Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 5
4US
Fátt skiptir meira máli fyrir byggðaþróun en góðar samgöngur.
Þó aldrei hafi verið teknir hærri skattar af umferðinni en nú, sker
ríkisstjórnin vegaframkvæmdir við trog.
„gróðapungarmr" hans Matthí-
asar hefðu samið fyrir hann vega-
áætlunina. Dapurlegt væri hlut-
skipti hans nú í þjónustu niður-
skurðarmanna Framsóknar og
eigin manna.
Steingrímir kvað beinlínis
miða aftur á bak með þessari
áætlun í ár og harmaði það. Hann
kom alveg sérstaklega inn á jarð-
gangnagerð, en um það mál hefur
hann flutt sérstaka tillögu um
framtíðaráætlun, þar sem ný
tækni væri nýtt til hins ýtrasta.
Steingrímir gagnrýndi harðlega
niðurskurðinn nú, þegar menn
hefðu trúað því að a.m.k. þessi
málaflokkur slyppi við niður-
skurðarhnífinn.
Vegaáœtlun
Atlaga að landsbyggðinni
Sömdu „gróðapungarnir“ vegaáœtlun fyrir Matthías?
Þegar Matthías Bjarnason
samgönguráðherra mælti fyrir
vegáætlun í síðustu viku urðu um
hana allmiklar umræður. Vegá-
ætlun gildir nú frá 1985-1988 og
samkvæmt samþykkt Alþingis frá
Spurt um...
.....útflutn-
ingsmál
iðnaðarins
Friðrik Sófusson hefur lagt
nokkrar spurningar fyrir við-
skiptaráðherra í tengslum við út-
flutningsmál iðnaðarins. Hann
spyr m.a. hvort ríkisstjórnin hafi
tekið afstöðu til frumvarps um út-
flutningstryggingar en nefnd sem
forsætisráðherra skipaði 1982
hefur samið slíkt frumvarp. Þá
spyr hann hvort ríkisstjórnin hafi
gert einhverjar ráðstafanir í
framhaldi af tillögum þessarar
nefndar um eflingu Útflutnings-
lánasjóðs. Loks spyr hann með
hvaða hætti ríkisstjórnin telji að
unnt sé að gera Útflutningssjóði
kleift að bjóða samkeppnislán,
og útflutningslán með sömu
kjörum og gerist í samkeppnis-
löndum okkar.
... vélstjóranám
Skúli Alexandersson óskar
skriflegs svars frá menntamála-
ráðherra:
1. Hve margir nemar voru
innritaðir til vélstjóranáms á 1.,
2., 3. og 4. stigi á árunum 1976-
1985 og hve margir luku námi á
hverju stigi á þeim tíma?
2. Hve margir nemar fóru á
sama tímabili í vélgæslunám og
luku því?
Svör óskast sundurliðuð eftir
skólum.
1982 skal verja ákveðnum hund-
raðshluta af þjóðarframleiðslu til
vegaframkvæmda árlega. Sam-
kvæmt þeirri samþykkt átti að
verja nú 2.7% af þjóðarfraim
leiðslu til þessa málaflokks. í
áætluninni eru árin 1986-1988 öll
með þessa áætluðu prósentu,
enda létt að lofa fram í tímann.
Eina marktæka árið er í ár, en þá
er annað uppi á teningnum.
Þeir Helgi Seljan, Skúli Alex-
andersson og Steingrímur J. Sig-
fússon bentu allir á þetta megin-
atriði, en í ár væri gerð ein at-
lagan enn að landsbyggðinni með
stórkostlegum niðurskurði verk-
legra framkvæmda og nú í þess-
um veigamikla þætti, sem snerti
alla.
Helgi Seljan benti á að nú í ár
væri frávikið frá áður gerðri sam-
þykkt Alþingis nær 0.6% eða úr
2.4% í rúmlega 1.8% samkvæmt
nýrri þjóðhagsspá. Hann minnti
á stóryrði Sjálfstæðismanna í
andstöðu við fyrri stjórn þegar
frávik var nær 0.2%, en nú þegar
það væri þrefalt meira þá væri
ljóst að menn hefðu horfið frá
öllum loforðunum í þessu sem
Þingmennirnir Hjörleifur
Guttormsson, Kristín S. Kvaran
og Maríanna Friðjónsdótlir hafa
sameiginlega flutt fimm breyting-
artillögur við útvarpslagafrum-
varpið, sem væntanlega fer til
þriðju umræðu í neðri deild eftir
páska. Þá hafa þau Hjörleifur og
Maríanna flutt saman tillögu um
að koma á fót starfsmannaráði
þjá ríkisútvarpinu. Er gert ráð
fyrir að fulltrúi ráðsins sitji fundi
útvarpsráðs.
öðru. Þar ætti Framsókn sinn ríka
hlut.
Helgi lagði áherslu á þá þætti
sem þessi mikla skerðing kæmi
hvað harðast niður á, þ.e. ný-
byggingum vega, sér í lagi upp-
byggingu vega upp úr snjó, og
verst kæmi þetta við hina illa
komnu sveitavegi, sem yrðu æ
meira útundan. Áætlaðri við-
haldsþörf væri heldur hvergi
sinnt sem skyldi.
