Þjóðviljinn - 27.02.1985, Side 7
Leiklist
Galdranótt
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í sam-
vinnu við Nemendaleikhúsið
Draum á Jónsmessunótt
eftir William Shakespeare
Leikstjóri: Stefán Baldursson
Leikmynd: Grétar Reynisson
Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson
Af öllum verkum skáldjöfurs-
ins frá Stratford er Draumur á
Jónsmessunótt kannski það sem
býr yfir mestum töfrum og
þokka. Þar fer saman tærasta
ljóðræna, lausbeislaðasta ímynd-
unarafl og ærslafengnasta skop.
Verkið spannar vítt svið, það lýs-
ir fjórum heimum: heimi yfir-
stéttar, álfa, elskenda og hand-
verksmanna, sem allir sameinast
á einni töfraslunginni Jónsmessu-
nótt undir formerkjum ástar,
galdurs og ímyndunarafls.
Að mínu viti er grunntónn
verksins óður til ímyndunar-
aflsins, til hugarflugsins. Þesevs
Aþenuhertogi segir í alkunnri
ræðu, sem skoða má sem eins-
konar stefnuræðu verksins, að
vitfirringar, elskendur og skáld
séu gerð af eintómri ímyndun.
Þannig eru ástin og skáldskapur-
inn sprottin af sama skapandi í-
myndunaraflinu, sem einnig get-
ur leitt menn til sturlunar. Og
vissulega eru ýmsir skammt frá
sturlun þegar líður á þessa
galdranótt, þegar sá ágæti vefari
Spóli er orðinn að asna, þegar
álfadrottningin Títanía hefur fest
ást á þessum sama asna, þegar
Lísander og Demetríus berjast
um ástir Helenu, þeirrar konu
sem þeir áður höfðu í engu virt,
en hafna algerlega Hermíu, sem
þeir höfðu báðir þotið útí skóg til
að elta. Hér kemur til sögunnar
galdur þess jurtasafa sem Bokki
smyr á augnlok þeirra og villir
þeim sýn, eða réttara sagt örvar
ímvndunarafl þeirra.
í uppfærslu Stefáns Baldurs-
sérstökum ágætum. Grétar
Reynisson hefur gætt allt leikhús-
ið ævintýrablæ með því að tjalda
salinn og koma fyrir trjáhríslum
við bekkjarenda, þannig að
áhorfendur eru einnig staddir
inni í þessum kynjaskógi verks-
ins, sem svo heldur áfram uppi á
sviði, einföld en litrík leikmynd,
þar sem í þungamiðju er mikið
tré sem skagar langt fram í sal.
Leikmyndin er ennfremur lýst af
sérstökum ágætum og ljóshrif
prýðilega notuð til að undirstrika
galdurinn í þessum skógi, t.d.
hinn rauði bjarmi sem birtist þeg-
ar persónurnar kenna töfraáhrifa ;
jurtasafans góða. :
Staðsetning verksins í rúmi og ,
tíma er frá upphafi mjög óljós.
Það á að nafninu til að gerast í
Aþenu, en svo eru allt í einu
komnir mjög enskættaðir álfar og
handverksmenn út í enskan skóg.
í sviðsetningu Stefáns verður
þessi staðsetning algerlega óræð
og er það undirstrikað með leik-
mynd og búningum. Búningarnir
eru algerlega tímalausir, en
undirstrika prýðilega eðli og hlut-
verk hverrar persónu fyrir sig og
eru skemmtilega í takt við
allranýjustu öfgatísku í fatnaði.
Þetta er áreiðanlega besta að-
ferðin til að tengja verkið við
okkar tíma, að gefa umgerðinni
nútímalegan stíl, sem einnig
kemur fram í nýexpressionískum
stíl leikmyndarinnar.
Annars einkennist sviðsetning
Stefáns af því að hann hefur lagt
mikla rækt við hinn sjónræna
þátt, án þess það komi á nokkurn
hátt niður á textanum, sem al-
mennt kemst mjög vel til skila, og
njóta sín vel bestu kostir hins
vandaða texta Helga Hálfdanar-
sonar, sem eru nákvæmni, skýr-
leiki og gott skopskyn. Framsögn
var yfirleitt skýr, en nokkuð gætti
þess að íslenskir leikarar eru ekki
Handverksmannaleikflokkurinn flytur leikrit sitt í brúðkaupi hertogans. (Gísli
Halldórsson, Kjartan Ragnarsson, Einar Jón Briem, Jón Sigurbjörnsson, Karl
Guðmundsson og Guðmundur Pálsson).
sonar á þessu ágæta verki í Iðnó
er megináhersla lögð á þennan
kjarna verksins, að koma til skila
þeim galdri ímyndunaraflsins
sem gerir það að verkum að
„elskhuginn sér í ásýnd flökku-
stelpu, Helenu, fegurð“. Með
góðri samstillingu allra krafta og
meðala hefur þetta tekist mjög
vel, og hygg ég að aldrei hafi al-
innlend Sakespearesýning tekist
betur.
Umgerð sýningarinnar er með
aldir upp við bundið mál á
leiksviði og skorti nokkuð á sam-
ræmi í flutningi textans.
