Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 1
ÞJÓÐMAL MENNING Járnblendið 1500 miljónir í meðgjöf! Ráðherra ekki reiðubúinn að endurskoða orkuverðið til verksmiðjunnar. Ólafur Ragnar og Hjörleifur: Ekki hœgt að una slíkri meðgjöf Pólitískt skítkast ráðherra r Aþessum áratug mun almenningur á Is- landi greiða 12-1500 miljónir króna í styrki til Járnblendiverksmiðjunnar með beinum framlögum úr ríkissjóði og í með- gjöf með raforkunni. Er þá aðeins reiknað- ur mismunurinn á því sem Járnblendið nú greiðir, sem er 6 mills og hins hlægilega lága verðs sem Alusuisse greiðir í Straumsvík, en ekki miðað við raunverulegan fram- leiðslukostnað raforkunnar. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra ekki reiðu- búinn til að taka rafmagnssamninginn við Járnblendið til endurskoðunar. Þvert á móti hreykti ráðherrann sér af því á alþingi í gær að hafa gert samning við Sumitomo og Elkem 13. september s.l. sem m.a. fól í sér óbreytt raforkuverð. í þeirri samningsgerð féll ráðherrann frá flestum þeirra skilyrða sem fyrri ríkisstjórn og iðnaðarráðherra höfðu sett fyrir inngöngu Sumitomo í fyrir- tækið, m.a. um hækkun og verðtryggingu á raforkuverði, um lækkun á 3% þóknun til Elkem og um þátttöku íslendinga í markað- sfærslu framleiðslunnar. Tilefni heitra umræðna um Járnblendi- verksmiðjuna á alþingi í gær voru fyrir- spurnir Olafs Ragnars Grímssonar til ráð- herra, en svo slæma samvisku hafði ráð- herrann að hann eyddi öllum sínum tíma í fyrri lotu umræðunnar í pólitískt skítkast út í Alþýðubandalagið. Þegar hann loks svar- aði spurningunum m.a. um 430 miljón króna ríkisframlag til verksmiðjunnar, fagnaði hann 132ja miljón króna gróða hennar í fyrra og gerði mikið úr hagnaðar- von Landsvirkjunar í gróðanum, sem hugs- anlega verður 8 miljónir norskra króna árið 1988! Þeir Ólafur Ragnar og Hjörleifur Gutt- ormsson gagnrýndu samninginn við Sumit- omo harðlega og benti Ólafur m.a. á að jafnvel Davíð Oddsson hefði ekki treyst sér til að styðja hann í stjórn Landsvirkjunar! - AI Landsfundurinn Fer Sverrir í framboð? / Ahugi á að steypa Þorsteini. Leitað að þungavigtarmanni. Verður Sverrir Hermannsson frambjóð- andi „glötuðu kynslóðarinnar“? að er rétt, það eru til menn í flokknum sem vilja að Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra taki að sér formennsku, sem þarmeð fengi þá vigt sem við vilj- um að formaðurinn hafi í okkar Danmörk Verkfalls- þátttakan eykst! Frá gg fréttaritara Þjóðviljans í Kaupmannahöfn: Gífurlega mikil ólga ríkir nú á meðal launafólks hér í Dan- mörku eftir að ríkisstjórn Paul Schlúters setti lög sem banna verkföll. Almenn samtök eru manna á meðal um að hundsa lögin og nú munu enn fleiri taka þátt í verkföllunum en fyrir lagas- etninguna. Talið er að alls séu um 200 þúsund manns í verkfalli, mikið er um fundahöld þar sem hvatt er til frekari aðgerða til að brjóta lagasetninguna á bak aft- ur. í rauninni má segja, að verk- fallið hafi nú snúist upp í mótmæli við lögboðinu gegn verkfalli. Mjög fjölmennur fundur trún- aðarmanna kom saman í dag til að ræða framhaldsaðgerðir, og var talið að yfir þúsund trúnaðar- menn af vinnustöðvum hvaðanæ- va að úr Danmörku hefðu mætt þar. Mikill baráttuhugur ríkir í fólki og meðal annars lamaðist bæði útvarp og sjónvarp