Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMÁL
Kennarar í KÍ
Kennarasamband (slands skorar á alla félagsmenn
sem hafa ekki enn gefið í kjaradeilusjóð HIK að gera
það nú þegar. Stjórnvöld hafa neitað yfirfærslu lána í
kjaradeilusjóð HIK frá norrænu kennarafélögunum.
Utivistartími framhaldsskólakennara er dreginn af
apríllaunum þeirra. Barátta þeirrafyrir bættum launum
varðar alla kennarastéttina.
Styðjum félaga okkar í raun með framlögum í kjara-
deilusjóð.
Gíróreikningur 851000 — merkt „Kennarasamband
íslands, söfnun vegna kjaradeilu HÍK“.
Stjórn Kennarasambands íslands.
Pingmannafrumvarp
Öiyggisbúnaður fyrir
böm verði tollfrir
Verslunarmannafélag Suðurnesja
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Stjórn og trúnaðarmannaráð Verslunarmannafélags
Suðurnesja hefur ákveðið að viðhafa allsherjarat-
kvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs fyrir starfsárið 1985.
Kosið er um 3 menn í stjórn og 3 til vara. 7 menn í
trúnaðarmannaráð og 7 til vara. Framboðslistum sé
skilað til formanns kjörstjórnar Matta Ó. Ásbjörns-
sonar, Hringbraut 95 Keflavík, eigi síðar en kl. 20
miðvikudaginn 10. apríl 1985.
Athugið: Óðrum listum en lista stjórnar og trúnað-
armannaráðs skulu fylgja meðmæli minnst 58
fullgildra félaga.
Kjörstjórn.
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin
verk:
Hjalteyrarveg um Bragholt
(Lengd 2,1 km, magn 25.000 m3).
Verki skal lokið 15. ágúst 1985.
Eyjafjarðarbraut eystri um Klauf
(Lengd 1,7 km, magn 16.000 m3).
Verki skal lokið 15. september 1985.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í
Reykjavík og á Akureyri frá og með 10. apríl nk.
Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 22. apríl 1985.
Vegamálastjóri.
Sendill óskast
Utanríkisráðuneytið óskar að ráða röskan og áreiðan-
legan ungling til sendiferða, eftir hádegi. Möguleikar á
fullu starfi í skólaleyfum og í sumar.
Nánari upplýsingar veittar í afgreiðslu ráðuneytisins.
Utanríkisráðuneytið,
Hverfisgötu 115, 5. hæð.
Staða yfirlæknis við lyflækningadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar.
Staðan er veitt frá 1. janúar 1986. Umsóknarfrestur er
til 2. júní nk.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf,
sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Gunnari
Sigurbjörnssyni, sem veitir nánari upplýsingar í síma
96-22100.
Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Aðalfundur
hf. Skallagríms verður haldinn föstudaginn 19. apríl
1985 kl. 14 að Heiðarbraut 40 Akranesi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Þingmenn úr öllumflokkum nema Sjálfstœðisflokki leggja til aðfelldir verði niður
tollar af öryggisbeltum, barnabílstólum og barnavögnum. Ríkið hirðirnú 100%
álag á innkaupsverð afbarnavögnum
í Bílanausti kosta barnabílstólarnir 2.332 krónur en þeir bera 20% tolla á meðan
önnurfarþegasæti í bíla bera aðeins 3% jöfnunargjald. Ljósm.: E.UI.
Sementsverksmiðjan
AB leggurfram
stjómarfmmvaip!
Þingmenn ABí efri deild taka
ómakið afSverri Hermannssyni.
Nýmœli um ítök starfsmanna í
stjórn SR.
Þingmenn Alþýðubandalagsins
í efri deild hafa tekið að sér að
standa við yfirlýsingar Sverris
Hermannssonar frá í fyrra og
hafa þeir lagt fram stjórnarfrum-
varp um Sementsverksmiðju
ríkisins að nýju, að mestu
óbreytt.
