Þjóðviljinn - 22.03.1985, Side 15
SJAVARUTVEGUR
Fiskimál
Fiskeldi í köldum sjó
Norðmenn eru farnir að rækta nýjan laxættaðan eldis- *
fisk í kalda sjónum við norður Noreg
Nú er að koma dálítil hreyf-
ing á laxeldismál okkar íslend-
inga og er það góðs viti, en
hefði mátt koma fyrr. Hinsveg-
ar skortir mikið á, að alþingis-
menn geri sér möguleika
þessa nýja atvinnuvegar Ijósa.
Ennþá vantar rammalöggjöf
um þennan atvinnuveg sem
greiði götu hans, með lánafyr-
irgreiðslu innan bankakerfis-
ins.
Sjobleikjan nýr
laxættaður
eldisfiskur í kalda
sjónum
við norður Noreg
Eftir því sem þróun fiskeldis
fær meiri reynslu, þá blasa fleiri
möguleikar við í fiskeldinu. Það
sem nú er að gerast í norður Nor-
egi það opnar alveg nýja mögu-
leika í fiskeldi hér á landi, þar
sem jarðhiti er ekki fyrir hendi og
sjór í kaldara lagi fyrir örugt lax-
eldi. Nú er kominn fram á sjónar-
sviðið nýr eldisfiskur af laxaætt-
inni sem miklar vonir eru bund-
nar við í köldum sjó. Þetta er sjó-
bleikja eða sjóreyður. Um þenn-
an fisk segir svo í bókinni „ís-
lenskir fiskar“, eftir Gunnar
Jónsson fiskifræðing:
„Stærð. Sjóbleikja verður
sjaldnast þyngri en 3-4 kg. og al-
geng stærð í veiði er 1/2 kg eða
40-50 cm. Heimkynni snjó-
bleikjunnar eru á Grænlandi, ís-
landi, Svalbarða, Novaja Semlja,
Lapplandi og Finnmörku".
Norðmenn hafa á undanförnum
árum verið að leita að verð-
mætum fiski sem hentaði vel til
eldis í köldum sjó við norður
Noreg og á Finnmörku og sjób-
leikjan hefur orðið fyrir valinu.
Þetta er fiskur sem talinn er
standa að verðgildi næst sjálfum
Atlantshafslaxinum, sökum þess
hve ljúffengur hann er. Um þetta
val á eldisfiski í köldum sjó við
norður Noreg hafa verið með í
ráðum sérfræðingar við Há-
skólann í Tromso. Nú þegar hafa
verið stofnuð 5 eldisbú í norður
Noregi þar sem sjóbleikja verður
uppistaðan. Á komandi hausti
verður svo hin norð-norska sjó-
bleikja kynnt á markaði og valdir
verða úr bestu stofnarnir til
áframhaldandi eldis. Þetta er
byrjunin á því að gera sjó-
bleikjuna að vermætum eldi-
sfiski. Annars var upphafið að
því að gera sjóbleikjuna að eldi-
sfiski frá suðvestur Noregi, en
þar reyndist sjór of heitur fyrir
eldi á þessum fiski svo það yrði
arðsamt.
Sú reynsla sem þegar er fengin
af eldi á sjóbleikju í köldum sjó
við norður Noreg hún spáir góðu
um framhaldið. Norðmenn segja
að eldi sjóbleikjunnar sé mikið
fyrirhafnaminna og auðveldara
en eldi á Atlantshafslaxi.
Það sem nú
þarf að gera
Það er að stjórnvöld taki nú
rögg á sig og sendi menn til
norður Noregs til að kynna sér
eldi á sjóbleikju.
Hér virðist fundinn hag-
kvæmur eldisfiskur sem skilyrði
eru til að ala í þeim landshlutum
þar sem sjór er of kaldur fyrir
laxeldi. Þá er nauðsynlegt að gera
hitamælingar á sjó á mismunandi
dýpi nú á þessum vetri á Vest-
fjörðum, á norðvesturlandi, svo
sem Húnaflóa, Skagafirði, Eyja-
firði, Skjálfanda, Óxarfirði og
Þistilfirði svo öllum fjörðum
Austurlands, til að ganga úr
skugga um hvort laxeldi sé þar
tiltækilegt sem atvinnugrein.
Hinsvegar bendir allt til þess, að
sjóbleikjan geti orðið íslenskur
eldisfiskur þar sem sjór er of
kaldur fyrir laxinn. Ánnars er
reynslan sú frá norður Noregi að
laxeldið hefur þar víða gengið vel
þó sumarsjór sé þar kaldari held-
ur en við suðvestur Noreg, þar
sem laxeldið er mest. Og laxinn
frá norður Noregi er talinn að
vera með fastari vöðvabyggingu
og hafa meira geymsluþol heldur
en eldislax frá suðvestur Noregi.
En norð-norski laxinn þarf
nokkru lengri vaxtartíma, og er
það líklega orsökin fyrir því að
hold hans er sagt stinnara.
í vetur urðu menn fyrir skaða í
laxeldisbúum við suður Noreg
sökum þess hve miklu kaldari
sjór kom þangað innan úr
Eystrasalti sökum hinnar miklu
frosthörku og íslaga sem þar hafa
verið á þessum vetri. Hitinn í sjó
við suður Noreg fór víða niður
fyrir 0 stig á Celsíus, en talið er að
blóð laxins frjósi við mínus 0,6-
0,7 stig á Celsíus. Þeir sem ekki
höfðu dælibúnað til að sækja
heitari sjó niður á 20-40 m. dýpi
og dæla inn í netbúrin sem þeir
klæddu að utan með plastdúk,
þeir urðu að slakta sínum laxi og
olli það nokkrum skaða hjá við-
komandi. En þrátt fyrir ýmsa erf-
iðleika sem fram koma í eldisbú-
skap Norðmanna, þá er fiskeldi
þar í landi arðsamasta atvinnu-
grein næst á eftir olíuvinnslu,
þegar á heildina er litið.
