Þjóðviljinn - 23.03.1985, Page 2

Þjóðviljinn - 23.03.1985, Page 2
FRÉTT1R BÚH Eignir fyrir skuldum Þrír affyrrum útgerðarráðsmönnum B ÚHsendafrá sér yfirlýsingu: Eignir umfram skuldir 99 miljónir í árslok. Útvegsbankinn segir veðsetningar eðlilegt hlutfall afbirgðum Fyrrverandi formaður Útgerð- arráðs Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar, Sigurður Þórðarson og þeir Hrafnkell Ásgeirsson og Magnús Jón Árnason fulltrúar Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags í ráðinu hafa sent frá sér Þingfréttir Páll hætt- ur við Á fundi útvarpsráðs í gær lagði Inga Jóna Þórðardóttir formaður fram tillögu þar sem því var lýst yflr að gefnu tilefni að ráðið sæi ekki ástæðu til athugasemda við störf þingfréttaritara sjónvarps. Er þessi tillaga fram komin vegna deilu þeirra Páls Magnússonar fréttamanns og Ingibjargar Haf- stað útvarpsráðsmanns Kvenna- listans vegna bókunar Ingibjarg- ar frá í haust um þingfréttir sjón- varps. Tillaga Ingu Jónu var sam- þykkt á fundi ráðsins með 5 at- kvæðum gegn engu, en, sátu hjá, Ingibjörg og Gerður Óskarsdótt- ir fulltrúi Alþýðubandalagsins. í samtali við Þjóðviljann kvaðst Páll Magnússon líta á þessa samþykkt sem ótvíræða traustsyfirlýsingu við sig. „Ég túlka hjásetu Ingibjargar sem svo að hún hafi þar með viðurkennt að bókun hennar frá í haust hafi ekki átt við rök að styðjast. í framhaldi af því hef ég sent ríkis- saksóknara bréf þar sem óskað er eftir því að málið verði látið niður falla,“ sagði Páll. „Það er ekki hægt að leggja mat á eitt eða neitt á grundvelli þess yfirlits sem Páll hafði lagt fram,“ sagði Ingibjörg við Þjóð- viljann í gær. „Við Gerður lögðum fram tillögu um ýtarlega úttekt, unna af óháðum aðila, til dæmis félagsvísindadeild HÍ. Hún var ekki afgreidd, hjásetu mína ber að skoða í þessu ljósi.“ -ÞH/m Fótbolti Liverpool heppiö Everton ekki Evrópumeistarar Liverpool voru heppnir í gær þegar dregið var til undanúrslita í Evrópu- mótunum í fótbolta. Liverpool leikur þar gegn grísku meisturun- um Panathinaikos og á fyrri leikinn heima. Hinn leikurinn í Evrópukeppni meistaraliða er á milli Juventus, Ítalíu, og Borde- aux, Frakklandi. Ensku bikarmeistararnir Everton voru ekki eins heppnir. Þeir drógust gegn vestur-þýska toppliðinu Bayern Múnchen og verður fyrri leikurinn í Múnchen. Hinn undanúrslitaleikurinn í keppni bikarhafa er á milli Rapid Wien og Dynamo Moskva. í UEFA-bikarnum mætast annarsvegar stórliðin Inter Mi- lano og Real Madrid og hinsveg- ar hin lítt þekktu austurevrópufé- lög Videoton frá Ungverjalandi og Zeljeznicar frá Júgóslavíu. - VS greinargerð um fjárhagsstöðu BÚH í tilefni fréttaflutnings undanfarna daga um stöðu fyrir- tækisins. Þar kemur m.a. fram að í reikningsuppgjöri 30. sept. sl sem lá til grundvallar stofnun Útgerð- arfélgags Hafnfirðinga voru eignir BÚH metnar á 610 miljón- ir og heildarskuldir taldar 523 miljónir, eða eignir umfram skuldir 87 miljónir kr. Samkvæmt endanlegum árs- reikningum fyrir sl. ár eru heildarskuldir komnar niður í 478 miljónir sem er 45 milj. kr. lægri skuldir en þegar bæjarstjórn gerði samþykkt sína um að stofna nýtt hlutafélag og eignir umfram skuldir orðnar 99 miljónir í árs- lok. Þrátt fyrir viðgerðir á skipum uppá 40 miljónir eru til eignir hjá BÚH til að mæta öllum skuldum. Vandi BÚH umfram þann vanda sem blasir hvarvetna við í sjávarútvegi stafar af bágri lausafjárstöðu eins og margsinnis hefur verið bent á, segir í greinar- gerð útgerðarráðsmanna. Þá fylgir greinargerðinni yfir- lýsing frá Útvegsbanka íslands þar sem segir að afurðalán BÚH við bankann séu nú sem næst eðlilegt hlutfall af verðmæti birgða. -*g- Megas. Þeir eiga fullt erindi við æsku landsins. (Ljósm