Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 7
Sígildar sögur Stjömubíó: í fylgsnum hjartans. Bandarísk árgerð 1984. Leikstjórn og handrit: Robert Bent- on. Kvikmyndataka: Nestor Alemendros. Klipping: Carol Littleton. Aðalhlutverk: Sally Field, Lindsay Crouse, Ed Harris, Amy Madigan, Danny Glover, John Malkowich. Það er dauður maður sem ekki hrífst af umgjörð þessarar mynd- ar - smábænum Waxahachie, Texas. Lögð hefur verið mikil alúð við að ná fram blæ þessa suðurríkjabæjar á árunum uppúr kreppu, enda ólst Robert Benton upp á þessum slóðum, að því segir í prógrammi Stjörnubíós. Þarna hefur kreppan gert allt fólkið að fátæklingum en samt heldur það reisn sinni. Enn er hægt að skrapa saman 75 sentum fyrir permanenti og alltaf sjá karlmennirnir svo um að nóg sé til af skotfærum í húsinu. Enda verður svartur vinnulýðurinn að sjá og skilja hver heldur um stjórntaumana. Þetta er stolt fólk. En því fer fjarri að þetta sé mynd byggð á endurminningum Bentons þessa, sem bæði leikstýrði og skrifaði handritið. Sagan um Ednu Spalding, tveggja barna móður, sem missir manninn sinn og sér fram á að missa jörðina sína, er sígild í am- erískum bíómyndum og hefur verið sett í margskonar búning. Enda er efnismeðferð orðin æði kunnugleg - allt að smæstu smáatriðum í handriti. Þetta er ANNA THEÓDÓRA 1 RÖGN VALDSDÓTTIR sagan um frumbýlinginn - um hvernig amerískt þrek, vilji og út- sjónarsemi snúa ósigri í sigur. Þarna er mýtan um hina sérstæðu manngerð sem kom og byggði Ameríku meðan hinir koksuðu í gamla landinu eða fóru sneyptir heim aftur, eins og Jóhannes Birkiland. Ekki er hægt að kalla Ednu Spalding margþættan persónu- leika, en Sally Field fer samt fal- lega með þetta hlutverk. Undir lokin fer samt að bera meira á þeim kaliforníska sið að hafa vel rúmt í kringum stjörnuna svo að hún fái notið sín. Þetta kemur óhjákvæmilega niður á hinum persónunum, sem byrjuðu vel - þar á ég við Móses ráðsmann, og einkum blindu stríðshetjuna sem leigir herbergi hjá Ednu. Meðfram þessari átakasögu tif- ar önnur með öllu stillilegra yfir- bragði og gerólík, bæði að lit og lögun. Margrét, systir Ednu, er hárgreiðslukona og gift Wayne. Helstu vinir þeirra eru þau Vi og Buddy. Vi er barnaskólakennari, Buddy vinnur hjá olíufélagi. Þetta fólk er því vísir að amerískri millistétt og er farið að fá á sig annan blæ en Waxahachie búar sem leggja enn land til grundvall- ar þegar talað er um auð og völd. Edna (Sally Field) og Moses ráðsmaður (Danny Glover) ásamt börnunum Frank og Possum á bómullarakrinum. Sem við má búast af vaxandi millistétt þá er Vi farin að halda við Wayne. Þetta er skiljanlega mikið álag, einkum fyrir Vi, því að þessi tvenn ungu hjón virðast eyða flestum frístundum sínum saman. Stofudrama þetta sver sig í ætt við leikhefð á vesturströnd- inni og leikararnir, einkum Lindsay Crouse, Ed Harris og Amy Madigan, gera þessum sæt- súr ástarþríhyrning frábær skil. Robert Benton lætur vel að vinna með leikurum og er það ef til vill hans besta hlið. En jrað er engin heildarmynd á þessu verki - stærsti