Þjóðviljinn - 22.03.1985, Síða 7
SJÁVARÚTVEGUR
Drekkhlaðinn loðnubátur. Þetta ætti að geta orðið algeng sjón á næstu loðnuvertíð
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur:
Unnum í
happdrættinu
Aðfá þennan stóra loðnustofn úrminnsta
hrygningastofni sem um getur hér við land 1982er
hrein hundaheppni. Búist við sterkum stofni fyrir
veiðarnar 1985/1986
Á þeirri loðnuvertíð sem nú er
að Ijúka hefur verið ieyft að veiða
$20 þúsund lestir og þá er talið að
eftir sé í það minnsta 400 þúsund
lestir af loðnu til að hrygna. Þeg-
ar þetta blasir við spyrja menn
eðlilega, hvernig má það vera að
svona stór loðnustofn sé afrakstur
minnsta hrygningarstofns loðn-
unnar sem um getur hér við land
eða frá 1982, en þá var talið að
hann væri 140 þúsund lestir.
Alla tíð hafa fiskifræðingar tal-
ið að 400 þúsund lesta hrygning-
arstofn væri lágmarkið. Með
þessa spurningu og fleiri fórum
við á fund Hjálmars Vilhjálms-
sonar fiskifræðings, sem er sér-
fræðingur Hafrannsókna-
stofnunar í loðnumálunum.
Hundaheppni
Vafalaust eiga umhverfisáhrif
stærstan þátt í því hve vel tókst til
með nýliðun úr hrygningarstofn-
inum 1982, sem var aðeins 140
þúsund lestir samkvæmt okkar
mælingum. Það er hinsvegar mín
skoðun að það hafi verið hrein
hundaheppni hve vel tókst til.
Við höfum haldið því fram að 400
þúsund lesta hrygningarstofn
væri lágmarkið til þess að ekki
væri tekin mikil áhætta varðandi
nýliðun. Eftir því sem
hrygningarstofninn er stærri
dreifist hrygningin yfir stærra
svæði og stendur lengur yfir. Þar
með aukast líkurnar á jafnari og
góðri nýliðun. Þegar stofninn er
kominn niður í 140 þúsund lestir
og hrygnir e.t.v. allur á tiltölu-
lega litlu svæði má hreinlega ekk-
ert útaf bera til þess að klakið og
þá um leið nýliðunin misfarist.
Þess vegna kalla ég þetta heppni,
hreinan happdrættisvinning. Ef
umhverfisáhrifin eru eins og best
verður á kosið getur lítill hrygn-
ingarstofn skilað góðri nýliðun,
en líkurnar á að klakið mistakist
eru aftur á móti miklu meiri.
Árið 1981 var hrygningarstofn-
inn aðeins 160 þúsund lestir en
nýliðun hans tókst einnig mjög
vel, það sjáum við á veiðinni í
fyrra. Einnig virðist ljóst að ný-
liðun frá 1983 hafi tekist vel. Og
þótt ekkert hafi enn verið ákveð-
ið hvað leyft verður að veiða
mikið á vertíðinni 1985/1986, hef-
ur komið fram tillaga um að leyft
verði að veiða 600 til 700 þúsund
lestir á tímabilinu 1. ágúst til 30.
nóvember í ár. Af þessum kvóta
eiga Norðmenn 100 þúsund lestir
og við skuldum þeim aðrar 100
þúsund lestir, þannig að handa
okkar skipum verða þá eftir 400
til 500 þúsund lestir. Þarna er að-
eins um byrjunarkvóta að ræða
sem vel gæti stækkað. Þær rann-
sóknir sem við höfum gert á ár-
ganginum frá 1983 benda til þess
að hann sé sterkur, líklega sterk-
ari en 1982 árgangurinn, sem nú
er verið að veiða úr. Þetta á þó
eftir að koma betur í ljós við frek-
ari rannsóknir næsta sumar og
haust.
Dekkra útlit
En hvað þá með klakið í fyrra?
í ágúst í fyrra reyndist fjöldi
seiða á svipuðum nótum og und-
anfarin ár. Hinsvegar reyndust
seiðin mjög smá og ég verð að
játa að þar til frekari rannsóknir
hafa farið fram ber ég ugg í
brjósti. Við munum skoða þetta
betur í sumar og þá kemur vænt-
anlega í ljós hvernig ástandið
raunverulega er. Fjöldi loðnu-
seiða er reyndar ekki nákvæmur
mælikvarði á stærð árgangs 1—2
árum síðar.
Er það fyrst og fremst hlýrri
sjór sem veldur því að nýliðun
1981 og 1982 tókst svo vel sem
raun ber vitni?
Almennt séð má ætla að hlýrri
sjór þýði betri lífsskilyrði. Þó tel
ég varasamt að setja samasem-
merki þarna á milli og afleiðingin
er sú tilhneiging margra að nota
upplýsingar um aukinn sjávarhita
til þess að reikna sér örugglega
sterka árganga og góð vaxtarskil-
yrði. í þessu sambandi má benda
á að í kringum 1970 var sjór kald-
ur hér við land, samt tókst nýlið-
un loðnustofnsins mjög vel hér
við land. Önnur dæmi má finna
með öfugum formerkjum. En
vissulega eykur hlýr sjór mögu-
leikana á því að nýliðun gangi
vel, svona almennt séð.
