Þjóðviljinn - 02.03.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.03.1985, Blaðsíða 2
Fiskvinnslufólk 12000 á atvinnuleysisskrá Vestfirðingar starfa áfram. Fiskiðjan íEyjum sagði ekki upp kauptryggingu hjá sínu starfsfólki. Jóhanna Friðriksdóttir: Þessiframkoma tilfyrirmyndar Náist ekki samningar í s.jó- mannadeilunni um helgina verða um 12.000 verkamenn í fískiðn- aði komnir á atvinnuleysisskrá á mánudag. Fiskverkunarfólki hefur veriö sagt upp kauptryggingu í nánast öllum fiskvinnslufyrirtækjum í landinu, nema á Vestfjörðum þar sem fiskvinnsla mun verða með eðlilegum hætti eftir helgina en Vestfjarðarflotinn hélt úr höfn í gærkvöldi eftir að félagsfundur í skipstjóra- og stýrimannafé- laginu Bylgjunni hafði samþykkt nýgerða samninga yfirmanna. Það hefur vakið mikla athygli í Vestmannaeyjum að Fiskiðjan, eitt stærsta fiskvinnslufyrirtækiö þar, sagði ekki upp kauptrygg- ingu hjá sínu starfsfólki. Var haldinn fundur með starfsfólki Fiskiðjunnar þar sem fram- kvæmdastjórinn Guðmundur Karlsson sagði að sér fyndist nóg um uppsagnir á kauptryggingu á liðnum mánuðum. Jóhanna Frið- riksdóttir formaður Verkakvenna félagsins Snótar sagði í samtali í gær að sér fyndist þessi fram- koma eigenda Fiskiðjunnar til fyrirmyndar. -lg. Málin reifuð í síðustu pásu. Verður unnið eftir helgina eða ekki?. Myndin var tekin í Bæjarútgerð Reykjavíkur í gærdag. Birgðatankurinn Aukafarmgjald á hverja losun VilhjálmurJónssonforstjóri Esso: Hagkvœmara aðflytja gasolíu til Austurlands frá Reykjavík en dreifafrá Seyðisfirði Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíuféiagsins hefur óskað eftir að fá birta eftirfarandi athugasemd í tilefni af frétt Þjóðviljans um Kennaradeilan Kennarasambandið heitir HÍK stuöningi Meirihluti framhaldsskóla- kennara í Hinu íslenska kennara [félagi hefur sagt lausum stöð- um sínum og horfið frá kennslu. Kennarasamband íslands lýsir samstöðu með félagsmönnum HÍK og heitir þeim fullum stuðn- ingi. Nú þegar hafa yfir 1700 félagar KÍ lýst því yfir að þeir muni ekki ganga í störf framhaldsskóla- kennara er þátttaka í fjöldaupp- sögnum frá 1. mars, og fulltrúa- ráð KÍ ætlast til þess að allir fé- lagar KÍ standi við slíka skuld- bindingu. Stjórnvöld eru ábyrg fyrir þeirri upplausn sem skapast hefur í fjöimórgum skóium og bitnað getur harkalega á námi .þúsunda nemenda. Skólahald verður því aðeins tryggt að laun kennara verði bætt verulega án frekari tafa. (Frá Kennarasambandi íslands) birgðatank Olís á Seyðisfírði sem hel'ur staðið tómur í tvö ár. „Ef tankskip losar farm á tveimur höfnum kemur auka- farmgjald sem miðað er við burð- argetu skipsins og nemur það nú 1.65$ á hvert tonn af DWT stærð skipsins. Ef flutt væri inn gasolía á Seyðisfjarðargeyminn 10 sinn- um á ári um leið og flutt er inn á birgðarstöðvar í Reykjavík, kæmi skattur á allan þann inn- flutning og þetta aukaflutnings- gjald myndi þá nema u.þ.b. 346 þús. $ eða 14,7 miljónum kr. mið- að við gengi í dag. Notkun á gasolíu á Austur- landi mun samsvara tæpum ein- um farmi 20 þús. tonnum á ári, en birgðatankurinn á Seyðisfirði tekur um 12 þús. tonn. Ef flutt væri inn á geyminn tvisvar á ári myndi aukagreiðsla nema 69 þús. $ eða tæpum 3 miljónum, en vaxtakostnaður af 6 mánaða birgðum myndi nema langtum hærri upphæð. Þá er rétt að benda á að eftir sem áður þyrfti að flytja bensín til Austurlands frá Reykjavík og myndiverða að senda skipin með slatta frá Reykjavík til Austfjarða á þeim tíma er verksmiðjur væru ekki í gangi en á loðnuveiðitímanum væri hægt að fylla strandflutn- ingaskipin af fluelolíu. Af þessum ástæðum hef ég tal- ið hagkvæmara að flytja gasolíu til Austurlands frá Reykjavík þó verðjöfnunarsjóður greiði ekki flutningsgjald nema miðað við flutning frá Seyðisfirði. Ég ítreka að verðjöfnunarsjóður greiðir ekki flutningsgjald frá Reykjavík til Austfjarða heldur miðað við þann taxta sem gildir á dreifingu frá Seyðisfirði." Vilhjálmur Jónsson T0RGIÐ Þá hafa alþingismenn loksins fengid tækifæri til að losna viö Geir. Norðurlandaráð Æskan þingará Loftleiðum Laugard. 2 mars n.k. kl. 9.00 verður sett í Kristalsal Hótels Loftleiða norðurlandaráðsþing æskunnar 1985 að viðstöddum forseta íslands Vigdísi Finnboga- dóttur auk margra annarra gesta. Umræðuefni þingsins verður þátttaka, þróun, friður. Um 130 fulltrúar sitja þingið frá öllum Norðurlöndunum, þetta eru full- trúar ungliðasamtaka þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti í Norðurlandaráði auk fulltrúa frá Æskulýðssamtökum þjóðanna. Venjulega sitja þessi þing um 50-60 fulltrúar, en í tilefni af Al- þjóðaári Æskunnar 1985 er full- trúum fjölgað. Þingfulltrúar á norðurlandar- áðsþingi æskunnar sitja sem á- heyrnarfulltrúar þing Norður- landaráðs dagana 4-8 mars nk. Leigjandasamtökin Búsetiog húsnæðis- vandinn Leigjandasamtökin halda að- alfand sinn á Hamragörðum, laugardaginn 2. mars kl. 14.30. A fundinum flytur formaður Búseta Jón Rúnar Sveinsson framsögu- erindi sem nefnist „Fyrir hverja byggir Búseti" Að sögn Jóns Kjartanssonar frá Pálmholti, formanns Leigj- andasamtakanna, verða um- ræður á eftir erindinu. Sagði Jón einnig að í umræðum á Alþingi um þennan margfræga húsnæðis- vanda væri alltaf talað um vanda þeirra sem væru að byggja sjálfir, hver fyrir sig og stöðugt reynt að tefja fyrir þeim sem færu aðrar leiðir eins og félagsmenn Búseta. Fundurinn er öllum opinn. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 2. mars 1985 Stjórn HÍK vill koma eftirfar- andi athugasemd á framfæri við forsíðufrétt í blaði yðar föstudag- inn 1. mars: Það er mat stjórnarinnar, að menntamálaráðherra hafi lagt verulega af mörkum til að leysa þessa deilu en eins og hún bendir réttilega á í viðtalinu er það fjár- málaráðherra sem annast samn- ingsgerð fyrir hönd ríkissjóðs. fyrir hönd stjórnar HÍK Kristján Thorlacíus formaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.