Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Miðvikudagur 3. apríl 1985 78. tölublað 50. árgangur Fríhöfnin Nær 100 mil jónir í hagnað Guðmundur Karl Jónsson yfirmaður Fríhafnarinnar: Góðar horfur í ár. Aukin flugumferð og sterkur dollar skiptir miklu. Utanríkisráð herra vill bjóða reksturinn út. Hagnaður af rekstri Fríhafnar- innar á Keflavíkurflugvelli á sl. ári var 93 miljónir kr. en velta fyrirtækisins var tæpar 250 milj- ónir. Hagnaður af veltu var því 37.4% sem er hæsta hlutfall sem verið hefur undanfarin ár. Pað vekur athygli er skoðaður er samanburður á útkomu Frí- hafnarinnar undanfarin ár að launakostnaður hefur lækkað úr 20.7% af veltu árið 1979 í 8% á liðnu ári, en á þessum tíma hefur starfsmönnum fækkað um 14 að sögn Gumundar Karls Jónssonar yfirmanns Fríhafnarinnar. Rekstrarskipulagi fyrirtækisins var breytt árið 1980 en þá var tekið upp bónusfyrirkomulag í stað yfirvinnu. „Það hefur verið aukin umferð um flugvöllinn, dollarinn er sterkur og við höfum því lækkað vörurnar til samræmis við það. Það er margt sem spilar inn í þessa góðu útkomu á rekstrin- um,“ sagði Guðmundur Karl. Hann sagði að útkoman það sem af væri á þessu ári væri með besta móti. Góðar bókanir hjá ferða- skrifstofum og því liti sumarið vel út. Utanríkisráðherra hefur lagt til alþingi að starfsemi Fríhafnar- innar verði boðin út. Guðmund- ur sagði að stórar fjárhæðir og miklar tryggingar þyrfti til að yf- irtaka rekstur þessa fyrirtækis og ólíklegt að starfsmenn réðu við slíkt kæmi til útboðs á fyrirtæk- inu. „Ef betra tilboð fæst í útboði en reksturinn hefur skilað á síð- ustu árum, á er það sjálfsagt, annars ekki,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson. -lg- Bíó Byggja við Háskólabíó Bíóin bregðast við harðri sam- keppni með því að koma sér upp litlum sölum og auka kvikmynd- aúrval. A annan í páskum bætast tveir salir við hjá Laugarásbíó, og fyrir nokkru ákvað Háskólaráð að byggja við Háskólabíó í átt að Suðurgötu. Friðbert Pálsson Háskólabíó- stjóri sagði þrjá nýja sali í bígerð, komast vonandi í gagnið haustið 1987 og verða notaðir til kennslu á daginn. Einn á að rúma 300 til 350 manns, einn 220 til 250 manns, einn 150. Háskólinn og Háskólabíó leggja til féð í sam- einingu. - m Verðtrygging Bannið ekki framlengt Ríkistjórnin hefur fallið frá fyrri yfirlýsingum sínum um framlengingu á lögum um bann við kaupmáttartryggingu í kjar- asamningum þegar bráðabirgða- lög þess efnis falia úr gildi 1. júní nk. Alþýðusambandið og önnur launþegasamtök hafa ítrekað þá kröfu sína síðustu daga að samið verði um kaupmáttatryggingu, slíkt sé forsenda fyrir kjarasamn- ingum í haust. -Ig. Akureyri Samtrygging? Grunur leikur á að þeir sem buðu í uppsetningu hitavatns- mæla fyrir Hitaveitu Akureyrar hafi haft með sér samtök um að sprengja verðið upp fyrir kostn- aðaráætlun þá er hitaveitan hafði gert. Lægsta tilboðið var 52% hærra en kostnaðaráætlunin en hæsta boðið sem var frá 8 pípu- lagningarfyrirtækjum, sem buðu sameiginlega. Þegar þetta lá ljóst fyrir kom til tals hjá Hitaveitu Akureyrar að annast verkið sjálf, en á fundi stjórnar hitaveitunnar fyrir skömmu var ákveðið að taka heldur lægsta tilboðinu, sem