Þjóðviljinn - 02.03.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.03.1985, Blaðsíða 16
MENNING Á þriðjudaginn veröa af hent við hátíðlega athöfn vestur í Háskólabíói bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 1985. Sá sem þau hlýtur að þessu sinni heitir Antti Tuuri og er finnskur, fertugur að aldriog lærðurverkfræðingur. Verðlaunin fær hann fyrir bók- ina Pohjanmaa sem á sænsku útleggst Österbotten og er nafn á héraði á vestur- strönd Finnlands. Tuuri er einmitt frá þessu hér- aði, fæddur í bænum Kauhava árið 1944. Faðir hans var verk- fræðingur og Antti fetaði í fót- spor hans. Að námi loknu var hann framkvæmdastjóri bóka- prentsmiðju, síðan sölustjóri prentvélaverksmiðju, fram- kvæmdastjóri veggfóðurfabrikku og loks framkvæmdastjóri næst- stærsta bókaforlags Finnlands. Antti Tuuri kom hingað til lands í hópi norrænna rithöfunda fyrir réttu ári. Hér sést hann lengst til hægri á fundi í Norræna húsinu. (Mynd: -eik.) Könnuður samtíðarinnar Finnski ríthöfundurínn Anttí Tuurí tekur á þriðjudaginn'við bókmenntaverðlaunum Norðurlandardðs Af því starfi lét hann árið 1982 til að helga sig ritstörfum. Hann var formaður finnska rithöfunda- sambandsins árin 1980-82 og hef- ur tvívegis hlotið bókmennta- verðlaun finnska ríkisins. Verðlaunabókin hefur enn ekki komið út á öðru tungumáli en finnsku. Úr því verður þó bætt í þessum mánuði en þá kemur hún út á sænsku. Og nú er verið að þýða hana á íslensku. Setberg hyggst gefa verðlaunabókina út á hausti komanda. Afkastamikill Þýðandi bókarinnar er Njörð- ur P. Njarðvík en honum og Antti Tuuri hefur orðið vel til vina. Við slógum á þráðinn til Njarðar og báðum hann að segja okkur eitthvað frá Antti Tuuri. - Hann er afskaplega fjölhæfur og afkastamikill höfundur. Hann er fertugur og hefur lengst af unn- ið fullt starf með skriftunum en samt hefur hann gefið út um 20 verk, þ.á.m. 13 bækur, skáld- sögur og smásögur. Hann hefur einnig samið leikrit fyrir svið, út- varp og sjónvarp, m.a. tvo eða þrjá myndaflokka. En þekktastur er hann sem skáldsagna- og smásagnahöfund- ur. í bókum sínum hefur hann aðallega fengist við að kanna samtíð sína. Hann lýsir fyrst og fremst lífi millistéttarfólks en þó eru persónur bóka hans breið blanda úr þjóðfélaginu. Og þó hann fáist mest við millistéttar- fólk varpar hann alltaf á það ljósi samfélagsins. Verkfræðingum lýsir hann t.d. í samskiptum þeirra við verka- fólk og raunar í spegli alls þjóð- félagsins. Antti Tuuri er þekktur fyrir málbeitingu sína, stíll hans er mjög einfaldur, stuttar setningar, svipað og í íslensku, en samt mjög myndrænn og nákvæmur. Hann hefur sjálfur sagt að hann sé undir mestum áhrifum frá rússneskum bókmenntum, eink- um Tsékof, og íslenskum. Hann er mikill aðdáandi íslensku forn- sagnanna, ekki síst Laxdælu, og Halldórs Laxness. Reyndar er hann að læra íslensku um þessar mundir. Verðlaunabókin kom út árið 1982 og síðan hefur hann gefið út bók sem nefnist Vetrarstríð og fékk geysigóðar viðtökur í Finn- landi þegar hún kom út í fyrra. Og nú er hann að vinna að enn einni skáldsögu. Á þessu sést enn betur hve afkastamikill höfundur Antti Tuuri er. Hann hefur hins vegar lítið verið þýddar. Ég man eftir einni bók á sænsku, An strömmer genom staden heitir hún. En eitthvað hefur verið þýtt eftir hann á eistnesku og þýsku, sagði Njörður. Þess má geta að Antti Tuuri dvelur hér á Islandi í nokkra daga og kemur m.a. fram á bók- menntakynningu sem haldin verður honum til heiðurs í Nor- ræna húsinu á mánudagskvöldið. Þar mun Heimir Pálsson sem sæti á í úthlutunarnefnd verð- launanna fjalla um verk Tuuris og höfundurinn les upp úr verk- um sínum. -ÞH BQkamarkaour Mals og Mennir^ar Bókaveisla á öllum hæðum Islenskar og erlendar bækur • á gömlu veröi • á tilboðsverði • í tilboðspökkum • með afborgunum • með staðgreiðsluafslætti Þrjú gramsborð hlaðin bókum á 25 krönur - 50 krónur og 75 krónur Bókaveisla f jölskyldunnar ISókahúð JVIÁLS &MENNINGAFL/ LAUGAVEG118-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.