Þjóðviljinn - 02.03.1985, Blaðsíða 5
INN
SÝN
Enginnhópurhefurorðiðjafn
illa úti vegna svikinna loforða
ríkisstjórnarinnarog þeirsem
hafa fjárfest í þaki yfirhöfuðið.
Ekkert stendur eftir af lof-
orðaflaumnum sem vall upp
úr núverandi stjórnarliðum í
síðustu kosningabaráttu,
þegar húsnæðismálin voru
mál málannaað verðbólgunni
frágenginni. í dag erástandið
þannig að það þarf meira en
burði Grettis til að hafa undir
skuldagláminn sem ríkis-
stjórnin hefur kastað á herðar
húsnæðiskaupendum.
Ránskjaravísitala, misgengi
milli óverðtryggðra launa og
verðtryggða húsnæðislána,
að ógleymdum margra mán-
aða ólögmætum drætti á
greiðslu lána úr byggingar-
sjóðum ríkisins hefur leitttil
þess að við þúsundum fjöl-
skyldna sem af bjartsýni og
stórhug lögðu út í húsnæðis-
kaup blasir nú ekkert nema
nauðungaruppboð og eigna-
tap.
þá húsbyggjendur sem standa
höllum fæti með skyldusparnaði
félaga og stofnana á svipaðan hátt
og var gert á árunum 1977 og
1978 og gafst vel. Einnig er gert
ráð fyrir hækkun eignaskatts á
stærstu eignir“.
í efnahagsráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar var ekki aukatekið
orð um fjáröflun til húsnæðis-
mála. Eignaskatturinn og skyld-
usparnaðurinn sem Alexander
hafði lofað voru týndir og tröllum
gefnir. Hið eina sem gert var fyrir
þá sem voru í mestum nauðum
var að 150 til 200 miljónir voru
teknar þeim til aðstoðar frá ný-
byggingarsjóði - þ.e öðrum hús-
byggjendum.
Að auki var tekin upp gömul
hugmynd frá Alþýðubandalaginu
um Ráðgjafarþjónustu fyrir þá
húsnæðiskaupendur sem verst
var ástatt fyrir.
Ekkert annað hefur verið gert
til að létta undir húsbyggjendum,
þrátt fyrir kosningaíoforðin og
þrátt fyrir endalaust tuð Alex-
anders um „væntanlegar“ úr-
lausnir.
svarar einu íbúðarverði þegar
upp er staðið, borgar í lokin and-
virði tveggja íbúða. Mismunur-
inn er skattur, sem lánastofnan-
irnar hirða.
Þetta er ein af aðalorsökunum
fyrir erfiðleikum húsnæðisk-
aupenda á alira síðustu árum.
Kaupið minnkað
- lánin hækkuð
Stærsti vandinn stafar þó af
þeirri breytingu milli hlutfalls
Íauna og greiðslubyrði af lánum
húsnæðiskaupenda sem ríkis-
stjórnin hefur komið í kring. Eins
og menn muna var eitt af fyrstu
verkum hennar að taka með
lögum kaupgjaldsvísitöluna úr
sambandi, en leyfa lánskjaravísi-
tölunni áfram að ákvarða verð-
tryggingu lána. Þetta þýddi í
raun, að lánin voru verðtryggð en
launin sem áttu að borga þau
voru hins vegar óverðtryggð. í
kjölfar þessa fylgdi svo hrikalegt
hrap í raungildi launa, kaupmátt-
ur hrapaði um fjórðung. Kaupið
af þessu láni 3 mánaðarlaunum
verkamanns en jafngilti 6,6 mán-
aðarlaunum 1984.
Ef miðað er við taxta versl-
unarmanna kemur í ljós að verðt-
ryggt lán fyrir árslok 1979 hjá Líf-
eyrissjóði verslunarmanna hefur
rúmlega áttfaldast en laun hafa
aðeins rúmlega fimmfaldast. Sá,
sem slíkt lán fékk er því 50 prós-
ent lengur nú að vinna fyrir af-
borgununum en þegar hann tók
lánið“.
