Þjóðviljinn - 23.03.1985, Page 7

Þjóðviljinn - 23.03.1985, Page 7
Korpúlfsstaðir Rís þar menningarmiðstöð og útivistarparadís? Geysilegir möguleikar felast í húsinu og umhverfi þess. Byggðin verður komin í túnfótinn eftir örfá ár Korpúlfsstaöir, eittsinn stærsta kúabú á Norðurlöndum, erað komast ádagskráhjá skipulagsyfirvöldum borgarinnar. Hvað á að gera við þessa miklu byggingu sem er að gólffleti eins og báðirsýningarsalir Kjarvalsstaða margfaldaðir með sjö. Samlíkingin við Kjarvalsstaði er ekki valin af handahófi því oftar en einu sinni hafa menn látið sér detta í hug að gera Korpúlfsstaði að miðstöð menningarlífs og útivistar. Fyrirtíu árumflutti Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi tillögu í þá veru en henni var vísað frá. Ekki þætti undirrituðum ólíklegt að sú tillaga eða svipuð yrði endurflutt á næstunni. f*að eru tvær ástæður fyrir því að málefni Korpúlfsstaða eru til umræðu þessa dagana. Sú fyrri er umsókn Sigurðar Dagbjartssonar hjá Kaupþingi fyrir hönd ónafn- greindra aðila um að fá húsið á leigu í því skyni að starfrækja þar hótel, veitingasölu, ferðaþjón- ustu, ráðstefnuhald, gallerí o.fl. Þessi umsókn er nú til umfjöllun- ar hjá nefndum borgarinnar og verður vikið að henni hér á eftir. Hin ástæðan er sú að íbúða- byggð Reykjavíkur teygir sig óðum í áttina að Korpúlfsstöðum og verður komin í túnfótinn eftir nokkur ár ef sami hraði verður á húsbyggingum og nú er í Grafar- vogi, hinum megin við Keldna- holtið. Samkvæmt aðalskipulagi borgarinnar er gert ráð fyrir að byggðin nái að Korpúlfsstöðum að sunnan og vestan en borgar- landið endar norðan þeirra. í skipulaginu er ekki tekin afstaða til nýtingar hússins á Korpúlfs- stöðum, það er aðeins tekið frá undir „opinberar byggingar“ auk þess sem rætt er almennum orð- um um „hugsanlega útivistar- og íþróttamiðstöð". Gamlir bílar og svifflugur Þegar horft er heim til Korp- úlfsstaða af Vesturlandsveginum lætur húsið ekki mikið yfir sér. Jú, þetta er reisulegur bær með fallegum burstum. En mann órar ekki fyrir því hversu mikið hús þetta er fyrr en komið er heim á hlaðið. Þjóðviljamenn brugðu sér upp eftir nú í vikunni og skoðuðu húsið í fylgd Sigurðar Halldórssonar sem hefur eftirlit með húsinu fyrir hönd embættis borgarverkfræðings. Það fyrsta sem Sigurður benti okkur á var bátur undir segli sem stóð upp við húsið. Þar var kom- inn helmingur af þjóðhátíðargjöf norðmanna frá 1974, báturinn Hrafn, og er skömm að sjá hvem- ig farið er með góða gjöf. Við komum fyrst inn á geysi- stóra skemmu á efri hæð hússins að norðanverðu. Þetta var áður iiiiiirvuMiiin Ljósmynd E.ÓI. hlaða og korngeymsla kúabúsins en nú er hún notuð sem geymsla fyrir ýmsa aðila. Þarna eru nokkrir gamlir bílar í eigu Þjóð- minjasafns, herjeppi, blæjubíll frá þriðja áratugnum, sendibílar o.fl. Á einum stað liggja saman- brotnar svifflugur og bíða þess að vorið komi með vindum þýðum. Þær eru í eigu Svifflugfélags Reykjavíkur sem borgin hefur miskunnað sig yfir. Á trönum fyrir ofan þær eru geymdir gamlir bátar frá róðrarfélögum sem eitt sinn störfuðu með blóma hér í borg. Ýmislegt fleira dót er þarna að finna. Myndhöggvarar í fjósinu Úr þessari firnastóru hlöðu lágu áður fóðurgöt niður í fjósið sem var á hæðinni fyrir neðan. Þar er Myndhöggvarafélagið búið að hreiðra notalega um sig og þegar okkur bar að garði voru fjórir að starfi í rúmgóðum vínn- usal sem mun vera á þriðja hundrað fermetra að flatarmáli. Út frá vinnusalnum liggur gangur og meðfram honum eru litlar kompur sem einstakir listamenn hafa sem afdrep. Einnig er þar kaffistofa, fundarherbergi o.fl. Myndlistarmennirnir sögðu okk- ur að fyrir þessa aðstöðu borgaði félagið sem