Þjóðviljinn - 02.03.1985, Blaðsíða 15
MENNING
Kór Langholtskirkju
Þrennir tónleikar
Kór Langholtskirkju heldur flautu og strengjasveit. Ein-
tónleika þar í kirkjunni á morg- leikari á flautu verður Bernard
unn, kl. 17.00. Efnisskrá tónleik- Wilkinson. Kórinn mun syngja
anna verður sú, að Nýja strengja- Barrokktónlist og ný kórverk, ís-
sveitin flytur hljómsveitarsvítu lensk og skandinavú
nr. 2 í h-moll BWV 1067, fyrir
ísafjörður
Slunkaríki endur-
reist
Myndlistarfélagið ó Isafirði kennur sér
upp sýningarsal
Eftir ball heitir þessi mynd eftir Þorlák Kristinsson.
Sauðárkrókur
Þorlákur í
Safnahúsinu
Á ísafirði stóð forðum tíð hús
sem nefnt var Slunkaríki og
bjó þar Sólon nokkur
Guðmundsson sem
Þórbergur Þórðarson hefur
gert ódauðlegan í íslenskum
aðli. Nú hafaungir
myndlistarmenn á staðnum
tekið sér lífsspeki Sólons um
fagurfræðina að leiðarhnoða í
starfi sínu og sett á fót nýtt
Slunkaríki að Aðalstræti 22 og
hyggjast hafa þar sýningar á
kúnst.
Þórbergur lýsir á einum stað
byggingarframkvæmdum Sólons
þegar hann reisti sér skúr fyrir
ofan kaupstaðinn: „Þessa bygg-
ingu hugði Sólon að fullkomna,
eftir því sem efni og ástæður
leyfðu. En allt skyldi þó snúa
andstætt því, sem tíðkast hafði í
húsagerðarlist hér á landi. Báru-
járnið var innst, en síðan skyldi
allt koma í öfugri röð, þannig, að
veggfóðrið yrði utan á húsinu.
Þegar Sólon var spurður, hvers
vegna hann hugsaði sér að byggja
skúrinn svona, svaraði hann og
glotti við: Veggfóður er til
skrauts, elska, og þess vegna er
sjálfsagt að hafa það þar, sem
flestir hafa gaman af því.“
Og nú er Slunkaríki endurreist
og í dag kl. 16 verður fyrsta sýn-
ingin opnuð. Þar er reyndar gest-
ur á ferð, Ingólfur Örn Arnarson'
úr Reykjavík. Hann hefur áður
haldið sýningar og verið með á
fjölda samsýninga hér heima og
erlendis. Verður sýning hans
opin alla virka daga og laugar-
daga kl. 14-17 fram til 21. mars.
-ÞH
Þorlákur Kristinsson listmálari
og altmuligmand opnar í dag
sýningu á verkum sínum í
Safnahúsinu á Sauðárkróki.
Á sýningunni eru olíumálverk,
krítar- og pastelmyndir sem
Þorlákur hefur unnið á
undanförnum tveim árum.
Þorlákur lauk námi
Myndlista- og handíðaskólanum
vorið 1983 og var við nám í Lista-
háskólanum í Vestur-Berlín síð-
astliðið ár. Hann hefur tekið þátt
í samsýningum, ma. á Gull-
ströndinni, og haldið einkasýn-
ingu á dekkjaverkstæði í Reykja-
vík. Sýningin verður opin á opn-
unartíma safnsins og um helgar
frá frá kl. 14-19 fram til 10. mars.
Norrœni
svingsinn
BókSigurðarA.
Magnússonarum
ísland og
íslendinga komin
útaffur
Fyrir átta árum kom út í
Lundúnum bókin „Northern
Sphinx - lceland and the
lcelandersfromthe
Settlement to the Present"
eftir Sigurð A. Magnússon
rithöfund. Bókin hefurverið
ófáanleg í rúm tvö ár en er nú
komin út í nýrri útgáfu hjá
Snæbirni Jónssyni & Co.
