Þjóðviljinn - 02.03.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.03.1985, Blaðsíða 14
MENNING Leiklist Texlinn er algert nammi Þór H. Tuliníus leiklistarnemi sem leikur Bokka í Draumi á Jónsmessunótt tekinn tali Góður rómur er nú gerður að sameiginlegri sýningu Leikfélags Reykjavíkurog Nemendaleikhúss Leiklistarskóla íslands á Draumi á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare. Til dæmis sagði Sverrir Hóimarsson hér í blaðinu á miðvikudaginn: „Þettaer Leiklistarskóla íslands með stór hlutverk og leika á móti atvinnu- leikurum Iðnó. Þeirra hlutur fær góða dóma hjá gagnrýnendum. Einn þessara nýliða á sviðinu er Þór H. Tuliníus, 25 ára reykvík- ingur sem mættur er í spjall við Þjóðviljann. Eins og hin sjö er Þór á síðasta ári í skólanum og hlutverk Bokka er annað hlut- verk hansíopinberri leiksýningu, Frá æ fingu á Draumi á Jónsmessunótt. Þór er lengst til hæqri í qervi Bokka (Mynd E.OI.) óvenjulega vel hugsuð og unninsýning...ogernútilefni til að vona að Vilhjálmur fari loks að hljóta þá hylli hérlendis sem hann á skilið". Það er nýlunda í þessari sýn- ingu að þar fara 8 nemendur úr hitt var hlutverk Rensó í Græn- fjöðrungi sem Nemendaleikhús- ið sýndi fyrr í vetur. - Hvernig kom þessi samvinna ykkar og Leikfélagsins til? - Ég er nú ekki alveg viss hver átti hugmyndina en svona sam- starf atvinnuleikhúsa og skóla hefur tíðkast á hinum Norður- löndunum, einkum í Finnlandi, og gefist vel. Það tók nokkurn tíma að fá samþykki við þessari hugmynd hér heima, margir höfðu uppi stéttarlegar efa- semdir, ekki síst vegna. þess atvinnuleysis sem ríkir meðal leikara. A móti því kom sú rök- semd að Leikfélagið hefði ekki bolmagn til að ráða 8 unga leikara í þessi hlutverk svo sam- starfið við okkur væri forsenda fyrir því að setja Draum á Jónsmessunótt upp. - Fáið þið þá ekkert kaup? - Við fengum ekkert æfinga- kaup, en sýningarkaupið rennur óskipt til skólans. Þeir peningar gera skólanum kleift að ráða leikara til starfa með yngri ár - göngunum,t.d. í Aljónu og fvan sem nemendur á þriðja ári settu upp fyrir skömmu. Hlýir straumar - Það hefur löngum verið stefna skólans að nemendur mættu ekki koma fram opinberlega meðan þeir eru í skólanum. Er sú stefna fyrir bí? - Nei, hún er enn við lýði og ég er alveg sáttur við hana. Námið er metið sem 50 stunda vinna á viku allan veturinn og ef nemend- ur færu að ráða sig í vinnu með skólanum myndi það trufla skóla- starfið. Auk þess vill starf í leikhúsi eða kvikmyndum alltaf ' vefja upp á sig og verða tímafrek- ara en til stóð í upphafi. Þessi sýning er allt öðru vísi, við förum sem ein heild og hún kemur í stað annarrar í Nemendaleikhúsinu sem vanalega setur upp þrjáf á vetri. - Hvernig leist ykkur á þessa hugmynd? - Okkur fannst hún spennandi, en samt urðum við að gera upp við okkur hvort þetta þýddi að við fengjum minni reynslu en ella. Til að forðast það gerðumst við þá kröfu, að við fengjum öll veigamikil hlutverk. - Og hvernig var ykkur tekið? - Mjög vel, það var engin spenna, bara hlýir straumar. Eldri leikararnir voru okkur hjálplegir og gáfu góðar vísbend- ingar, td. um textameðferð. Við studdum hvert annað og tókst að halda okkar eigin stefnu og stíl enda er mjög góður andi í þessum bekk. Góð efni á ferðinni. - Shakespeare er kannski ekki það auðveldasta sem nýliði á leiksviði getur valið sér. Var ekki erfitt að eiga við allan þennan texa? - Við höfðum unnið með Shak- espeare á öðru ári og auk þess hefur á síðari árum verið lögð mikil rækt við textameðferð í skólanum. Þessi vinna hefur skilað sér. Við ræddum textann vel á æfingum og fundum sam- eiginlegan stíl sem gekk upp. Og svo er þessi texti algert nammi þegar maður kemst inn í hann, fallegur og flæðir vel. - Hvað er svo framundan hjá ykkur? - Við verðum í þessari sýningu meðan hún gengur en næstu daga hefjast æfingar á þriðja verkefni okkar í vetur. Það er nýtt leikrit sem Nína Björk Arnadóttir hefur skrifað sérstaklega fyrir okkur. Þetta er mjög ljóðrænt verk eins og við er að búast frá Nínu Björk og fjallar um fólk sem hefur týnt ástinni en finnur hana aftur. - Þú minntist á atvinnuleysi leikara, ertu ekkert smeykur við að koma út á markaðinn ísumar? - Það hefur mikið verið að ger- ast í leikhúslífinu að