Siðferðisvitundin
og Morgunblaðið
Þarna viðurkennir þingmaður
Sjálfstæðisflokksins að svokall-
aðar efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar hafi skapað gífur-
legan vanda fyrir húsbyggjendur.
í sama streng tekur Morgunblað-
ið í merkilegu Reykjavíkurbréfi:
„I fyrsta lagi tók núverandi rík-
isstjórn kaupgjaldsvísitöluna úr
sambandi vorið 1983 en láns-
kjaravísitalan var áfram í gildi....
Smátt og smátt hefur þessi
ákvörðun ríkisstjórnarinnar leitt
Mögulegar
úrbætur
Þannig er það ríkisstjórnin sem
hefur komið húsnæðiskaupend-
um í úlfakreppuna sem þjáir þá
urn þessar mundir. En hvað er til
ráða? Hvernig gæti ríkisstjórnin
létt skuldaklafanum af húsnæð-
iskaupendum?
í fyrsta lagi með því að miða
verðtryggingu lán ekki við láns-
kjaravísitöluna heldur við þá af
lánskjaravísitölunni og bygging-
arvísitölunni sem lægri er. Með
því móti yrði verulegum byrðum
létt af húsnæðiskaupendum.
Þetta hefur Alþýðubandalagið og
raunar fleiri gert að tillögu sinni.
í öðru lagi ætti ríkisstjórnin að
ákveða að endurgreiða þeim,
sem tekið hafa lán úr byggingar-
sjóðum ríkisins, þá verðtrygg-
ingu sem lánskjaravísitalan hefur
mælt umfram byggingarvísitöl-
una. Með því móti yrðu hinir lög-
leyfðu okurvextir ránskjaravísit-
ölunnar greiddir lántakendum til
baka.
í þriðja lagi þarf ríkisstjórnin
að afla fjármagns til að standa
Vandi húsnæðiskaupenda
er veric ríkisstjómarinnar
Hvað hefur ríkisstjórnin gert
til að létta ástandið fyrir þessu
fólki? Þegar margfrægar efna-
hagsráðstafanir voru loksins
kynntar í byrjun febrúar kom í
ljós að ekki einni einustu krónu
átti að verja í viðbót til húsnæðis-
mála!
Meira að segja Morgunblaðið
spurði í forundran í Reykjavík-
urbréfi fyrir skömmu:
„Hver er siðgæðisvitund þeirra
manna sem að slíku standa?“
Loforð brotin
Fyrir síðustu kosningar lofuðu
bæði Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur að kæmust þeir í
ráðherrastóla myndu þeir beita
sér fyrir 80% húsnæðislánum og
Framsóknarflokkurinn vildi
meira að segja lána til 42 ára.
f dag er ástandið þannig, að 2
til 4 manna fjölskylda fær ekki
lánað nema sem svarar til 18% af
staðalíbúð. Hvergi örlar á 80%.
Það örla ekki einu sinni á stefnu í
húsnæðismálum af einu eða
neinu tagi frá ríkisstjórninni.
Vanefndir
Alexanders
Vanefndir á loforðum ráðherr-
anna hafa raunar haldið áfram.
Verstur hefur auðvitað verið Al-
exander Stefánsson, fél-
agsmálaráðherra, sem fer með
húsnæðismál og hefur verið nán-
ast algerlega aðgerðarlaus í þeim
efnum. Af og til hefur hann haft
uppi loforð um urbætur og nú síð-
ast á opnum fundi hjá Félagi ung-
ra Framsóknarmanna í Reykja-
vík. Þar kvaðst hann myndu beita
sér fyrir sérstakri tekjuöflun til að
standa straum af afstoð við hús-
byggjendur í nauðum. Orðrétt
sagði Alexander.