Bókin er 259 bls. að stærð og
fjallar Sigurður í henni um land
sitt og þjóð, grípur víða niður í
sögunni en lætur sig þó mestu
varða nútímasögu íslands. Meðal
efnis er lýsing á stjórnsýslu lands-
ins, lista- og menningarmálum,
helstu atvinnuvegum þjóðarinn-
ar auk þess sem Sigurður dregur
upp skýra mynd af landsmönnum
sjálfum.
Formála að bókinni ritar hinn
kunni sjónvarpsmaður og rithöf-
undur Magnús Magnússon og
segir þar m.a. að öfundsverður
stíll höfundar markist jafnt af
glöggvísi og hlutleysi blaða-
mannsins sem söguspeki fræði-
mannsins.
-ÞH
íslenska óperan
Tónleikar í hádeginu
Næstkomandi þriðjudag
verðahaldnir
hádegistónleikar í forsal
íslensku óperunnar við
Ingólfsstræti. Þarflytur
baritonsöngvarinn John
Speightensklög og
negrasálma við undirleik
Sveinbjargar Vilhjálmsdóttur
píanóleikara.
John Speight er enskur og
menntaðistíheimalandi sínu. Þar
söng hann víða í óperum, óratórí-
um og sem Ijóðasöngvari. Síðan
hann settist að á íslandi hefur
hann sungið hjá Þjóðleikhúsinu, í
La Boheme, mörg hlutverk í óp-
erunni og á síðustu Listahátíð
auk þess að fást við kennslu.
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir
stundaði nám við tónlistar-
skólana á Siglufirði og í Reykja-
vík en framhaldsnám stundaði
hún í Englandi. Hún hefur off
komið fram á tónleikum, bæði í
kammermúsík og sem undir-
leikari.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.15
og miðar sem kosta kr. 150 fást
við innganginn.
-ÞH
Listamíðstöðin
Sýning
á ársafmœli
í blaðhlutanum Um helgina í
gær er greint frá frumsýningu
Talíu í MS á Draugasónötu
Strindbergs. Af einhverjum dul-
arfullum ástæðum sem enginn
skilur fylgir þessari frétt mynd
sem ekkert á skylt við sýninguna.
Við biðjumst velvirðingar á þess-
um mistökum.
UM HELGINA
Þegar listinn yfir það sem er að gerast um helgina var settur saman fyrir blaðið í
gær kom í Ijós að menningarleg frarhtakssemi þjóðarinnar sprengdi af sér alla
fjötra og varð því að sleppa nokkrum atriðum. Þau birtast hér á eftir.
tónlist
Bústaðakirkja
NemendurúrGrunn-
skóla Þorlákshafnar
sýnatrúarlegarokk-
söngleikinn Jónasí
Hvalnum í Bústaða-
kirkju á morgun, sunnu-
dag kl. 20. Leikstjóri er
Margrét Óskarsdóttir
og stjórnandi kórs og
hljómsveitar Hilmar
Örn Agnarsson.
Langholtskirkja
KórLangholtskirkju
heldur tónleika á morg-
un, sunnudag, kl. 17.
Einnig kemurfram Is-
lenska strengjasveitin
ásamt Bernharði Wilk-
insonflautuleikara. Á
efnisskránni er hljóm-
sveitarsvíta, barok-
któnlist, ný kórverk, ís-
lensk og skandinavísk.
• Blikkiöjan
lönbúö 3, Garöabæ
Onnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiöi.
Gerum föst verötilboö
SIMI 46711
Laugardagur 2. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
VERKFÆRA- OG
TÓMSTUNDAVERSLANIR
VIÐ EIGUM NÚ BRENNIPENNA TIL
SKREYTINGA OG MERKINGA.
HABO,
heildverslun y sími 15855.