Þjóðviljinn - 22.03.1985, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 22.03.1985, Qupperneq 6
SJÁVARÚTVEGUR 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. mars 1985 Lífeyrismál sjómanna Loksins í höfn Sjómannasambandið náði fram fullri leiðréttingu ísíðustu kjarasamningum - Rætt við Hafþór Rósmundsson starfsmann SSÍ í mörg ár hafa lífeyrismál sjó- manna verið hið mesta vandræða barn vegna þess að rangt var farið að í upphafi. Nú loks hefur tekist að fá fram þá leiðréttingu sem menn geta unað við. Þó er eftir að leiðrétta hlut eldri sjóðfé- laga sem óréttlætið í lífeyrismál- unum bitnar hvað mest á en vonir standa til að það takist að leiðrétta þau mál að fullu. Þjóð- viljinn snéri sér til Hafþórs Rós- mundssonar starfsmanns Sjó- mannasambands ísiands og bað hann að rekja sögu þessa máls. Árið 1958 lögðu togarasjó- menn út í baráttu fyrir stofnun lífeyrissjóðs og fengu því fram- gengt eftir verkfall. Þá var stofn- aður Lífeyrissjóður togarasjó- manna. Félagar gátu allir orðið sem lögskráðir voru á togara. Árið 1962 fengu svo farmenn aðild að sjóðnum og var hann þá orðinn lífeyrissjóður togarasjó- manna og undirmanna á far- skipum. Árið 1970 fengu síðan bátasjó- menn aðild að sjóðnum og þá breyttist nafnið í Lífeyrissjóð sjó- manna. Fram til þess höfðu tog- arasjómenn og farmenn greitt af öllum sínum launum í sjóðinn, en þegar bátasjómennirnir komu í sjóðinn var það svo að fólk greiddi aðeins af dagvinnutekj- um sínum í lífeyrissjóðina. Báta- sjómennirnir greiddu því aðeins af tekjutryggingunni til lífeyris- sjóðsins. Þetta var þannig að í upphafi árs var fundin ákveðin viðmiðunartala sem var föst pró- sentutala sem greiða skyldi í líf- eyrissjóðinn og því var greidd sama upphæð til sjóðsins allt árið. Útgerðarmenn voru aldrei til viðtals um að greiða sinn hluta til sjóðsins af öllum tekjum sjó- manna. Það var svo ekki fyrr en í samn- ingunum 1981 að það náðist fram að sjómenn greiddu í lífeyrissjóð af upphæð sem nam 20% meira en kauptryggingin. Þá var svo komið að ekki var greitt til líf- eyrissjóðsins af nema 80% kauptryggingu, þetta hafði skekkst svo í verðbólgunni. Og í samningunum á dögunum komst málið endanlega í höfn. Nú greiða sjómenn og útgerðarmenn til lífeyrissjóðsins af öllum tekj- um bátasjómanna, það er að segja, það mun koma í þremur áföngum. Strax verður greitt af 80% launa, 1986 verður greitt af 90% og eftir 1. janúar 1987 af öllum launum. Þannig að málið er komið í höfn. Þó á eftir að leiðrétta hlut þeirra sem verst eru settir í líf- eyrissjóðnum hvað réttindi varð- ar eftir langvarandi óréttlæti í þessum málum. Við munum fá þá leiðréttingu fram, þótt ekki sé búið að ganga frá því með hvaða hætti það verður. -S.dór Hatþór Rósmundsson Loðnuveiðisjómenn hafa farið illa útúr lífeyrismálunum í gegnum árin (Ljósm. EÓI) Lífeyrismál sjómanna Dæmi um óréttlæti Hér á eftir má sjá dæmi um það mikla misræmi