Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Á að gleyma 1200
Þegar barnalög voru samþykkt á alþingi 1981
var að finna ýmis nýmæli í lögunum sem horfðu
til betri vegar. Meðal slíkra nýmæla voru ákvæði
um framlag frá meðlagsskyldum foreldrum til
menntunar og starfsþjálfunar barna til 20 ára
aldurs.
Þá eru ákvæði í lögunum um að krefja megi
meðlagsgreiðendur með úrskurði, að inna af
hendi sérstakt framlag vegna útgjalda við skírn,
fermingu, vegna sjúkdóms eða af öðru þvíum-
líku tilefni.
Fljótlega kom samt í Ijós, að verulegir ann-
markar voru á lögunum, - og anda jafnréttisins
gætir ekki nógu vel. Hér er um heimildaákvæði
að ræða og hætt er við að lögin hafi ekki verið
nógu vel kynnt almenningi og þeim sem góðs
eiga að njóta af þeim. Hinu opinbera ber vissu-
lega skylda til að kynna þeim sem réttinn hafa
þessar heimildir.
Að hinu leytinu til kemur í Ijós, að í þeim
tilfellum sem meðlagsskyldur aðili er ekki lengur
á lífi eða ókleift reynist af öðrum ástæðum að
inna framlag hans til barna vegna menntunar
eða annars tilkostnaðar, - þá er ekkert öryggis-
net í lögunum. Þetta þýðir því, að í gildandi
lögum er augljóst ranglæti, misrétti, sem víða í
lýðræðislöndum væri talið stjórnarskrárbrot,
þarsem einstæðir foreldrar og börn sitja ekki við
sama borð.
Það var því meira en réttlætismál, þegar Jó-
hanna Sigurðardóttir alþingismaður lagði fram
frumvarptil leiðréttingar á þessum atriðum, þar-
sem ríkisstjórnin hafði sofið á verðinum. í frum-
varpi Jóhönnu eru ákvæði um að lífeyrisdeild
Tryggingastofnunar skuli greiða framlögin
vegna menntunar og starfsþjálfunar ef með-
lagsgreiðandi er ekki lengur á lífi eða af öðrum
ástæðum reynist ókleift að innheimta framlögin.
Guðrún Helgadóttir alþingismaður fylgdi
þessu frumvarpi Jóhönnu eftir á alþingi sl. haust
með breytingartillögu um að þau börn örorku-
og ellilífeyrisþega sem barnalífeyris njóta, fái
einnig þessi sömu réttindi. En þannig er, að þau
börn sem eiga foreldra sem eru 75% öryrkjar
eða ellilífeyrisþegar, fá barnalífeyri samkvæmt
lögum. Nærri má geta að oft eru aðstæður á
slíkum heimilum erfiðar þegar fjármagna þarf
framhaldsnám barna. Guðrún benti á í ræðu
sinni á alþingi í haust, að Sjálfsbjargarþing 1984
samþykkti ályktun þarsem lögð var áhersla á að
þessar leiðréttingar yrðu gerðar á lögunum.
Jóhanna Sigurðardóttir vísaði til þess á al-
þingi sl. haust, að 834 foreldrar hafi fengið
greiddari barnalífeyri með börnum sínum vegna
andláts annars hvors foreldris. Að mati Trygg-
ingastofnunar voru tæplega 1200 börn á fram-
færi þessara foreldra. Það er náttúrlega óheyri-
legt óréttlæti gagnvart þessum börnum að þau
búa ekki við sömu lagalegu réttindi og önnur
börn einstæðra foreldra.
Löggjafinn setur lög sem horfa í réttlætisátt.
Þegar til kemur reynast þau gölluð, afþví þau
bömum?
tryggja ekki öllum börnum einstæðra foreldra
sama rétt. Nú gæti venjulegt fólk haldið að lög-
gjafinn hefði brugðið skjótt við og lagfært sína
eigin missmíði, en því miður er öðru að heilsa.
Máli þeirra Jóhönnu og Guðrúnar var vísað
án frekari umræðu á alþingi til allsherjarnefndar
neðri deildar þarsem það bíður enn lokaaf-
greiðslu. Þó mörgum kunni að þykja þetta létt-
vægt mál, þá er raunin ekki sú fyrir þann fjölda
einstæðra og illa staddra foreldra, sem ekki
eiga kost á þessu framlagi. Þetta mál er aukin-
heldur svo sjálfsagt réttlætismál að ekki verður
þegjandi beðið eftir því að það burtsofnist á
alþingi.