Leikfélag Reykjavíkur hefði
eflaust aldrei treyst sér til að ráð-
ast í þessa mannmörgu sýningu
án liðsinnis fjórðaársnema Leik-
listarskólans. Þessi hópur ungra
leikaraefna er ekki aðeins ódýrt
vinnuafl, heldur einnig stælt og
frísklegt lið sem gefur sýningunni
alveg sérstakan blæ æskuljóma
og krafts. Elskendurnir ungu
Ungu mennirnir Lísander og Demetríus rífast um stúlkurnar. Á milli þeirra er Hermía. (Þröstur Leó Gunnarsson, Jakob
Þór Einarsson og Kolbrún Erna Pétursdóttir).
hafa til að bera alveg ósvikinn
ungæðishátt og líkamlega
snerpu; þeir Þröstur Gunnarsson
og Jakob Þór Einarsson hafa al-
gert jafnræði (og reyndar undir-
strikað hve líkir þeir eru, sem er í
fyllsta samræmi við textann), en
Kolbrún Pétursdóttir og Rósa
Þórsdóttir eru alveg mátulega ó-
líkar sem Hermía og Helena -
Kolbrún lágvaxin og skapheit,
Rósa hávaxin og mildari. En að
öðrum ólöstuðum verður Þór
Tulinius að teljast stjarna sýning-
arinnar f hlutverki hrekkjalóms-
ins Bokka. Þór hefur afar stæltan
og vel þjálfaðan skrokk sem hann
beitir af kunnáttusemi og gerir
Bokka að hálfgerðu náttúruafli,
uppfullan af krafti og kæti, alltaf
á fleygiferð, stundum uppi í tré,
stundum á haus, oft kemur hann
rennblautur inn af ferð um
heimshöfin. Efirminnilegur sigur
fyrir þennan unga leikara.
Eldri leikararnir eiga líka góð-
an dag, þó að ungmennin skyggi
að vissu leyti á þá. Þar er fremst-
an að telja Gísla Halldórsson sem
leikur hið mjög svo skemmtilega
hlutverk Spóla vefara, en það er
hann sem leikur Píramus í
skopharmleiknum og gerist elsk-
hugi álfadrottningarinnar eftir að
Bokki hefur sett á hann asna-
haus. Túlkun Gísla var frábær,
full af nærfærnu og nákvæmu
skopi, alveg laus við grófléik og
öfgar. Aðaleinkenni Spóla er
endalaust sjálfstraust hans og því
kom Gísli til skila, alveg hávaða-
laust og án belgings, en sýndi
okkur Spóla sem traustan mann
sem tekur sjálfan sig mjög alvar-
lega og er óbifanlegur sem klett-
ur. Þetta er mjög skynsamleg og
vel útfærð túlkun, og auðvitað
afar skopleg.
Handverksmennirnir skiluðu
allir vel sínum hlutverkum, og
voru atriði þeirra skopleg eins og
efni standa til og sakaði ekki að
kryddað hefur verið í þau
skemmtilegri tónlist og söngvum.
Álfarnir voru líka vel heppnaðir.
Þorsteinn Gunnarsson var valds-
mannslegur Óberón með höfð-
inglegt fas og fyrirmannlega
framsögn. Bríet Héðinsdóttir var
tignarleg Títanía í upphafi og
sýndi vel og skoplega umskiptin
yfir í hina hlálegu ást á asnanum
Spóla. Álfarnir fjórir sem þjóna
henni voru skemmtilega ó-
mennskir í útliti og fasi.
Það er einsog hlutur hinna
göfgu Aþeninga verði einna rýr-
astur í þessari sýningu, enda hafa
þeir úr einna minnstu að moða af
góðum texta. Jón Hjartárson var
allskoplegur Egeifur í skemmti-
legu gervi, en Sigurður Karlsson
og Soffía Jakobsdóttir heldur
daufleg í hlutverkum Þeseifs og
Hippólýtu. Ekki fannst mér Sig-
urður koma ræðu þeirri um í-
myndunaraflið, sem til er vitnað
hér að framan, til skila þannig að
fyndist fyrir mikilvægi hennar, en
rétt að geta þess að hún er heldur
dauflega þýdd af hendi Helga.
Þetta er óvenjulega vel hugsuð
og unnin sýning sem a.m.k. fram
að hléi nær fullkomnum tökum á
áhorfendum og lætur nær tvo
tíma líða eins og örskot. Hún nær
ekki ýömu tökum eftir hlé, enda
er þá nóttin liðin og galdurinn úti,
en sýning handverksmannanna á
Píramusi og Þispu er stórkarla-
legt skop um það hvað verður um
ímyndunaraflið þegar það er
hrifið úr töfrum næturinnar og
dettur á rassinn í dagsbirtunni.
Sýningin hlaut óvenjugóðar og
verðskuldaðar viðtökur, og er nú
tilefni til að vona að Vilhjálmur
fari loks að hljóta þá hylli hér-
lendis sem hann á skilið.
Sverrir Hólmarsson
Félagsstofnun stúdenta
Staða Ijóðsins hér og nú
Annað kvöld, fimmtudag,
efnir Félag bókmenntafræði-
nema til dagskrár í Félags-
stofnun stúdenta við
Hringbraut sem ber þann
forvitnilega titil:
„Hver er staða Ijóðsins
28. febrúar 1985 kl. 20.00“.
Þrír áhugamenn um ljóðlist
flytja þar framsöguerindi, þeir
Eysteinn Þorvaldsson lektor við
Kennaraháskólann, Garðar
Baldvinsson bókmenntafræði-
nemi og ljóðskáldið Sjón. Á eftir
hverju erindi svarar frummæl-
andi fyrirspurnum en í lokin
verða umræður sem í fréttatil-
kynningu er lofað að verði líf-
legar.
Ymislegt fleira verður til gam-
ans haft. Stúdentaleikhúsið verð-
ur með stutta uppákomu og
bókasýning verður haldin þar
sem verða til sýnis næstum allar
einkaútgáfur ljóðabóka frá síð-
ustu þremur árum. Aðgangur að
samkomunni er ókeypis og í
fréttatilkynningunni segir: „Fyrir
áhugafólk um þjóðlega menn-
ingu verður bar Félagsstofnunar-
innaropinn...“. - ÞH
Miðvikudagur 27. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7