sem er á lífeyris- greiðslum og örorkulífeyri til sjó- manna, vegna þess óréttlætis sem bátasjómenn hafa orðið fyrir vegna þrákelkni útgerðarmanna að greiða til lífeyrissjóðsins af öllum launum sjómanna. Út- reikningar þessir eru gerðir af Sjómannasambandi íslands. I. Ellilífeyrir 1) Bátasjómaður, sem fæddur er 1917 og hefur haft 300 skrán- ingardaga á ári og hefur töku líf- eyris við 65 ára aldur, fær ca. kr. 1.500,- á mánuði, miðað við að hann hafi áunnið sér 0,900 stig að meðaltali á ári. 2) Farmaður, fæddur 1917, sem hafið hefur sjómennsku árið 1970, sem er sama ár og bátasjó- menn gerðust aðilar að sjóðnum, og hefur töku lífeyris við 65 ára aldur, fær ca. kr. 3.200.- á mán- uði, miðað við að hann fái 2 stig á ári. Hafi hann verið á farskipum frá stofnun sjóðsins, fær hann ca. kr. 6.300.- á mánuði. 3) Togarasjómaður, fæddur 1917, sem hafið hefur sjó- mennsku árið 1970 og hefur töku lífeyris við 65 ára aldur, fær ca. kr. 4.700.- á mánuði, miðað við að hann fái 3 stig á ári. Hafi hann verið á togurum frá stofnun sjóðsins 1958, fær hann ca. kr. 9.400.- á mánuði. 4) Hæsti ellilífeyrisþegi í Líf- eyrissjóði sjómanna fær kr. 12.047.- á mánuði. Hann er fædd- ur 1920 og hóf töku lífeyris 61 árs gamall á grundvelli lækkunar Iíf- eyrisaldurs úr 65 árum í 60 ár. Hann greiddi í sjóðinn á árunum 1958-1981 sem togararsjómaður, samtals 94,701 stig eða rúmlega 4 stig að meðaltali á ári, sem er ótrúlega mikið. II. Örorku- lífeyrir Mörg atriði hafa áhrif á fjár- hæð örorkulífeyris. Heildarstiga- inneign sjóðfélaga skiptir að sjálfsögðu máli, en einnig hefur aldur sjóðfélaga mikil áhrif, svo og iðgjaldagreiðslur í sjóðinn síð- ustu árin fyrir orkutapið vegna framreiknings réttinda. Þá hefur það einnig áhrif hve mörg pró- sentustig örorkan er metin. Reynt verður að gefa hugmyndir um fjárhægðir með því að taka nokkur dæmi um örorkulífeyris- greiðslur úr sjóðnum í október 1982. 1) A sjómaður á fragtskipum, fæddur 1929, greiddi í sjóðinn 1959-1973, samtals 21. 948 stig. Metinn 100% öryrki frá 01.04. 1973, 44 ára gamall. Fær kr. 7.201,- á mánuði. 2) B togarasjómaður, fæddur 1945, greiddi í sjóðinn 1962-1972, samtals 16.285 stig. Metinn 100% öryrki frá 01.03. 1974, 28 ára gamall. Fær kr. 10.463.- á mán- uði. 3) B togara- og bátasjómaður, fæddur 1957, greiddi í sjóðinn 1974-1980, samtals 5,845 stig. Metinn 100% öryrki frá 01.01. 1981, 24 ára gamall. Fær kr. 4.879.- á mánuði. 4) J togaraskipstjóri, fæddur 1921,greiddiísjóðinn 1958-1979, samtals 84,488 stig. Metinn 100% öryrki frá 01.01. 1981, 60 ára gamall. Fær kr. 12.301.- á mán- uði og er hæsti örorkulífeyrisþegi í sjóðnum. 5) K togarasjómaður, fæddur 1959, greiddi í sjóðinn 1978-1980 og átti auk þess inni í öðrum sjóð- um, samtals 8,014 stig. Metinn 100% öryrki frá 01.01. 1981, 21 árs gamall. Fær kr. 9.492,- á mán- uði. ii&frr » 'SaZ*».*!ii

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.