hér í dag. Sjá Klippt og Skorið bls. 4 flokki, sagði einn frammá maður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Þjóðviljann í gær. Nokkur hreyf- ing mun nú vera fyrir því að Sverrir fari í framboð gegn Þor- steini Pálssyni á landsfundinum sem haldinn verður eftir páska. Meðal landsfundarfulltrúa eru margir sem telja að forysta flokksins hafi gjörsamlega brugð- ist og eini ráðherra flokksins sem hafi sæmilega hreint mannorð gagnvart launafólki sé Sverrir Hermannsson. Flokksmönnum þykir einnig mörgum hverjum að Sverrir hafi staðið sig vel fyrir sinn hatt í ríkis- stjórninni og hafi þá virðingu innan og utan flokksins sem Sjálf- stæðisflokkurinn geri kröfu til að formaður hafi. „Hann er sá eini ráðamanna auk Matthíasar sem ekki hefur gjörsamlega misst til- trú venjulegs fólks í flokknum,“ sagði heimildarmaður blaðsins. „Sverrir er enginn frjálshyggjug- aur - og hann lætur þá ekki kúska sig lengur“. Samkvæmt öðrum heimildum blaðsins hafa verið uppi raddir um að Matthías Á. Mathiesen fari í formennsku en hann hafi hins vegar engan áhuga á fram- boði. Miðaldra menn í flokknum telja margir að þeirra kynslóð, sem oft er kölluð „glataða kyn- slóðin" í Sjálfstæðisflokknum hafi ekki fengið tækifæri til að sýna hvað í henni býr - og Þor- steinn Pálsson og Eimreiðarklík- an hafi kollkeyrt flokkinn með valdatöku sinni. Nú eigi að snúa af þeirri braut. Þá herma heimildir blaðsins að Sverrir sé einn ráðherra áfram um kosningar, en hinir ráðherrar flokksins kjósi þau hin mjúku hægindi áfram án þess að til kosn- inga komi. Þeir muni hvort eð er ekki fá annað tækifæri til að setj- ast í ríkisstjórn, nema Sverrir. ös/óg Hrafnhildur Árnadóttir (t.v.) og Anna Þórisdóttir, sem ásamt tveimur félögum sínum lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að grafast í snjóflóð í Hlíðarfjalli síðasta laugardag. Anna tapaði öðru skíðinu í flóðið og heldur á því sem eftir var. Mynd E.ÓI. Snjóflóð Sluppu með skrekkinn Fjögur ungmenni úr Reykjavík hœtt komin ísnjóflóði í Hlíðafjalli sl laugardag etta var hræðileg lífsreynsla og ég held að ég hafi aldrei orðið eins hrædd á ævinni. Þó var ég heppin því ég lenti efst í skrið- unni en hinir krakkarnir grófust dýpra. Þær Hrafnhildur og Þór- unn voru alveg að missa meðvit- undina þegar krökkunum tókst að grafa þær upp, sagði Anna Þórisdóttir ungur nemandi í Iðn- skólanum í Reykjavík sem lenti í snjóskriðu i Illíðafjalli sl. laugar- dag. 11 manna hópur úr Iðnskólan- um var í skíðaferðalagi þegar óhappið gerðist. Að sögn Ónnu var hópurinn tvískiptur, annar- svegar þær stöllurnar þrjár og einn piltur en hinsvegar 7 manna hópur nokkru neðar í fjallinu. „Þetta gerðist allt mjög skyndi- lega. Við fjögur höfðum stokkið frarn af hengju þegar allt brast undan fótum okkar og snjóskrið- an fór af stað. Sem betur fer stöðvaðist hún áður en flóðið skall á hinum krökkunum og er ekki hægt að kalla slfkt annað en kraftaverk. Hefðu eflaust allir krakkarnir grafist niður ef það hefðí gerst,“ sagði Anna er við náðum sambandi við hana á heimili sínu í Kópavogi í gær. „Við sluppum öll án verulegra meiðsla en ég týndi öðru skíðinu. Annars má segja að við höfum sloppið með skrekkinn," sagði Anna Þórisdóttir með feginleik. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.