Þjóðviljinn - 22.03.1985, Síða 8
SJÁVARÚTVEGUR
Guðmundur J.
Guðmundsson
skrifar:
Vandj fjskvinnslunnar á íslandi:
LÁG LAUN,
LFTIÐ
ATVINNUÖRYGGI
OG MIKIÐ
VINNUÁLAG
Betrikjör, aðbúnaðurog menntun starfs-
fólks er forsenda fyrir bættri aðstöðu
fslenskrar fiskvinnslu
Það sem einkennt hefur mál-
flutning fulltrúa sölusamtaka og
fiskverkenda í umræðum um
frekari vinnslu sjávarafla, er að
vegna skorts á vinnuafli geti þeir
ekki framleitt þær afurðir sem
verðmeiri eru og þeir vildu raun-
verulega framleiða. Mætti þar
nefna að stærstu vinnslugreinina,
sem er frysting, getur oft ekki
framleitt dýrustu pakkningar
sem hráefnið býður upp á, þar
sem þær krefjast meiri vinnuafls,
sem ekki fáist. Þetta viðurkenna
sölusamtökin og framleiðendur.
Svipaöa sögu er að segja um
þurrkun á saltfiski og ýmsa
möguleika á sviði lagmetisfram-
leiðslu.
Með þessu ástandi afsölum við
íslendingar okkur ótöldum fram-
leiðslumöguleikum og ótrúlega
stórum fjárhæðum.
Lítið
atvinnuöryggi,
óþrifaleg vinna
og lág laun
Hvað veldur? Hvers vegna er
ekki hægt að fá vinnuafl í þann
þátt atvinnulífsins sem aflar þjóð-
inni mestanhluta gjaldeyristekna
hennar?
I fyrsta lagi má svara því til að
vinna í fiskiðnaði er mjög ó-
tryggt. Fiskvinnslufólk er eina
fólkið í landinu sem hægt er að
segja upp með viku fyrirvara,
hvort sem það hefur unnið í þrjá
mánuði eða þrjátíu ár í starfs-
greininni. Þessar uppsagnir með
viku fyrirvara geta staðið í
nokkra mánuði. Skip siglir á er-
lendan markað, - og starfsfólkið í
frystihúsinu er sent heim.
Skipum er jafnvel lagt um ein-
hvern ákveðinn tíma og fólkið
sent heim vegna hráefnisskorts.
Skuldbindingar atvinnurekenda
gagnvart þessu fólki eru minni en
gerist í öðrum starfsgreinum.
I öðru lagi er þessi vinna bæði
erfið og óþrifaleg. Vinnutíminn
er oft mjög langur ef vel aflast, og
getur þá orðið allt að tvöfaldur
dagvinnutími og helgarvinna að
auki.
í frystingu er meginþorri vinn-
unnar í bónus, sem skapar gífur-
legt álag, bæði líkamlegt og and-
legt. Kannanir hafa sýnt að at-
vinnusjúkdómar eru ótrúlega tíð-
ir meðal fiskvinnslufólks. Bónu-
sinn stuðlar að auknum afköstum
og mikilli samkeppni milli starfs-
fólksins innbyrðis, en hann stuðl-
ar ekki að vöruvöndun að sama
skapi.
í þriðja lagi er kaup fisk-
vinnslufólks í lægsta launaflokki
verkafólks. Ef einhver tekjuvon
á að vera, þurfa að koma til mikil
afköst í bónusvinnu eða gífurleg
eftirvinna.
Allt þetta hefur stuðlað að því
að hver leitar úr fiskvinnu sem
beturgetur. Öryggisleysið, erfið-
ið og launin gera það að verkum
að fiskiðnaðurinn tapar sam-
keppninni um vinnuaflið við nær
allar aðrar atvinnugreinar.
Samtímis því að við erum með
óhagstæðan gjaldeyrissöfnuð
upp á þrjá milljarða á síðasta ári,
getum við ekki, vegna þess að
ekki er hægt að fá fólk til að starfa
í fiskiðnaðinum, notfært okkur
þá framleiðslumöguleika sem tví-
mælalaust eru fyrir hendi í fisk-
iðnaðinum og myndu gera meira
en að jafna gjaldeyrishallann.
Forsenda
markaðsstöðu?