næmi einni gamalli krónu og ætti formaðurinn, Ragnar Kjartansson, stauk af þeim heima hjá sér. Þeir létu vel af vinnuaðstöðunni þarna, kvört- uðu ekki mikið undan reim- leikum. „Það eru aðallega beljur og kannski einn og einn fjósa- maður“, sagði Jón Gunnar Árna- son. í samræmi við lögmál lífeðiis- fræðinnar er haughúsið undir fjósinu. Þar hafa tveir listamenn komið sér fyrir með tæki sín og tól. Annar er steinsmiður og hinn fæst við járnskúlptúra. Við hlið- ina á haughúsinu var vélageymsla og þar hafa myndhöggvarar kom- ið sér upp vísi að jám- og trésmíð- averkstæði. Líkön, hestar og sveppir Þetta var norðurhluti hússins. í þeim syðri eru aðallega geymslur auk húsvarðaríbúðar. í geymslunum eru munir frá hinum ýmsu stofnunum borgarinnar: skjalasafni, borgarverkfræðingi, Árbæjarsafni og Borgarbóka- safni. í þessum geymslum kennir ýmissa grasa, m.a. sáum við líkön að húsum og bæjarhlutum, glæst- ar áætlanir sem aldrei komust til framkvæmda. Þama var ráðhúsið fi'na sem átti að rísa á tjamar- bakkanum þar sem Iðnó er nú og þarna var „tillaga um nýskipan Grjótaþorps" sem Sigurður Guð- mundsson, arkitektinn sem teiknaði Korpúlfsstaði, gerði á fimmta áratugnum. í þeim er gert ráð fyrir að leggja allt þorpið undir heilmikinn spítala og allar byggingar í hinum klassíska stíl millistríðsáranna sem kenndur er við Guðjón Samúelsson. Þótt Korpúlfsstaðir séu ekki ýkja líflegur staður í núverandi mynd leynist þó víða líf. Á einum stað lagði fyrir vitin megnan hrossaþef. Sigurður benti okkur inn í hesthús þar sem fyrir voru fimm hross. Þau eru í eign hesta- manns sem varð fyrir þeim búsifj- um að starfsmenn borgarinnar rifu hesthúsið hans í ógáti. Var honum boðið að geyma hrossin á Korpúlfsstöðum í staðinn. Skammt frá hafa einhverjir feng- ið inni fyrir svepparækt. Og svo er það náttúrlega hús- varðaríbúðin í suðurendanum. Hún liggur að öðrum innigarðin- um sem þarna er að finna. Þessir garðar eru skemmtilegir, fer- hyrnd port undir beru lofti og inn af þeim gangar með súlnabogum í spænskum stfl. Þarna væri gráupplagt að koma upp veitingastöðum og væri ekki amalegt að sitja þar á góðviðris- dögum. Uppi yfir portinu eru herbergi sem áður hýstu vinnu- fólk Thors Jensen og inn af hús- varðaríbúðinni mötuneyti og eld- hús. Eina ósnortna fjaran Þarna lauk hringferð okkar um þetta mikla mannvirki og áttum við þó ýmislegt óskoðað. Sigurð- ur sagði okkur að húsið væri byggt „áðúr en þeir fundu upp alkalíið" og þess vegna væru steypuskemmdir litlar. Húsið er í þokkalegu ástandi, t.d. hefurraf- kerfið allt verið endurnýjað og sömuleiis þakið eftir brunann 1969. Þó er ljóst að gera þarf miklar breytingar og lagfæringar ef koma á húsinu í viðunandi horf. Og svo er það umhverfið sem er ekki dónalegt. Umhverfis hús- ið er gróið tún sem golfarar not- færa sér en fjaran er perla þessa svæðis. Hún er eini ósnortni part- urinn af samanlagðri strand- lengju borgarlandsins, vel varin fyrir ágangi sjávar og mengunar af Geldinganesinu. Uti á víkinni er varphólmi þar sem Sigurður er að koma upp æðavarpi. Tók hann við því af húsverðinum, Ragnari Guðmundssyni, sem er nýlátinn. Eftir þessa skoðunarferð var okkur ljóst að það eru ótæmandi möguleikar á að koma upp skemmtilegu mannlífi á Korp- úlfsstöðum, jafnt utan dyra sem innan. í viðtölunum sem hér koma á eftir er bryddað upp á ýmsum hugmyndum. Vonandi kvikna einhverjar fleiri við lestur þessarar samantektar. En það sem mestu skiptir er að borgin láti þetta stórkostlega svæði og byggingar aldrei af hendi. -ÞH Laugardagur 23. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 UMSJÓN: ÞROSTUR HARALDSSON

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.