Hrun stofnsins
Var það ofveiði ein sem orsak-
aði hrun loðnustofnsins um og
eftir 1980?
Nei, þar fór saman ofveiði og
slæmar umhverfisaðstæður í haf-
inu. Þessar umhverfisaðstæður
ollu því að nýliðun var í lágmarki.
Þar við bættist að á tímabili voru
loðnuveiðar stundaðar á þeim
árstíma og svæðum, þar sem
blandast mjög saman smá og stór
loðna. Smáloðna á 2. ári smýgur
riðil loðnunótanna og er þá sjald-
an í þeim afla sem á land kemur.
Sé mikið um það að sama loðnan
smjúgi hvað eftir annað særist
hún trúlega og drepst. Þetta er ég
hræddur um að hafi gerst meðan
veitt var á tímabilinu júlí-sept-
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur
ember hér norður og n-austur af
landinu og valdið ótímabærum
afföllum, stundum miklum. Lík-
leg tilgáta sem mig því miður
vantar gögn til að sanna.
Hitt er ég sannfærður um að ef
loðnuveiðarnar hefðu ekki verið
stöðvaðar á sínum tíma, þá væru
engar loðnuveiðar stundaðar hér
við land í dag. Þótt deilt hafi verið
um stærð stofnsins á sínum tíma,
þegar veiðarnar voru stöðvaðar,
þá hygg ég að ekki sé lengur um
það deilt að hann hafi verið orð-
inn hættulega lítill, vorin 1981 og
1982. Menn hafa sagt að lítill
stofn geti skilað góðu klaki og ný-
liðun. Það er rétt en að mínu mati
og í ljósi þess sem fyrr var sagt um
dreifingu hrygningar í tíma og
rúmi er tekin of mikil áhætta ef til
að mynda er farið að eins og 1981
og 1982. En einhversstaðar verð-
ur að setja markið. Hingað til
hefur verið miðað við 400 þúsund
lestir þegar gerðar eru tillögur
um hámarksafla. Vel má vera að
þetta viðmiðunarmark sé of hátt
enda verður því breytt þegar og
ef rannsóknir sýna að ástæða er
til. Meðan beðið er frekari upp-
lýsinga held ég að ekki sé ráðlegt
að ganga mikið harkalegar að
loðnustofninum en gert hefur
verið sl. 2 ár.
Nóvember-
mistök
Menn hafa verið að kvarta yfir
því að þið hafið stækkað loðnu-
kvótann tvisvar á þeirri vertíð
sem nú er að ljúka, hvers vegna
var ekki hægt að gefa upp rétta
tölu í haust?
Þetta á sínar skýringar. Byrjað
var með bráðabirgðakvóta, 300
þúsund lestir. Af honum áttu
Norðmenn rúmlega 100 þúsund
lestir, en við afganginn. Áformað
var að endurskoða dæmið eftir
stofnstærðarmælingar í október.
Eins og menn muna kom verkfall
í veg fyrir það. Vel veiddist strax í
byrjun vertíðar og margir voru
fljótir með sinn skammt. Rann-
sóknir sem gerðar voru í ágúst sl.
bentu til þess að allt að því mætti
tvöfalda 300 þúsund tonna kvót-
ann. Ágúst-mælingar á stærð
loðnustofnsins eru óáreiðanlegar
að því er varðar stóru loðnuna.
Með tilliti til aðstæðna voru þær
samt dregnar fram og kvótinn
stækkaður með ákvæðum um
endurskoðun eftir mælingar í
nóvember. Seint í nóvember var
loðnukvótinn svo ákveðinn 700
þús. lestir í samræmi við mæling-
ar sem þá var nýlokið. Niðurstað-
an kom nokkuð á óvart og var
verulega miklu lægri en búist
hafði verið við. Ekki voru sjáan-
legar neinar augljósar ástæður á
þessum tíma og mælingum því
hætt í bili. Við rannsóknir nú í
janúar kom svo í ljós að við
höfðum misst af hluta stofnsins í
nóvember, sennilega út af NA-
landi og eftir janúarrann-
sóknirnar var kvótinn svo stækk-
aður í 920 þúsund lestir. Ég er
manna sárastur yfir þessum mis-
tökum, því haust og vetrarmæl-
ingar okkar hafa verið í góðu
samræmi fram að þessu. Við höf-
um velt því fyrir okkur hvernig á
þessu stendur og munum gera
það sem í okkar valdi stendur til
þess að sagan endurtaki sig ekki.
En þetta er skýringin á því að
kvótinn hefur verið stækkaður
svona oft. Ég skil vel óánægju
manna með það og legg á það
áherslu að ólíklegt er að til slíks
vandræðaástands komi á næstu
vertíð.
Að lokum, Hjálmar, er líklegt
að sjómannaverkfallið á dögun-
um hafi orðið til þess að meira af
loðnu hafi hrygnt í ár en ef ekki
hefði komið til verkfallsins?
Ég hygg að svo verði, enda stóð
verkfallið það lengi að aflakvót-
inn næst ekki úr þessu. Hrygning-
arstofninn verður því að þessu
sinni yfir okkar viðmiðunar-
mörkum og verði umhverfisað-
stæður hagstæðar í hafinu næstu
tvö árin má gera ráð fyrir sterkum
loðnustofni eftir 2-3 ár.
-S.dór.
Föstudagur 22. mars 1985, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7