Stærsta hagsmunamál þjóðar-
innar er að búa starfsfólki fisk-
iðnaðarins þannig kjör að störf
við þessa grein verði eftirsóknar-
verð, þannig að við getum nýtt þá
vinnslu- og tekjumöguleika sem
þar eru fyrir hendi. Þetta ætti
vitaskuld að vera meginviðfangs-
efni stjórnenda þjóðfélagsins í
dag.
Þetta er líka stærsta hagsmuna-
mál fiskiðnaðarins sjálfs. En
mikið óskaplega vantar mikið á
skilning forráðamanna þessarar
atvinnugreinar, sem beina öllu
afli sínu í að halda launum þessa
fólks niðri. Að öðrum kosti segj-
ast þeir ekki vera samkeppnis-
hæfir á erlendum mörkuðum.
Skyldu þá ekki samkeppnisað-
ilarnir greiða svipað kaup eða
lægra, því fólki sem þar starfar
við fiskiðnað?
Skoðum það nánar.
Ef borin eru saman laun verka-
fólks við fiskvinnslu á íslandi, í
Noregi og Danmörku, kemur
eftirfarandi í ljós:
; g$gfl| 1 I Á 1' ■ c. SH ■ ■■ - aM 7 p| h$ ’ p'l
1
Hærri laun og aukin menntun er forsenda framfara í fiskiðnaði
Tímakaup í íslenskum krónum:
KARLAR
ísland 86,11*
Noregur 211,95
Danmörk 190,40
Mismunur með kuldaálagi:
KARLAR
Noregur +173,9%
Danmörk +126,2%
Víðast hvar mun vera um bón-
usvinnu að ræða í frystihúsum í
Noregi, en þá er þar um hóp-
bónus að ræða, sem reiknaður er
á alla starfsmenn viðkomandi
húss, miðað við heildarafköst yfir
dagana. Ekki veit ég hve þessi
upphæð er há að meðaltali og
þess vegna er hún ekki tekin með
hér. í Danmörku hins vegar er
bónus nokkuð útbreiddur og er
talinn 23-25% kaupauki, þar sem
hann er notaður, en þá er bónus
reiknaður af lægri taxta en gefinn
var upp í töflunni hér að framan,
eða 175,45 íslenskar krónur á
tímann. Samsvarandi taxti á ís-
KONUR
86,11
199,54
190,40
KONUR
+131,7%
+111,1%
KONUR
+148,0%
+126,2%
landi myndi vera kr. 70,00 á tím-
ann. Með bónus fer þá tíma-
kaupið í 258,75 ísl. kr. á tímann í
Danmörku, samkvæmt upplýs-
ingum skrifstofu SID í Esbjerg
(SID er hliðstæða Verkamanna-
sambandsins í Danmörku). Á ís-
landi er talið að bónus sé að með-
altali 35-40%, þannig að reikna
má með að tímakaup með honum
sé um 98,00., - þ.e. að bónus-
kaupið sé um það bil 164% hærra
í Danmörku en á íslandi.
Þá má geta þess að mismun-
andi bónusstaðlar eru notaðir í
Danmörku eftir fisktegundum,
fiskstærðum og gæðum hráefnis.
Ef fiskur er gamall og lélegur er
notaður hærri bónusstaðall en á
nýjan og ferskan fisk.
Hvað ætli myndi gerast í frysti-
húsum á íslandi ef staðlar væru
mismunandi eftir gæðum og aldri
hráefnis? Ætli það myndi ekki
stytta útivist togaranna? Og ætli
það sé ekki einmitt áhrifamesta
aðferðin til að bæta gæði fisksins
sem berst að vinnsluborðinu?
Raunar er það réttlætiskrafa, í
ljósi fenginnar reynslu af hráefn-
isgæðum, að íslensk fiskverka-
fólk fái greitt samkvæmt hærri
bónusstaðli þegar unnið er gam-
alt og lélegt hráefni.
Aukin menntun -
betra starfsfólk
Eins og sést á samanburðinum
hér að framan liggur vandi ís-
lenskrar fiskvinnslu ekki í of háu
kaupi fiskvinnslufólksins, miðað
við samkeppnisþjóðirnar. Hins
vegar skapar þetta lága kaup
stórfelld vandamál fyrir fisk-
iðnaðinn ijálfan, þar sem fólk
flýr þessa atvinnugrein umvörp-
um.
