Þjóðviljinn - 23.03.1985, Blaðsíða 15
KVIKMYNDIR
Tarkovskí
Meistari myndmálsins
„Einu sinni var maður sem
ógæfan elti. Hann varð fyrir
öllum hugsanlegum áföllum:
missti konunasínaog börnin
sín, lifði í sárustu fátækt og
svo framvegis. Svo var hann
eitt sinn staddur um boð í skipi
úti á rúmsjó og þá skall áfár-
viðri mikið. Gat hann þá ekki
orða bundist, en kraup á kné á
þilfarinu og ákallaði Guð:
„Hvers vegna læturðu svona
við mig, Guð? Hvað hef ég
eiginlega gert þér?“ í sömu
svipan rofaði aðeins til á
óveðurshimninum, skýin voru
dregin til hliðar, Guð kíkti nið-
ur til mannsins og svaraði:
„Mérleiðistþúbara!"
Pessa sögu sagði Andrei Tark-
ovskí á málþingi í hátíðasal Há-
skóla íslands s.l. laugardag. Þótt
tilefnið væri annað fór ekki hjá
því að mér fyndist sagan geta
fjallað um afstöðu sovéskra kvik-
myndayfirvalda til þessa frábæra
listamanns. Jafnframt rifjuðust
upp gamlar sögur sem ég heyrði í
Moskvu þegar deilurnar um
„Andrei Rúblojof" stóðu sem
hæst. Það var einmitt þá sem
Tarkovskí fór fyrst að fara alvar-
lega í taugarnar á yfirmönnum
sínum og hefur sú saga verið rak-
in lauslega hér í blaðinu áður.
Nú höfum við semsé haft hann
hér meðal okkar og fræðst af hon-
um um aðdraganda þeirrar út-
legðar sem hann lifir nú í, þvert
gegn vilja sínum. Það er sorgleg
saga um stoltan og þrjóskan Iista-
mann í baráttu við harðneskju-
legt skrifstofuveldi - saga sem
endurtekur sig æ ofan í æ og virð-
ist staðfesta það sem Tarkovskí
sagði á fyrrnefndu málþingi:
„drama mannkynsins felst í því
að sagan kennir mönnum ekki
neitt.“
Yfirvöld þar -
peningamenn hér
Tarkovskí fór mörgum orðum
um þá erfiðleika sem eru samfara
kvikmyndagerð á Vesturlöndum.
Þeir eru aðrir en í Sovétríkjunum
en ekki síður þungbærir. Þar
eystra eru yfirvöld að skipta sér af
því sem þeim kemur ekki við, hér
vestra eru það peningamennirnir
sem hafa völdin og eru engu betri
viðureignar.
Hvers vegna valdi Tarkovskí
þá að fara vestur yfir? Þessari
spurningu svaraði hann þannig á
blaðamannafundi í Reykjavík:
- Ég valdi ekki stað þar sem
betra væri að vinna - ég gat ein-
faldlega ekki snúið aftur heim.
Tarkovskí heldur því fram að
hann hefði ekki fengið að vinna
að list sinni ef hann hefði snúið
aftur heim 1983, eftir kvikmynd-
ahátíðina í Cannes þar sem sauð
upp úr milli hans og sovéska full-
trúans í dómnefndinni, Sergei
Bondartsjúks. Hann telur sig þá
hafa verið kominn í þá aðstöðu
að hann hafi orðið að „hoppa af“
einsog það er kallað. Það fer ekk-
ert milli mála að hann harmar
þessa útkomu. Um það vitna
ýmis ummæli hans, t.d. um so-
véska áhorfendur sem séu „þeir
bestu í heimi", og um vestræna
áhorfendur sem séu „latir og vær-
ukærir, saddir og ánægðir" og þar
með lítt móttækilegir fyrir alvar-
lega list. Aðspurður á blaða-
mannafundi hvemig honum liði
„sem manneskju" á Vestur-
löndum hreytti hann út úr sér:
„Hvernig heldurðu að manni líði
sem hefur verið neyddur til að
yfirgefa ættjörð sína?“.
Heimþró
En best kemur heimþrá Tark-
ovskís að sjálfsögðu fram í nýj-
ustu mynd hans, „Nostalgíu“,
sem er sú mynda hans er honum
þykir vænst um, að eigin sögn,
fyrsta myndin sem hann gerði á
Vesturlöndum. „Nostalgía" var
síðasta myndin á dagskrá
Tarkovskí-hátíðarinnar í Reykja-
vík í síðustu viku.
Það hefur verið sagt um Tark-
ovskí að allar kvikmyndir hans
séu mikilvægar, engin þeirra sé
gerð í neinskonar „millibilsá-
standi“ eða af öðrum hvötum en
þeim sem koma að innan, þ.e.
listrænni sköpunarþörf. Þetta er
mjög sjaldgæft í kvikmyndasög-
unni og á sjálfsagt sinn þátt í því
að maðurinn hefur ekki gert
nema 6 myndir á rúmum 20
árum. Hann hefur líka þurft að
INGIBJÖRG
HARALDSDÓTTIR
berjast einsog ljón fyrir því að
þessar myndir - eða a.m.k. þrjár
þeirra - gætu orðið til og komið
fyrir almennings sjónir. Það segir
sína sögu um þrjósku og
ósveigjanleika Tarkovskís að
engin mynda hans hefur verið
klippt til að þóknast valdhöfu-
num. Hvað það snerti fór hann
alltaf með sigur af hólmi í barátt-
unni við yfirvaldið.