Sú staðreynd að málið hefur legið í nefnd allt
frá því sl. haust gæti verið vísbending um það
hugarfar doðans og værukærðarinnar sem ríkir
í stjórnarherbúðunum. Það gæti og verið vís-
bending um að stjórnarþingmenn hyggist
svæfa málið með því að vísa því til ríkisstjórnar-
innar, þeirrar ríkisstjórnar sem ekki hefur rétt
upp litla fingur til að lagfæra þennan auðsæja
galla á barnalögurium. Það má ekki gerast. Sú
krafa er gerð til löggjafans, að hann verði við
málafylgju þingmannanna Jóhönnu Sigurðar-
dóttur og Guðrúnar Helgadóttur, - og lagfæri
barnalögin þegar á þessu þingi í samræmi við
tillögur þeirra. Hér er kominn enn einn próf-
steinninn á réttlætistilfinningu stjórnarjbing-
manna. Vonandi standast þeir það próf.
-óg
KKJPPT OG SKORID
Fornaldar-
eölan
Fyrr á árum var það daglegt
brauð að sjá hinum verstu illyrð-
um hreytt í pólitíska andstæðinga
á síðum dagblaðanna. Blöð aftur-
haldsins kinokuðu sér lítt við að
varpa skattyrðum á borð við
landráðafól og annað þaðan af
verra í þá sem skipuðu sér í sveitir
vinstri sinnaðra baráttumanna og
vísast var svarað í sömu mynt á
móti. Hægri menn voru j afnframt
drjúgir við að finna sálfræðilegar
skýringar á tilvist vinstri stefnu í
landinu: sósíalistar voru sam-
kvæmt þeirra þrætubók ekkert
annað en delínkventar og
aumingjar sem þjáðust illa af
öfund í garð þeirra sem höfðu
fengið deildan vænni skerf af
borðum Mammons.
Og yrðu verkföll var það ó-
sjaldan að afturhaldið í landinu
stimplaði þá sem þar háðu sína
óhjákvæmilegu baráttu fyrir
brauðinu sem landeyður og let-
ingja; í verkfalli af þeirri einföldu
ástæðu að þeir nenntu ekki að
vinna!
Málflutning af þessu tæi mátti
auðvitað lesa í öllum blöðunum.
Nú eru aðrir tímar og málflutn-
ingur sem þessi er góðu heilli að
verða sjaldgæfur. Skipstjórar
blaðanna leyfa sér yfirleitt það
sem áður hefði ef til vill þótt mun-
aður: - að bera virðingu fyrir
andstæðingum sínum, þó þeir
forakti skoðanir þeirra.
Samt sem áður detta sum blöð-
in stundum niðrí hið gamla far ög
það verður að segjast að stundum
er einsog þróunin hafi sneitt hjá
dyrum sumra. Það er einkum
Morgunblaðið sem situr fast í
gamla tímanum: í umfjöllun sinni
um verkföll og átök á vinnumark-
aði bryddar oft á hinni gömlu
80 SÍÐUB MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞKÓTTABLADl
lögreglu og mótmælaseggja í miö-
borg Kaupmannahafnar í kjölfar
fjölmenns mótmælafundar viö
danska þinghúsið. Voru fundar-
menn og ærslabelgir áberandi ölv-
aÖir^ Viða um borgina lokuöu verk-
fallsmenn helztu götum, sem olli
umferöaröngþveiti. Einnig kom tií
átaka í Óðinsvéum þar sem ráöist
var að lögreglubifreiðum.
heift og að því leyti er blaðið
fornaldareðlan - dínósárusinn - í
hinum nýja heimi íslenskra dag-
blaða.
Mogginn og
verkfall Dana
Þessa sáust oftlega staðir í um-
fjöllun og afflutningi Morgun-
blaðsins á málstað bresku kola-
námumannanna meðan á verk-
falli þeirra stóð.
í gær gafst svo okkur trúum les-
endum Mogga gamla enn verra
dæmi. Blaðið hefur haft uppi
miklar fréttir af harðvítugum
vinnudeilum í Danmörku, en þó
verið nokkuð tvístígandi því
átökin hafa ekki alveg farið sam-
kvæmt formúlum fréttaskýrenda
Morgunblaðsins. Frændur vorir
danskir fóru í verkfall en Morg-
unblaðið gat þá sigri hrósandi
uppfrætt okkur á því að eflast
myndi nú kempan hann Schluter
bara setja á lög sem bönnuðu
slíkaósvinnu. Með því var blaðið
auðvitað að benda okkur með-
fram á það, að það væri nú í fleiri
löndum en íslandi sem ríkis-
stjórnir sviptu menn verkfalls-
réttinum.
