðisflokknum, og flokksforystuna nýju. Um leið er hann að gefa til kynna aö hann sé reiðubúinn til formennsku og þingmennsku í Reykjavík nær kalliö kemur. Nú gætu yfirlýsingar borgarstjórans gefiö vís- bendingu um átök á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins og aö kóngurinn í Reykjavík hyggist fá krýningu þar. En hitt er líklegra aö borgarstjó- rann hafi munað í sviðsljósiö - og þá ekki látið sig muna um að lítillækka sinn besta vin, Þor- stein Pálsson. Vináttuyfirlýsing Davíðs í garö Þorsteins minnir mjög á hliðstæða yfirlýsingu Kjartans Jóhannssonar í þann mund sem hann var aö steypa Benedikt Gröndal úr formannss- tól í Alþýöuflokknum: „Mér þykir afskaplega vænt um hann“. -óg KUPPT OGSKORID Það stóð víst í NT í fyrradag, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í út- varpsráði hefðu haft áhyggjur af myndinni „Blessuð bomban“ sem sýnd var í sjónvarpinu á mánudagskvöld. f>eim mun hafa þótt nafnið vísa til varasamra fyrirbæra eins og friðarumræðu og einhvers þaðan af verra. En myndin er einkar haganlega sett saman úrýmsum filmum sem lýsa því, hvernig kjarnorkusprengjan og sá háski sem af henni stafar var matreiddur fyrir Bandaríkja- menn, allt frá þvf að fyrsta sprengjan féll á Hiroshima fyrir fjörtíu áruni og fram á daga þeirra Krúsj >fs og Eisenhowers undir lok sj< tta áratugarins. Lævísi Reynda1 var þetta einkar fróðlegnv ídoghrollvekjaásinn hátt. Ekk vegna þess að í henni færi mikid fyrir myndum af fórn- arlömbum atómdauðans, þótt þær væru einnig með. Heldur vegna þess hve rækilega hún minnir á það, hve öflugum áróðri var í þá daga beint að því að gera sem minnst úr atómháskanum. Vitanlega er kjarnorkusprengjan hættuleg, sagði á einum stað, en það eru bara svo margir sem fást svið háskalega hluti. Slökkiviliðs- menn til dæmis (mýnd af þeim að störfum). Háskinn bíður alls staðar (mynd af feitum manni í baði sem lætur sápustykki á hálu gólfinu verða sér að fótakefli). * Og til að betur kæmi fram lævísin í áróðri af þessu tagi var skotið inn brotum úr söngvum tímans þar sem atómbomban hefur gengið inn í myndmál tímans eins og hvert annað saklaust áhers- luorð. Hún fann sér meira að segja stað í sálmum sértrúar- flokka: Jesú slær niður í mig eins og atómbombu.... Það var svo dapurlegt og þung- bært .eftir öll þessi ár, að sjá og heyra hvernig sjóliðsforingjar með guðsorð á vör fen'gu sárasak- lausa íbúa Bikinieyjaklasans til að yfirgefa heimili sín og sigla út í buskann syngjandi „You are my sunshine“. Síðan hefur mikið geislavirkt regn fallið og líkast til eru flestir löngu búnir að gleyma þessum fláttskap. Og fólk þetta hefur ekki getað snúið heim til sín enn þann dag í dag, ef ég man rétt. Ofstopi kalda stríðsins Kalda stríðið var þarna einnig mætt með öllum sínum ofstopa. Ekki bara njósnahræðslan með þeirri móðursýki sem sendi Rosenberg-hjónin í rafmagns- stólinn og reyndi að gera hvern þann mann að landráðmanni sem var reiðubúinn til að skrifa upp á áskorun um að kjarnorkuvopn- um yrði útrýmt. Það var ekki síður merkilegt, óhugnanlega merkilegt, að sjá það rifjað upp, hve ófeimnir margir bandarískir áhrifamenn voru í þann tíma við að hóta kjarnorkusprengjum, hvetja til þess að þær yrðu notað- ar, og það sem fyrst. Undarlegur tími kalda stríðið og minnir því miður helst til mikið á þau misseri sem við nú lifum. Sá er þó munur á að al- menningur er allmiklu betur að sér en áður um kjarnorkuvána, ekki eins ginnkeyptur fyrir ódýr- um áróðursbrellum og fyrir 30-40 árum. Og er ekki síst fyrir að þakka starfi öflugra friðarhreyf- inga. En því miður: þótt upplýs- ingar um þessi mál séu aðgengi- legri og áreiðanlegri en áður fyrr, þá er sjálfur kjamorkuháskinn ekki minni og viðleitni ráða- manna til að stýra túlkun mála sér í hag er vitanlega sú sama og fyrr. Pað sem að okkur soýr Það sem nú síðast var nefnt ættu íslendingar að hafa sérstak- lega í huga. Fyrr og síðar hefur sú viðleitni að skrúfa okkur fasta í hernaðarmaskínu verið tengd á- róðursbrellum, sem eru eðlis- skyldar þeim sem sáustu í mynd- inni um Bombuna sælu. Hver áfangi í þeirri þróun var tekinn undir því yfirskini að um einskon- ar bráðabirgðaástand væri að ræða vegna ófriðar eða yfirvof- andi ófriðarháska. Síðan er smám saman unnið að því að gera að engu muninn á friðartímum og ófriðartímum í vitund manna til þess að „bráðabirgðaástand" geti orðið óbreytanlegt ástand svo lengi sem herstjórum sýnist. Hringsól í eyðimörk Þessi leikur, að gera sem minnst úr háska, er um þessar mundir iðkaður af vandræðalegri jafnvægiskúnst í sambandi við fréttir af áætlununum um að flytja hingað kjarnorkudjúp- sprengjur. Tökum til dæmis svör Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra um það mál hér á leiðaropnu blaðsins um helgina. Fyrst segir hann: „Hins vegar tel ég það meginat- riðið, að því var lofað að kjarn- orkuvopn yrðu ekkiflutt til lands- ins án samþykkis íslenskra stjórnvalda“. Semsagt: þetta er smámál - við höfum þetta í hendi okkar, treystið á skapstyrk minn og Geirs og allra okkar eftirkom- enda. En í næstu andrá er Steingrímur spurður hvort til slíks „samráðs" muni í raun og veru koma í tvísýnu ástandi. For- sætisráðherra svarar: „Þetta er fyrir mér fjarlœgur möguleiki og ég er þeirrar trúar að komi til slíks verði enginn spurð- ur“. Hvernig á að skilja svona eyðimerkurhringsól? Það verður ekki betur séð en forsætisráð- herra segi sem svo: Háskinn er ekki eins mikill og menn halda, því að við höfum neitunarvald. Og bæti svo við: hitt er svo annað mál að það ætlar enginn að gefa íslendingum kost að á beita þessu neitunarvaldi. íslenskir ráðamenn eru ber- sýnilega búnir að bæta við snjall- yrði í hið orvellska orðasafn: Neitunarvald er þegjandi sam- þykki. -ÁB DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oskar Guðmundsson. Frótta8tjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Fröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsinga8tjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslu8tjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. ; Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ; Miðvikudagur 27. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.