„Hugmynd mín er að efla fjár
til þessarar sérstöku aðstoðar við -
Ránskjara-
vísitalan
Segja má að vandi húsnæðis-
kaupenda sé af þrennum toga
spunninn:
í fyrsta lagi er það staðreynd að
verðtryggingin sem er reiknuð á
lán til húsnæðiskaupa er allt of
há. Verðtryggingin er mæld með
lánskjaravísitölu, og átti upphaf-
lega að sjá til þess að húsnæðislán
hækkuðu svipað og verðlag á
fasteignum í landinu. Frá 1983
hefur lánskjaravísitalan hins veg-
ar breyst þannig, að verðtrygg-
ingin sem er reiknuð til húsnæð-
iskaupa er orðin miklu meiri en
sem nemur hækkunum á verði
fasteigna. Fólk er með öðrum
orðum að borga allt of háa verð-
tryggingu. A þessu hefur
Þjóðviljinn hamrað og svo virðist
sem flestir séu að verða honum
sammála.
Af þessum sökum höfum við
stundum meira í alvöru en gamni
kallað lánskjaravísitöluna ráns-
kjaravísitölu.
Aukaskattur
Þetta stafar af því að lánskjara-
vísitalan er samsett af % hlutum
úr framfærsluvísitölunni en '/3 úr
vísitölu byggingarkostnaðar. Frá
1983 hefur framfærslukostnaður
hækkað miklu meir en bygging-
arkostnaður, meðal annars vegna
minni niðurgreiðslu ríkisstjórn-
arinnar á matvæli og aukinnar
skattheimtu hennar af þjónustu
og vörum. Hvoru tveggj;' hefur
hækkað framfærsluna langt um-
fram byggingarkostnað. Og af
því framfærslukostnaðurinn er
inni í lánskjaravísitölunni þá hef-
ur þetta leitt til þess að húsnæðis-
lánin hafa hækkað umfram bygg-
ingarkostnað. f reynd þýðir
þetta, að maður sem tók upphaf-
lega lán til að byggja íbúð og á
með verðtryggingu að borga sem
var því lækkað - meðan lánin
hækkuðu í takt við verðbólguna.
Stærsti vandi húsnæðis-
kaupenda í dag stafar þó af þeirri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
leyfa afborgunum af lánum að
hækka miklu meir en tekjunum.
Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórn-
arinnar var nefnilega að taka
kaupgjaldsyísitöluna úr sam-
bandi með lögum, en leyfa
lánskjaravísitölunni áfram að
ákvarða verðtryggingu lána.
Lánin voru verðtryggð - en
launin ekki.
í kjölfar þessa beitti stjórnin
sér svo fyrir efna-
hagsráðstöfunum sem gerðu að
verkum að kaupmáttur hrapaði
um fjórðung. Á sama tíma hækk-
uðu afborganir af lánum í takt við
verðbólguna. Þannig lækkaði
kaupið meðan lánin hækkuðu og
greiðslubyrðin sem hlutfall af
launum óx því sem svaraði til 30-
50 prósenta. Þar með röskuðust
því allar greiðsluforsendur þeirra
sem keyptu sér húsnæði. Það er
því algerlega rangt, sem
Steingrímur Hermannsson sagði í
sjónvarpsþætti á dögunum, að
húsbyggjendur hefðu reist sér
hurðarás um öxl. Hurðarásinn
var smíðaður með efna-
hagsráðstöfunum ríkisstjórnar-
innar í upphafi ferils hennar.
Dómur Gunnars G.
Schram
Áhrifum þessa misgengis milli
kauplags og lánskjara sem ríkis-
stjórnin skapaði, hefur Gunnar
G. Schram, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins gert góð skil í
grein í DV:
„Lán að upphæð krónur 120
þúsund sem tekið var í upphafi
verðtryggingar árið 1979, var
orðið 796 þúsund á gjalddaga
1984 eftir að af því hafði verið
greitt það ár og öll árin áður. í
upphafi jafngilti árleg afborgun
til þess, að fólkið, sem tók verðt-
ryggðu lánin í góðri trú um að
greiðslubyrðin yrði alltaf mjög
svipað hlutfall af launum þess, og
gekk þar með út frá því að það
gæti staðið í skilum, stendur nú
frammi fyrir því að greiðslubyrð-
in af þessum lánum hefur aukist
um 30-50 prósent“.