eins og fyrr segir, var 52% yfir kostn- aðaráætlun. -S.dór ísafjörður Engin lausn fyrir páska Ungt fólk Ólga í Garðabæ Sigurður R. Ólafssonformaður Sjómannafélagsins: Okkar kröfum í engu ansað. Starfsaldur einungis á tryggingu. Landmenn línubáta segja upp ráðningu Dregist að moka út úr byggingarsvæði Engin lausn er sjáanleg í deilu sjómanna á ísaflrði við út- gerðarmenn og ríkissáttasemjari telur ekki ástæðu til að halda sátt- afund fyrr en eftir páskafrí. Tveir togarar, Guðbjörg og Páll Páls- son auk þriggja línubáta liggja nú bundnir bið bryggju vegna verk- fallsins. Önnur sjómannafélög á Vcstfjörðum hafa ekki enn tekið ákvörðun um verkfallsboðun. Sigurður R. Ólafsson formað- ur Sjómannafélags ísafjarðar sagði í samtali við Þjóðviljann að sjómenn hefðu dregið mjög í land með upphaflegar kröfur sínar. Lagt hefði verið til að starfsald- urshækkanir komi einungis til út- borgunar ef hlutur félli niður. Einnig að ísfirskir sjómenn haldi sínum 2,3% í umframtryggingu miðað við aðra sjómannasamn- inga en á sínum tíma höfðu ísfirð- ingar allt að 11% í umframtrygg- ingu. Þessum kröfum hafði í engu verið svarað af útvegsmönnum sem vilja einungis bjóða uppá það sem samdist um fyrir sunnan. Þrjár meginkröfur eru uppi varðandi línubáta og landmenn. Beitan komi skorin. Móttaka báts verði landmönnum óvið- komandi og að hver maður þurfi ekki að beita nema 7 bala en sú krafa fékkst í gegn fyrir nokkrum árum á Súgandafirði. „Við buðum útgerðarmönnum að velja eina af þessum þremur sem tæki ekki gildi fyrr en í haust, en þeir ansa okkur ekki. Þetta er liður sem við erum alveg gall- harðir á,“ sagði Sigurður. Landmenn í sjómannafélaginu hafa ákveðið að segja allir upp störfum. Þeir segjast ákveðnir að mæta ekki aftur til vinnu nema þeir nái einhverjum af sínum kröfum fram. -lg Mikil ólga er meðal ungs fólks í Garðabæ sem fékk á sínum tíma úthlutað lóðum undir ein- býlishús í svokölluðum „gryfj- um“ nyrst í bæjarlandinu. Bæjar- yfirvöld höfðu lofað að gera gryfjurnar byggingarhæfar um sl. áramót en loks í gær þremur mánuðum síðar var íbúðarbyg- gjendum hleypt inn á svæðið og eindæma tíðarfar í vetur því í engu nýst til byggingafram- kvæmda. „Það er rétt þetta hefur dregist nokkuð. Á því eru alls konar tæknilegar skýringar og einnig skipulagslegar varðandi undir- búning verksins. Moldarmagnið sem flytja þurfti í burt var t.d. vanmetið,“ sagði Jón Gauti Jóns- son bæjarstjóri í Garðabæ í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að bærinn myndi standa straum af auknum kostnaði við jarðvegsvinnuna. Lóðareigandi sem hafði sam- band við blaðið í gær sagði að þessi byggingarreitur unga fólks- ins í gryfjunum væri ein sorgar- saga og þessi dráttur á að fram- kvæmdir gætu hafist hefðu fyllt mælinn hjá mönnúm. Byrjað væri að safna undirskriftum með- al lóðarhafa þar sem verklagi bæjaryfirvalda væri harðlega mótmælt. „Við getum hleypt fólki inn á svæðið í dag til að byggja en fram- kvæmdum við gatnagerð og lagnir er ekki lokið. Veðurguð- irnir hafa verið elskulegir við fólk í byggingarhug í vetur en ekki við. Nú erum við tilbúnir," sagði Jón Gauti bæjarstjóri. -|g.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.