Hann gagnrýndi forsendur að
skiptingu vegafjár sem kæmi illa
við þá landshluta, sem væru með
verstu vegina.
Þá minnti hann á skattpíning-
arópin frá íhaldinu í tíð síðustu
stjórnar, en aldrei hefðu hærri
skattar verið teknir af umferðinni
en einmitt nú og aldrei jafn rösk-
lega og nú í „ríkishítina", svo sem
hefði verið dálætishjal íhaldsins
áður.
Þá viku þeir Skúli og Helgi að
útboðsstefnunni, sem dræpi nið-
ur þjónustuaðila á landsbyggð-
inni, en tryggði stóru verktökun-
um einokun á verkefnum með
undirboðum. Vísuðu þeir í til-
lögu sem þeir ásamt öðrum hafa
í tillögum þremenninganna er
að finna ákvæði um að Ríkisút-
varpið skuli sérstaklega gæta þess
að hafa á boðstólum fjölbreytt
efni við hæfi barna, en Hjörleifur
flutti slíka tillögu við aðra um-
ræðu. Þá leggja þau til að út-
varpsstjóri verði skipaður til 5 ára
í senn og starfið auglýst að þeim
tíma liðnum. Aðeins megi ráð
sama mann í 5 ár til viðbótar.
Þingmennirnir leggja einnig til að
annað hvert ár verði haldin ráð-
flutt um athugun á heildarhag-
kvæmni útboða og reglur um út-
boð, sem tryggi heimaaðilum ák-
veðinn rétt.
Skúli vék sér í lagi að því, að
samgönguráðherra hefði greini-
lega orðið undir í baráttunni
innan stjórnar um nauösynlegt
fjármagn til vegagerðar. Þar
hefðu „gróðapungarnir" ráðið
ferðinni eins og í öllu öðru. Eftir
öll glæsiloforðin hefði engum
flogið í hug við myndun þessarar
stjórnar annað en aukið yrði fé til
vegamála í ljósi enn meiri um-
ferðarþunga, enn meiri bygging-
arþarfar.
En leiftursóknin gegn lands-
byggðinni hefði orðið ofan á, og
sumarið mundi sýna afleiðingar
hennar í minni framkvæmdum í
vegum, flugvöllum og höfnum
um land allt.
Skúli minnti á tillögu Alþýðu-
bandalagsins um nokkra leiðrétt-
ingu framkvæmdafjár í sumar
eða um 260 milj., sem hann hefði
þó viljað sjá meiri, eða eins og
loforð hefðu verið gefin um. Öll
stóryrði sjálfstæðismanna væru
nú kokgleypt með gleði, því
stefna notenda um dagskrár-
stefnu Ríkisútvarpsins og að
gerðar verði reglubundnar kann-
anir á hlustun.
Loks er gert ráð fyrir að alþingi
kjósi 7 manna nefnd til að fylgjast
með framkvæmd nýrra útvarps-
laga og að hún skili skýrslu í nóv-
ember hvert ár. Þremenningarnir
leggja til að ný lög um útvarp taki
gildi 1. janúar á næsta ári.
Allir lögðu þeir áherslu á það,
að fátt skipti meira máli fyrir
byggðaþróun en samgöngurnar
og því væri þetta högg nú þyngra
en flest önnur af hálfu
stjórnvalda. Þar væri til lítils að
treysta á loforð næstu ára.
Það vakti sérstaka athygli hve
fáir voru viðstaddir umræðuna og
tóku til máls uip þetta veigamikla
málefni. _ ÁI.
Ökuljós
allan veturinn
Allsherjarnefnd efri deildar
hefur einróma mælt með að sett
verði lög um skyldunotkun öku-
ljósa yfir vetrartímann, frá 1.
september til 30. apríl ár hvert.
Frumvarp þessa efnis var flutt nú
eftir áramótin sem e.k. millileið,
þar sem ekki náðist samkomulag
í fyrra um að lögbinda notkun
ökuljósa allt árið, eins og þá var
lagt til. Fyrsti flutningsmaður er
Salómen Þorkelsdóttir.
-ÁI
Ríkisútvarpið
46,6 miljónir
í söluskatt
Maríanna Friðjónsdóttir vara-
þingmaður Jóns Baldvins Hanni-
balssonar hefur lagt fram tillögu
til þingsályktunar um niðurfell-
ingu söluskatts af auglýsingatekj-
um Ríkisútvarpsins.
í greinargerð bendir Maríanna
á að dagblöð og flest tímarit, m.a.
ýmis sem vart má skilgreina sem
menningartímarit, eru undan-
þegin þessari skattlagningu. Á
síðasta ári gre . . ..usútvarpið
46,6 miljónir í söluskatt af auglýs-
ingum, meðan aðrir aðilar með
hliðstæða starfsemi eru undan-
þegnir slíkum greiðslum.
Útvarpslögin
Minnihlutinn sameinast
Miftvikudagur 3. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5