Þjóðviljinn - 27.02.1985, Síða 5

Þjóðviljinn - 27.02.1985, Síða 5
Sveinborgin, GK 70, nýlegur togari í eigu ísstöövarinnar í Garði liggur nú bundinn við bryggju í Njarðvíkum og er til sölu. Sveinborgin er þriðji togarinn sem ísstöðin selur úr byggðarlaginu. Ljósm. E.OI. Unnið að því að steypa undirstöður annars olíugeymsins i Helguvík. Áætlað er að oliugeymarnir muni kosta 4,9 miljarða króna og að höfnin kosti um 2 miljarða. Ljósm. E.ÓI. Suðurnesiamenn „Fast þeir sóttu sjóinn...“ Nú erþeim œtlað að róa íHelguvíkina og hernaðarframkvœmdirnar á Keflavíkurflugvelli Á síðustu tveim árum hafa ver- ið seid skip frá Suðurnesjum sem samsvara 9000 tonna aflakvóta. Enn er verið að selja skip úr byggðarlaginu, því togarinn Sveinborg, GK 70 er nú til sölu. Togarinn er í eigu ísstöðvarinnar í Garði, sem eitt sinn var grósku- mikið útgerðar- og fískvinnslu- fyrirtæki, en rekstri þess er nú að hætta. Sveinborgin er þriðji tog- arinn sem ísstöðin selur, hinir togararnir voru Erlingur og Ing- óifur. „Það er eins og þau sjónarmið ráði, að við eigum að byggj af- komu okkar á Kananum hér á Suðurnesjum", sagði Grétar Mar, útgerðarmaður í Sandgerði í samtali við Þjóðviljann í gær. Það er heldur ekki neinum blöðum um það að flétta, hvar gróskuna í atvinnulífinu er að finna á Suðurnesjum um þessar mundir, því bæði í Helguvík og á Keflavíkurflugvelli standa nú yfir gífurlegar framkvæmdir og mannvirkjagerð. í olíubirgða- stöðinni, sem bandaríkjaher er Framhald á bls. 6. Suðurnes Slagunnn er við bankakerfið segir Guðmundur Ingvarsson hjá Garðaskaga í Garðinum Við útvegsmenn hér á Suður- nesjum stöndum í svokölluðum bankaslag, og það er fyrst og fremst ástæða þess að menn hafa verið að selja héðan skip og loka fyrirtækjum, sagði Guðmundur Ingvarsson hjá útgerðar- og físk- vinnslufyrirtækinu Garðskaga í Garði í samtali við Þjóðviljann í fyrradag. Þau fyrirtæki í Garðinum sem nú hafa hætt eða eru að hætta eru ísstöðin og Fiskverkun Guðbergs Ingólfssonar, en ísstöðin hefur verið rekin af sonum Guðbergs. Síðasti togari ísstöðvarinnar, Sveinborg GK, liggur nú bundinn við bryggju í Njarðvíkum og er kominn á söluskrá. Þessi tvö fyr- irtæki hafa verið með 150-200 manns í vinnu þegar mest hefur verið. Guðmundur Ingvarsson sagði að útvegsmenn í Garðinum hefðu verið í viðskiptum hjá Útvegs- bankanum þar til að bankinn sagði viðskiptunum upp í fyrra- sumar. Bankinn gaf þá skýringu að þar sem Sparisjóði Keflavíkur hefði veri veitt leyfi til að stofna útibú í Garðinum, þá bæri honum einnig að taka við útgerðinni. Það virðist stefna Útvegsbankans að draga úr þjónustunni við sjáv- arútveginn, sagði Guðmundur, og hafa hliðstæðir atburðir gerst á Seyðisfirði, Grundarfirði og Akranesi. Sparisjóðurinn hérna hefur hins vegar tjáð okkur að vegna núverandi stöðu sinnar treysti hann sér ekki til að taka að sér svo fjármagnsfrek viðskipti sem útgerð og fiskvinnsla er. Þetta er höfuðástæðan fyrir því að menn hafa verið að hætta út- gerð hér. Þessi mál eru búin að vera í umfjöllun í viðkomandi bönkum, sparisjóðum, sveitarstjórnum, hjá þingmönnum og hjá bankam- álaráðherranum, sagði Guð- mundur. Ég er að vona að þetta leysist fljótlega, því ef svo verður ekki munum við neyðast til að selja okkar togara líka. Útgerðarfyrirtækið Garðskagi gerir út tvö skip, togarann Gaut Guðmundur Ingvarsson í vinnslusalnum hjá Garðskaga: milliliðirnir og myndbandaleigurnar blómstra í Reykjavík á meðan frumframleiðslan er höfð í fjársvelti og þvinguð til að vinna á óhagkvæman markað. GK 224 og Happasæl GK 225, sem er 250 tonna bátur, og landa skipin í Sandgerði. Hjá fyrirtæk- inu eru nú um 75 manns á launa- skrá á sjó og í landi, en verður mest um 110 manns á sumrin. Togarinn er nú í vélaskiptum og klössun eftir bilanir og kemst ekki í gagnið fyrr en í aprfl. Guð- mundur sagði að þeir myndu ekki selja togarann fyrr en í síðustu lög. Guðmundur sagði að fjár- magnsskorturinn hefði gert það að verkum að þeir hefðu verið að fiska í gáma og ódýrar pakkning- ar á Bretlandsmarkað að undan- förnu, þar sem það gæfi skjót- fengnari pening. Þetta væri hins vegar glórulaus vitleysa þegar hægt væri aðvinna sama fisk í dýr- ari pakkningar á dollaramarkaði. Það er bankakerfið sem stýrir þessu, en þeir fá verðminni gjald- eyrir til að braska með fyrir vikið. Það virðist hins vegar vera hag- stæðara fyrir bankana að lána í áhættuminni þjónustu- og milli- liði en í útgerðina, sagði Guð- mundur að lokum. Ég tók eftir því í fréttunum um daginn að það eru 50 videóleigur í Reykjavík og 15 í Hafnarfirði. Það vinna sjálfsagt 2-3 á hverri vídeóleigu og þetta virðist ábatasöm útgerð. En þeir geta ekki flutt inn eins mikið af myndböndum og mynd- bandatækjum ef þeir þvinga okk- ur til að selja skipin og verka fisk á óhagkvæma markaði, sagði Guðmundur hjá Garðskaga að lokum. -ólg. Miövikudagur 27. febrúar 1985 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.