bresturinn er að baráttu- saga Ednu og hjónabandssaga Margrétar eiga ekkert erindi hvor við aðra. Ef til vill er lokaat- riðið - það sem gerist undir guðsþjónustu í kirkjunni - tilraun til þess að bræða saman einhverja niðurstöðu um hvað myndin er, í heildina tekið. Ef svo er, hefur sú tilraun mistekist. Anna Theodóra Rögnvaldsdótt- Ir er menntuð í kvikmyndagerð í Englandi og starfar við auglýs- ingagerð. Hún hefur tekið að sér að skrifa um kvikmyndir fyrir Þjóð- viljann. ísfuglar (Isfugle) Danmörk, 1983 Leikstjórn: Spren Kragh-Jacobsen Handrit: Sören og Hans Hansen Leikarar: Peter Hesse Overgaard, Michael Ehlert Falch o.fl. íslenskur filmari sagði í blöð- um fyrir nokkrum misserum að eini gróskubletturinn í norrænni kvikmyndun væri hér á skerinu, - í öðrum pörtum Norðurlanda væru menn bara að þvælast hver fyrir öðrum. Hafi þessi montari ekki þegar skipt um skoðun setur daninn Soren Kragh-Jacobsen honum stólinn harkalega fyrir dyrnar með kvikmynd sinni um ísfuglana sem nú er sýnd í Regn- boga að ráði góðra manna í Há- skólabíó. Þetta er glettilega góð kvik- mynd um fólk af holdi og blóði; jafnfjarlæg landlægum amrískum glansklisjum og þreyttu skandín- avísku vandamálalínunni. Kann- Danskt fjaðurmagn eða: hvernig hœgt er að heita Sören og búa til góðar kvikmyndir ski það séu búnar til fleiri svona góðar myndir í Skandó? Spyr sá sem ekki veit: það líða ár og dagar milli nýrra mynda frá þessum grannlöndum á tjaldinu hér. ísfuglar er mynd um tvo stráka ofarlega á þrítugsaldri. Annar hægur, innhverfur, stoppar upp dúfur og krákur, - töffarastælar og sláttur á hinum, drekkur sig fullan og spænir upp malbikið á amrískum kagga - Thunderbird: þrumugammi. Hvor um sig einn á sinn hátt, kynnast, og við þá kynningu kynnist áhorfandi ör- lagamótorum í lífi þeirra. Faðir og sonur, einsemd og vinátta, karl og kona, líf og dauði. Hvað vilja menn meira í dramatík? Og gegnum allt gamla sagan af Ikarosi/Völundi, goðmyndin af mannfuglinum fljúgandi. Góð frásögn án skellanda eða smámælis. Dýpt í aðalpersónum með góðum leik og næmri leik- stjórn, og hliðarfólk verður líka lifandi, dregið fáum dráttum sterkum. Og þetta er kvikmynd og kemst til skila sem kvikmynd frá gullfallegri byrjun til feikn- legra endaloka. Trikk sem yrðu tilgerð í höndum stóriðnaðar- manna í Hollí ganga hér upp: þegar annar vinurinn er í lífs- háska slokknar á ljósunum hjá hinum; táknleikur að fuglum; JamesDean-MarlonBrando-upp- reisn; blikkandi neonljós utan glugga í herbergi þess sem veit ekki hvorumegin landa- rnæra hann á heima. Sören þessi MÖRÐUR ÁRNASON sýnir okkur að það er ekkert mál að nota aftur gamalt dótarí, bara spurning um að blása í það eigin eldi. Sem brennur reyndar víðast af sjálfu sér í þessari orku- mynd um rafveitu og bensínbiss- nes: kannski er maðurinn með þetta ókvikmyndaleikstjóralega nafn að benda okkur á að leysa úr læðingi. Sumsé gott .frá Danmörku. Peter Hesse Overgaard og Michael Ehlert Falch (úr rokksveitinni Malurt) í Isfuglum. m Mi&vlkudagur 3. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.