Nýlega lagði Sverrir Her-
mannsson fram frumvarp þar
sem lagt er til að stofnað verði
hlutafélag um Sementverksmiðju
ríksins og að ríkið selji hluti í
fyrirtækinu til einkaaðila. Það er
þó ekki lengra síðan en í fyrravor
að ráðherra lagði fyrir alþingi
stjórnarfrumvarp um SR þar sem
staða verksmiðjunnar sem ríkis-
fyrirtækis var ítrekuð um leið og
sett yrðu heildarlög um rekstur
SR og stjórn í stað heimildarlaga
um byggingu verksmiðjunnar frá
1948. Frumvarpið var undirbúið
af þriggja manna nefnd sem
Sverrir skipaði 1983 en í henni
voru Ásgeir Pétursson, bæjarfóg-
eti og núverandi formaður stjórn-
ar SR, Björgvin Sigurðsson hrl.
og Eirikur Jónsson hrl.. Var
frumvarpið lagt fram til kynning-
ar vorið 1984 og tekið fram að
það yrði endurflutt haustið 1984.
Frumvarp þeirra Skúla Alex-
anderssonar, Ragnars Arnalds
og Helga Seljan er samhljóða
stjórnarfrumvarpinu nema hvað
inn eru tekin ný ákvæði um að
starfsmenn kjósi 2 til viðbótar í
stjórnina, sett verði á laggirnar
samstarfsnefnd stjórnenda fyrir-
tækisins og starfsmanna og að
haldinn verði ársfundur SR og til-
nefndir á hann um 50 fulltrúar úr
hópi starfsmanna, af bæjarstjórn
Akraness og alþingi ásamt stjórn-
endum og viðskiptaaðilum.
Fimm þingmenn úr öllum
flokkum nema Sjálfstæðisflokkn-
um hafa lagt fram frumvarp um
að felldir verði niður tollar af ör-
yggisbeltum, barnabflstólum og
barnavögnum.
Fyrsti flutningsmaður frum-
varpsins er Kristín S. Kvaran en
aðrir flutningsmenn eru Marí-
anna Friðjónsdóttir, Guðrún
Agnarsdóttir, Magnús Reynir
Guðmundsson og Steingrímur J.
Sigfússon.
I greinargerð er bent á hversu
fráleitt það er að öryggistæki eins
og barnabílstólar skuli settir í
20% tollflokk þegar önnur far-
þegasæti í bílum bera aðeins 3%
jöfnunargjald. Þá er bent á að
barnavagnar bera nú 50% toll og
24% vörugjald þar á ofan. Að
viðbættum söluskatti er um að
ræða nálega 100% hækkun frá
innkaupsverði á þessum
nauðsynlega hlut í hverri barna-
fjölskyldu.
Á síðustu þremur árum hafa
verið seldir hátt á fjórða þúsund
barnabílstólar hér á landi en mik-
ill áróður hefur verið rekinn fyrir
því af hálfu umferðaryfirvalda að
nota þessi öryggistæki. í fyrra
slösuðust 17 börn 6 ára og yngri í
aftursætum bifreiða og eitt
tveggja ára barn lést. Þetta kem-
ur fram í greinargerð með frum-
varpinu.
-ÁI
Kvenna-
listi
Ríkið greiði 6%
framlagílífeyri
húsmœðra
Þingmenn Kvennalista í neðri
deild hafa lagt fram breytingatil-
lögu við frumvarp um lífeyrisrétt-
indi húsmæðra, þannig að ríkið
en ekki heimilið greiði 6% hlut
atvinnurekanda á móti 4% ið-
gjaldi húsmóðurinnar sjálfrar.
Eins og sagt hefur verið frá hér
í Þjóðviljanum fluttu 5 þingmenn
nýlega frumvarp um lífeyrisrétt-
indi húsmæðra og gerði það ráð
fyrir því að húsmóðirin eða
heimilið stæði undir báðum
hlutum iðgjaldsins, hlut atvinnu-
rekanda og launþega. Frumvarp-
ið gerir ráð fyrir því að viðkom-
andi húsmóður verði heimilað að
halda lífeyrisgreiðslum áfram í
allt að 7 ár í þann sjóð sem hún
síðast greiddi í áður en hún hætti
þátttöku á hinum almenna vinnu-
markaði, og njóti þar allra sömu
réttinda og áður. Fyrsti flutnings-
maður er Páll Pétursson.
-ÁI
6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. apríl 1985