Þetta er vandinn í hnotskurn.
Þetta er hurðarásinn sem ríkis-
stjórnin hefur reist húsbyggjend-
um. Meira að segja Morgunblað-
ið getur ekki skilið þá stjórnvisku
sem liggur að baki aðgerðum
ríkisstjórnarinnar og spyr í for-
undran í sama Reykjavíkurbréfi:
„Hver er siðgætisvitund þeirra
manna sem að slíku standa?
Óhóflegur
dráttur
Ofan á þetta bætist, að ríkið
hefur ekki staðið í skilum með
lögbundin lán til húsnæðis-
kaupenda. Þeir sem sóttu um G-
lán fyrir júnílok áttu að fá þau
ekki síðar en í desember. í dag er
kominn mars en ekkert bólar á
lánunum.
Nú liggja sömuleiðis fyrir 6640
umsóknir um lán úr byggingar-
sjóðum ríkisins. Það er ekki búið
að afgreiða nema 1230 og fleiri
verða ekki afgreidd í bili sökum
skorts á fjármunum og stefnu-
mörkun af hálfu stjórnvalda.
Dráttur á lánum veldur því að
greiðsluáætlanir fólks sem fjár-
festir í húsnæði standast eícki.
Það kemst í greiðsluþrot og verð-
ur að leita á náðir banka til að
fleyta sér fram að greiðslu húsn-
æðislána ríkisins. Af bankalán-
unum þarf hins vegar að greiða
háa vexti og ríkislánin hrökkva
því einfaldlega oft ekki til að
greiða bankalánin þegar þau loks
koma. Þannig leiða svik ríkisins
til beinna fjárútláta fyrir lántak-
endur.
straum af meiri og betri húsnæð-
isslánum.
Tlllögur
Alþýðubanda-
lagsins
Innan ríkisstjórnarinnar virðist
hins vegar ekki vera pólitískur
vilji fyrir skattheimtu á stór-
eignir, verslun og þjónustu þar
sem nóg er að finna.
I þessu sambandi er rétt að
minna á tillögur Alþýðubanda-
lagsins í húsnæðismálum. Þær
gera ráð fyrir að skattur verði
heimtur af bönkum, verslun og
stóreignum þannig að næstu
fimm árin verði 1400 miljónum
aflað árlega handa byggingar-
sjóðunum. Af þessu fari þúsund
miljónir árlega til nýbygginga en
400 miljónum verði veitt til að
létta skuldir húsbyggjenda.
Þessi tekjuöflun myndi gera
kleift að byggja 1000 íbúðir á ári
fyrir ungt fólk með 75 prósent
lánum. Þetta myndi þýða 500
þúsund króna lán að meðaltali til
þeirra sem hafa byggt eftir 1980.
Jafnframt færu 300 miljónir til
húsnæðissamvinnufélaga og 300
miljónir á ári til viðbótar í Verka-
mannabústaði, þar af 100 miljón-
ír í leiguíbúðir.
f stuttu máli: ríkisstjórnin
skirrist enn við að afnenta ráns-
kjaravísitöluna. Hún ætlar ekk-
ert að gera til að leiðrétta mis-
gengio muii Kaupiags og tansK-
jara sem hafa reist húsnæðisk-
aupendum ramman hurðarás um
öxl. Hún hefur heldur ekki tekið
ákvörðun um tekjuöflun til að
veita meira fé í húsnæðislán, sem
enn dragast úr hömlu og eru þar
að auki ekki nema lítill partur af
þörfinni. Niðurstaðan er bara
ein:
Vandi húsbyggjenda í dag er
fyrst og fremst verk ríkisstjórnar-
innar. Össur Skarphéðinsson
Laugardagur 2. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5