undanförnu. Alþýðuleikhúsið, Egg-leikhúsið og aðrir „utangarðshópar" hafa átt mikilli velgengni að fagna og fengið rífandi dóma. Ég heldur því að það sé minni ástæða til að kvíða framtíðinni en td. þegar ég var að byrja í skólanum. At- vinnuleikhúsin og útvarpið hafa líka verið dugleg við að veita ný- jum leikurum tækifæri. Svo mér finnst bara gaman að vera að út- skrifast núna. - í þinni œtt er amk. einn frœg- ur leikari, Brynjólfur Jóhannes- son sem var móðurafi þinn. Er meira um leikhúsfólk í œttinni? - Nei, en það er mikill leikhús- áhugi og mikil virðing borin fyrir leikhúsinu í minni fjölskyldu. - Ertu þá kannski að miklu leyti alinn upp í leikhúsi? - Nei, við bjuggum erlendis þangað til. ég var fimmtán ára gamall svo tengslin við leikhúsið voru ekki mikil, minni en hjá sumu frændfólki mínu. En fjöl- skyldan hefur stutt vel við bakið á mér í náminu, verið spennt og áhugasöm fyrir því. -ÞH Röndótt landslag Rut Rebekka sýnir að Kjarvalsstöðum Ein þeirra sýninga sem opnuðu að Kjarvalsstöðum um helgina, er málverka- og grafíksýning Rutar Rebekku. Hún sýnir 43 verk, þar af 14 silkiþrykksmynd- ir. Rut Rebekka stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykja- vík 1975-78 og Myndlista- og handíðaskólann, þaðan sem hún útskrifaðist 1982. Árið 1984 dvaldi hún í gistivinnustofu í Danmörku á vegum Nordisk Kunstcenter. Rut Rebekka hefur áður haldið tvær einkasýningar, í Bókasafni Mosfellssveitar og Vi- borg, Danmörku, báðar á síðasta ári. Hún tók þátt í Haustsýningu FÍM að Kjarvalsstöðum, 1973 og samsýningu í Riggs Gallery í Kal- iforníu, U.S.A., árið 1984. Rut Rebekka fer því geyst af stað, þegar tillit er tekið tií þess að hún hefur nú haldið þrjár einkasýningar á tæpu ári. Ef ef til vill er þetta fullmikill hraði, því enn á hún eftir að staðfesta betur persónuleg tök sín á listinni. Enn- þá eru verk hennar of skólaleg, þ.e. of bundin við kennslubók- ina. Formskyn og litameðferð ber það með sér að hér er á ferð tillærð tækni fremur en persónu- leg tjáning. Pensilskriftin er hrá og stöðluð og myndbygging er augljós og reglubundin. Myndefnið er einnig akadem- ískt, í þeim hálfvogla popp-stfl sem þróaðist hér um miðjan 7. áratuginn. Það voru nýmæli þeg- ar þau Einar Hákonarson og Þor- björg Höskuldsdóttir tóku að gera náttúru landsins vélræn sjril, til að túlka gervilegt umhverfi nú- tímans í mótsögn við óspillta fjallasýn. Verk þeirra voru frum- leg vegna þess að þau sögðu okk- ur eitthvað nýtt og því munu þau standa eftir sem minnisvarðar um breytta afstöðu landsmanna til náttúrunnar. En þeir sem á eftir koma geta ekki vænst hins sama. Það stoðar lítt að mála 15-20 árum síðar fjallasal sem lítur út eins og lakkrískonfekt eða Bismarck- brjóstsykur. Það segir okkur ekki neitt nýtt hversu fallegt sem það kann að vera. En þetta er einmitt skólabókardæmi um skólalistina, því í stað þess að brýna fyrir nem- endum listaskóla stöðuga leit út fyrir það sem þegar er þekkt, er reynt að búa til einhverja „klass- ík" sem andlausir nemendur og kúbisminn öllum listaskólum en nú hefur popp-listin tekið við sem hin opinbera, klassíska lista- stefna þessara stofnana. Þessi stefna byggir' á útjaskaðri hug- myndafræði Platóns um eilífa og óumbreytanlega fegurð. Ef sú kenning reyndist á rökum reist fyndist okícur áreiðanlega þær konur fegurstar sem væru spikað- ar sem Rubensmeyjar eða fölar og veiklulegar eins og kvinnur van Eycks. Eins mundi okkur finnast íslenskt landslag ljótt, því hrjúfleiki þess er í andstöðu við klassískan og forngrískan smekk. Nú vil ég ekki halda því fram að verk Rutar Rebekku séu and- laus, a.m.k. ekki málverk henn- ar. Eflaust á hún eftir að vinna sig frá skólalistinni og gerast per- sónulegri. Hins vegar má tala um fullkomið andleysi í sambandi við sáldþrykksverk hennar. Þau eru nákvæm eftirlíking af grafíkverk- um Andy Warhols, „konungs" popp-listarinnar, ef frá eru taldar tvær myndir af blómum í glugga. Enn sem komið er ætti Rut Re- bekka að vinna að list sinni í kyrr- þey, þar til hún hefur náð því tak- marki að losa sig undan skóla- spekinni. Maður er nefnilega ekki orðinn menntaður fyrr en hann hefur gleymt því sem hann lærði í skóla. 14 SÍÐA - MÓÐVIUINN Laugardagur 2. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.