Þjóðviljinn - 21.03.1985, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 21.03.1985, Qupperneq 7
Ballett Dafnis og Klói íslenski dansflokkurinn frumsýnir nýjan ballett eftir Nönnu Ólafsdóttur Annað kvöld, föstudag, frum- sýnir íslenski dansflokkurinn og Þjóðleikhúsið nýjan ís- lenskan ballett eftir Nönnu Ól- afsdóttur og er það í fyrsta sinn sem sýndur er ballett eftir íslenskan höfund sem tekur heilt kvöld í sýningu. Ballett Nönnu er gerður við tónlist Maurice Ravel en sagan sem byggt er á er sú fornfræga ást- arsaga Dafnis og Klói. vitað annað en að hann hét Longus. Söguefnið er í stuttu máli þroskasaga Dafnis og Klói sem eru borin út en bjargast fyrir tilstilli dýra og hjarðmanna. Þau alast upp saman uns þau komast á það stig að þekkja ástina, þá er þeim sundrað en eins og í öllum góðum ástarsögum ná þau saman að nýju og allt fer vel að lokum, Mál og menning gaf söguna út fyrir hartnær tuttugu árum í gullfallegri þýðingu Friðriks Nanna Ólafsdóttir samdi dansa og ballettsögu en Sigurjón Jóhannsson tók þátt í gerð þess síðarnefnda auk þess sem hann gerði leikmynd og búninga. Sagan af Dafnis og Klói mun Þórðarsonar. vera ein helsta skáldsaga sem Nanna Ólafsdóttir hefur sjálf varðveist hefur í heiminum, sam- ,amið ballettsöguna („líbrettóið" in um 200 e.Kr. Eftir henni hafa á fagmáli) í samvinnu við Sigur- verið samdar óteljandi aðrar ást- jón Jóhannsson. Hún hefur getið arsögur, ljóð, tónverk og ballett- sér gott orð sem dansahöfundur. ar, en um höfundinn er ekkert Hún er listdansstjóri Þjóðleik- Kvikmyndir Japönsk hátíð í Regnboga Tíu nýlegar japanskar kvikmyndir sýndar á fimm dögum. Byrjar í dag Japanskar kvikmyndir eru heldur fáséðir fuglar í íslensk- um kvikmyndahúsum. Þegar þær slæðast hingað er oftast um að ræða myndir eftir fræga leikstjóra af eldri kyn- slóðinni, menn á borð við Kur- osawa. Japanir eru hins veg- ar þjóða iðnastir við kvik- myndaframleiðslu, geraþetta 350 myndir á ári eða svo. Fæst af því kemur nokkurn tíma fyrir augu vesturlanda- búa. Nú bregður svo við að Reykvíkingum gefst kostur á að sjá heilar tíu japanskar kvik- myndir á fimm dögum í Regn- boganum. Og það sem meira er: þetta eru ekki myndir heimssnill- inga (sem raunar eru ekkert sér- lega vinsælir heimafyrir, sbr. spá- menn og föðurlönd) heldur „venjulegar” japanskar myndir, þ.e. myndir sem notið hafa vin- sælda í Japan. Að sögn þeirra Baldurs Hjalta- sonar og Sigmars B. Haukssonar sem ásamt öðrum standa að þess- ari japönsku hátíð gefa þessar tíu myndir góðan þverskurð af jap- anskri kvikmyndagerð og þær lýsa flestar daglegu lífi í Japan nútímans en eru engar samuraja- Einar Sveinsson Þórðarson í hlutverki Dafnis og Guömunda Jóhannesdóttir. hússins og hefur annast alla þjálf- un íslenska dansflokksins undan- farin fimm ár. Hún er ekki sú fyrsta sem spreytir sig á sögunni um Dafnis og Klói því allt frá 1912 hafa ýmsir frægir höfundar samið dansa eftir henni og aðrir frægir dansarar dansað í aðalhlut- verkum. Með hlutverk Dafnis fer Einar Sveinn Þórðarson en þær Katrín Hall og Helena Jóhannsdóttir dansa hlutverk Klói til skiptis. Með önnur veigamikil hlutverk fara Birgitte Heide, Guðrún Pálsdóttir, Auður Bjarnadóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Guðmunda Jóhannesdóttir, Jónas Tryggva- son og Anthony Karl Gregory. -ÞH Úr myndinni Tattoo Ari sem sýnd verður á japönsku kvikmyndahátíðinni. Söguhetjan er ungi maðurinn á myndinni sem hefur mikinn áhuga á að komast til metorða innan japönsku mafíunnar og leggur á sig ýmsar mannraunir í því skyni. myndir eins flestar myndir sem hér hafa verið sýndar. Flestar myndanna eru gerðar á árunum 1981-3, en tvær eru frá síðasta áratug. Það er japönsk menningar- og landkynningarstofnun, Japan Foundation, sem stendur straum af kostnaði við hátíðina en hún hefur verið á faraldsfæti undan- farna mánuði. Milligöngu um að fá hátíðina hingað til lands hafði ræðismaður Japans, Ólafur B. Thors. Tekinn hefur verið á leigu einn salur í Regnboganum og verða myndirnar sýndar þar á öllum sýningum frá kl. 7 í dag fram á mánudag. Sjá nánar á bíósíð- unni. -ÞH Saklaus svallari á Þórshöfn Annað kvöld, föstudag, frum- sýnirLeikfélag Þórshafnar gamanleikinn Saklausa svallarann eftir Arnold og Bach í þýðingu EmilsThor- oddsen. Leikarar í sýningunni eru 12 en með heistu hlutverk fara Árni Kristjánsson, Sigfús Skúlason, Jóhanna Helgadóttir og Jónína Samúelsdóttir. Þátttakendur í sýningunni eru um 20 talsins. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving og er þetta þriðja leikritið sem hann setur upp á Þórshöfn. Sak- lausi svaliarinn verður sýndur í Þórsveri föstudag, laugardag og sunnudag en um aðra helgi er fyrirhugað að sýna leikritið á Raufarhöfn og Vopnafirði. -ÞH Fimmtudagur 21. mars 1985 ÞJÓÐViUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.