Þjóðviljinn - 22.03.1985, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 22.03.1985, Qupperneq 3
SJÁVARÚTVEGUR Öryggismálanefnd sjómanna Urbætur hafnar Öryggismálanefnd sjómanna sendi samgöngumálaráð- herra fjölmargar tiliögur um úrbætur í öryggismálum sjó- manna. Þegar hefur verið hafist handa um úrbætur sam- kvæmt þessum tillögum og fara hér á eftir þær tillögur sem annaðhvort búið er að framkvæma eða byrjað er á. —— Þá leggur nefndin til að eftir- farandi leiðir verði farnar til að fjármagna tillögur nefndarinnar nr. 3,13 og 15: a) með vöxtum af gengishagnaði, b) með gjaldi á Tryggingasjóð fiskiskipa, c) með beinu framlagi úr ríkissjóði þar sem hér er um að ræða hagsmunamál allra landsmanna en ekki einungis sjómanna sjálfra og fjölskyldna þeirra. Þetta mál hefur þegar verið af- greitt. Nefndin er sammála um að leggja til við ráðuneytið að það beiti sér fyrir víðtækri áróðurs- herferð þegar á þessu hausti um öryggismál sjómanna. Skal þetta gert í samráði við Slysavarnafélag Islands, sérskóla sjómanna og aðra þá sem hjálpað geta til með ráðleggingum og fjárhagslegri aðstoð. Skal Slysavarnafélagið hafa forgöngu um að kveðja til samstarfs alla þá aðila sem láta sig þessi mál einhverju varða. Undirbúningur þessa er þegar kominn af stað. Öryggismálanefnd hvetur til þess að endurskoðun á lögum um atvinnuréttindi skipstjórnar- manna verið hraðað. Nefndin tel- ur nauðsynlegt að ný lög um at- vinnuréttindi taki mið af alþjóð- asamþykktum um menntun og þjálfun. Þetta mái er komið í gang. Staðið verði við þá kröfu sigl- ingamálastjóra frá því í ágúst sl. um að skipt verði um og fenginn viðurkenndur gormur í þann los- unarbúnað þar sem sleppt er sjálfvirkt með krafti gorms, en sá frestur sem gefin var er útrunn- inn. Allur sleppibúnaðurgúmmi- björgunarbáta á skipun fái ýtar- lega skoðun fyrir áramót. Öll þilfarsskip verði skylduð til að hafa sjálfvirkan sleppibúnað. Ör- yggismálanefnd sjómanna telur að strax skuli allur sjálfvirkur sleppibúnaður gúmmíbjörgunar- báta tekinn til ýtarlegrar og hlut- lausrar prófunar af tæknideild Fiskifélags íslands. Prófa skal getu og kraft þess sjálfvirka bún- aðar sem Siglingamálastofnun hefur viðurkennt til þessa. Skal m.a. prófað við aðstæður þegar allur búnaðurinn er undir 10—12 cm þykku íslagi og við 60 gráðu halla þegar sleppibúnaðurinn er staðsettur á þaki stýrishúss. Að þessu máli er nú unnið af fullum krafti. Fyrir forgöngu samgöngu- og sjávarútvegsráðuneytis verði komið á fót sérstökum lána- og styrktarsjóði fyrir nemendur sem ætla að helga starf sitt sjósókn og siglingum. Byrjað er að vinna að þessu máli. Undanþágur til skipstjórnar- og vélstjórnarstarfa má veita tímabundið, enda ætli viðkom- andi einstaklingur að leita sér frekari menntunar í greininni. Lög um þetta atriði hafa nú verið sett. Þegar verði hafist handa um endurskoðun laga um Siglinga- málastofnun ríkisins. Öryggismálanefnd er reiðubúin að gera tillögur að breyttum íögum um Siglingamálastofnun fyrir þingbyrjun haustið 1985. Nefndin skipuð. hefur þegar verið Med skrifstofu Eimskips í Rotterdam verður.. HOFN HEIMS dálítíð íslensk! Höfnin í Rotterdam í Hollandi er sannkallaður miðpunktur flutninga í heiminum. Um hana fer meiri varningur en nokkra aðra höfn í veröldinni - þar mætast skip frá öllum heimshornum og þaðan liggja landvegir um alla Evrópu. Rotterdam hefur lengi verið mikilvægur viðkomustaður Eimskips og þar með íslenskra inn- og útflytjenda. Vikuleg áætlun þangað með ekjuskipunum Álafossi og Eyrarfossi, og beinar siglingar á tíu daga fresti með 3 gámaskipum á leiðinni Reykjavík- Rotterdam - New York - Reykjavík tryggir tíðan og öruggan flutning. Með öflugri skrifstofu í Rotterdam og þrautþjálfuðu starfsliði þar aukum við enn þjónustu okkar við viðskiptavini. Heimilisfang Rotterdamskrifstofunnar er: EIMSKIP - ROTTERDAM Albert Plesmanweg 151 3088 GC Rotterdam Sími: 9031 10 282933 Telex: 62122 EIMSK NL Símskeyti: EIMSKIP P.O. Box 54034 3008 JA Rotterdam Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 * ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.