Atli). Páskar Megas syngur Passíusálmana Tveir konsertar í Gamla bíói. Sálmarnir við lög Megasar. Ragga grýla sér um bakraddir. Megas: Passíusálmarnir í fullu gildi. Upp upp mín sál og allt mitt geð, mun vætanlega sveiflast mjúklega úr raddböndum Magn- úsar Þórs Jónssonar, alias Megas, yflr salinn í Gamla bíó laugardag- inn fyrir páska. En þá mun Megas halda konsert þar sem hann ætlar að syngja úrval úr Passíusálmum Haligríms sáluga Péturssonar við sín eigin lög. Konsertinn verður svo endurtekinn daginn eftir. „Þremur öldum eftir að Hall- grímur barði saman Passíusálm- ana eru þeir enn í fullu gildi. Þeir eru ekki orðnir að hefð, stofnun, af því ágæti þeirra heldur þeim lifandi. Þeir eiga fullt erindi til æsku landsins. Og látum svo þar við sitja“. Þetta sagði Megas í ör- stuttu spjalli við Þjóðviljann í gær. Að sögn Megasar mun hann syngja 16 sálma af 50, og verður sálmavalið þannig að píslarsaga Jesú Krists ætti að verða bærilega skiljanleg áheyrendum. „Menn ættu að geta náð þræðinum, hvað er að ske“. Megas hefur þegar flutt Passí- usálma Hallgríms einu sinni áður við feikilega góðar undirtektir. Það var á mögnuðum konsert í Gailerí SÚM árið 1973. Nú verða konsertarnir í Gamla bíói og raf- magnaður undirleikur framinn af þrælvönum poppurum. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans mun Ragnhildur Gísladóttir, fyrrum Grýla og nú Hvítur máv- ur, sjá um bakraddirnar. Konsertarnir verða teknir upp, væntanlega með frekari vinnslu og síðar útgáfu í huga. Það er þó ekki afráðið að fullu. Stefnt er að því að endurtaka þá að ári, og taka þá upp á myndband. Um næstu helgi mun Þjóðvilj- inn birta langt viðtal við Megas um Passíusálma Hallgríms sál- uga. -ÖS Seint myndi Hallgrímur sálugi hafa drukkið Braga kaffi. Undirskriftasöfnun Stuöningur við Tarkovskí- hjónin Askorun til íslenskra mœðra um að skrifa undir tilmæli til Gor- batsjof um að hjálpa syni Tarkovskí-hjön- anna að komast til foreldra sinna. Nokkrir íslenskar konur hafa ákveðið að gangast fyrir undir- skriftasöfnun meðal íslenskra mæðra til styrktar Tarkovskí- hjónunum í baráttu þeirra við að fá 14 ára gamlan son sinn og 84 ára gamla móður Larissu Tark- ovskí frá Sovétríkjunum til Ítalíu. Á fréttamannafundi vegna þessa máls í gær, rakti Larissa Tarkov- skí ástæður þess að þau ákváðu 1982 að snúa ekki aftur heim til Sovétríkjanna og sögu þeirra hjóna síðan. Þetta mál hefur ver- ið rakið í mörgum blöðum þannig að út í það verður ekki farið hér. Formálinn að undirskriftarlist- unum sem konurnar hafa sett í umferð og á 4. hundrað mæður hafa skrifað á á einum sólarhring er á þessa leið: Háttvirti hr. Gorbatsjof! Við undirritaðar íslenskar mæður beinum til yðar þeim til- mælum að þér hjálpið syni Larisu og Andreis Tarkovskís, sem nú dvelja á Ítalíu, að komast úr landi og til foreldra sinna. í meira en þrjú ár hefur drengurinn, sem er aðeins 14 ára að aldri, búið hjá aldraðri ömmu sinni. Við látum í Ijós einlæga von um að þérgreiðið fyrir mannúðlegri lausn þessa máls og stuðlið að því að fjöl- skyldan geti sameinast á ný. Allir hinir fjölmörgu aðdáend- ur listar Tarkovskís, sem hefur borið hróður sovéskrar kvik- myndagerðar um allan heim, munu kunna yður þakkir fyrir. “ Þeir sem áhuga hafa á að skrifa. undir þetta og/eða fá lista geta snúið sér til Hallveigar Thorlací- us Laugalæk 38 sími 83695, Vil- borgar Harðardóttur Laugavegi 46 B sími 20482, Ingibjargar Har- aldsdóttur Barónsstíg 63 sími 20798 og Kristínar Á. Ólafsdott- ur Seljavegi 25 sími 22853. Þá er einnig hægt að fá lista í Kvenna- húsinu að Hótel Vík og hjá Kvennafylkingu Alþýðubanda- lagsins að Hverfisgötu 105. - S.dór 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.