Þegar nú fiskeldismenn í
norður Noregi hafa valið sjó-
bleikju sem eldisfisk í köldum
sjó, þá liggur að baki því vali
rannsókn á lifnaðarháttum sjó-
bleikjunnar, hraustleika hennar
gegn sjúkdómum sem ásótt hafa
lax í sumum eldisbúa Norð-
manna, svo og að þeir segja sjó-
bleikjuna auðvelda í ræktun, og
að síðustu telja þeir, að þetta
verði eftirsóttur fiskur á dýrum
mörkuðum. Við íslendingar höf-
um nú í meira en áratug látið vel-
gengni Norðmanna í laxeldi fram
hjá okkur fara, án þess að gera
nauðsynlegar ráðstafanir og læra
af reynslu þeirra. Á því er heldur
ekki nokkur vafi að gjaldeyrisbú-
skapur okkar væri betri nú, ef við
hefðum á undanförnum árum
varið einhverju umtalsverðu fjár-
magni í fiskeldi, í stað þess að
leggja lánsfé í vafasamar fram-
kvæmdir sem aldrei verða þess
umkomnar að skila því til baka.
Nú er ekki hægt að bíða lengur
fyrir okkur íslendinga ef við ætl-
um ekki að tapa þeim tækifærum
sem fiskeldi býður upp á. Nú þarf
fiskeldisuppbygging hér að verða
hraðari en ella, vegna þeirrar
miklu tafar sem orðið hefur í
framkvæmd á þessu þjóðþrifa-
máli.
Reynslan af
þorskeldi Norðmanna
og hafbeit
Nú eru liðin þrjú ár frá því að
fiskifræðingum frá norsku Haf-
rannsóknastofnuninni tókst að
klekja út þorskhrogn og ala upp
þorskseiði við fiskiræktarstöðina
í Austevall á Hordalandi. Síðan
þetta gerðist hefur um 30 þúsund
merktum þorskseiðum verið
sleppt í hafið. Seiðunum hefur
verið sleppt í hafið í öktóber og
nóvember á ýmsum stöðum hálfs
árs gömlum og hafa þá verið 18
cm, á lengd og þyngd þeirra um
100 gr.
Búið er að veiða 16% af þor-
skinum sem sleppt var 1982 og
6% af þeim sem sleppt var 1983.
Eftir eitt ár í sjó hefur þorskur-
inn verið 40 cm á lengd og þyngd
hans 1/2 kg. En eftir tvö ár í sjó
hefur lengdin verið orðin 50cm ,
og þyngd 1 1/2 kg. Við veiði á
þessum ræktaða þorski hefur
komið í ljós að hann heldur sig í
nánd við þann stað þar sem hon-
um var sleppt. Sá fiskur sem
veiddist fjærst sleppistaðnum var
aðeins 5 kílómetra frá þeim stað.
Þessar rannsóknir fiskifræðinga
ganga út á það hvort tiltækilegt sé
að rækta upp staðbundinn þorsk-
stofn á ýmsum stöðum við norsku
ströndina.
Fiskiræktin og eldi
í íslenskum
veiðivötnum
Ég hef hér að framan rætt um
þá miklu möguleika sem við ís-
lendingar eigum framundan í
fiskeldi verðmætra laxafiska í sjó
og sem bíður mikils þjóðarátaks
að framkvæma. En ekki má held-
ur gleyma okkar veiðivötnum,
þar eru einnig miklir möguleikar
sem bíða ræktunarmanna og at-
hafna í framtíðinni. Vatnableikj-
an systir sjóbleikjunnar getur líka
orðið álitlegur eldisfiskur verði
ræktun hennar sinnt. Um vatna-
bleikjuna segir Gunnar Jónsson
þetta í bókinni „íslenskir fiskar“
„Stærð: Vatnableikjan getur
náð 4-6 kg. þyngd, en algengasta
stærð hennar í veiði hérlendis er
innan við 1/2 kg. sem stafar m.a.
af tilhneigingu bleikjunnar til of-
fjölgunar og mikilli samkeppni
um of lítið svæði. Heimkynni
vatnableikjunnar eru í fslandi, í
Skandinavíu, Finnlandi, á Bretl-
andseyjum og í Frakklandi."
Hér finnst hún í flestum
vötnum, allt upp í 700 m. hæð yfir
sjávarmáli. Margt bendir til þess,
að íslenska vatnableikjan gæti
orðið góður eldisfiskur eins og
sjóbleikjan, vegna þeirra eigin-
leika sem hún býr yfir.
14/3 1985
KÆLIKERFI
— FRYSTIKERFI
TIL SJÓS OG LANDS
Áratuga reynsla í hönnun, uppsetningu og viöhaldi.
★ Útvegum vélar og öll tæki til kæli og frystikerfa. Hönnum og
setjum upp lausfrystikerfi, kæli og frystikerfi í stóra sem smáa
klefa.
★ ÍSSKÁPAR — FRYSTIKISTUR — ÍSMOLAVÉLAR
Öll viðgerðarþjónusta.
★ Hitanýting kæli og frystíkerfa. Mikil reynsla.
★ Hafðu hugfast að þú sparar stórfé með góðu kælikerfi.
★ I síma 91-46688 færðu fúslega allar upplýsingar og föst tilboð
ef óskað er.
Sveinn Jómson hf
FRySTIVÉLAR
Auðbrekku 19 pósthólf 76 202 Kópavogur simi 46688
Áratuga reynsla i uppsetningum kaelikerfa, eftirliti og vifthaldi.
Föstudagur 22. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 15