Þjóðviljinn - 02.03.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.03.1985, Blaðsíða 15
MENNING Kór Langholtskirkju Þrennir tónleikar Kór Langholtskirkju heldur tónleika þar í kirkjunni á morg- unn, kl. 17.00. Efnisskrá tónleik- anna verður sú, að Nýja strengja- sveitin flytur hljómsveitarsvítu nr. 2 í h-moll BWV 1067, fyrir flautu og strengjasveit. Ein- leikari á flautu verður Bernard Wilkinson. Kórinn mun syngja Barrokktónlist og ný kórverk, ís- lensk og skandinavíí ísafjörður Slunkaríki endur- reist Myndlistarfélagíð ö ísatirði kemur sér . uppsýningarsal ÍU ' ! '-.•••"¦H ' ^¦.'•:<! - '-<^i(ví^ Á ísafirði stóð forðum tíð hús sem nefnt var Slunkaríki og bjóþarSólonnokkur Guðmundsson sem Þórbergur Þórðarson hefur gert ódauðlegan í íslenskum aðli. Nú hafa ungir myndlistarmenn á staðnum tekið sér lífsspeki Sólons um fagurfræðina að leiðarhnoða í starfi sínu og sett áfót nýtt Slunkaríki að Aðalstræti 22 og hyggjast hafa þar sýningar á kúnst. Þórbergur lýsir á einum stað byggingarframkvæmdum Sólons þegar hann reisti sér skúr fyrir ofan kaupstaðinn: „Þessa bygg- ingu hugði Sólon að fullkomna, eftir því sem efni og ástæður leyfðu. En allt skyldi þó snúa andstætt því, sem tíðkast hafði í húsagerðarlist hér á landi. Báru- járnið var innst, en síðan skyldi allt koma í öfugri röð, þannig, að veggfóðrið yrði utan á húsinu. Þegar Sólon var spurður, hvers vegna hann hugsaði sér að byggja skúrinn svona, svaraði hann og glotti við: Veggfóður er til skrauts, elska, og þess vegna er sjálfsagt að hafa það þar, sem flestir hafa gaman af því." Og nú er Slunkaríki endurreist og í dag kl. 16 verður fyrsta sýn- ingin opnuð. Þar er reyndar gest- ur á ferð, Ingólfur Örn Arnarson' úr Reykjavík. Hann hefur áður haldið sýningar og verið með á fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verður sýning hans opin alla virka daga og laugar- daga kl. 14-17 fram til 21. mars. -ÞH Eftir ball heitir þessi mynd eftir Þorlák Kristinsson. Sauðárkrókur Þorlákur í Safhahúsinu Þorlákur Kristinsson listmálari og altmuligmand opnar í dag sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Á sýningunni eru olíumálverk, krítar- og pastelmyndir sem Þorlákur hefur unnið á undanförnum tveim árum. Þorlákur Iauk námi frá Myndlista- og handíðaskólanum vorið 1983 og var við nám í Lista- háskólanum í Vestur-Berlín síð- astliðið ár. Hann hefur tekið þátt í samsýningum, ma. á Gull- ströndinni, og haldið einkasýn- ingu á dekkjaverkstæði í Reykja- vík. Sýningin verður opin á opn- unartíma safnsins og um helgar frá kl. 14-19 fram til 10. mars. Norrœni svingsinn BókSigurðarA. Magnússonarum ísland og Islendinga komin útattur Fyrir átta árum kom út í Lundúnum bókin „Northem Sphinx - lceland and the lcelandersfromthe Settlementtothe Present" eftir Sigurð A. Magnússon rithöfund. Bókin hefurverið ófáanleg í rúm tvö ár en er nú komin út í nýrri útgáfu hjá Snæbirni Jónssyni & Co. Bókin er 259 bls. að stærð og fjallar Sigurður í henni um land sitt og þjóð, grípur víða niður í sögunni en lætur sig þó mestu varða nútímasögu íslands. Meðal efnis er lýsing á stjórnsýslu lands- ins, lista- og menningarmálum, helstu atvinnuvegum þjóðarinn- ar auk þess sem Sigurður dregur upp skýra mynd af landsmönnum sjálfum. Formála að bókinni ritar hinn kunni sjónvarpsmaður og rithöf- undur Magnús Magnússon og segir þar m.a. að öfundsverður stíll höfundar markist jafnt af glöggvísi og hlutleysi blaða- mannsins sem söguspeki fræði- mannsins. -ÞH Islenska óperan Tónleikar í hádeginu Næstkomandi þriðjudag verða haldnir hádegistónleikar íforsal íslensku óperunnar við Ingólfsstræti. Þarflytur baritonsöngvarinn John Speightensklögog negrasálma við undirleik Sveinbjargar Vilhjálmsdóttur píanóleikara. John Speight er enskur og menntaðistíheimalandi sínu. Þar söng hann víða í óperum, óratórí- um og sem ljóðasöngvari. Síðan hann settist að á íslandi hefur hann sungið hjá Þjóðleikhúsinu, í La Boheme, mörg hlutverk í óp- erunni og á síðustu Listahátíð auk þess að fást við kennslu. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir stundaði nám við tónlistar- skólana á Siglufirði og í Reykja- vík en framhaldsnám stundaði hún í Englandi. Hún hefur off komið fram á tónleikum, bæði í kammermúsík og sem undir- leikari. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og miðar sem kosta kr. 150 fást við innganginn. -ÞH Listamiðstöðin Sýning á ársafmœli í blaðhlutanum Um helgina í gær er greint frá frumsýningu Talíu í MS á Draugasónötu Strindbergs. Af einhverjum dul- arfullum ástæðum sem enginn skilur fylgir þessari frétt mynd sem ekkert á skylt við sýninguna. Við biðjumst velvirðingar á þess- um mistökum. UM HELGINA Þegar listinn yfir það sem er að gerast um helgina var settur saman fyrir blaðið í gær kom í Ijós að menningarleg frarntakssemi þjóðarinnar sprengdi af sér alla fjötra og varð því að sleppa nokkrum atriðum. Þau birtast hér á eftir. tónlist Bústaðakirkja NemendurúrGrunn- skóla Þorlákshafnar sýnatrúarlegarokk- söngleikinn Jónas í Hvalnum í Bústaða- kirkju á morgun, sunnu- dagkl.20.Leikstjórier Margrét Óskarsdóttir og stjómandi kórs og hljómsveitar Hilmar ÖmAgnarsson. Langholtskirkja Kór Langholtskirkju heldur tónleika á morg- un.sunnudag.kl.l/. Einnigkemurframls- lenska strengjasveitin ásamt Bernharði Wilk- inson flautuleikara. Á efnisskránni er hljóm- sveitarsvíta, barok- któnlist, ný kórverk, ís- lensk og skandinavísk. VERKFÆRA- OG TÓMSTUNDAVERSLANIR Laugardagur 2. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 VID EIGUM NU BRENNIPENNA TIL SKREYTINGA OG MERKINGA. HABO, heildverslun, sími 15855.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.