Það var líka rétt, lög gegn verk-
föllum voru sett af dönsku stjórn-
inni. En þá kárnaði nú Mogga-
gamanið. Verkalýðshreyfingin
reis upp á afturlappirnar, skók
makkann og hristi sig framan í
Schluter og félaga.
Hundrað þúsund
fyllibyttur
Þetta líkaði Morgunblaðinu
auðvitað ekki. Verkalýðurinn á
að vera penn og þegja þegar hon- ’
um er sagt að gera það. En í Dan-
mörku vaknaði eigi að síður mikil
mótmælaalda og samkvæmt
Mogga sjálfum virtu tugþúsundir
verkamanna lagasetninguna að
vettugi. Gífurlega fjölmennur
mótmælafundur var haldinn í
miðborg Kaupmannahafnar og
þeir íslendingar sem hér heima
sáu fréttir sjónvarpsins af atburð-
unum foru vart varhluta af þeirri
einurð og ólgu sem ríkti manna á
meðal.
Nú voru góð ráð dýr fyrir
Moggann. Það náði auðvitað
engi átt að ætla að greina satt og:
rétt frá þessum atburðum. Þá var
nefnilega hætta á að mörlandinn
hér uppi á því kalda íslandi fengi
einhverjar svipaðar verkfallsflug-
ur í sína úfna haus.
Morgunblaðið brá því á annað
ráð. Þegar það sagði frá mótmæl-
afundinum greip það til þess ráðs
að gera úr hinum dönsku verk-
fallsmönnum hundrað þúsund
fyllirafta á ráfi um Kaupinhafn í
leit að hasar. í frásögn blaðsins
leit þetta svona út, á forsíðu í gær:
„Voru fundarmenn og œrsla-
belgir áberandi ölvaðir".
Laumuskot
Sighvats
Það er á flestra vitorði að í Al-
þýðuflokknum (sem margir kalla
nú Hryllingsflokk Jóns Baldvins)
eru margir forystumanna þegi
glaðir yfir einræði og hægri sinnu
Jóns. I grein í DV í fyrradag notar
Sighvatur Björgvinsson tækifær-
ið og laumar nokkrum skotum á
formanninn undir því yfirskini að
hann sé að skrifa um atvinnumál!
Þannig kemst Sighvatur að
orði einsog það sé einmitt Jón
sem er viðfangsefnið:
Jslendingar eru afskaplega
ginnkeyptirfyrir nýjungum. Litlu
máli skiptir á hvaða sviði slíkt er
boðið eða hversu þörf nýjungin er
- aðeins ef hún er frábrugðin og
óvenjuleg".
í kjölfar þessa kemur svo kafli
sem er beint sérstaklega að Jóni
einsog þeir sjá sem þekkja til í
Alþýðuflokknum:
Jafnvel gœti maður stundum
haldið að því heimskulegri og
fjarlœgari heilbrigðri skynsemi
sem nýjungin er, þeim mun betri
hljómgrunn fái hún hjá íslending-
um
Vorrósarolía
Alþýðuflokksins
i Að þessu loknu telur svo Sig-
hvatur upp af skáldlegum fjálg-
leik það helsta sem nýjungagjarn
landinn hefur fallið fyrir á síðustu
árum: lífselexírar, segularm-
bönd, megrunarte, blómfræflar
og vorrósarolíur eru í þeirri
runu... en í endann er einsog
eitthvað hafi gleymst af „undra-
lyfjunum". Þá rennur upp fyrir
athugulum lesanda að í prédikun-
inni hefur séra Sighvatur nefni-
lega gleymt að nefna hina nýupp-
fundnu vorrósarolíu Alþýðu-
flokksins: sjálfan Jón Baldvin!
-ÖS
DJDÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljáns.
Rftstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphéðinsson.
Rltatjórnarfulltrúl: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjórl: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðaibjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Glsla-.
son, Möröur Arnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (fþróttir).
Ljósmyndlr: Einar Ólason, Einar Karlsson.
Utllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfstotustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbrelðslustjórl: Sigriður Pétursdóttir.
Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgrelðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgrelðsla: Bóra Sigurðardóttir, Kristln Pétursdóttir.
Sfmavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigrlður Kristjánsdóttir.
Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólðf Húnfjðrð.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjðrnsson.
Bflstjórl: Ólöf Sigurðardóttir.
Útkeyrsla, afgrelðsla, auglýslngar, rltstjórn:
Sfðumúla 6, Reykjavfk, slml 81333.
Umbrot og setning: Prentsmlöja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausasölu: 30 kr.
(>_____■____..i. OC Lrr
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sfmi: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓOVIUINN; Mlðvlkudagur 3. apríl 1985