Lág laun, lítið atvinnuöryggi
og mikið vinnuálag gerir enga
atvinnugrein eftirsóknarverða.
Það sem brýnast er fyrir fisk-
iðnaðinn sjálfan er að forystu-
menn hans nái áttum og geri sér
grein fyrir því, að eitt helsta
hagsmunamál þeirra er að hækka
laun fiskvinnslufólks, miðað við
aðrar atvinnugreinar; að
kauptrygging þessa fólks sé í
meira samræmi við aðrar launa-
stéttir í þjóðfélaginu. Um það
liggur nú frammi tillaga á Alþingi
og áskoranir um samþykkt henn-
ar frá þorra allra verkalýðsfélaga
á landinu.
Þá þarf að stuðla að aukinni
menntun og sérþjálfun starfs-
fólks í fiskiðnaði, enda liggur
besta fjárfestingin í þjálfuðu og
menntuðu starfsfólki. Halda þarf
námskeið fyrir starfsmenn og
greiða þeim hærri laun að þeim
loknum, þar sem þeir eru þá hæf-
ari starfsmenn og stuðla sem slík-
ir að bættum gæðum. Þau nám-
skeið í fiskiðnaði, sem hingað til
hafa verið haldin á vegum Fisk-
vinnsluskólans, eftirlitsstofnana
og sölusamtaka, hafa takmarkast
við verkstjóra og matsmenn.
Námskeið fyrir almennt starfs-
fólk hafa verið nær óþekkt.
Nú standa yfir samningar milli
Verkamannasambands fslands
og sjávarútvegsráðuneytisins um
slíkt námskeiðahald. Jafnframt
er komin fram á Alþingi þings-
ályktunartillaga um þetta efni.
Þetta verður að fara að verða
að raunveruleika. Ýmsar stéttir
sækja fræðslu og námskeið í
vinnutíma á fullum launum og
fylgja þeim oftast einhverjar
launahækkanir. En fyrirlitning
þjóðfélagsins á fiski og fisk-
vinnslu kemur skýrt fram í því, að
það hefur verið talinn óþarfi að
efla menntun og þjálfun þess
fólks sem við undirstöðufram-
leiðslu okkar starfar, til að gera
það sérhæfðara og færara um að
vinna þessi störf sem þjóðin
stendur og fellur með hvort vel
eða illa eru unnin.
Guðmundur J. Guðmundsson.
Tímakaup með kuldaálagi (frystiklefar, tæki o.s.frv.):
KARLAR KONUR
ísland 86,11 86,11
Noregur 235,88 213,62
Danmörk 194,77 194,77
Mismunur á tímakaupi í prósentum, miðað við Island:
KARLAR
Norcgur +146,1%
Danmörk +111,1%
* 7. taxti Verkamannasambands íslands, sem er svo hár að innan við heim-
ingur fískverkafólks vinnur samkvæmt honum.
PLUS
YFIR 50 ÁR
í FARARBRODDI
Caterpillar, Cat ogCBeru skYásett vörumerki
Fyrsta Caterpillar díeselvélin var
framleidd áriö 1931. Það var D9900
geröin. Síðan þá hefur Caterpillar
framleitt yfir 2 milljónir véla, sem
samtals framleiöa 500 milljón hest-
öfl. Á síðustu sex árum hafa þeir selt
fleiri vélar, en öll hin árin.
Fimmtíu ár stöðugrar framleiðslu-
þróunar hafa leitt til minnkaðrar
eldsneytiseyðslu og aukinna afkasta,
samfara stöðugt léttari, fyrirferða-
minni, áreiðanlegri og endingar-
betri vélum.
Af þessum sökum hefur vélasala
caterpillar stöðugt aukist.
D9900
CATERPlLLAR
SALA Í3, ÞUONUSTA
í dag býður fyrirtækið, sex megin-
gerðir díseselvéla, í stærðum frá 85
-1500 hestöfl (63-1119 kw).
Heildarframleiðslulínan telur 189
útfærslur véla frá 4 strokka — 16
strokka. Framleiðslulínan tekur yfir
52 gerðir sjóvéla og 31 gerð trukk-
véla. Að auki eru boðnar 28 gerðir
díeselrafstöðva frá 50 kw til 940 kw
til notkunar á sjó og í landi.
[ulHEKLA
■J Laugavegi 170-172 Sír
HF
Sími 21240