Nostalgia er afar mikilvæg
mynd á ferli Tarkovskís. Á frum-
sýningu hennar í Háskólabíói s.l.
föstudag sagði leikstjórinn
eitthvað á þá leið að hún væri
hans persónulegasta verk og það
sem kæmist næst því að endur-
spegla innra líf hans sjálfs. Hann
sagðist ekki hafa vitað að þetta
væri hægt. Og menn þurfa ekki
að kafa neitt sérlega djúpt í
myndina til að sjá að hún lýsir
ferðalagi um innri heima, og að
aðalpersónan, Andrei, sem
leikinn er af þeim frábæra so-
véska leikara Oleg Jankovskí, er
enginn annar en Tarkovskí sjálf-
ur.
Myndin er að sjálfsögðu stút-
full af táknum en Tarkovskí lætur
ólíkindalega þegar menn spyrja
hann um merkingu þessara
tákna. Hundur er bara hundur,
segir hann, rigning er bara veður.
Hver og einn verður að lesa það
út úr myndinni sem honum sýnist
og það sem meira er: myndin
höfðar fyrst og fremst til tilfinn-
inga áhorfandans, ekki til heil-
ans. Allt í lagi að spekúlera í
myndinni eftir á, það sakar ekki,
en höfuðmálið er að meðtaka
hana tilfinningalega. Þeir sem
ekki gera það hafa engar forsend-
ur til að skilja hana. Eftir slíkan
formála höfundarins dettur mér
auðvitað ekki í hug að rýna í
táknmál myndarinnar á prenti.
Hitt skal ég fúslega játa að mér
þótti seiðurinn magnaður. Tvö
atriði þessarar myndar voru satt
að segja með því albesta sem ég
hef séð á hvíta tjaldinu. Það var í
fyrsta lagi atriðið sem hefst þegar
Jankovskí er orðinn einn á hótel-
herbergi sínu, snemma í mynd-
inni, og lýkur þegar hundur kem-
ur inn og leggst við rúm hans -
þetta er ein taka, án klippinga, og
í rauninni gerist ekki annað en að
það rignir á gluggann og skuggar
leika um vegginn. Þetta flokkast
ekki undir neitt annað en galdur,
og sama er að segja um það fræga
atriði þegar aðalleikarinn gengur
með logandi kerti yfir stóra róm-
verska laug. Þessi athöfn hans
hefur táknrænt og trúarlegt gildi
og hún er hundrað sinnum meira
spennandi og ógnþrungin en
nokkur tæknibrella hjá Spielberg
og co.
Einsog allar myndir Tarkov-
skís ber Nostalgía þess glögg
merki að höfundur hennar er trú-
aður maður, trúaður Rússi, og
það er áreiðanlega engin tilviljun
að hann virðist vitna oftar í Dost-
ojevskí en aðra rithöfunda. Á
málþinginu í HÍ sagðist hann
ganga út frá því í verkum sínum
að mannssálin væri ódauðleg
enda sæi hann engan tilgang með
lífinu að öðrum kosti. Hann gekk
jafnvel svo langt að segja að sá
sem ekki tryði á ódauðleika sálar-
innar, sá maður gæti ekki þjáðst.
*Æðri öfl“
Staðhæfingaráboðvið þessaeru
nokkuð algengar í málflutningi
Tarkovskís og reyna töluvert á
þolrifin í raunsæjum skynsemis-
trúarmanni á borð við undirritað-
an. Það var mér t.d. nokkur raun
að heyra að einhver „æðri öfl“
hefðu ráðið því að Tarkovskí
gerðist kvikmyndastjóri á sínum
tíma - það hefði ekki verið með-
vituð ákvörðun hans sjálfs. Ég
var líka mjög ósátt við þá heims-
sýn sem segir Tarkovskí að skipta
heiminum í þrennt: austur, vest-
ur og svo þann hluta sem ekki er
„siðmenntaður". Þennan síð-
astnefnda hluta virðist hann af-
Tarkovskí á málþingi: Drama mannkynsins felst í því að sagan kennir mönnum
ekki neitt. (Mynd: —eik)
greiða með einhverju sem líkist
mjög fyrirlitningu, en er senni-
lega bara áhugaleysi.
Hamlet nœst?
En þótt mér fyndist ekki allt
jafnmerkilegt í málflutningi
Tarkovskís breytti það engu um
álit mitt á honum sem einhverj-
um snjallasta kvikmyndahöfundi
allra tíma. Maðurinn sjálfur
hlýtur líka að vekja aðdáun
sökum staðfestu sinnar og barátt-
uvilja. Velviljaðir aðdáendur
hans hljóta að óska þess honum
til handa að hann komist aftur
heim til þeirrar ættjarðar sem
hann saknar svo mjög - en einsog
sakir standa virðast ekki miklar
vonir til þess.
Tarkovskí vinnur nú að gerð
kvikmyndar í Svíþjóð sem kunn-
ugt er. Hann vildi ekki segja
mikið um þá mynd, annað en að
hún yrði tilbúin í lok þessa árs og
að í henni lékju m.a. sænsku stór-
leikararnir Erland Josephsson og
Allan Edwall, auk Guðrúnar
okkar Gísladóttur og ensku
leikkonunnar Susan Fleetwood.
Kvikmyndatökumaður er enginn
annar en Sven Nykvist. Erland
Josephsson leikur í henni mið-
aldra leikara sem er að hætta í
leiklistinni. Flogið hefur fyrir að
Tarkovskí sé að leita að fjár-
magni til að kvikmynda Hamlet
næst á eftir sænsku myndinni.
Við getum áreiðanlega reiknað
með fleiri myndum frá þessum
mikla meistara myndmálsins.
Ingibjörg Haraldsdóttir
-
, , >• ;« v"
m
A
<■ 1 «V;-V
r* * •
.;.
*
• *£s.£t
Laugardagur 23. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
J'* IS —r
. SUÐURLANDSBBAUT 26'- REYKJAVÍK - SÍMI 84850